Alþýðublaðið - 15.03.1962, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 15.03.1962, Blaðsíða 2
Hltstjórar: Gísli J. Ástþórsson (áb.) og Benedikt Gröndal. — Aðstoðarritstjóri: Björgvin Guðmundsson. — Símar: 14 900 — 14 902 — 14 903. Auglýsingasími 14 906. — Aðsetur: Alþýðuhúsið. — Prentsmiðja Alþýðublaðsins, Hverfisgötu 8—10- — Áskriftargjald kr. 55,00 á mánuði. í lausasölu kr. 3.00 eint. Útgef- andi: Alþýðuflokkurinn. — Framkvæmdastjóri: Ásgeir Jóhannesson. 1 Árásin á vökulögin TOGARAEIGENDUR hafa nú í fyrsta sinn op- inberlega kraíizt þess, að vðkulögin verði afnumin. Þeir krefjast, að sjómenn verði látniir vinna meira en 12 stundir í sólarhring, og lofa kauphækk unum á móti. Sjómenn hafa þegar hafnað þessari kröfu, enda er hún í algjöru ósamræmi við þróun ivinnumála í landinu. Með þessari kröfu hafa út- gerðármenn 'kastað olíu í eld togaradeilunnar. Fyrir nokkrum vikum .gerðist sá óvenjulegi at- fourður, að ríkisstjórn og stjórnarandstaða samein uðust á Alþingi um að hefja víðtæka tilraun til að, tryggja verkafólki í landi sömu laun og það hefur í dag fyrir styttri vinnutíma. Vonir manna eru að gera átta stunda vinnudag að raunveru- leika. Þessi stefna er þveröfug við óskir togarae'ig enda, sem krefjast þess, að sjómenn vinni meira en 12 stundir fyrir eitthvað hærra kaup. Aflaverðlaunum sjómanna á togurum má ekki skipta í fleiri staði en 31—32. Við það hefur áhöfn in miðazt. Hins.vegar er skoðun kunnugra, að með góðurn og vönum sjómönnum sé hægt að komast af með fáerri menn, epda hafa togarar yfirleitt siglt með færri síðustu mánuði'. Með því að bæta kjör sjómanna ættu að fást betri menn á skipin, og er þá hægt að hafa færri menn, sem fá stærri hluti, en útgerðin sparar einnig nokkuð fé. ifeamaburður við enska og þýzka togara er ekki méð öllu réttmætur. Þeir hafa alltaf lengri sigl- ingu, eru lengur í höfn og hafa meira aðhald að (skipstjórum um að halda veiðikostnaði niðri. Sjómannasamtök okkar eru að sjálfsögðu alltaf r.eiðubúin til að ræða breytta vinnutækni, sem gæfi hærra kaup og betri afkomu atvinnutækja með sama vinnutíma, rétt eins og landverkafólkið. En hinu má ekki gléyma, að vinnuslit togarasjó- mannsins hefur lítið breytzt árurn saman, þótt í- búðir í skipum hafi batnað mjög. Hann er að miklu leyti dæmdur til útlegðar frá heimili og fjölskyldu. Þess vegna á hann erfitt með að skilja, hvers vegna heimtuð er af honum meira en 12 tíma vinna á sama tíma sem allir eru sammála um að reyna að gera 8 stunda vinnudag raunhæf an fyrir landverkafólk. í verksmiðjum okkar er talið sjálfsagt, að miða viþ 8 stunda vaktir, en ýfirvinnu og næturvinnu ef meira er unnið. Hvað mundií verða sagt, ef til dsemis Áburðarverksmiðjan krefðist þess, að tek- in,væri upp 12 stunda vinna eins og ekki þykir nóg á togurum? Erfiðleikar togaraútgerðarinnar eru miklir og fj^rhagslegir erfiðleikar mjög alvarlegir. Vand- raeðin stafa af aflaleysi, og ríkið ætlar að hlaupa þaV að nokkru undir bagga. Þessa erfiðleika er ek^ci hægt að leysa með því að rifta helgustu rétt indaskrá íslenzkra sjómanna — vökulögunum. ,ig c 2 & marz 1962 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ um vöku in 1 ALÞÝÐUBLAÐINU barst í gær ^ eftirfarandi fréttatilkynning frá Félagi íslenzkra botnvörpuskipa- 1 eigenda: í TILEFNI af bla'ðafréttum, sem birtar voru í dag hér í Eeykjavík út af bréfi, sem full- trúar FÍB afhentu í gærmorjmn báðum sjávarútvegsmálanefndum