Alþýðublaðið - 25.01.1962, Síða 14

Alþýðublaðið - 25.01.1962, Síða 14
Trimmtudagiir MINNINGARSPJÖLD Kven- lélags Háteigssóknar eru af greidd hjá Ágústu Jóhanns dóttur^ Flókagötu 35, As- laugu Sveinsdóttur, Barma hllð 28, Gróu Guðjónsdóti- ur, Stangarholti 8, Guð- björgu Birkis, Barmahílð 45, Guðrúnu Karlsdóttur, Stigahlíð 4 og Sigríði Ben- ónýsdóttur. Barmahlíð 7. Skipaútgerð ríkisins: Hekla e,- á Vest- fjörðum á suður- leið. Esja er á Norðuriandshöfr!- um á austurleið. Herjólfur fer frá Vestmannaevjum kl. 21 í kvöld til Rvk. Þyrill er á leið til Karlsíiiavn. Skjald- breið er í Rvk. Herðubreið er væntanleg til Rvk í dag frá Breiðafjarðahöfnum. Eimskipafélag íslands h.f.: Brúarfoss fór frá Dublin 19.1. til New York. Dettifi^ss fór frá New York 19.1. ti'. Rvk. Fjallfoss fór frá KePavík í gærkvöldi 23.1. til Akureyrar og Siglufjarðar. Goðafoss fór frá Rvk 20.1. tii New York. Gullfoss fer frá Hamborg í dag 24.1. til Kmh. Lagarfoss Iröm • til Gdynia, fer þaðan lil Mantyluoto. Reykjafoss er í Hafnarfirði. Selfoss kom tiliHamborgar 21.1. fer það- an til Rvk. Tröllafoss kom til Rv-k í morgun 21.1. frá Hull — Tungufoss fer frá Rvk á hádegi í dag 24. 1. t:l Gufu- ness. Skipadeild S.Í.S.: Hvassafell er í Rvk. Arn- arfeli er væntanlegt til Aabo á morgun, fer þaðan áleiðis ■íii Gloueester og New York. Dísarfell fej- væntanlega í da,g frá Reyðarfirði áleiðis til Hamborgar, Kmh og Malmö. Litlafell e" í olíuflutningum í Faxaflóa Helgafeil fór 21. þ. m. frá Siglufirði áieiðis til Helsingfors, Aabo og Hangö. Hamrafeli fór 14. þ. m. frá Reyðarfirði Éleiðis til Batum. Heeren Gracht fór í gær frá Ólafsvík áleiðis til Bremen og Gdynia. Rinto fór í gær frá Kristiansand áieiðis tii Siglu fjarðar. Föklar h.f.: Drangajökull fór frá Rvk í fyradag áleiðis til New York. Langjökull er á leið til ís- tands frá Hamborg. Vatna- jökull er á leið til íslands frá Hamborg. Vatnajökull er á l.eið til Rotterdam og Rvk írá Grimsby. ♦ltsavakðstofan er opin allan aólarhringinn Læknavörðnr. íjrte vltjanlr •r á wuna atað kl. R—II. ---- Flugfélag íslands h.f : Millilandaflug: Gul.lfaxi er væntar.iogu,- til Rvlc kl. 16, 10 í dag frá Kmh og Glas- gow. — Innan- landsfiug: í dag er áætlað að fljúga tii Akureyrar (2 ferðir), Egils- staða, Kópaskers, Vestmanna eyja og Þórsliafnar. — Á morgun er áætlað að fljúgp til Akureyrar (2ferðir Fag- urhólsmýrar Hornafjarðar, — ísafjarðar, Kirkjubæjarkl. og Vestmannaeyja. Loftleiðir h.f.: Fimmtudag 25. janúar er Þorfinnuj. karlsefni væntan- legur frá New York kl. 08,00. Fer til Oslo, Gautaborgar, — Kmh og Hamborgar kl. 09.30. Bæjarbókasafn Reykjavíknt Sími 12303 — Aðalsafnið Þingholtsstræti 29 A: Útián 10—10 alla virka daga, nema laugardaga 2—7. Sunnudaga 5—7 Lesstoía: 10—10 aila virka daga, nema laugerdaga 10—7. Sunnudaga 2—7. Úti- bú Hólmgarði 34. Opið 5—7 alla virka daga nema laugar iaga. Úttbú Hofsvallagötu 18: Opið 5.30—7.80 alia virka iaga. Flmmtudagur 25. janúar: 13,00 „Á frí- vaktinnr1: sjó- mannaþátUir. — 18,00 Fyrir yngstu hlustend- urna (Guðrún. Steingrímsdótt - ir). 20,00 Um erfðafræði; Ví. þáttur: Afstaða genanna (Dr. Sturla Friðriksson). 20,15 Tónleikar: Þýzkir listamenn leika og svngja létt lög. 20,30 Erindi: Þorlákur O. Johnson og íslenzk kvenréttindahreyf ing (Lúðvík Kristjánsson rit- höfundur). 21,00 Tónleikar Sinfóníuhljómvseitar íslands í Háskólabíói, fyrri hluti. — Hljómsveiiarstjóri: Jindrich Rohan. Einleikari á knéfiðlu; Frantisek Smetana. 22,10 Upp lestur: „Regn“, smásaga eft- ir Ingimar Erlend Sigurðsson (Birgir Sigurðsson). 