Alþýðublaðið - 15.03.1962, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 15.03.1962, Blaðsíða 3
París, 14. marz. (NTB-Reuter). FRANSKA stjórniu ákvað í dagr að banna og leysa upp , þjóðlegru samfylkinguna", sem er stjórn- málasamtök undir forustu Jaques Soustelle, er fyrrum var upplýs- ingamálaráðherra í stjórn de GauIIe.Var hann einn af forsprökk um átakanna, sem lyftu de Gaulle í valdastólinn. Soustelle stofnaði „þjóðlegu samfylkinguna árið 1960, en hún hefur aldrei starfað opinberlega sem stjórnarflokkur. Soustelle yfirgaf Frakkland eftir liina mis- heppnuðu byltingartilrdun í apríl í fyrra og síðan hefur hann eink- um haldið sig á Ítalíu. í desember s. 1. skaut honum skyndilega upp í París og boðaði hann þá erlenda blaðamenn á sinn fund. Síðan hvarf hann aftur cg hefur ekkert siðan til hans spurzt í Alsír voru tólf manns myrtir í dag, þar af þrír menn af evróþsk- um stofni. Nokkrir menn særðust af völdum morðvarga. Víkingasveit frá OAS réðist á mMMWtWMMMMIWWMW Fundur settur Genf, 14. marz. (NTB-Reuter). AFVOPNUNARráðstefnan liófst í Genf í dag. Fundur- inn er haldinn í höll Þjóða- bandalagsins sáluga og sækj hann fulltrúar 17 ríkja. — Reyndar hafði 18 ríkjum ver ið boðið til ráðstefnunuar, en Frakkar afturkölluðu sam- þykki sitt á að eiga fulltrúa þar. Munu þeir þó ef til viii síðar senda fulltrúa tii ráð- stefnunnar, ef þeim þykir horfa í samkomualgsátt. Fyrsti fundurinn stóð í 40 mínútur og var blaðamönn- um aðeins leyft að vera í fundarsalnum fyrstu 5 mín- úturnar. Flutti þá fulitrúi Samein- uðu þjóðanna, Egyptinn Om- ar Loutfi, setningarræðu. Á morgun munu >eir Dean Rusk og Gromyko ílytja á- vörp á ráðstefnunm og er búist við, að þá muni koma í Ijós hvort grundvöUur s; fyrir samkomula... lögreglustöð í Alsír og skaut á | Franskir hermenn fá nú engin hana af vélbyssum. Lögreglan ' orlof, en verða að dvelja í hor- svaraði skothríðinni og urðu OAS búðum sinum reiðubúnir til að menn að hörfa. Komust þeir und- j grípa í taumana, ef óeirðir brjót- an. í Oran sprengdu OAS-menn upp 1 sjónvarpssendi borgarinnar Þeir höfðu áður stolið varasendinum. OAS hefur nú dreift flugritum í Alsír, þar sem mönnum er fyr- irskipað að gera 48 klukkustunda allsherjarverkfall, þegar vopnahlé verður tilkynnt. Opinberir starfs- menn fengu í dag sérstaka aðvörun frá OAS, þar sem segir, að hermd- arverkamenn munu fylgjast með, ef nokkur þeirra mæti til vinn:t meðan á verkfallinu stendur og verði slíkt skoðað sem föðurlands- svik. Yfirvöldin hafa hins vegar skipað öllum opinberum starfs- mönnum að koma til vinnu og hef- ur landstjóri Frakka, Jean Morin, vald til að fylgja þeirri skipun eftir méð handtöku, ef nauðsyn krefur. Fundir héldu áfram i Evian : dag. Formælandi frönsku samn- inganefndarinnar sagði, að sam- komulag hefði náðst í öllum höf- uðatriðum, en nefndirnar leggðu áherzlu á að ganga vel frá öllum samnignum, svo ekki kæmi upr ágreiningur um túlkun þeirra síð- ar. Formælandinn sagði, að sam- komualgið yrði undirritað í þess- ast út. Sérstakar varúðarráðstafan ir eru við flotahöfnina í Toulouse og franski Miðjarðarhafsflotinn er nú á varðbergi undan ströndum Alsír. Formaður Hlífar heiðraður Verkamannafélagið Hlíf í Hafn arfirði minntist 55 ára afmælis síns með hátíðafundi í Bæjarbíói sl. sunnudagskvöld. Hermann Guðmundsson, form. félagsins setti fundinn og rakti sögu félagsins. . Hannibal Valdimarsson, for- seti ASÍ flutti ávarp og kveðju Alþýðusambands íslands, Stefán Gunnlaugsson bæjarstjóri flutti ávarp og kveðju bæjarstjórnar. Gils Guðmundsson, rithöfundur flutti ræðu. Þá skemmti Guðm. I Jónsson óperusöngvari með und- irleik Fritz Weisshappel og Karl Guðmundsson leikari. Framhald á 12. síðo- Fóstur vanskapast vegna svefnlyfja Stokkhólmi, 14. marz. NTB-TT. J Líkur benda til að fóstur hafi vanskapast vegna þess, að vanfær- ar konur hafi notað svokallað Thalidomid svefnlyf. Þó hefur ekki fengizt fullnægjandi vísinda- leg skýring á þessu fyrirbrigði. Framkvæmdastjóri sænsku lyfja- eftirlitsins, Arthur