Alþýðublaðið - 11.03.1962, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 11.03.1962, Blaðsíða 4
AMUMMMHMMMMUMMMMMMMHtMltMMHMMMMHMM Ritgerðasamkeppni skólabarna: m tannhirðingu . > i r . * ■i AÐ máltíð lokinni þarf að l.jieinsa burt matarleifar, sém enn sitja í tönnunum. Það verður bezt gort með tánnbursta. Tannbursti á að vfera nægilega lítill, til þess að auðvelt sé að koma hon- um öllum flötum tannanna að utan og innan. Tennur skal bursta upp og niður, en tyggingarfleti fram og aftur. Þess skel. gætt við burstun jaxla að utan, að munnurinn sé hálflokaður. Þá slakknar á kinnum, og auðvelt er að beita burstanum rétt. Bezt er að eiga tvo bursta, nota þá til skiptis. hreinsa þá og iáta þá þorna vel mllli notkunar. Ef tannbursti er ekki við hendina, þegar máltíð er lok- ið, er þó mikil hjálp í að skola munninn vel með vatni. Aldrei má þó gleymast að bursta tennur vandlega, áð- ur en farið er að sofa. í nágrannalöndum okkar er algengt, að bætt sé efni, sem kallast flúor, í drykkjarvatn, og er talið, að það minnki tannskemmdir um helming. Þetta hefur ekki verið gert ennþá hér á landi. Þó er al- geugt, að þetta efni sé borið á tennur með góðum ár- angri. ,Þótt neytt sé hollrar fæðu, tennur burstaðar reglulega og flúor borið á þær, má samt búast við tannskemmd- um. í sumum tilfellum geta bakteríur komizt inn um lít- ið skarð í glerungnum og valdið stórri skemmd í tann- beininu, án þess að við verð- um þess vör, að smærri hol- urnar er erfitt að sjá. Þvl minni sem skemmdin er, því sársaukaminni verður við- gerðin, og því endingarbetri verður fyllingin. Minna reyn ir á Iitla fyllingu en stóra, þegar tuggið er. Af þessu er ljóst, að nauð synlegt er, að gert sé við all ar skemmdir sem fyrst. Því er það góð regla að láta skoða tennurnar og gera við þær skemmdir, sem finnast, reglulega tvisvar á ári. Ef ekki liður lengri tími milli viðgerða, er ósennilegt, að skemmdirnar nái að verða svo stórar, að tönnin sé í hættu. Svona fer þótt ekki tap- ist nema ein tönn. Þarna hef- ur vinstri sexársjaxlinn í neðri góm verið tekinn. All- • ir jaxlar þeim meginí munn- inum skekkjast, bæði að ofan og neðan. Meiri hætta er á auknum tannskemmdum. HÉR er framhald listans yfir nokkur þeirra verðlauna, sent veitt verða fyrir góðar ritgerðir: | Þórir Þrastarson i Tataratelpan ! Árni og Berit I., II., III. Vinir frelsisins • Sleipnir Skriðuföll og snjóflóð Sterkir steinar > Annika ísland í máli og myndurn ' Tunglflaugin Gefendur: Bókagerðin Lilja ísafoldarprentsmiðja hf. ísafoldarprentsmiðja hf. Bókagerðin Lilja Norðri Norðri Norðri Bókagerðin Lilja Helgafell ísafoldarprentsmiðja hf. Haldið fræðslugreinunum saman. Klippið þær úr blöðun- um. Geymið þær. ' Fyrsta greinin birtist laugardaginn 17. febrúar. Næsta grein og hin síðasta verður birt laugardag 17. marz. (Frá fræðslunefnd Tannlæknafélags íslands.) • >mmmmmmmmmmm%mvimmmmmm%mmmmmmmmmmw 8ngó8fs-Café Gcmlu dansarnir í kvöld kl. Söngveri: Sigurður Óiefison. Daiisstjóri: Sigurður Runólfsson. Aðgöngumiðasala frá kl. 8 — sími 12826 