Alþingis, og þar sem þessar blaða fréttir eru meira og minna vill- andi, leyfum vér oss hér með að senda yður eintak af bréfunum og auk þess taka eftirfarandi íram: Það er í fyrsta lagi alrangt, sem í einu dagblaðanna stendur, að farið sé fram á, að vökulögin verði afnumin. Hins vegar er far- ið fram á ákveðnar breytingar, eins og fram kemur í bréfinu, og eru þær fólgnar í því, að heildar vaktir á þilfari á fiskveiðum verði miðaðar við 1 sólarhring, 16 klst. og hvíldartími 8 klst., en alls ekki 18 klst. vaktir og 6 klst. hvíld, eins og sagt er í sama blaði. Benda má á, að þar sem í bréfi voru er rætt um 12 klst. samfellda vakt, myndi vinna á þilfari aðeins vera helmingur af þeim tíma, eins og aflabrögð eru nú. — Eins og bent er á í með- fylgjandi bréfi voru, hafa ekki verið sett lög um hvíldartíma bátasjómanna. Hins vegar hafa verið gerðir milli þeirra og báta- útvegsmanna samningar um 6 klst. hvíldartíma á sólarhring. Er þá ekki um samfelldan hvíldar- tíma að ræða. 1 sambandi við þessi tilmæli má benda á þann mikla aðstöðumun, sem er ríkjandi varðandi annars vegar íslenzka og hins vegar brezka og þýzka togaraútgerð. Eins og á er bent í bréfinu, er áhöfn á brezkum togurum 20— 21 maður, en á þýzkum togurum 24 menn og fiska þeir álíka mik- ið og íslenzkir togarar, þegar þeir veiða á sama sjó. Þegar ís- lenzkir togarar landa erlendis, þurf þeir að greiða þar háa tolla, sem þarlendir tograr þurfa ekki að greiða. Auk þess nýtur brezk togaraútgerð mikils ríkisstuðn- ings, og eftir því, sem bezt verð- ur vitað, mun hafa verið ákveðið að veita þýzkri togaraútgerð op- inberan stuðning einnig. Þrátt fyrir þetta á togaraútgerðin í Englandi og Þýzkalandi í mikl- um fjárhagsörðugleikum. Öllum má ljóst vera, þegar á þetta er litið, að íslenzka togara- útgerðin er alls ekki samkeppn- isfær við brezka og þýzka tog- araútgerð. Samkvæmt athugun, sem gerð liefur verið á launakjörum há- seta, námu laun þeirra hvers um sig árið 1961 að meðaltali, miðað við heils árs starf eða 340 daga úthaldstíma og 25 daga samfelld- an frítíma í landi, um 104 þús. krónur. Er hér um að ræða bein- ar launagreiðslur að viðbættu or- lofi. Auk þessa nema ýmis hlunn- indi á hvern háseta, sem útgerð- in greiðir, um 31,800 krónum. Er þar um að ræða eftirtalda liði: Frítt fæði um borð, lífeyrissjóðs- iðgjald, sjúkrsamlagsiðgjald, ið- gjald af ábyrgðartryggingum, at- vinnuleysistryggingariðgjald, ið- gjöld af íryggingum hjá almanna tryggingum, iðgjöld af eigna- tryggingum (um borð í skipi) og iðgjald af stríðstryggingu. Samkvæmt þessu nema beinar og óbeinar Jaunagreiðslur togara- útgerðarinnar til hvers háseta á s. 1. ári um 135.800 kr. þrátt fyr- ir hinn mikla aflabrest. Laun netjamanna og báts- manna eru hærri. Fréttatilkynning þessi er í dag send öllum dagblöðum í Eeykja- vílc svo og Eíkisútyarpinu. ★ Afstöðu . Alþýðublaðsins til þessa máls iná sjá í Ieiðara. Frambyggður bafur smíðau- ur í Eyjum NÝJUM 36 tonna frambyggð- um bát veröur senn hleypt af stokkunum í Eyjum. Þetta verður senniiega einn stærsti fram- Framh. á 5. síðu. HANNES Á HORNINU ★ Eru götuljósin aðeins fyrir akandi fólk? ★ Kæruleysi gangandi fólks getur orðið því dýrlceypt. - ★ Nýjar aðferðir lögregl- unar nauðsynlegar. i s ÞAÐ er alveg þýðingarlaust að halda að þaö sé hægt að gera götu- vitana fullvirka, ef ætlast er til, að þeir, sem aka bifreiðum, fari einir eftir merkjum ljósanna. Að vísu er ménfljóst, að