22,25 Jazzþáttur (Jón Múli Árna- son). — 23.00 Dagskráriok. ÍÞRÓTTIR Framhald af 10. síðu. lega að hafa stjórn á leiknum allt þar til mjög var liðið á seinni hálfleik, en þá missti hann leikinn úr höndum sér og hafði það sem vonlegt er nokk ur áhrif á leikmáta manna und ir leikslok. Þá hefði Magnús mátt taka mun strangar á fram komu Gunnlaugs við sig í seinni hálfleik og hefði brott vísun í 2 mín. verið eðlileg í því tilviki. Er það annars leitt, að Gunnlaugur skuli temja sér slíka framkomu á leikvelli og væri honum meiri sómi í að koma vel og drengilega fram við alla á vellinum, jafnvel þó að hann leiki fast á stundum. Þær brottvikningar sem Magn ús dæmdi undir leikslokin, þ. e. þeirra Björns B. og Gunnlaugs, höfðu ekki lilætluð áhrif því að þær komu of seint. Ekki verður annað sagt, en að Víkingar hefðu átt að sigra í leik þess- um. bæði er lið þeirra jafnara og leikur þess fjölbreyttari en liðs IR. Hinsvegar hafa þeir ekki reynslu á við ÍR-inga, ann ars hefðu þeir vart gloprað nið ur unnum leik. Þá var skipt- ingum einnig ábótavant, t. d. vrar Pétur inni allan leikinn, — enda útkeyrður undir lokin. Hefði verið ráðlegt að hvíla hann t. d. rétt fyrir hálfleik eða þegar staðan var 17:14 fyr ir V-k:.ng í seinni hálfleik og fá hann síðan hvíldan í lokaálök- in. Einnig var skipt of seint í fyrri hálfleik, þannig að sumir máttarstólpar liðsins voru orðn ir staðir í vörn, en það er ein mitt öruggt merki um þreytu. Beztir í liði Víkings voru: Pét ur, Rósmundur, Sigurður og Jóhann. Markverðir liðsins eru báðir vel liðtækir. ÍR liðið slapp vel frá þessum leik og eiga þeir Hermann og Gunnlaugur ásamt markverði mestan þátt í að svo fór. Þá má ekki gleyma þætti skiptistjór- ans, Þorleifs Einarssonar, er nýtti lið sitt með ágætum. — Skipti þeim Gunnlaugi og Her manni út á réttum augnablik- um, en einmitt það hafði úr- slitaáhrif í leiknum. Sóknar- leikur liðsins er fremur ein hæfur og eru skot Hermanns og Gunnlaugs beztu vopn þess. Þá var Ólafur einnig sæmilega liðtækur, en er annars nokkuð villtur í leik sínum, skortir jafn vægi og yfirvegun. Vörn IR var nú mun ákveðnari og þétt ari en oft áður. Þessi sigur er ÍR án efa kærkominn í þeirri hörðu baráttu, sem vafalítið er framundan í 1. deild, um það að forðast fall. MÖRK: ÍR: Hermann 9, Gunnlaugur 5 (2 víti), Ólafur 4, Valur 2, Erlingur og Gunnar 1 hvor. 'Víkingur: Jóhann 6, Rós- mundur 5 1 víti), Björn Kr. 4 (3 víti), Pétur 3, Björn B. 2, Steinar 1. Vítaköst; ÍR 3, Víkingur 4. Brottvikning af leikvelli: Björn B. (2 mín.), Gunnlaugur (2 mín.). 2. DEILD ÁRMANN—ÍBK 35:11. í 2. deild mfl. karla á Islands mólinu í handknattleik léku Ármann og íþróttabandalag Keflavíkur á þriðjudaginn var. Var leikur þessi mjög ójafn og sigruði hinir ungu og efnilegu Ármenningar sundurlaust lið Keflvíkinga með yfirburðum, 35 mörk gegn 11. Fyrri hálf- leikur endaði 18:5 en hinn seinni 17:6. Mörk Armanns skoruðu: Árni 9, Hörður og Lúð v;'k 7 hvor, Hans 6, Jakob og Davíð 2 hvor, Ingvar og Krist- inn 1 hvor. Mörk IBK: Karl 5, Stefán og Sigurður 2 hvor, Gunnar og Guðmundur 1 hvor. Dómari var Karl Jóhannsson og rækli hann starf sitt ágæt- lega. V. Nýr sendi- herra Kanada SAMKVÆMT fréttastofufre?n frá Ottawa tilkynnti utanríkis ráftherra Kanada, Howard Green, 19. des. s. 1., að Louis Couillard dhefði ver ð skipaður sendiherra Kanada í Noregi og á íslandi með aðsetr; í Oslo. Louis Couillard er fæddur í Ottawa 1914 og stundaði nám við háskólann í Ottawa og Queen’s Un versity. Hann lauk prófi í viðskiptafræði 1938 með ágætiseinkunn. Hann barðist í he msstyrjöldinni síðari og að stríði loknu