íbúð fyrir lýðveldið ÞAÐ verður sennilega byggt fyrir 12-1400 milljónir króna í landinu á þessu ári. Þetta er mikill peningur, enda mun eng- in þjóð á jarðríki verja eins miklu af tekjum sínum til hús- bygginga og við gerum. Til þess eru skiljanlegar orsakir. Fyrri kynslóðir gátu ekki byggt vegna fátæktar, og núverandi kynslóð vill byggja dýrt vegna um- hleypingasamrar veðráttu — og almennrar velmegunar. En hvað fáum við fyrir alla þessa peninga? íbúðarhúsin taka auðvitað bróðurpartinn, sennllega 7—800 mllljönií. Það er eins og vera ber. Þó er mikið fé eftir. At- vinnuvegir eiga að fá öll þau hús, sem þeir þurfa á að halda. Svo koma opinberar byggingar, en þar eru skólar og sjúkrahús stserstu óg sjálfsögðustu lið- irnir. Þegar frá eru drégnar þær byggingar, sem allir eru sam- mála um, verða sámt eftir stór- ar upphæðir. Það eru kvik- rriyndahúsin, ýms verzlunar- og skrifstofuhús, og sitthvað ann- að. í þennan síðasta flokk hef- ur undanfarin ár vantað alger- lega eina tegund bygginga, en það er húsnæði fyrir æðstu stofnanir þjóðfélagsins. I þessum efnum hefur vant- að reisn á það, sem við eigum allir saman, íslenzka lýðveldið. Það risa stórhýsi fyrir dagblöð, banka og heildsölufyrirtæki. Bændahöllin kemst upp og Há- skólinn byggir bió. DAS byggir bíó. En það bólar ekki á nýja stiórnarráðinu, nýju alþingis- húsi, ráðhúsi höfuðborgarinnar. Við verðum að setja handritin i bráðabirgðageymslur, þegar þau koma. Orsökin er sú, að fyrst toga allir fyrir sig og svo er togað fyrir byggðarlög og stéttir og hagsmunafélög. Þannig er tog- aður hver eyrir út úr ríkiskass- anum, en ráðamenn okkar eru ábyfgi'r og láta býggingar, semé þá sjálfa langar til að byggja, sitja á hakanum. Svona má þetta ekki ganga lengur. Við verður að setja það fram fyrir, sem varðar reisn og virðingu íslenzka ríkisins. Höfuðkostur við stórafmæli er sá, að þá gera menn hluti, sem þeir annars gerðu ekki. Þannig var þjóðminjásafnið reist í tilefni af endurreisn lýð- veldisins. Nú er stórafmæli fram- undan. — íslandsbyggð mun eftir 12 ár, 1974, eiga 1100 ára afmæli. Eru ýmsir farnir að hugsa til þessara tímamóta á bak við tjöldin, enda ekki seinna vænna að taka ákvarðanir um stórátök, sem ljúka skal fyrir afmælið. Ef byrjað er ofan frá og tald- ar þær þjóðbyggingar, sem hér vantar, mætti byrja á alþingis- húsi og stjórnarráði. Þar næst má telja þjóðarsóma í veði, ef ekki verður byggt glæsilega yfir handritin og annað, sem þeim mætti fylgja undir þak. Loks hlýtur ráðhús höfuðborgar innar að verða ofarlega á slíkum lista. Húsnæðismál Alþingis eru komin í hreint óefni. Þrengsli í sölunum eru svo mikil, að þing- menn geta varla hreyft sig úr sætum sínum, án þess að nudda saman ýstrunum. Þégar borgar- ar leita á fund þingmanna, verð- ur fyrir augum þeirra örvingl- an, sem minnir á fjárrétt. Nái þeir í þingmanninn, er heppni að finna stól eða krók, þar sem hægt er að tala saman. Að hafa næði er varla hugsanlegt. Loks er aðalinngangur þinghússins notaður sem kaffistofa, og er það eitt fráleitt með