Alþýðublaðið - 19.01.1962, Qupperneq 10

Alþýðublaðið - 19.01.1962, Qupperneq 10
Beztu frjálsíþróttaafrekin 1961: VERÐUR AFREK MULKEY'S STAÐFEST SEM HEIMSMET? Valbjörn með 35. bezta afrekið sJ. ár í DAG RÆÐUM við eingönguj um tugþraut, en þar ber aö j sjálfsögðu hæst afrek Banda-j ríkjamannsins, Phil Mulkey. i Hann náði 8709 stigum í keppni í júnímánuði, sem er betra en heimsmet landa hans, Rafer Johnson’s. — Sagt er, að ekki hafi allt verið fullkom lega löglegt, þegar keppni þess fór fram, en Quercetani hefur * þó tekið afrekið með á skrána. Hvort sem árangurinn verður staðfestur sem heimsmet eða ekki, er hér um frábært afrek að ræða. Kútienkó beztur. ! Flestir eru þeirrar skoðunar, | að síðan Johnson hætti keppni' sé Rússinn Jurij Kutienko bezti tugþrautarmaður heims, > en hann setti nýtt Evrópumet í sumar. Tveir aðrir tugþraut- armenn vöktu mikla athygli á árinu, en það eru Hollending urinn Eef Kamerbeek og Júgó slafinn Joze Brodnik. Þeir settu báðir landsmet. Hér heima vann 'Valbjörn Þorláksson mjög gott afrek í Keppir Valbjörn bæði í stang- arstökki og tugþraut á EM í Belgrad næsta sumar? tugþraut, eins og getið hefur verið um áður hér á síðunni. Hann hefur þó ekki lagt stund á sumar greinar þrautarinnar og með nákvæmri þjálfun, — mun Valbjörn komast í frem stu röð í Evrópu. Beztu afrekin: Mulkey, USA 8709 Kutienko, Sovét 8360 Kuznjetsov, Sovét 7918 Herman, USA 7800 Kamerbeek, Holland 7594 Brodnik, Júg. 7466 Edström, USA 7293 Cholodok, Sovét 7275 Storozhenko, Sovét 7257 Kahma, Finnl. 7254 Holdorf, Þýzkal. 7238 Suutari, Finnl. 7178 Lusis, Sovét, 7120 Kolnik, Júgóslavia 7087 Palu, Sovét 7056 Grogorenz, Þýzkal. 7010 Heise, Þýzkal. 7009 Martin, USA 7005 Djatjkov, Sovét 6990 Moltke, Þýzkal. 6977 Utech, Þýzkal. 6945 Aun, Sovét 6929 Jcvsiukov, Sovét 6905 Sar, Ítalín 6904 Alms, Þýzkal. 6877 Dirdin, Sovét, 6875 Klimov, Sovét 6866 Tiik, Sovét 6832 Ortsijev, Sovét 6813 Bevsjuk, Sovét 6803 Janeke, Þýzkal. 6714 Mirosjin, Sovét 6700 Fantalis, Sovét, 6680 Valbjörn Þorl. 6670 ★ Hin árlega firmakeppm :Sk^5aráðs Reykjavíkur fer fram næstkomandi sunnu- dag og keppt verður við Skíffaskálann í Hveradölum. Affalfundur Körfuknattleiks- félags Reykjavíkur fór fram 28. des. sl. Formaffur var kjörinn Guðmundur Georgs- son, en fráfarandi formaff- ur, Ingi Þorsteinsson, baðst undan endurkjörj eftir 5 ára formennsku. Félagiff varff 10 ára 25. desember sl. Nánar á morgun. 10 19. jan. 1962 — Alþýðublaðið jEr lítt þekktur en stökk 4,74 m. i jí stangarstökki + DEXTER ELKINS, nýr bandarískur stangarstökkvari, sigraff; á móti í Honston fyrir skömmu og stökk hvorlíi meira né minna en 4,74 m. Ilann reyndi við nýja heimsmetshæð, 4,83 m, en m'stókst. Hansen og Pennel stukku 4,67 m. Það er oft j barizt hart MYNDIN er frá leik ÍR og <[ studenta og sýnir að oft er % har'zt hart um knöttinn. j| Leikmennirnir, sem eru að $ Jj kljást eru Hafsteinn, ÍS, j; og G.uðmuudur, ÍR. Jí IR sigraði verðskuld- að í hraðkeppni KKI St. Mirren vann í gær sigraði St. Mirren Kil- marnock 2—1 og Dundee Ab- erdeen 2—1. Thomas Scunth- orpe hefur verið seldur til Neweasle fyrir 30 þús. pund. Hann var miðherji Scunthorpe og er markahæstur í ensku keppninni með 30 mörk. iWMWMWWWWWWVVWMV Dómarafélag í körfuknattleik í öllum íþróttagreinum hér er mikill skortur á hæfum dómuriim og ekki hvað sízt í körfuknatt- Ieik. Þar verða leikmenn að hlaupa beint úr leik í dómarastörf, 'en yd^kt kann ekki góðri lukku að stýra. Mat dómara á hrot um er mjög misjafnt og það kom greinilega í ljós á miðvikudagskvöldið. — Brot sem ekki var flautað í leik var dæmt í þunga refsingu í leiknum á eftir. Slíkt er varhugavert og stjórn Körfuknattleiks- sambandsins verður eitt- hvað að gera, t. d. að stofna dómarafélag, en heyrst hefur, að slíkt sé í undirbúningi. HRAÐKEPPNI Körfuknatt- leikssambandsins sl. miðviku- dagskvöld tókst vel. Leikir voru skemmtilegir og spenn- andi og úrslit komu á óvart, t. d. í þeim fyrsta, en þá mætt- ust KFR og íþróttafélag Kefla víkurflugvallar, IKF. f liði þeirra síffarnefndu eru mest ný Iiðar aff einum þó undanskild- um, Inga Gunnars. Þeir IKF- ingar komu á óvart með ágæt um leik og sigruðu verðskuld- að, 22—18. í hléi var staðan 13 —7. KFR átti frekar slæman leik, hafa sennilega veriff full vissir um sigur. Santiago. 18. jan. NTB—AFP. í DAG var liðunum í úrslita keppnini HM raðað í fjóra fl. Á morgun verður eitt lið dreg ið úr hverjum flokki og skipa fjögur fyrstu lið 1. riðil, fjögur næstu 2. riðil o. s. frv. Er þetta gert til þess að koma í veg fyrir að sterkustu liðin lendi saman í riðli. Flokkunin er sem hér segir: 1. Chile. Brazilía, Argent- ína, Uruguay. 2. Spánn, Italía, V—Þýzka- land, England. 3. Júgóslavía, Sovétríkin, Ungverjaland, Tékkóslóvakía. 4. Mexíkó, Colombía, Sviss, Búlgaría. Næsti leikur var einnig spennandi, en þá mætlust Ár- mann og KR. Að leiktíma lokn Framhald á 11 síðu FRÁ leik ÍR og Ármanns: — Dómararnir, Ingi Gunnars t.v. og Mar nó Sveinsson t.h. ræða viff leikmann, en Ieikurinn var býsna harður á köflum. Afmælissýning ÍSÍ Þátttakendur eru beðnir að mæta til æf'nga í Þjóðleikhús inu nk. sunnudag 21. jan. Þátt takendur í sögusýningu mæti kl. 9 f. h. Þátttakendur í í- þróttasýningu mæti kl. 10,30 f. h.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.