Alþýðublaðið - 23.03.1962, Page 2

Alþýðublaðið - 23.03.1962, Page 2
BAtstjórar: Gísli J. Ástþórsson (áb.) og Benedikt Gröndal. -• Aðstoðarritstjórl: Björgvin Guðmundsson. — Símar: 14 900 — 14 902 — 14 903. Auglýsingasímt 14 906. — Aðsetur: Alþýðuhúsið. — Prentsmiðja Alþýðublaðsins. Hverfisgötu 8—10. — Áskriftargjald kr. 55,00 á mánuði. í lausasölu kr. 3.00 eint. Utgef- andi: Alþýðuflokkurinn. — Framkvæmdastjóri: Ásgeir Jóhannesson. Einokun og hringar . ''ÞUNGBÆRASTI kaflinn í sögu íslenzku þjóðar innar >var einokunartímabilið. Þá var verzlunin og Jþar með ofurvald yfir íslenzkum efnahagsmálum 'í höndum fárra, erlendra aðila Þetta vald var mis- motað í stórum stíl og lífskjör íslendinga lækkuð íyrir bragðið. Nú er þjóðin fullvalda og ræður efnahagsmálum sínum sjálf. Menn fá ekki lengur konungsbréf fyr ir einokun, heldur koma fram gamalkunn þróun- ármerki valds og auðs. Fyrirtæki freistast til að íaka saman höndum til að tryggja sér ofurvald eða einokun á þessu eða hinu sviði efnahagslífsiins. Valdið og fjármagnið vilja færast á færri manna Siendur. Grannþjóðir okkar á Vesturiöndum þekkja ’þetta fyrirbrigði Þær hafna lausn kommúnismans þ þessum vanda, enda fyrirmyndir austan tjalds ekki glæsilegar. Hins vegar hafa þær sett hjá sér imargþætta löggjöf til að sporna gegn einokun og óeðiilegri hringamyndun. Tilangurinn er að dreifa ívaldi og fjármagni og tryggja þannig lýðræði og frelsi hinna óbreyttu borgara. 3 Hér á landi hefur enn ekki verið sett slík lög- féjöf, þótt þingmenn Alþýðuflokksins 'hafi nokkru . sinnum flutt um það tillögur. Þróun mála er að • fcomast á það stig hér, að gera verður sams konar . ráðstafanir og í öðrum löndum. Hafa ýmsir aðilar •fekilið nauðsyn þess, og er sérstaklega gleðiefni, að Verzlunarráð íslands skuli hafa mælt með því, að felík löggjöf verði sett. í fyrradag var til umræðu á Alþingi önnur til- ílaga frá Alþýðuflokksmönnum, þess efnis að sqíí ; Verði sérstök löggjöf um sölusamtök í útflutningi. Hér er ekki um að ræða venjulega anti-trust lög- , -gjöf, heldur aðeins takmarkað en mikilvægt svið atvinnulífsiíns. Tillagan er ekki sett fram til höf- ’nðs þeim samtökum, sem annast 70% 'af útflutn- ingi þjóðarinnar, heldur til að skapa þeim ramma ■til að starfa í, ramma sem veitir landsfólkinu tryggingu gegn því, að gallar hringamyndunar komi fram á þessu sviði. Það vakti athygli, að eini þjngmaðurinn, sem istóð upp til að maldra í móinn, var gamalreyndur samvinnuleiðtogi, Skúli Guðmundsson. Hann virt ist koma af fjöllum hvað snertir þörf á löggjöf igegn e nokun og óeðiilegum fyrirtækjasamsteyp- um Þó hafa samvinnumenn um allan heim haft ^orustu í þessari baráttu og nægir þar að minna á ®viðureignir sænsku samvinnufélaganna við hringa þar í landi Svo mikla áherzlu leggja samvinnu- ftnenn á þessa hlið baráttu sinnar, að alþjóðasam- band þeirra gefur út sérstakt tímarit, Cartel, helg <ið þessu máli einu Er því sjálfsagt að gera ráð fyr fr, að íslenzkir samvinnumenn styðji þessa sókn, .enda þótt Skúli