Alþýðublaðið - 11.02.1962, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 11.02.1962, Blaðsíða 2
I* Aitatjórar: Gísll J. Ástþórsson (áb.) og Benedikt Gröndal. — Fréttastjón. Éjörgvin Guðmundsson. — Simar: 14 900 — 14 902 — 14 903. Auglýsingasiml IMB06. — Aösetur: Alþýöuhúsið. — Prentsmiðja Alþýðublaðsins, Hverfisgötu |r—10. — Áskriftargjald kr. 55,00 á mánuði. í lausasölu kr. 3,00 elnt. Útgeí- andl: Aiþýðuflokkurinn. — Framkvæmdastjórl Sverrir KJartansson. \ Ótti og framsýn HUGSANLEG þátttaka íslendinga í Efnahags- ibandalagi Evrópu er mikið rædd um þessar mund ir. Hafa íslendingar séð margvíslega kosti við fulla eða takmarkaða þátttöku í þessu nýja bandalagi, eti einnig verulega galla. Er sömu sögu að segja um áðrar smáþjóðir í Vestur-Evrópu. Höfuðgallar Rómarsamningsins frá íslenzku sjón armiði eru þrír: Svo virðist sem hann mundi opna ’íslenzka fiskveiðilandhelgi fyrir skipum annarra 'þátttökuríkja; réttur til að flytja fjármagn til ís lands og stofna 'hér fyrirtæki gæti verið okkur hættulegur, og réttur verkafólks til að flykkjast til landsins gæti haft ófyrirsjáanleg áhrif. j Enda þótt efncdiagsbandalög séu ný af nálinni, thafa íslendingar haft þgssar sömu áhyggjur fyrr. Þegar Sambandslögin voru samþykkt 1918 og þjóð in öðlaðist fullveldi sitt, gerðist það engan veginn mótstöðulaust. Bæði á þingi og utan þings var ínælt á móti lögunum og 7,3% kjósenda greiddu at •kv'æði gegn þeim. Önnur af tveim veigamestu mót 'bárum gegn málinu voru réttindi Dana hér á landi. Var haldið fram, að þeir mundu setjast að veizlu á islándi og gæða sér á auðlindum landsins. Danir væru 35 sinnum fjölmennari þjóð, þeir mundu fíykkjast til íslands og útrýma íslenzku þjóðerni á skömmum tíma, setja upp fyrirtæki í landinu og útrýma íslenzkum atvinnuvegum og loks moka upp fisk í landhelginni. Engar af þessum hrakspám frá 1918 hafa rætzt. Er fróðlegt að rifja þetta upp, þótt ætlunin sé eng an veginn að leggja Sambandslögin að jöfnu við Rómarsáttmálann. íslendingar geta ekki fengið <það, sem þeir vilja í alþjóða samskiptum, án þess að láta neitt í staðinn. Öllum djarflegum breyting um fylgir nokkur áhætta, en sjálfstæð þjóð má ekki láta óttann yfirskyggja framsýn til nýrra heima. Þegar er augljóst, að forráðamenn lýðræðisflokk anna hafa grandskoðað þetta mál frá íslenzkum sjónarhól. Þeir virðast hntsgjast að aukaaðild Is lands, og er líklegt, að öll staða íslendinga sé á þann veg, að bandalagsþjóðunum þyki það einnig rétt lausn. s s s s s s s s s s s c ) s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s V s s s s s s s s s s s s s s s s s s < V s s s s s s s s s s s s s s s s LANDBÚNAÐARBIFREIÐIN GAZ GAZ ■ 69 M GAZ-69M kostar kr. 112.000,00. Þá er innifalið í verðinu: Blæjur, Miðstöð, Rúðuhitari, Sæti fyrir 8 menn, Fimm hjólbarðar 650x16, 8 istrigalaga, Hitunarútbúnaður á vél, sem gerir gangsetn- ingu auðveldari. í 20—30 stiga frosti, Ljóskastari, Loftdæla, Tjakkur, Þrýstismursprauta, Olíukanna, Olíubrúsi, 6 lítra, sem fellur í sérstakt hólf í bifreiðinni, Benzíndæla með W‘ ■ slöngu til þess að dæla ben- zíni á og af bifreiðilnni, Handlampi, sem tengdur er í þar til gergan tengil, Loftmælir, Tvö felgujárn, Gangsetningssveif. Tveir verkfærapakkar, í þeim er meðal annars: Töng, Hamar, Skrúfjárn, 2 stk. Skiptilykill, Stjörnulyklar, 3 stk., Opn- ir lyklar, 4 stk.. Kertalykill, Meitill, Úriek, Platínu- og kertamál, Platínuþjöl. Mikill fjöldi af GAZ-69 bifreiðum eru nú í notkun hér á landi. Vér erum ávallt vel birgðir af varahlutum á hagstæðu verði. Þeir, sem ætla sér að kaupa bifreið ar fyrir vorið góðfúslega hafið samband við oss sem fyrst og kynnið yður afgreiðslutíma og greiðsluskilmála. v/o AVTOEXPORU Bifreibar & Land■ búnaðarvélar h.f. Brautarholti 20. Reykjavík Sími19345 •y»i s s s V I $ s s s \ $ \ s s s f I s1 s í s i ÞAÐ VIRÐIST vera land- læg skoðun of margra Islend- inga. að forystumenn helztu og merkustu stofnana þjóðfélags- ins eigi livergi að koma nærri í deilum, að þeir eigi alltaf að iafa hálfyrði á vörum og yfir leitt ekki neina afgerandi skoðun á neinu máli, nema þá í einrúmi og forðast að láta hana koma fram. Þetta er stór haettulegur misskilningur. Það er nauðsynlegt að menn séu ekki aðeins skrauthúfa á stof- liniii sinni, heldur leiðtogar og Bískupinn vekur storm leiðbeinendur, á vankanta og að fara. bendi djarflega finni leiðir til AÐEINS MEÐ þessu mótijsem þeim ber, að málefni er hægt að vænta þess, að stofn I þeirra verði lifandi og að hægt anirnar gegni því hlutverki, | sé að búast við árangri af því starfi, sem þeim er ætlað að leysa af hendi. Það er ekki sjálfsagður hlutur, að allir séu alltaf sammála því, sem slíkir forystumenn segja eða gera, en tilgangurinn er aðalalriðið, ekki þáð þó að eitthvert orð eða setiling orki tvímælis eða einhver athöfn þeirra hefði ef til vill ált að vera öðruvísi. | EG SEGI ÞETTA af gefnu tilefni. Biskup landsins hef« Framhald á 11 síða ^2 11. febr. 1962 — Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.