Alþýðublaðið - 13.03.1962, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 13.03.1962, Blaðsíða 4
Fimmtugur i dag: KRISTINN VILHJÁLMSSON FIMMTUGUR er í dag Kristinn Vilhjálmsson Laufásvegi 59 hér í borg. Kristinn er Rangvell- ingur, fæddur að Vétleifsholti hinn 13. marz 1912, sonur Vil- hjálms Hildibrandssonar bónda þar og konu hans Ingibjargar Ólafsdóttur. Skamma stund dvaldi Kristinn í sveitinni, því er . VERÐUR Rhódesía nýtt Algier? Þessi spurning hefur vaknað vegna síðustu atburða í Mið-Af- ríkuríkjasambandinu og hún er hreint ekki út í bláinn. Aðgerðir j_ Sir Roy Welenskys forsætisráð herra ríkjasambandsins, benda sannarlega ekki til þess, að hann sé fús til að fallast á þá lausn mála, sem Maudling nýlendumála ráðherra Breta, hefur sett fram og ef brezka stjórnin heykist aft- ur á því að koma fram vilja sínum í þessum heimshluta, þá er hætt við, að hinum liófsama Kenneth Kaunda veitist erfitt að halda í hemilinn á sínum mönnum. Ef svo fer má alveg eins búast við skálmöld í landinu. Rétt er að rekja liér í örstultu máli gang mála í Rhodesíu og Nyasalandi á síðustu árum. Þegar ríkjasambandið var stofnað, min hugsunin að baki þeim aðgerðum • brezku stjórnarinnar hafa verið 1 sú að mynda þarna ríki, sem efna ‘ hagsléga væri fært um að standa •' á eigin fótum, og sem slík er hugmyndin í rauninni ágæt. i 'Ekkert hinna þriggja ríkja, Suður i Rhodesíu, Norður-Rhodesíu eða t Nyasalandi ræður yfir þeim nátt -V úruauðæfum, að það geti staðið 1 eitt sér, nema þá ef til vill helzt Norður-Rhodesia. Saman mynda / þau hins vegar heild, sem gæti « búið íbúunum góð lífskjör, ef hið eilífa vandamál um hvorir skulu ráða, hvítir eða svartir, kæmi ekki til. Svo er að sjá sem hvítir menn í ríkjasambandinu hafi þegar í stað talið að ríkjasambandið væri stofnað með það fyrir augum að tryggja yfirráð hvítra í öllum þrem ríkjunum, en þau voru þá þegar orðin staðreynd í Suður- Rhodesíu. Vegna þessarar afstöðu hvítu mannanna hefur mikill meirihluti svertingjanna alítaf verið á móti ríkjasambandinu og dr. Hastings Banda, leiðtogi svartra í Nyasalandi hefur lýst yfir, að hann muni fara með sitt land út úr sambandinu. Fyrir tveim árum féllust Bretar á kosningar í Nyasalandi, þar sem eru úm 300 svertingjar á móti Sir ROY WELENSKY hverjum einum hvítum manni. Niðurstaðan varð auðvitað stjórn sem svartir menn hafa meirihluta í og hefur fyrrnefnda stefnu Hastings Banda á stefnuskrá sinni. Þá gerðist það næst, að hin svokallaða Monckton-nefnd mælti með því, að Norður-Rhó- desía fengi líka stjórn, sem svert ingjar hefðu meirihluta í. Með bellibrögðum og samvirinu við ýmsa þingmenn íhaldsflokksins tókst Sir Roy Welensky að koma í veg fyrir, að þessi fyrirætlun næði fram að ganga, m. a. með því að skírskota til þess, að þar með væri ríkjasambandið úr sög- unni. Nú, einu ári síðar hefur Regi- nald Maudling, nýlendumála- ráðherra, sett fram nýjar tillög- ur um málið, sem einnig miði að því að svertingjar fái meirihluta í stjórn Norður Rhódesíu. Þess- um tillögum hefur hvergi verið tekið með sérstökum ákafa, en hefur þó komið svo við kaunin á hvítum í Suður-Rhódesíu, að Welensky gengur berserksgang á móti tillögunum. Þaut hann t. d. til London, óboðinn, fyrir skemmstu og hafði þar í frammi miklar hótanir, m. a. um að gera hverjar þær ráðstafanir, sem honum þætti