Alþýðublaðið - 15.03.1962, Blaðsíða 4
mmwtW iwwwwwwwwwwwwwwwmwwwwwwwwiwimwwh
Frétfabréf
Kaup sjómanua
á Vestfjörð um
iiækkar
Isafirði í marz.
NOKKUR stéttarfélög á Vest-
fjörðum höfðu sagrt upp samning-
um bátasjómanna frá s. 1. ára-
mótum. Áformað var ogr ákveðið
að hafa samstöðu um aðild að
hcildarsamningi samkvæmt sam-
þykkt sjómannaráðstefnu ASÍ er
haldin var á s. 1. hausti, og' var
samninganefnd ASÍ falið umboð
vestfirzku félaganna, þó með
þeim fyrirvara, að væntanlegar
breytingar yrðu felldar inn í
Vestfjarðasamninginn, og yrðu
háðar samþykki viðkomandi stétt
arfélaga.
Eftir að slitnaði upp úr við-
ræðum milli nefndar ASÍ og LÍÚ
voru málin rædd innan ASV, og
með tilvísun til þess, að upp-
sagnir vestfirzku félaganna var
fyrst og fremst byggð á því, að^
tryggja hlutdeild sjómannasam-
takanna að ákvörðunum um fisk-
verð til útvegsmanna og sjó-
manná, svo ög því, að meirihluti
félaganna innan ASV hafði ekki
láusa samninga, var talið, að
ekki væri að svo stöddu grund-
völlur fyrir þvx að hefja samn-
ingaviðræður um heildarsamxi-
ing fyrir Vestfirði. Þá var lagt til
við þau félög, sem sagt höfðu
upp samningum, að heimila róðra
eftir fyrri samningi, og sam-
þykktu viðkomandi félög að
heimila það þar til annar yrði
ákveðið.
Hinn 17. febrúar s. 1. skrifaði
stjórn ASV þeim útvegsmönnum
á VestfjörSum, sem aðild eiga að
bátakjarasamninginum, og óskaði
eftir því, að þeir samþykktu þær
breytingar á samninginum, að
hlutatrygging og aðrar greiðslur
til sjómanna samkvæmt ákvæð-
um samningsins, þó ekki orlof,
— hækki um 13%
En geta má þess, að önnur þau
atriði, sem einstaka félög hafa
fengið inn í samninga sína nú í
vetur, svo sem ákvæði varðandi
ábyrgðartryggingar, slysatrygg-
ingar, dánarbætur, tryggingar
vegna eignatjóns, veikindabætnr,
aukagreiðslu til háseta o. m. fl.
er í samningum ASV
Svör útgerðarmanna eru nú að
berast við þessu erindi ASV, og
eru þau jákvæð, t. d. hefur bor-
izt svar frá helzta útvegsmanna-
félaginu í sambandssvæðmu, Út-
vegsmannafélagi ísfirðinga, sem
samþykki umrædda kauphækk-
un, að öðru leyti en því, að a-
kvæðisvinnukaup við beitingu
hækki ekki, svo og greiðsla fyrir
einstaka róðra.
Hækkun þessi, — 13% — gúd-
ir frá 1. febrúar s. 1.
Aðalfundur múr-
arameisfara
í Reykjavík
AÐALFUNDUR Múrarameist-
arafélags Reykjavíkur var hald-
inn þriðjudaginn 27. febrúar. —
í stjórn voru jkosnir:
Guðmundur St. Gíslason form.
Jón Bergsteinsson, varaform.
Þórður Þórðarson, ritari.
Ólafur Þ. Pálsson, gjaldkeri.
Sigurður Helgason meðstj.
Fulltrúi félagsins í Meistara-
samband byggingamanna var
kosinn Sigurður Helgason, full-
trúi til Vinnuveitendasambands-
ins, Jón Bergsteinsson og fulltrúi
á Iðnþing Magnús Árnason.
á Ítalíu orðin að veruleika
i Simea hefur sent frá sér nýjan
Ibíl, Simca 1000, i hinum nýja
/ „vinsæla flokki“, sem í eru að
j eins stærri og sterkari bílar en
hinir venjulegu fjögurra manna
bílar. Af þessari stærð hafa áður
verið gerðir bílar eins og Hill
man 'Minx og Volkswegen 1500
1 Hinn nýi Simca 1000 fær mjög
‘ góða' 'dóma í Noregi. Hann er
’ með mótorinn í skottinu, 45 hest
' afla, "og lítill hávaði af vélinni.
1 Gírkassinn er sérlega góður og
'' hraðaáukningin óaðfinnanleg.
'"Hámarkshraði er gefinn upp á
•115 km. á klst., en við góðar að
1 1 stæðxlr er sennilegt að fá megi
' úr hoíxum enn meiri hraða. Hanii
■’ er mjög góður á vondum vegum.
• ‘Ekker’t hlaup í stýrinu. I útliti
r T
4 15. marz 1962 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ
líkist hann dálítið Chevrolet Cor
vair og plássið í vagninum er
sérlega vel nýtt. Hægt er að hafa
hatt á höfði við stýrið, ef maður
er ekki óvenjulega langur. fíjólin
eru lítil.
★
Einn maður lézt og 24 særðust
af umferðarslysum á hverri ein
ustu klukkustund ársins 1961 á
Ítjjlíu segir í skýrslu, sem ítalska
hagstofan hefur látið frá sér
fara. Alls voru skrásett 299.841
umferðarslys. 8263 létust og 211.
023 særðust.
Hin nýja gerð af Simca 1000.