misstigi sig örlítið. HANNES Á HORNINU ★ Málið er úr sögunni. Undirstöðu atvinnuveg ir í vandræðum. Jr Fullir slcólar af starfs- fúsu og dugmiklu fólki. ★ „Eg vil fá að spjara mig í lífinu sjálfu. - MÁLALEITUN útigerðarmanna um að skerða tosaravökulögin og veita í þess stað einhverja kaup hækkun, er úr sögunni. Svo hart var brugðið við úr mörgum áttum í senn, enda er málalcitunin mesta fásinna og skaði að hún skyldi nokkurntíma vera borin fram. Þaö brá svo við að bréf um þetta mál drifu að mér. Ég hef gert það að umtalsefni, og þar sem útgerðar menn ýmsir hafa lýst yfir því, að ekki verði minnst á þetta meir og sjómenn hafa sagt, að ekki verði rætt um kjarabreytingar á þeim grundvelli, held ég að um ræður geti þagnað um það. Ég birti því ekki bréf um það. fram vegna þess að togaraútgerðin stendur mjög höllum fæti, er í raun og veru á heljarþröm. Mönnum svíður, að þegar svo er komið, þá skuli fyrst af öllu vera leitað að sfnugu til þess að skerða írelsis mál togarasjómanna og sagt: Tog araútgerðin er komin á heljarþröm ef þið viljið vaka meir og vinna meir, þá skuluð þið fá nokkuð hærra kaup. Það er ekki af illgirni sem málaleitun var borin fram l cldur af lireinum og beinum barnaskap. Og þar mcð er útrætt um málið. ÞAÐ ER EKKI furða þó að marg ir séu uggandi um íramtíð þess atvinnuvegar sem ílest annað velt ur á. Hæfir menn fást varla á tog arana. Útgerðarstöðvarnar sárbæna menn um að koma til sín. Það vantar háseta á bátana, skipsstjóra og matsveina. Það vantar flatnings menn og það vantar kvenfólk í frystihús og fiskiver. Blöðin full af auglýsingum og margar auglýs ingar á öllum auglýsingatímum í útvarpinu. Það er engum blöðum um það að fletta að það er gífur legur skortur á starfsfólki. HINS VEGAR VIL ÉG að lokum segja þetta: Málaleitunin er borin Á SAMA TÍMA eru skólarnir fullir af ungum mönnum og stúlk um, sem hundleiðist langvarandi skólaseta, vilja fara út í atvinnu lífið, þrá það að fá að fara að vinna sér eitthvað inn. Átján ára piltur, sem ég ræddi við nýlega sagði: „Ég er hættur þessu náms basli. É^ er búinn að lesa nóg. Ég fer að vinna. Ég koðna niður ef ég held áfram, — og hvað hef ég svo upp úr því? Launakjörin eru ekki betri — og svo týnir maður kann ske persónuleika sínum og raun verulegum hæfileikum. Ég ætla að reyna að spjara mig í lífinu sjálfu" OG EFTIR ÞETTA samtal fór ég að hugsa um kunningja mína — og ég komst fljótt að raun um það, að það veltur allt á persónuleikan um, áræðinu, regluseminni, ástund uninni og dugnaðinum. En ekkert af þessu læra menn með áratugs skólasetu. Undirstöðuatriði lær dómsins eru lífsnauðsynleg. Heim urinn er svo mikið breyttur, að það þarf meiri lærdóm til þess að geta staðist sviftingarnar en áður var, en ég held að við göngum of langt í kröfum um lærdóm á hend ur unga fólkinu. OG IIVAÐ getum við gert ef við látum æskuna eyða allt að hálfum öðrum áratug á skólabekk og á meðan svelta þeir atvinnuvegir, sem eiga að bcra uppi allt báknið Hver á að borga brúsann? Við vildum gera