Alþýðublaðið - 11.02.1962, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 11.02.1962, Blaðsíða 9
mvm Fram Annað kvöld í LÍDÓ (mánud) kl. 8,30. n virtist því, sem ;kk hann mánuði inni, en n vaða i og Liliu • en mán- ar Castro m við að 'orm sín, eg gleymt iliu. Hún iðheit og vanræksl nokkurn, im heim, lún hafði bera Cas- i, að hún r, og var astro tæki inn sat nú gaði byss- , skaut i lega voru nágrann- ilendinga- r að hafa furðulegu ros, því að n bréf frá slóð: fá Castro [ að hælta ig kúreka. >f fullorðn sat Castro 'opnin sín saman. ndið yndis agði hann n. tð? spurði ,’ltingin. i byltingin i komin í og heyrði 1 um bar- hún var n að heim élaga og móðir Ca- í Mexíkó r, að þær g varð sá Teresu til t. Það eina is virlist *, var að ?krum sín sa varð að koma því ð til bylt- að ekkert iir móður Móðir hans var kuldaleg og eigingjörn kona og spurði ekki svo mikið sem einu sinni um það, hvern- ig Castro hefði varið tíma sínum í Mexíkó, áður en hann hóf byltinguna. Aðr- ar mæður höfðu sent f jölda bréfa til Teresu, til að fá fréttir af sonum sínum, er voru í útlegð, en um Castro hafði hún aldrei verið spurð. Faðir Castrós dó 1956, en ekki minntist Castró á það einu orði. Hann talaði al- drei um fjölskyldu sina, eða ævi heima á Kúbu. Að eins einu sinni minntist hann í líf sitt heima á Kúbu við Teresu, og lét hann þá nokkur biturleg orð falla um jesúítaskól- ann, sem foreldrar hans höfðu sent hann í á sínum tíma. Klukkan fimm að morgni hins 1. janúar 1959 kom tilkynning þess efnis, að Batista hefði verið steypt af stóli. Hringt var til Te- resu frá Miami og hún snéri sér strax til sendi- ráðs Kúbu í Mexíkó. Sendi fulltrúinn þar fékk um leið að vita, að frá þessari stundu væri Teresa Cas- uso settur sendiherra hinnar nýju stjórnar Kú- bu í Mexíkó. Tæpum mánuði seinna lenti Teresa í flugvél á Kúbu, en þótt það hefði verið sjálfur Castro, sem bað hana um að koma, — varð hún að b.’ða í tvo sól- arhringa, unz hún fékk leyfi til að hitta hinn hátt setta mann. A meðan varð hún að bíða í hóteiinu Habana Hilton og heyrði til Castros í næsta herbergi. Að lokum tókst henni að gera einkaritara Castros Celiu Sanches, sem var ung kona, ljóst, að hún þyrfti að hafa tal af Castro. Celia þessi hafði verið með Castro allt frá fyrsta degi ‘b'yllingarinnar, hún hafði í tvö ár útvegað hon- um og sjálfboðaliðunum fæði, og nú vakti hún yfir Castró og matbjó til dæmis alltaf fyrir hann. Skipanirnar streymdu með herforingjum frá her- bergi Castros, stöðugt nýrri og skarpari skipanir. Teresa lét í ljós undrun sína á sumum þessara fyrir skipana, þegar hún loks náði tali af Castro. Hann varð önugur við og sagði, að verzlunarhyskið yrði að læra að hlýða. Henni var þá, segir hún, strax Ijóst, að hann var breytt- ur maður. Hann var ekki lengur þroskaður og mann- legur á sinn. máta, eins og hann hafði verið, heldur hrokafullur og hranalegur. „Sá Castro, sem ég þekkti í Mexíkó, var dáinn“ rit- ar hún döpur í bragði. Endirinn varð sá, að Te- resa var útnefnd fulltrúi Kúbu hjá SÞ, eftir að ut- anríkisráðherra Castro hafði gefið samþykki sitt. Hvað eftir annað varð hún að kyngja því, hve heimsku legar margar ráðstafanir og skipanir Castrós voru Þær voru stundum meira að segja beinlínis innbyrð- is andstæðingar, svo ald- rei var að vita, hvor end- inn snéri upp á Castro. — Hversu leitt sem henni þótti, varð hún að venja sig við það að álíta, að Ca- stro væri ekki starfi sínu vaxinn, sem stjórnandi Kúbu. I september sama ár hélt hún til New York og tók við stöðu sinni hjá Sam- einuðu þjóðunum. í júní árið eftir var hún á Kúbu og varð þá enn greinilegar vör við það en áður, hve óviðfeldið ástandið var. Vinirnir voru orðnir fá- mæltir, enginn vildi segja skoðun sína alla um stjórn málaástandið. Marg sinnis revndi hún að ná eyrum Castros eða Celiu fil að fá mildað dóm Yanes hers- höfðingja, en árangurs- laust. í öllum stöðum voru nýir menn, og þeir voru allir kommúnistar. Það var ekki lengur neinum blöðum um það að fletta að Castro var orðinn ein- ræðisherra. Eg varð að lokum, segir Teresa, að viðurkenna fyrir sjálfum mér, að ég vann ekki fyrir réttan mál stað. I löngu bréfi, sem ég sendi Castro, er ég sagði lausu embætti mínu hjá SÞ, bar ég fram ástæðurn- ar fyrir því, að ég hætti nú starfa fyrir hann. Um sama leyti frétli ég, að Castró hefði látið taka af lífi fyrstu byltingar- mennina, sem höfðu barizt við hlið hans í frelsisstríð inu við Batista. Stjórnandi: Svavar Gests. Aðalvinningur kvöldsins: Gfæsilegt sófasett EÐA Saumavél af fuHkomnustu gerð. Aðrii* vinningar eru svo sem: Stálborðbúnaður, Standlampi, Ljósmyndavéi, Rafmagns ofn, Sindrastóll o. m. fl. ásamtgóðum aukavinhingum........ _ - . - - KNATTSPYRNUFÉL. FRAM. Efnalaug Austurbæjar Skipholti 1. Hreinsum — pressum og gerum við fatnað ef óskað er. Vönduð vinna — Fljót afgreiðsia — Sann- gjarnt verð. Efnaíaug Austurbæjar Skipholti 1. ÁRLEGA ÚTSALA HEFST Á MORGUN OG STENDÚR 1 NOKKRA DAGA. Seijum uncfirfatnað, lífstykkjavörur o. fl. — Stérlækkað verð — Laugaveg 26, sími 15-18-6 Alþýðublaðið — 11. fébr. 1962 9

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.