ÞÁ ER hin margumtalaða
„opnun til vinstri“ orðin að
veruleika á ítalíu og kristilegir
demókratar búnir að mynda
stjörn, sem hefur það að eiiju
meginmarkmiði sínu, að koma á
alls konar umbótum á því ári,
sem eftir er til kosninga. Eitt
höfuðmarkmiðið er að draga
eftir mætti úr því mikla djúpi,
sem staðfest er milli ríkra og
- fátækra í landinu. Eins og áður
hefur verið getið, hefur Pietro
Nenni og sósíalistaflokkur hans
fallizt á að styðja stjórnina,
venjulega með hlutleysi, en
með atkvæðum þegar um er að
ræða ákveðnar umbótatillögur.
Þetta er einhver merkasta til-
raun, sem gerð hefur verið í
stjórnmálum Ítalíu á síðustu ár-
um og ber sannarlega að vona
að hún takist. A. m. k. verður
fróðlegt að fylgjast með því
hvernig til tekst.
Pietro Nenni flutti mjög at-
hyglísverða ræðu við umræð-
una um hina nýju stjórn. Hann
sannfærði kristilega demókrata
um, |að réttara væri, að flokk-
ur hans verði stjórnina með
hjásetu við atkvæðagreiðslur,
heldur en með beinum stuðn-
ingi. Að öðrum kosti væri hætta
á, að menn héldu, að enginn
munur væri á sósíalistum og
kristilegum demókrötum, og
hann bætti við: „En það er
(munur). Ilins vegar munu só-
síalistar greiða atkvæði með
umbótaáætlun stjórnarinnar ef
til kemur, um hvert atriði og
skilyrðislaust, svo framarlega
sem stjórnin heldur loforð sín
og fer eftir hinni samþykktu
áætlun“.
Nenni kvað Ítalíu ekki þurfa
á neinni „alþýðufylkingu“ að
halda. Ástandið á ítalíu væri
allt öðru vísi en verið hefði í
Frakklandi. Hann lýsti því yfir,
að hið gamla form samvinnu
sinnar við kommúnista væri úr
sögunni. „Sósialistar munu
styðja sameiginlega hagsmuni
verkamanna hverju sinni, en
aldrei taka þátt í valdastreitu,
sem miðar að nokkru formi
flokkseinræðis. Því að sósíal-
isminn er óhugsandi án frelsis“.
Afstaða 'Nennis til NATO og
annarra alþjóðlegra stofnana
koxn og mjög skýrt fram. í ræð-
unni sagði, hann um þetta atr-
iði og um Fanfani forsætisráð-
herra: „Hann vantar dál.ítið —
nefnilega hæfileikann til að sjá
hlutina í nýju ljósi. Eins og
þetta með NATO, sem fyrir
okkur sósíalistum þarf ekki að
þýða „með eða móti“. Það, sem
við kref jumst í dag er ekki ítal-
ía, sem verði að fara úr NATO,
heldur Ítalía, sem getur sýnt
framtak INNAN NATO, eins
og Ítalíu ber að gera í Sameig-
inlega markaðnum, Sameinuðu
þjóðunum, Evrópuþinginu í
Strassborg og yfirleitt í öllu
alþjóðlegu samstarfi“.
Nenni og sósíalistar hans eru
staðráðnir í að hjálpa stjórn
Fanfanis til að koma fram
þeirri umbótaáætlun, sem hún
liefur á stefnuskrá sinni og
komið skal fram á því ári, sem
eftir er fram til kosninga. Mun
ætlunin vera, að stjórn þesG
skilji svo skýr spor eftir sig, að
úrslit kosninganna geri það
kleift að halda þeirri samvinnu,
sem nú hefur tekizt eftir þær
kosningar. Helztu umbætur,
sem Fanfani hyggst koma á nú,
eru í skólamálum og alme int
bættum kjörum hinna verst
settu. Þá hefur hann lýst yfir,
að stjórnin hafi í hyggju að
auka völd sín yfir orkulindum
þjóðarinnar, bæði raforku og
kjarnorku. Hefur hann liaft við
orð að beita þjóðnýtingu til
þessa, ef með þurfi. T. d. munu
engir einkaaðilar fá leyfi til
rafmagnsframleiðslu, er þrír
mánuðir eru liðnir frá valda-
töku stjórnarinnar.
Það jvckur enga furðu, að
Nenni skuli geta stutt þessar
fyrirætlanir Fanfanis í innan-
ríkismálum. Hitt hefur mörgum
fundizt einkennilegra, að hann
skuli ekkert hafa að athuga við
þá yfirlýsingu Fanfanis, að ut-
anríkispólitík Iandsins verði ó-
breytt. En það er ánægjuleg
staðreynd, að hinn gamli stal-
ínverðlaunamaður, Nenni, hef-
ur liæfileika til að sjá hlutina
í nýju ljósi. Hann lítur nú á
NATO sem óumbreytanlega
staðre.vnd og aðild Ítalíu að
samtökunum sömuleiðis. Hann
telur kleift að vinna að friði
og minnkandi spennu innan tak
marka NATO. Hann er ennfrem
ur þeirrar skoðunar, að utan-
ríkisstefna ítala eigi að líkjast
meir stefnu Kennedys en
Gulles. Allt þetta virðist lofa
góðu um framtíöina. Þetta þýð-
ir náttúrlega ekki, að
orðinn heitur NATO-sinni, en
hann sér gagnsleysi þess að
berja hausnum við steininn og
vill reyna nýjar leiðir.
ERLEND ÍIÐINDI