henta og beita valdi, ef nauðsyn krefði. Það skal tekið fram, að flest-"' ir eru sammála um, að Sir Roy sé ekki lengur sérlega hátt skrif- aður í Bretlandi eftir þessi um- mæli, einkum ekki þegar menn minnast samsærisins, sem hann kom á í fyrra til að hindra fram- göngu málsins, en þá hafði hann í hótunum um að lýsa ríkjasam- bandið sjálfstætt og handtaka brezku yfirvöldin á staðnum. En hvort sem mönnum likar bet- ur eða verr, þá er það staðreynd, að Sir Roy getur mætavel gert alvöru úr hótunum sínum, því að Bretar hafa engan her í Mið- Afríku, en það hefur hann hins vegar. . Nú fyrir helgina rauf Weleri- sky svo þing ríkjasambandsins Framhald á 12 síðn hann var 7 ára gamall brá faðir hans búi og fluttist „suður“ og frá þeim tíma, eða frá árinu 1919 hefur Kristinn átt heima í Reykjavík. Má því með sanni Reykvíkingur kallast. Enda ann hann Reykjavík og vill hag henn ar, sem mestan og bezían. Ungur að árum hóf Krist inn nám í blikksmíði og lauk til- skyldu prófi í þeirri iðngrein, var hann um skeið starfsmaður Nýju Blikksmiðjunnar, en þar nam hann iðn sína. Nokkru eftir að hann lauk prófi sigldi hann til Kaupmannahafnar til frekara náms í blikksmíði og öðru því, er heyrði til gas- og vatnslögnum. Frá því árið 1943 hefur Kristinn svo verið starfsmaður Hitaveitu Reykjavíkur Kristinn er áhugamaður um félagsmál, og lætur gjarnan til sín taka, þar sem hann er starfandi á annað borð, enda málafylgjumaður mikill, þegar því er að skipta. Eitt þeirra fé- laga, sem Kristinn hefur hvaS mest bundið trúnaði við, er Góð- templarareglan og bindindishug- sjónin. En undir merki bindindis- samtakanna skipaði hann sér ár- ið 1934, er hann gerðist félagi í st. Freyju, sem þá laut stjórn . þeirra Helga Sveinssonar fyrr- verandi bankastjóra og Jóns Árnasonar prentara, sem báðir voru í liópi mikiihæfustu fo • ystum. bindindismálstaðar hér á landi, fyrr og síðar. Þeir eru nú báðir horfnir af sjóRarsvið- inu, en st. Freyja starfar áfrara af fullum krafti og nú undir ör- uggri forystu Kristin;. Árið 1938 hófu nokkrir ungir menn innan reglunnar, starfsemi að Jaðri, e/nn í þe m hópi var Kristinn Vilhjálmsson og hefur hann ætíð síðan verið í Jaðars-stjórn og sá sam lagt hef- ur þar af mörkum mikið og óeig- ingjarnt starf. Á sviði æskulýðsstarfsemi reglunnar hefur Kristinn komið mjög við sögu, bæði sem gæzlu- maður barnastúkunnar Unnar og ekki hvað sízt innan IÚT, en þar á hann sæti í stjórninni og látið til sín taka, m. a. farið með flokk ungmenna til Noregs á þing ung- templara þar. í ungtemplarafé- laginu Hrönn er hann og mjög starfandi og leiðandi kraftur. Þá hefur hann um árbil verið um sjónar- og ráðsmaður með hús- eignum reglunnar og séð um skemmtanahald á hennar vegum. Segja má að Kristinn Vil- hjálmsson hafi um áratugi verið sí starfandi að hag og heill Góð- templrareglunnar. Hann hefur verið einn af hennar virkustu og öruggustu félögum og aldrei tal- ið eftir sér erfiðið í hennar þágu. Fyrir slík margþætt störf, sem Kristinn Vilhjálmsson hefur innt af höndum af sannri fórnfýsi, trölltryggð og einlægni við mál- stað bindindishreyfingarinnar, um áratuga skeið, ber vissu- lega nú, á merkum tímamótum, að þakka, jafnframt því sem per- sónuleg viðkynning um árabil er þökkuð, í þeirri von að enn megi bindindismálstaðurinn um lang- an tíma fá notið bjartsýni hans