Alþýðublaðið - 15.03.1962, Blaðsíða 7
NÆSTA IIAUST verður háð
Alþýðusambandsþing og er
þess þegar farið að gæta við
kosningar í verkalýðsfélögun-
um, að mikil og hörð átök eru
framundan milli kommúnista
og lýðræðissinna. Það verður
kosið um það einu sinni enn,
hvort komúnistum eigi áfram
að haldast það' uppi að misnota
verkalýðssamtökin og spenna
þau fyrir sinn pólitíska vagn
eins og þeir hafa gert undan-
farin ár.
Undanfarið hafa farið fram
stjórnarkosningar í mörgum
verkalýðsfélögum í Reykjavík
og hafa úrslitin vakið mikla at-
liygli vegna þess að þau kunna
að gefa nokkra vísbendingu um
það, hvert slraumurinn liggur
nú í verkalýðsfélögunum. Úr-
slitin í þeim félögum, sem þeg-
ar hafa kosið, lofa góðu, þar eð
kommúnistar hafa yfirlcitt tap-
að miklu fylgi en andstæðingar
þeirra unnið verulega á. í sjö
verkalýðsfélögum sem þegar
liafa kosið sér stjórn hafa and-
stæðingar kommúnista unnið á,
en í aðeins 1 félagi hafa kom-
múnistar bætt aðstöðu sína. í
þessum félögum hafa andstæð-
ingar kommúnista unnið á:
Verkamannafélaginu Dagsbrún,
Iðju, félagi verksmiðjufólks,
Múrarafélagi Reykjavíkur, Ilinu
íslenzka prentarafélagi, Félagi
Segja má því, að fylgið hafi
hruniö af kommúnistum í Iðju
þessi 5 ár, sem liðin eru síðan
þeir misstu völdin. Það sem
hefur gerzt í Iðju er tvennt:
í fyrsta Iagi hefur verið tekinn
mikill fjöldi af nýju iðnverka-
fólki inn í félagið, en kommún-
istra höfðu lcikið þann leik
Iengi áður að halda andstæðing-
um sínum utan kjörskrár. Nýja
fólkið sem hefur komið inn í
Iðju er yfirleitt allt andsnúið
kommúnistum. En í öðru lagi
hefur það einnig gerzt, að kom-
múnistar hafa misst verulegan
hluta af sínum fyrri stuðnings-
mönnum í Iðju eins og í ljós
kemur, ef úrslitin 1957 eru bor-
in saman við úrslitin nú.
í T r é s m i ð a f é I a g i n u
munaði nú aðeins 16 atkvæðum,
að kommúnistar misstu félag-
ið, en í fyrra var munuflnn 42
atkvæði. Eru því góðar horfur
á því, að unnt verði að vinna
þetta félag úr höndum komm-
únista við Alþýðusambands-
kosningarnar næsta haust. Að
sjálfsögðu beinist athyglin ætíð
mest að liinum stærri verka-
lýðsfélögum, en litlu félögin
hafa einnig sitt að segja, þegar
komið er á þing heildarsamtak-
anna. Þess vegna er vert að at-
liuga einnig, hvernig úrslitin
eru þar. í Félagi fram-
framreiðslumanna, Sveinafélagi
pípulagningarmanna og í Tré-
smiðafélagi Reykjavíkur.
Kommúnistar hafa hins veg-
ar bætt aðstöðu sína lítillega í
Sveinafélagi skipasmiða. Mest-
ar urðu hrakfarir komúnista í
IÐJU. Þar fengu lýðræðissinn-
ar nú 899 atkvæði en kommún-
istar og fylgifiskar þeirra 428
atkvæði. 1961 fengu lýðræðis-
sinnar 819 atkvæði en kommún-
istar 594 atkvæði. Fróðlegt er
að bera saman úrslitin í Iðju
nú óg 1957, er kommúnistar
misstu félagið eftir að hafa
stjórnaö því lengi. 1957 fengu
lýðræðisisnnar 524 atkvæði eða
52%, en kommúnistar 498 at-
kvæði eða 48%. Nú fá lýðræðis-
sinnar 65% en kommúnistar
31%.
hærri atkvæðatölu en nokkru
sinni fyrr eða 713 atkvæði, en
kommúnistar fengu nú 417 at-
kvæði og náðu ekki þeirri at-
kvæðatölu, er þeir hafa fengið
hæsta áður.