lögreglan ætlast alveg eins til þess að gang- andi fólk fari eftir þeim. En út- koman er sú, að akstursmenn gera það, en gangandi fólk gerir það ekki, nema með höppum og glöpp- um. ÉG VARÐ vitni að því einn dag- inn í Lækjargötu, að þrjár stúlkur gengu gegnt grænu ljósi og sluppu með jiaumindum með heila limi frá bureið. Þegar þær voru slopn- ar, sneru þær sér við og ráku tungu út úr sér að vagnstjóranum. Lög- regluþjónn stóð á horninu hjá Árna B. Björnssyni, virtist hafa séð þennan atburð, en hafðist ekki að. Ef rétt hefði verið farið að, þá átti lögregluþjónninn að tala við stúlkurnar, fara með þær fyrir umferðadómstólinn og dæma þær þar í sektir. UMFERÐALÖGREGLAN hlýtur að vera búin að fá reynslu fyrir því, að það er ekki hægt að setja alla ábyrgðina á vagnstjórana. — Götuljósin eru ætluð bæði gang- andi mönnum og ökumönnum. — Hún verður að taka upp nýjar að- ferðir, annars nó götuvitarnir ekki tilgangi sinum. Um þetta er rætt í bréfinu, sem hér fer á eftir: PÉTUR skrifar: ,,Ég var að fá tilkynningu frá umferðalögregl- unni, sem ég skil illa, en nánast mun meina, að nú sé mér bannað að leggja bíl mínum á ystu brún gangstéttar og láta hann snúa „norður eða suður“ eftir vild, svo sem ég hef jafnan gert. í SUMAR sem leið, fóru umferða lögregluþjónar hér um götuna og heimtuðu að allir bílar snéru í á- kveðna átt. Þessu var hlítt í tvo eða þrjá daga, en síðan ekki sög- una meir. Og ekkert skeði. Nú sé ég að í minni götu er þessu nýja banni ekki hlítt. Það er líka verka- hægt. Gatan er svo mjó, að ef bíl er lagt „við brún akbrautar“ eins og fyrir er mælt í reglunum, er því nær ómöguelgt að aka bíl framhjá nema leggja bílnum nið- ur í göturæsið. ÞESSI GATA, sem hér um ræðir er í „góðu hverfi", malbikuð og allt í þessu fína lagi. Eh hún er svona þröng. Að vísu er þarna ekki mikil umferð, en því nær hver ein- asti húseigandi í götunni á bíl, og öll umferð því ómöguleg, nema með því að leggja bílnum upp á brún gangstéttar. HVAÐ eiga svona fyrirmæli að þýða? Þeim verðu rekki fylgt. — Ég skrifaði þér í sumar, Hannes, um fyrirmæli lögreglunnar þá, og lét þess getið að ofstjórn leiddi til óstjórnar, enda kom það á daginn. Þessi nýju fyrirmæli eru engu skyn samlegri en þau eldri, enda eru þau ekki haldin, og verða ekki haldin, því það mundi gera alla umferð verri og ótryggari, ef þeim væri fylgt. ÚR ÞVÍ ég er að senda þér línur um umferðamálin og lögregluna, langar mig til að biðja þig fyrir skilaboð til stjórnar umferðamál- anna, en þau eru þessi: Hvers vegna eru lögregluþjónar stöðugt á hælunum á okkur, sem ökum bílum og beita okkur þyngstu sekt um fyrir smávægileg brot, t. .d e£ við skreppum í búð og látum bíl standa við gangstétt í 2 eða 3 mínútur án þess að valda nokkurri truflun á umferð, en líða fótgang- andi fólki átölulaust, að brjóta all- ar umferðareglur? Ég hef ekið bíl hér í bænum í 25 ár og hef aldrei séð lögreglunþjón skipta sér af umferðabrotum fótgangandi fólks, þó það gani út í umferðina, sjálfu sér og öðrum til stórháska, án þess að hirða nokkuð um umferðaregl- ur. ÉG VAR nýlega í Kaupmanna- höfn, þar er bílaumferð ekki nærri því eins mikil og hér. Eg sá aldrei fótgangandi mann brjóta umferða- reglu, enda var mér sagt af heima- manni þar, að fyrir öll slík brot væri harðlega refsað, —fólk látið greiða sektir á staðnum. Því er þetta ekki gert hér?“ Hannes á horninu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.