og starfshæfni. Kristinn er kvæntur Guð- nýju Torfadóttur, fósturdóttur Jóns Pálssonar fyrrverandi banka gjaldkera, hefur þeim orðið tveggja barna auðið, sonar og dóttur, en dóttirin gift úti í Nor- egi. Einar Björnsson. punktar • • • RÍKIÐ ÆTLAR að afhenda n ý j u m bændasjóði 60.5 millj. strax og veita sjóðnum kr. 14 millj. á ári framvegis. Þetta er myndarleg aðstoð við bændur, þegar liaft er í huga að ríkið hefur veitt fjárfestingarsjóðum bænda 132.5 miilj. kr. í óafturkræf- um framlögum s. 1. 30 ár. En hvað segir Tíminn, „blað handa bændum“, um þessa fyrirgreiðslu við bændur landsins. Blaðið segir: „Nýr skattur á landbúnaðinn. Bændur eiga að greiða geng- istöp Fjárfestingarsjóðanna með nýjum skatti á landbun- aðarvörur". Blaðið tekur sem sagt ekki eftir þeim tug- um milljóna, sem r í k i ð hyggst veita beint í hinn nýja sjóð en býsnast í stað þess yfir því að jafnframt beinum framlögum úr ríkis- sjóði eigi hinn nýi sjóður að fá tekjur af 1% álagi, sem lagt verði á söluvörur land- búnaðarins. Tíminn hafði ekkert við það að athuga að slíkt gjald væri lagt á söluvörur landbúnaðarins til þess að udht væri að reisa liina miklu bændahöll. En þessa sömu Ieið má ekki fara til þess að koma fjár- festingarsjóðum landbúnað- arins á réttan kjiH. — Sann- leikurinn er sá að hér er farin svipuð leið og í sam- bandi við fjáröflun til handa s j ó ð u m sjávarútvegsins. Leggja skal gjald á allar út- fluttar sjávarafurðir til þess að fá tekjur í hinn nýja Aflatryggingasjóð sjávarút- vegsins. Ekki mundi Tíminn vilja að ríkið legði fram all- ar tekjur í þann sjóð enda væri það fráleitt og jafn frá- leitt er þáð, að ríkið eigl að greiða allt það fjármagn, sem nauðsynlegt er til að standa undir útlámum fjár- festingarsjóða bænda. „í STAÐ þess klasturs og skottulækningar . á vanda- málum togaraflotans, sem ríkizstjórnin nú leggur til, hafa þingmen Alþýðubanda- lagsins vísað leið, sem ger- brcyta mundi rekstursmögu- leikum útgerðarinnar í land- inu almennt og auðvelda jafnframt að hækka veru- lega kaup sjómanna og fólksins, sem vinnur við framleiðsluna í landi“. Þannig skrifar Þjóðviljinn um hið nýja frumvarp ríkis- stjórnarinnar sem færa á togaarútgerðinni 60 milj. kr. fyrir árin 1960. og 1961. Og hvernig er svo leið komm- únista til lausnar vanda tog- aranna. Jú það á bara að lækka vexti af afurðalánum og öðrum rekstrarlánum út- gerðarinnar, lækka útflutn- ingsgjöld af sjávarafurðum o. fl. Svo einföld er lausnin. Þannig má auðveldlega lækka gjöld útvegsins um 365 milj., segja konunúnist- ar. En þeir athuga það ekki þeir góðu lierrar, að bárik- arnir geta ekki lækkað út- lánsvexti án þess að lækka um lelð ínnlansvexti. Lækk- un innlánsvaxta mundi draga úr sparifjármyndun. Bankarnir yrðu því fljótlega fjárvana, ef leið kommún- ista væri farin. Þeir gætu því alls ekki veitt því fjármagni, sem með þyrfti til útgerðar- innar. Stöðvun útgerðarinn- ar yrði því afleiðing þessar- ar nýju leiðar kommúnista. En meðal annarra oFffa: Hvers vegna fór Lúðvík ekki þessa snjöllu leið er hann var sjávarútvegsmálaráð- herra í vinstri stjórninni? Var það vegna þess, að hann var önnum kafinn við að leggja yfirfærslugjöldin á þjóðina? Væntanlega fæst Þjóðviljinn til þess að svara? 4 13. marz 1962 - ALÞÝÐUBLAÐIö v-

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.