Af þessum staðreyndum er
Ijóst, að straumurinn í verka-
lýðsfélögunum í Reykjavík ligg-
ur nú greinilega frá kommún-
istum. Hvort þetta fylgistap
kommúnista nægir til þess, að
þeir missi völdin í Alþýðusam-
bandinu verður hins vegar engu
spáð um að svo komnu. Fram-
sóknarmenn hafa þar sterka að-
stöðu. Á siðasta þingi ASÍ má
segja, að þeir hafi fært komm-
únistum völdin, þar eð þeir
stóðu þá algerlega með komm-
únistum. Nú hafa forustumenn
Framsóknar fengið ráðningu.
Enda þótt Tíminn hafi skorað á
Framsóknarmenn að kjósa kom-
múnista bæði í Iðju og Tré-
smiðafélaginu hafa lirakfarir
kommúnista í þessum félögiun
þá orðið meiri en áður. Bendir
það til þess, að margir óbreyttir
framsóknarmenn láti ekki skipa
sér aö kjósa kommúnista. Er á-
reiðanlega milcil óánægja meðal
margra óbreyttra framsóknar-
manna með hina miklu sam-
stöðu framsóknar með kommún-
istum og má vera að einhverjir
farmsóknarmenn geri uppreisn
gegn þeirri stefnu og vilji vinna
f eiðslum anna misstu
kommúnistar og framsókn nú
meirihlutann, og eru Iýðræðis-
sinnar nú í meirihluta i stjórn
félagisns. í Sveinafélagi
pípulagningarmanna
hafa kommúnistar farið með
stjórnina undanfarin ár, en
misstu hana nú í hendur lýð-
ræðissinna. En í Sveinafélagi
skipasmiða hafa kommúnistar
bætt örlítið aðstöðu sína sem
fyrr segir. í því félagi fengu
kommúnistar nú kjörinn for-
mann en áður skipaði andstæð-
ingur þeirra það sæti.
í öðrnm verkalýðsfélögum,
þar sem átök eru milli kommún-
ista og andstæðinga þeirra eru
hlutföllin svipuð og áður. í
Sjómannafélagi Reykja-
víkur riiá þó benda á það, að
lýðræðissinnar fengu þar nú
Stöfugur / dag:
SIGURÐUR JÓHANNESSOIi
SIGURÐUR J OHANNESSON,
fulltrúi hjá Tryggingastofnun
ríkisins, er sjötugur í dag. For-
eldrar hans voru Steinunn Jak-
obsdóttir prests að Kvenna-
brekku í Dölum og Jóhannes L.
L. Jóhannsson, prests á sama
stað. Sigurður er því bróðir Jak-
obs Jóhannessonar Smára skálds
og Yngva Jóhannessonar skálds
en systkinin eru fleiri. Séra Jó-
hannes L. L. Jóhannsson var af-
burða gáfumaður og nutu börn
hans kennsluhæfileika hans og
leiðsagnar. Sigurður var heima
fram eftir árum. Hann kenndi
við Hörðudalsskóla í Dölum á ár-
unum 1917 til 1920, en þá fór
hann til Reykjavíkur. Nokkru síð-
ar gerðist hann skrifstofu- og
innheimtumaður hjá Rafveitu
Reykjavíkur og vann þar í all-
mörg ár. Hann var einn af helztu
hvatamönnum þess, að Starfs-
mannafélag Reykjavíkur var
stofnað og átti hann sæti í fyrstu
stjórn þess.
Árið 1929 réðist hann sem af-
greiðslumaður og auglýsinga-
stjóri hjá Alþýðublaðinu og
SIGURÐUR JOHANNESSON
gegndi hann þeim störfum til árs-
ins 1941, að hann réðist til Tfcygg-
ingastofnunar ríkisins, og gerðist
fulltrúi í lífeyrisdeild stofnunar-
innar. Nú við þessi tímamót lýk-
ur hann störfum sem fastur
starfsmaður Tryggingastofnunar
ríkisins. Hann hefur alltaf verið
afburða samvizkusamur og mik-
ilsvirtur samstarfsmaður.
Sigurður Jóhannesson gerðist
snemma áhugasamur um félags-
mál, og hefur alla tíð tekið, virk-
an þátt i þeim málum. Hann mun
hafa gengið í Alþýðuflokkirn
nokkru eftir að hann kom tiV
Reykjavikur og gerðist brátt
mjög starfssamur innan hans. .—
Hann vann • mikið að því að
stofna Aðstoðarfélag Alþýðublaðs
ins á sínum tíma, en það v^r all-
fjölmenríur félagsskapur manna,
sem vildi styðja og styrkja út-
gáfu blaðsis. Átti Sigurður sæti i-
stjórn þess félags.