öllu. Bygging þinghúss getur ekki dregizt lehgi. Standa yfir nokkr- ar deilur um staðarval, en þær mega ekki drepa málið enn í ára tugi. Er margra góðra kosta völ, t. d. meðfram Kirkjustræti til vesturs, þar sem bæði er mjög rúmt til bygginga og þinghús stæði þá á bæjarhlaði Ingólfs. Húsnæðismál stjórnarráðsins eru alkunn. Tveir ráðherrar og nokkrar skrifstofur eru í gamla fangelsinu við Lækjartorg, aðr- ar i Arnarhvoli, en skrifstofur dreifðar víða um bæ. Ríkið er með leigu að greiða upp fjölda húsa fyrir einstaklingá og félög. Mikill undirbúningur hefur þegar verið að byggingu nýs stjórnarráðs milli Bankastrætis og Amtmannsstígs, og nokkuð fé hefur þegar verið lagt til hliðar. Ekkert skortir nema fjár muni til að byrjað verði á bygg- ingunni. En íslenzka ríkið hefur ekki enn getað það, sem Búnað- arfélag íslands og Stéttarsam- band bænda geta á Melunum. Mikill undirbúningur hefur einnig verið að byggingu ráð- húss og mikið deilt um stað- setningu þess. Þó hafa allar at- huganir endað í Tjarnarendan- um og bæjarstjórn samþykkt ein róma þann stað. Verði húsið þar, er vonandi að ekki komi á það fyrirferðarmikill turn. Slík eftiröpun er alls ekki nauðsyn- leg. : Þá er eftir fjórða byggingin, sem nefnd var. Öllum er ljóst, að þjóðin verður að reisa veg- lega byggingu fyrir handritin> þegar þau komá heim. í því sam bandi er rétt að minna á, að Al- þingi hefur fyrir fimm árum samþykkt saméiningu á Lands- bókasafni og Háskólabókasafni, enda er ofrausn að ætla að byggja upp tvö vegleg bókasöfn í ekki stærri bæ. Nú þarf mikið safn handbóka og visindarita að vera nátengt handritunum, og því hefur sprottið upp sú hug- mynd, að byggja eitt hús fyrir allt þetta, sannkallaða þjóðar- bókhlöðu. Þau fjögur hús, sem hér hafa verið nefnd, eru íbúðarhús ís- Ienzka lýðveldisins og mestu menningardýrgripa þjóðarinnar, handrita og bóka. Enda þótt fjölmörg önnur verkefni kalli að, og ekkert þeirra sé vanmetið, hafa þessi hús sérstöðu. Með verðlagi dagsins í dag mundu þessar fjórar byggingar kosta 200—250 milljónir króna. Það er mikið fé, sem ekki má taka frá íbúðabyggingum, at- vinnuvegum, skólum eða sjúkra húsum. Hins vegar eru 12 ár til 1100 ára afmælisins, og væru þessi hús byggð eftir áætlun á þeim tíma, þarf að útvega 20 milljónir á ári. Af þessu sér borgin um ráðhúsið og bókhlöð- una ætti að byggja fyrir frjáls framlög einstaklinga og félaga, þannig að ekki þyrfti allt að koma á fjárlög.' Ef til vill finnst lesendum þetta vera draumórar. En far- sæld þjóðarinnar mun fara meira eftir því, hvað við gerum sam- eiginlega, en hinu, hvað við get- um potað hver fyrir sig. Hafnaríjöriur! Hafnarfjörður! Almennur félagsfundur verður haldinn í Alþýðuflokksfélagi Hafnarfjarðar annað kvöld, mánudag kl. 8,30 í Alþýðuhúsinu. DAGSKRÁ: Tekjuöfiun bæja- og sveitafélaga: Birgir Finnsson, alþipgismaður. Vetrarstarfið: Þórður Þórðarson, bæjarfulltrúi. Allt alþýðuflokksfólk velkomið á meðan liúsrúm leyfir. Stjórnin. HafnarfjörSur! 4 li- marz 1962 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.