Alþýðublaðið - 13.03.1962, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 13.03.1962, Blaðsíða 2
Ritstjórar: Gísli J. Ástþórsson (áb.) og Benedikt Gröndal. — Aðstoðarritstjóri: Björgvin Guðmundsson. — Símar: 14 900 — 14 902 — 14 903. Auglýsíngasíml 14 906.V-— Aðseturr Alþýðuhúsið. — Prentsmiðja Alþýðublaðsins, Hverfisgötu 8—10.1- Áskriftargjald kr. 55,00 á mánuði. í lausasölu kr. 3,00 einl. Útgefr anai: Aiþýöuflokkurinn. — Framkvæmdastjóri: Ásgeir Jóhannesson. Æskan og kommúnisminn ÆSKULYÐUR kommúnistaríkjanna ivirðist vera að múast gegn- kommúnismanum. Benda æ fleiri fregnir til þess, að unga fólkið krefj.st þess að fá að hugsa sjálft og segja það, sem því býr í brjósti. Það hafnar Marxisma-Leninisma og alveg sérstak 'lega því þjóðfélagi, sem treður kenningum sínum t msvifalaust í börnin og krefst síðan algerrar 'hlýðni af þeim. Ýms.r forustumenn Sovétríkjanna hafa rætt þetta vandamál. Suslov gerði það að umtalsefni í ræðu á þingi kennara í Marxisma-Leninisma, og taldi hann léiega kennslu höfuðorsök þéss, að rúss nesk æska hafnaði „byltingarsjónarm.ðum“. Lét Suslov í ljós venjulega óþolinmæði við æskuna, er íhann sakaði hana um léttúðugt lífsviðhorf og eftir- öpu^ á smekkleysum Vesturlanda og kenndi því um, að æskan hefði ekki upplifað baráttuár komm únismans. Annar rússneskur forustumaður, Ilyichev, hef- ur á hugsjónafundi flokksins talað um „stjórn- leysis tilhneygingu og stjórnmálaandúð“ unga fólksins, og ráðizt á unga rithöfunda fyrir að sýna upplausnareinkennum æskunnar of mikla samúð. Það er athyglisvert, að vantrú virðist vera það einkenni á æskunni, sem forustumenn kommún- istamttast mest. Er það í samræmi við-baráttu undafarinna áratuga við að hreinsa bókmenntir og listir. Það varð fyrst og fremst að uppræta alla vantrú. Þegar maður sýnir merki efasemdar og ■vill ekki trúa umsviflaust því, sem honum er sagt í kommúnistísku þjóðfélagi, telja valdamenn íhann hættulegan. Efasemdin leiðir til umhugsun- ar og umhugsun opnar aðrar leiðir. Þetta eru ein- flnitt fræ frelsisins og þau eru óalandi og óferjandi í ríki kommúnismans. Dæmin um þróun æskunnar austan járntjalds éru mýmörg. Það var unga fólkið, sem fyrst flykkt ist í raðir byltingarmanna í Ungverjalandi og síð- an flúði þúsundum saman. Það var unga fólkið í Austur-Þýzkalandi, sem fyllti raðir flóttafólksins í Berlín. í Póllandi eru 160.000 háskólastúdentar en aðeins 20.000 þeirra í kommúnistaflokknum, og þar hafa stjórnarvöldin ekki við að útrýma æskulýðs- og listamannakúbbum eins og „Skakka hjólinu“ í Varsjá, þar sem frjálsar umræður voru stundaðar. Takist kommúnismanum ekki að vinna tiltrú þeirrar æsku, sem hann hefur sjálfur alið upp, er stefnan dauðadæmd. Fréttir austan um járntjald benda í vaxandi mæli til þess, að unga fólkið sé áhugalaust um kommún- ismann, en þrái allt, sem minnir á hið frjálsa þjóð félag vesturlanda. // Washington steeí' SKOTíIURÐAJARN FELL5HURÐAJÁRN UPPÍHÖLD FYRIR HRÆRIVÉLAR KORNSKAPALAMIR SKÁPALAMIR SKÚFFUSLEÐAR LOFTRISTAR SKÁP ASMELLU R SKÁPAHÖLDUR SKÁPAGRIP ÞUP.SKUHENGI BOLLÁHENGI JIJÓL FYRÍR REMNIBRAUTIR STÝRINGAR FYRIR RENNIBRAUTIR RUSLAFÖTUR HILLUR Á SKÁPA- HURÐIR „WASIIINGTON STEEL“ v’örurnar eru vandaðar, smekk- legar og til í miklu úrvali. Skápahöldur og grip eru til í mörgum litum. Einkaumboó: J. Þoriáksson & Bankastræti 11. NerSaiiarm h*f. HANNES Á HORNINU ★ Vísindalega sannað að reyingar valdi krabba- meini. ★ Hvað þarf framar vitn- anna við? ★ Hvers vegna tvö stór sjúkrahús í smíðum samtímis? ★ Og hvorugt hægt að fullgera vegna fjár- skorts. BLÖÐIN skýra frá nýjum niö- urstöðum um að vindlareykingar valdi krabbameini. Nú er svo kom- ið, að þetta er talin vísindaleg- staö