Sigurður er mjög vel máli far-
inn, djarfur í skoðunum og rck-
fastur. Hann er skapmaður og
hreinlyndur, engin baktjalda- eða
undirróðursmaður, en gengur
beint fram fyrir skjöldu þegar
lionum þykir máli skipta. Hann
hefur alla tíð notið mikilla vin-
sælda starfsfélaga sinna, þannig
var það þegar hann var starfs-
maður Alþýðublaðsins og svo hof
ur það og verið í Tryggingastoín-
un ríkisins.
Þó að Sigurður sé nú að fara
yfir aldursmörk embættismanna,
þá hefur hann enn íulla stárfs-
krafta. Ólíklegt er, að hann uni
kyrrsetum og iðjuleysi, svo ákaf-
ur er hann og starfsfús. En svona
eru lögin — og þau ber að hafa
í hlýðni. Þó að hann hafi verið
þó nokkuð uppreisnargjarn alla
ævi, veit ég ekki til þess að hann
hafi nokkru sinni komist í kast
við lögin.
Sigurður kvæntist árið 1923,
Ágústínu Eiríksdóttur frá Hóli í
Önundarfirði. Þau eiga ívö böm.
Flosa Rafn veðurfræðing og
Önnu Steinunni bókara hj;í
Tryggingastofnuninni.
Vinir og félagar Sigurðar Jó-
hannessonar óska honum til ham-
ingju og þakka honum samstarf
og gott lið á liðnum árum.
vsv.
að því að vinna Alþýðusam-
bandið úr höndum kommúnista.
Misnotkun kommúnista á Al-
þýðusambandinu hefur stöðugt
farið vaxandi undanfarin ár.
Segja má, að hún hafi byrjað er
Hannibal lét Alþýðusambandið
beita sér fyrir myndun kosn-
ingasamtaka 1956, en það brölt
Hannibals og kommúnista í AI-
þýðusambandinu mætti andúð
verkaiýðsfélaganna um allt land
enda fáheyrt tiltæki. Hefur
aldrei, staðið á því síðan að láta
Alþýðusambandið þ ó k n a s t
flokki kommúnista i einu og
öllu. Meðan kommúnistar sátu í
vinstri stjórninni var ekki
minnzt á kjaramál í Alþýðusam-
bándinu heldur lét Ilannibal þá
samtökin leggja blessun sína yf-
ir allar ráðstafanir ríkisstjórn-
arinnar. En um Ieið og komm-
únistar voru farnir út úr ríkis-
st jórn var Alþýðusambandið lát-
ið hefja undirbúning pólitískra
verkfalla. Sást á þeim hring-
snúningi Alþýðusambandsins
hversu auðvelt verkfæri heild-
arsamtök verkalýðsins eru kom-
múnistum.
Foringjum hommúnista er
ljóst, að það er farið að halla
undan fæti fyrir þeim í usrka-
Jýðshreyfingunni. Þess vegna
ætla þeir nú að nota sömu aS-
ferðina til þess að halda völd-
um í Alþýðusambandinu og not-
uð var til þess að halda völd-
unum í Iðju og en er notuð til
þess að viðhalda völdum komm-
únista i Dagsbrún. Það á sem
sagt að halda stórum hópi
manna utan við verkalýðssam-
tökin. Landssamband íslenzkra
verziunarmanna hefur sótt um
aðild að Alþýðusambandinu og
uppfyllir öll skilyrði til þess að
eiga þar rétt til aðildar. En
vegna þess, að kommúnistar
vita að í forustu fyrir samtökum
verzlunarmanna eru engir kom-
múnistar, neita þeir að taka
samtökin inn í Alþýðusamband;
ið. Þeir vita, að um leið og
Landssamband íslenzkra verzl-
unarmanna er komið inn í Al-
þýðusambandið er völdum kom-
múnista þar lokið. Kommúnist-
ar geta að sjálfsögðu leikið
þann leik um hríð að halda
.launþegum utan við verkalýös-,
samtökin á sama hátt og þeii‘
gerðu í Iðju en leilgi mun þaðl
ekki takast. Gerræði kommún-
ista gagnvart launþegásamtök-
um verzlunarmanna ætti að
vera öllum lýffræðissinnum i
verkalýffshreyfingunni hvöt til
þess aff herffa sóknina gegn
kommúnistum. Meff samstilltu
átaki má auðveldlcga vinna
Alþýðusambandið úr höndum,
kommúnista og að því ber að
vinna.
Al;t>ÝÐU^AÐiÐ - 15. metz 1962 J