Alþýðublaðið - 13.03.1962, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 13.03.1962, Blaðsíða 5
Dansað dátt í ófærðinni fréttlr utan af landi, — frá Egilsstöð- um Gg Blönduósi. Egilsstöðum, 12. marz.| Hér er allt á kafi í snjó. lllfært er um héraðið, einkum hefur Fjarðarheiði verið þung' yf- irfærðar í vetur. Um helgina var þó skemmtisamkoma á Eiðum, og fékk hvorki snjór né liörð veður heft för manna þangað. Hér er nóg að gera og standa tals verðar byggingaframkvæmdir fyrir dyrum í vor Kaupf. Austf. hef ur flutzt hingað með alla sína starfsemi, og hefur það aukið mjög á viðskiptalíf þorpsins. Ekki hefur flenzan borizt hingað enn, — og var mannmargt á Eiðahá- tíðinni. Þar var margt til skemmt unar svo sem leikþáttur, söngur, skrautsýning, fimleikasýning og þjóðdansar, — ekki íslenzkiiy — heldur tékkneskir og rússneskir. -v G. E. Blönduósi, 12. marz. Héðan er fátt að frétta, nema hvað tíðin hefur verið slæm í vetur. Vegir hafa teppzt öðru hvoru en alltaf verið ruddir þeg ar í stað. Um helgina var karla- kórsliátíð í Húnaveri, og var þar margt manna og mikil gleði. G. H. Innbrot fyrir austan fjall BROTIZT var inn í útibú kaup félagsins Þórs við Land-Vegamót sl. sunnudagsnótt, og þá sömu nótt var brotizt inn í verzlun á Stokkseyri. Þrír menn úr Reykja- vík hafa verið teknir höndum og ákærðir fyrir bæði innbrotin, en bíllinn, sem þeir voru á, hafði sézt standa fyrir utan útibúið um nóttina. í útibúinu var stolið um 2000 krónum f peningum og nokkrum ölflöskum, — annað var látið ó- hreyft. í norðurenda byggingar- innar er póstafgreiðsla og höfðu þjófarnir stolið, þaðan 1000 kr. ; Þessa sömu nótt var brotizt inn í sælgætisverzlun á Stokkseyri og haft á brott með sér 2000 kr. í peningum og nokkur sígarettu- karton. Eins og fyrr segir, hafði bif- reið þeirra félaga vakið athygli manna þessa nótt, og var strax um morguninn hafin leit að lienni. Fundust allir piltarnir í gærkvöldi og voru þá teknir fastir. Mennirnir eru allir ■■ úr Reykjavík og hefur lögreglan í Reykjavík tekið málið í sínar hendur. Tveir mannanna hafa áð- ur komizt undir manna hendur. Alþýðubrauðgerðin bakar seydd rúgbrauð í TILEFNI af frétt Alþýðu- blaðsins sl. sunnudag um að flest brauðgerðarhús bæjarins séu hætt að framleiða seydd rúgbrauð skal þess getið, að Alþýðubrauð- gerðin framleiðir enn slík brauð og eru þau til sölu í öllum verzl- unum Alþýðubrauðgerðarinnar. SÖFNUNIN Framhald af 1. síðu. blaðið, að vonandi mundi söfnunin ná eðlilegu marki svo að úr nógu yrði að spila handa þeim, sem bágast eru staddir. Ekki væri enn búið að gera áætlun um það, sem þarf að gera en athuga þyrfti nið ur í kjölinn hvernig ástatt væri á heimilinum og fá þyrfti opinbera aðstoð, t.d. Tryggingarstofnunar- innar. Þá þyrfti að fá mann til dð safna öllum gögnum. - Biskupinn sagði að (okum, að undirtektir fólks hefðu verið góðar síðustu daga, þó að þær hefðu e.t.v. verið daufar til að byrja rneð Sextugur mað- ur bíður baria DAUÐASLYS va.rð í Ytri- Njarðvík á sunnudaginn. Maður að nafni Jónas Sigurðsson, varð fyrir fólksbifreið og lézt skömmu síðar á sjúkrahúsi. Rannsókn málsins er í fullum gangi, — og áður hafa orðið svipleg slys á þessum stað, þar á meðal