gerðist hann opin- (ber starfsmaður og starfaði í ýmsum deildum stjórnarráðs'ns. Árið 1948 var hann fluttur frá viðskiptamálaráðuneytinu t.l ut anríkisráðuneyt sins og síðan hefur hann starfað í utanríkis- þjónustunni^ m. a. í Genf Hav- ana, Pars, London og Washihg- ton. Cuillard send herra hefur set ið ýmsar gamveldisráðstefnur og alþjóðlegar ráðstefnur. Síðast s'arfaði hann sem ambassador Kanadamanna í Venezue.a. — Hann tekur við send herraem- bættinu í Oslo í þessum mán- uði. Sjónvarp .... Framhald af 13. síSu. kveðinn bás í dagskrá sjón- varpsins, eins og sérstakur auglýsingatími er í dagskrá Ríkisútvarpsins, og yrði það miklu skárri útkoma en með flestum eða öllum þjóðum, sem hafa hinn hátfinn á, að skjóta auglýsingum fyrirvara- laust inn í dagskrárliði. Eg myndi tala á móti betri vitund, ef ég héldi því fram að börn mín hefðu beðið tjón á sálu sinni það ár, sem þau horfðu reglulega á sjónvarp í Bretlandi. Eg hefði að sjálf sögðu ekki kosið þeim hvert einasta atriði til handa, sem þau sáu, en á móti því vegur, og miklu þyngra, að þau sáu þar margt menntandi, mann- bæiandi, fróðlegt og eftir- minn:lega skemmtilegt, sem þau búa lengi að og hefðu annars farið á mis við í líf- inu. Mér kemur til hugar, að sjónvarp geti orðið nokkur Þrándur í Götu skólanáms barna hér á landi, tafið fyrir heimanám: þeirra, en það er minna ýandamál í Bretlandi, sökum þess að börn á bama- skólaaldri hafa þar ekki eins mik:ð heimanám og hér tíðk- asl. Á hitt ber og að líta, að sjónvarp mvndi góðu heilli draga verulega úr útivist barna og unghnga á kvöldin, en þess mun einmitt fremur þörf hér en í flestum öðrum löndum. — Og svo er eitt enn : Við, sem erum heil heilsu, getum farið aUra okkar ferða, sótt þær mennlastofn- anir, sem við viljum, farið á myndasýningar, leikhús, tón leika, kv:kmyndahús og skemmtistaði. við megum ailra sízt gleyma hinum þeim alltof mörgu, sem sökum siúkdóma, ethhrumleika, fá- tæktar. heimilisanna eða einstæðingsskapar, eiga þess sárasjaldan eða aldrei kost, að njóta neins af þeim lysti- semdum, sem nefndar voru. Sjónvarpið er eina leiðin, til viðbótar útvarpinu, sem hægt er að opna öllu þessu fólki að þeim brunnum mennta, lista og lífsgleði, sem við, sem heil erum heilsu og frjáls ferða okkar, bergjum af svo að segja daglega — og þykir sjálfsagt. Þótt ekki væri nema fyrir þetta eitt, væri hægt að athuga vel þessa merku nýjung, sem jafnar svo ánægjulega aðstöðu heilla og sjúkra til að njóta þess, sem menningin hefur upp á að bjóða. Eg myndi fagna af heilum hug, ef við fengjum jafngott sjónvarp á íslandi og þeir hafa í Bretlandi. En ég vildi heldur bíða nokkur ár í við- bót eftir sjónvarpi, en að fá hér illa undirbúið sjónvarp með lélegt kvikmyndarusl að uppistöðu og klaufalegum skrípalátum, enda veit ég ekki til, að það eigi að bjóða upp á íslenzkt sjónvarp af því tagi. Það er tómt mál að tala um og vitatilgangslaust þótt einhverjir vilji ekki sjónvarp. Staðreyndin er sú, að við fá- um sjónvarp fyrr eða síðar og það er ekkerl um annað að gera en snúast á sæmandi hátt við þeim vanda og þeirri vegsemd, sem þetta mikla gaidratæki nútímamannsins leggur honum á herðar. Þetta tæki verður ekki molað, úr því sem komið er, en það læt ur að stjórn. Ef ekki á að líta við því og láta það, ef svo mætti segja, stjórna sér sjálft, er það vísasti vegur- inn til þess að illa fari. En sé tek:ð á móti því styrkri hendi og það sveigt til þjón- ustu við sanna menningu, getur það orðið hennar dygg asti og trúasti þjónn. 25. jan. 1962 — Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.