mikið á stuttum tíma. Við gengum of of langt, og þá er ekki annað en að staldra við, hugsa sitt ráð, og breyta svo til. Atvinnu vegirnir og lífsafkoma fólksins eru undirstöðurnar í þjóðfélaginu. Hannes á horninu Sjötugur í dag: Guðjón Guðjónsson skólastjóri ÚTVARPSSAGAN um seið Sat- úrnusar vakti mikla atliygli og var hiustað á hana á nálega hverju heimili í landinu. Vart mun hiustendur hafa grunað, að liin skýra og róandi rödd, sem söguna flutti, væri rödd sjötugs öldungs. Sú cr þó raunin, því Guðjón skólastjóri á sjötugsaf- mæli í dag. Þýðing Guðjóns á hinni ævin týralegu sögu Priestleyfe sýndi næma tilfinningu fyrir íslenzku máli og meðferð þess, sem var til fyrirmyndar meðal þýðinga. Þessir hæfileiikar Guðjóns eru raunar fyrir löngu kunnir, og vinir hans þekkja, að hann er prýðilega hagmæltur, þótt hann vilji ekki lialda á lofti kveðskap sínum. Hér er þó aðeins drepið á eitt af áhugamálum Guðjóns, en ekki lífsstarf hans. Það er á sviði upp- eldismála, sem hann skilur eftir sig skýrust spor, enda er þar meginþáttur ævistarfs hans. Sem kennari í Reykjavík í 12 ár og skólastjóri í Hafnarfirði í aldar- fjórðung vann Guðjón sér sess meðal fremstu skólamanna lands ins. Guðjón fæddist á Akranesi 1892, en hlaut fyrstu menntun í Flensborg í Hafnarfirði og út- skrifaðist þaðan 1914. Tveim ár- um síðar lauk hann kennara-' prófi, og tók síðan til starfa, fyrst í Vestmannaeyjum, síðan á Stokkseyri og loks í liöfuð- staðnum. Auk þess mikla starfs, sem Guðjón lagði fram við skól- ana sjálfa, átti hann aflögu tíma til að sinna félagsstörfum kenn- arastéttarinnar, sem hann hafði mikinn áhuga á. Var hann um nokkurra ára skeið formaður Sambands íslenzkra barnakenn- ara. Auk þess voru Guðjóni fal- in ýmis önnur trúnaðarstörf, og átti hann til dæmis sæti i út- varpsráði um skeið. Af ritstörfum Guðjóns ber fyrst að nefna kennslubækur, sem eru ein grein í starfi hans að uppeldismálum, auk þýðinga, sem áður voru nefndar. Guðjón kynnti sér fræðslumál í ná- grannalöndunum og vestan hafs, og leitaði nýrra leiða og strauma. Þegar hann lét af störfum í Hafn arfirði 1955, tók liann við starfl við fræðslumyndasafn ríkisins og beið hans þar mikið starf og mikilvægt. Þannig tókst hann fyrir hendur að stýra einum þætti hinna nýjustu kennsluað- ferða og byggja_ upp notkun kyrrmynda og kvikmynda við skóla landsins — eftir að hann hafði lokið tilskildum starfsdegl i skólakerfinu sjálfu. Hefur hann gegnt þessu síðara ævistarfi af dugnaði og framsýni. Guðjón kvæntist 1916 Ragn- lieiði Jónsdóttur frá Stokkseyri. Hann er prúðmenni hið mesta, og munu hinir mörgu vinir og samstarfsmenn hans hugsa lilýtt til hans á tímamótum í dag. Innilegar þakkir flyt ég vandamönnum og vinum, skólabörn- ■ um í Ólafsvík, kennurum, skólanefnd og öðrum Ólafsvíkur- búum, fyrir höfðinglegar gjafir og kærar kveðjur á fimm- tugsafmæli mínu 13. marz s. 1. Guð blessi ykkur öll Sigríður Stefánsdóttir kennari, Ólafvík. 2 23. marz 1962 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.