Engel, skýrði frá þessu í dag og kvað lyfið hafa valdið harmi og þjáningum um heim allan. í. Svíþjóð hefur þetta lyf feng- izt í lyfjabúðum til skamms tíma og þar verið selt undir verzlun- arheitunum Neurocedyn og Noxo- dyn. í fyrrahaust var þó öll sala á því bönnuð, þar sem grunur hafði vaknað í Vestur-Þýzkalandi um, að lyfið ylli vanskapnaði á fóstrum. Lyf þetta hafði sérstak- lega verið notað handa rosknu fólki og bömum, en einnig sem róandi meðal fyrir vanfærar kon- ur. í Svíþjóð hafa menn sýnt fram á, að vansköpun á fóstrum hefur aukizt og að samband er á milli þess og notkunar lyfsins. Virðist sem mjög lítill skammtur af því geti haft þessi áhrif. Arthur En- gel sagði, að lyfið væri hættu- legast í lok fyrsta meðgöngumán- aðar, þegar útlimirnir byrja að þroskast. Væru dæmi þess í Sví- þjóð, að kona, sem neytti á þeim tíma átta taflna af Neurocedyn, hefði fætt vanskapað bam og í öðru tilfelli liefði móðirin aðeins fengið Noxodyn einu sinni. ★ Sala á lyfi þessu hefur verið stöðvuð hér á landi og var reynd- ar mjög lítil meðan það fékkst hér í lyfjabúðum. KENNEDY MEÐ BLAÐAMÖNNUM KF.NNEDY Bandaríkjaforseti hélt hinn vikuiega blaðamanna- fund sinn í gærkvöldi. Hann sagði þar m. a.: ★ Hann hefur sent Dean Rusk utanríkisráðherra, sem nú er í Genf, bréf, þar sem hann segir. það einlæga ósk sína, að allra ráða sé leitað til að ná samkomu- lagi um almenna afvopnun og bann við tilraunum með kjarn- orkuvopn. ★ Vissulega er hægt að útbúa fullkomið eftirlitskerfi til að koma upp um óleyfilegar kjarnorkutil- raunir. ★ Það er skoðun forsetans, að öryggi Bandaríkjanna og hins frjálsa heims sé mestur styrkur í því, að engar tilraunir með kjarn orkuvopn fari fram. Meðan aðrir gera slíkar tilraunir og ekki er trygging fyrir því, að þeir hætti því, verða Bandaríkjamenn samt að framkvæma tilraunir, en það er þeim þvert um geð. Þess vegna sagði hann, að stjórn sin vildi árangursríkan sáttmála um bann við kjarnorkuvopnatilraunum. ★ Forsetinn mun fara til Genf- ar, ef samkomulag tekst á afvopn- unarráðstefnunni, eða ef ástand heimsmálanna krefst þess. ★ Það er afar óskynsamlegt, ef Bandaríkjamenn nota ekki auð- ævi sín til að aðstoða aðrar þjóð- ir við að vernda sjálfstæði sitb og bæta lífskjörin. ★ Bandarískar hersveitir verða ekki sendar til beinnar þátttöku í styrjöldinni gegn kommúnistum í Suður Vietnam án samþykktar þjóðþingsins. Merikoski gafst upp Helsingfors, 14. marz. (NTB-FNB). Fyrrverandi formaður finn- ska þjóðarflokksins, Veli Merik- oski, prófessor, sem tók að sér að kanna leiðir til stjórnarmyndunar, með borgaraflokkunum, tilkynnti í dag, að hann hefði gefizt upp við tilraun til stjórnarmyndunar. Merikoski hefur tilkynnt full- trúum þingflokkanna og Kekkon- en Finnlandsforseta þessa ákvörð un sína. Segir Merikoski í yfir- lýsingu um málið, að hann hafi gert Kekkonen grein fyrir árangri af viðræðum sínum vlð borgara- flokkana, en hann kveðst hafa heyrt á skotspónum að flokks- stjórn sænska þjóðarflokksins hafi dregið í efa við Kekkonen hæfileika sína til að verða forsætis ráðherra. Segir Merikoski að þetta spilli fyrir möguleikum að hægt verði að mynda stjóm án þátttöku sósíalistísku flokkanna og vilji hann ekki taka að sér stjórnarmyndun vegna þessara um mæla. Samkvæmt opinberum skýrslum verja Sovétríkin nú 23% af þjóð- arframlciðslu sinni til vígbúnaðar en Bandaríkjamenn um 9%. HARLOW - Tuttugu og eins árs gamall Breti að nafni Kevin 0‘Brien setti í fyrradag heimsmet í tvist-dans — a8 hann telur sjálfur. Hann var þá búinn að dansa I 69 tíma stanzlaust. ★ RÚM: ELIZABETH TAYLOR var kvikmynduS í fyrradag -- allsnakin. - Myndatak- an fór fram í kvikmynda bænum Cin ecitta grennt viff Róm. Veriff var aff kvikmynda atriffi úr Kleopötru. Eddie Fischer, eiginmaffur Betu, var viðstauuur og gætti þess aff allt færi virffulega fram. ) >%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%* ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 15. marz 196^ 3

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.