reynd. Tjara í vindlingunum veld- ur þessum banvænasta sjúkdómi nútímans og allt bendir til þess, að ef unglingur byrjar að reykja, þá sé hann móttækilegri fyrir sjúk- dómnum heldur en sá, sem byrjar seint, en báðir eru í mikilli liættu. ÞAÐ ætti varla að þurfa fleiri orð, en þegar hafa verið sögð a’f vísindamönnum margra þjóða til þess að mönnum skiljist, að þeir mega ekki reykja vindJinga. En menn gera svo margt sjálfum sér og öðrum til miska vitandi vits. Menn drekka frá sér vitið. Menn sitjast undir stýri á bíl ölvaðir. t>að virðist þurfa svo mikið til að koma vitinu fyrir menn. En fram hjá því verður ekki framar gengið, að sígarettureykingar valda kiabba meini. J. SKRIFAR: „Sýndarmennska íslenzkra stjórnmálamanna er lít- il takmörk sett. Fyrir nokkrum ár- um var byrjað á mikilli viðbótar- byggingu í Fossvogi. í hvora þessa byggingu er búið að eyða iugum milljónum króna, en ekkert virð- ist hugsað um að fullgera þær, og þó eru hin mestu vandræði ríkj- andi vegna skorts á spítalavist fyr ir sjúkt fólk. Nú er líka svo komið að fæst heimili geta sinnt rúmliggj andi fólki, þó það sé ekki sárþjáð og þurfi ekki daglegrar læknis- hjálp við því veldur fólksfæð á heimilinum. TIL AÐ FULLGERA þann hluta Landspítalans, sem nú er í smíðum er talið að ekki þurfi nema 25-30 millj. króna. Er það einkennileg fjármálavizka hjá Alþingi að láta hús, sem kostað hefir verið til mörgum milljónatugum standa hálfgert og gagnslaust ár eftir ár ef ekki er um stærri f járhæð er að ræða til að fullgera það, en hér er nefnt. Ætti að vera auðvelt að afla lánsfjár innanlands í þessu skyni, ef ríkissjóður er ekki fær um að greiða byggingarkostnaðinn á einu, eða tveimur árum. ÍSLENZKAR KONUR hafa átt drjúgan þátt í að koma Landspít alanum upp. Væntanlega neyta þær nú aöstöðu sinnar og áhuga til að firra þjóðina þeirri van- sæmd og tjóni, að láta fullnaðar- byggingu spítalans dragast lengi úr þessu. MEÐAN LANDSPÍTALINN og borgarspítalinn hanga á horrim- inni vegna fjárskorts að talið er, hefur ríkið haft ráð á að annast um lán og ábyrgðir til kaupa á 5 togurum fyrir rúmar 200 millj. króna samtals — í erlendum gjald eyri — Og byrjað er'að ræða og verja fé til undirbúnings nýs flug- vallait sem kosta mun nokkuð mörg hundruð millj. króna. Þetta er að vísu önnur saga. En væri ekki rétt að reyna að fullgera eitt nauðsynjverk, áður en byrjað er á öðru sem ekki getur talizt sérlega aðkallandi?" Þingeyri, 12. marz. Fjórir bátar róa héðan. Hef- ur aflinn verið rýr það, sem af er, en virðist þó heldur vera að glæðast. í febrúarlok var Hrafnkell afla hæstur með 162 tonn. Fjtílnir næstur með 146 tonn, þá Þor- grímur með 144 lonn og fjórði Þorbjörn með 116. Þá höfðu allir þessir bátar farið í 21 róður. — Marzmánuður lofar betru, því að í sex róðrum í þessum mánuði hafa aflazt um 50 tonn á bát. S. B. 2. ráðstefna verkfræðinga Verkfræðingafélag íslands verður 50 ára 19. apríl n.k. og I því sambandi verður haldin 2. ráöstefna ísienzkra verkfræff- inga. Er nú unnið að undirbúningi ráðstefnunnar, sem á að fjalla um orkumál óg iðnaðarmál. í tilefni afmælisins liefur fé- lagið samið við feðgana próf. Guðna Jónsson og Jón Guðna- son, sagnfræðing, um að semja sögu verklegra framkvæmda á íslandi í liálfa öld. Miðar því verki vel áfram. Skátar safna á Akranesi SKÁTAR á Akranesi fara um bæinn í kvöld til aff Ieita eftir framlögum í sjóslysasjóðinn. Fólk er beðið að taka skátun- nm vel og styrkja gott málefni. ESdavéSasett Bökunarofn. með sjálfvirkum hitastilli og glóðarrist. ESdunarpIata með 3 eða 4 hellum. J. Þorláksson & Norffmann hf. Bankastræti 11. ' -■ —-------------- - 2 13. marz 1962 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.