dauða- slys. Slysið varð kl. 15,30 á Reykja- nesbraut milli húsanna nr. 42 og 44 við þá götu. Nánari atvik voru þau, að bif- reiðin G-174 var á leið frá Keflavík inn í Jýarðvikur, en á móti henni gekk maður, sem varð fyrir bifreiðinni og var þeg- ar fluttur á sjúkrahús, en dó þar kl. 4 á sunnudaginn. Slys í Eyjabát BJÖRN PÁLSSON flugmaður flutti slasaðan sjómann frá Vest- mannaeyjum 4 sunnudaginn. — Líðan mannsins er sæmileg eftir atvikum. Slysið varð í bátnum Ófeigi II. frá Eyjum, sem er á netaveiðum. Þegar verið var að draga inn net- in, varð einn bátsmanna, Gunn- steinn Kristinsson, fyrir því slysi að handleggsbrotna, og mun hér hafa verið um slæmt brot að ræða. Björn Pálsson flugmaður var beðinn um að sækja manninn til Eyja, og var maðurinn síðan fluttur á Landsspítalann. Jónas Sigurðsson var |fæddtJjr 16. júni 1903 og lögheimfli haris var á Suðureyri við Súganda- fjörð. Hann var starfsmaður varn arliðsins á Keflavíkurflugvelli. Þegar vandamönnum hins látna hafði verið tilkynnt um slysið var líkið flutt til réttarkrufningar hjá prófessor Níelsi Dungal, og liggja niðurstöður hans væntan- lega fyrir í dag. Lögreglustjórinn á Keflavikur flugvelli sagði blaðinu í gær, að rannsókn málsins væri í fullum gangi. Búið var að kveðja fjölda vitna þar á meðal tvær unglingsstúlk- ur, sem voru í þifreiðinni G-174 og konu eina í Njarðvíkum, sem var sjónarvottur að slysinu. Mikil forföll á ísafiröi í vegna flenzu ísafirði, 12. marz. i Inflúenzan breiðist ört út á ísafirði. Leikfimi og sundkennslu var hætt um helgina, og kennsla féll niður í sumum bekkjum gzgn fræðaskólans á laugardag. Ekki var kennt í gagnfræðaskól anum í dag, en hins vegar eru for föll minni í barnaskólunum. Er kennt þar ennþá, en þó vantaðW- mörg böm. í efsta bekknum vant aði 40% barnanna í dag. Mikil og vaxandi forföll eru A ýmsum vinnustöðvum. Róðra* - - hafa þó ekki fallið niður enn. Bjv. BíH ársins Consul 315 CONSULL 315 er nýjasta FORD gerðin í ár. Hafa FORD verksmiðjurnar ennþá einu sinni verið fyrstar til þess að leysa hina tæknilegu þraut að smíða hagkvæmari, þægilegri og sterkari bíl í flokki hinna létt- ari bíltegunda. í CONSUL 315 eru fleiri kostir stærri bíl- anna en í nokkrum öðrum bíl í léttara flokkinum. VEIIMIVI EGILSSOIM H.F Sérstæð ryðvörn Zinkhúöaður u Til afgreiðslu fyrir sumarið INFLÖENZA í KEFLAVÍK, Inflúenzan er einnig farin a« segja til sín í Keflavík, því al í gær voru þrír bátar inna vegn r lasleika áhafnanna. Allir aori Keflavíkurbátar voru þó a sjó • gær, enda veður á miðunum á gætt. Gagnfræðaskólinn og barnaskó inn ætluðu að hefja kennslu morgun, en forföll nemenda von svo mikil, að ákveðið var að fell: niður kennslu til fimmtudags barnaskólanum og til föstudags gagnfræðaskólanum. Á sunnudaginn var landlega hj. - Keflavíkurbátum, en þrír neta bátar sem réru fengu lélegai afla. Var Kári með 5 tonn, ei Gylfi og Gullborg með eitthvai minna. Tveir bátar, sem róa frá Kefla vík, Vilborg og Ólafur, byrjuðÁ- nýlega á netaveiðum, en afli neta* báta hefur verið heldur lélegur og sízt betri en afli Hnubáta. \ ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 13. marz 1962 5

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.