Alþýðublaðið - 24.03.1962, Qupperneq 13
— VILTU sterkan eða café au
sino?
— Ég vil viðtal. Hvers vegna
.kallaðirðu kaffihúsið Mokka,
Guðmundur?
— Vegna þéss, að mér fannst
það fallegt nafn.
— Ætlaðistu til, að fólk ruglaði
,því saman við Mekka?
— Ég bendi sjálfur á skyld
leikann í Leikskrá Þjóðleikhúss
ins Mokka er Mekka kaffifólksins'
— Hvaða kaffi notarðu?
— Það er hernaðarleyndarmál.
— en ég játa, að það er alvcg
sérstakt kaffi.
— Og notarðu kannski sérstakí
vatn?
— Já, íslenzkt vatn.
— Hvað vill fólkið helzt
drekka?
— Það selst mest af café au
sino, — en þessir sterku eru allt
af að vinna á Fólk byrjar á café
-au sino og endar í sterkum.
— Og svo fær það sér einn
Napóleon?
—- Já eða enska ávaxtaköku.
Það er alltaf öruggt sala í henni
— Hvernig ferðu að þvi að
.sleppa við rónanna?
— Ég tók fyrir það í byrjun,
að þcir settust hérna upp, — og
ég hef aldrei þurft að kalla á
lögregluna.
— En heldurðu ekki líka, að
Iistin hérna á veggjunum geri
sitt til að draga að sér stórmenni
andans?
— Efalaust, — og jafnvel fleiri
Ég held að þessar sýningar hérna
eigi sinn þátt í því að glæða á-
huga fólks fyrir list. Þeir, sem
ekki nenna að fara á Þjóðminja
safnið, þeir koma hingað og sjá
hér myndir fyrir einn kaffibolla
— Verður ekki hægt að drekka
úti á gangstéttinni í sumar?
— Kannski! Mér hefur dottið
það í hug, að setja nokkra stóla
og borð út á gangstéttina. Það
væri gaman að því, — en ég veit
ekki, hvað heilbrigðisyfirvöldin
segja. — En útikaffihús koma,
hvort, sem það verður fyrst hjá
mér eða öðrum.
— Hvernig datt þér í hug að
strigaklæða veggina hérna?
— Mér datt í hug að hafa sér
stakan stíí, — og ég hafði ágætan
arkitekt mér til aðstoðar. Þetta
hefur líka þann mikla kost, að
það er enga stund verið að
hengja hér upp myndir. — Ég hef
heyrt að fólk hafi tekið þetta
upp í húsum sínum, — eftir að
striginn kom hér.
— Koma fleiri Mok'.;,?
— Það kostar ekkert að hugsa
Ég er stundum að ímynda mér,
að það væri hægt að koma hér á
fót ítölskum restaurant með ó-
dýrum mat og skemmtilegri inn
réttingu. En bað kjstar peninga
— Eru íslendingar smekkmenn
á kaffi?
— ítalskur sendiherra sagði,
að íslendingar hefðu alltaf talað
um, hvað þeir væru mikil kaffi
þjóð, — en þeir væru bara hrifn
ir af lítratalinu, en ekki bragðinu
Þetta sagði hann. — Viltu líta í
gestabókina mína, — meðan ég
afgreiði kaffið .. „
„Gerilsnautt kaffi“ ... segir
Sigurður, gerlafræðingur.
.Bragrkaffi er Mokkakaffi",
segir Bragi listmálari.
„Coffea mihi maxime placuit“,
segir Jón Júlíusson latínukenn
ari.
„Senn hverfa allir frá Hresso
hingað upp á Expresso",
segir Gunnlaugur Þórðarson, dr.
juris.
„c a f f e“ (í nótum) til minning
ar um Johan Sebastian Bach ‘,
segir Jón Leifs, tónskáld
„Dúr kaffi er jafn fágætt og
það er lystilegt“, segir dr. Hall
grímur Helgason.
„Vilji Andrés veita feér
vænan skerf af þokka
ætti karl að kaupa sér
kaffisopa á Mokka“,
segir Helgi Sæmundsson rit-
stjóri
,Kókakóla er komið í skóla
kemur svo hingað inn.
Ég er að róla út um noia
með ástarbólu á kinn“,
segir Þórbergur Þórðarson rit
höfundur.
Qg á útlenzku stendur skrifað:
„Að sitja hér með Sigurði Nor-
dal er eins og ---- --- - —
íakmarkanir hversdag-ms“.
„Takk fyrir kaffið“, segir nó-
belskáldið.
En kannski er þetta allra liljóm
fegurst: Om mani padme hum, —
það segir Sun Wu Kungh.
H.
Framrni sitja spekingar, súpa einn sterlcan, — og andi lista og menningar
svífur yfir kaffibollunum! Og Guðmundur stendur við vélina, sem bruggar
kaffi, sem er svart eins og syndin — og heitt eins og æskuástin ...
SIGRUN JONSDOTTIR syng
ur í Glaumbæ með hljómsveit
hins bráðsnjalla gítarleikara
Jóns Páls. SI. þriðjudags-
kvöld var auglýst ný hljóm-
sveit í Næturklúbbnum und-
ir stjórn Gunnars Ormslev
ásamt Twist danssýningu. Á
RÖÐLI hefur Sirrý Geir lok-
ið söng sínum að sinni, en
áfram er þar hinn ágæti
söngvari Harvey Árnason, á-
samt hljómsveit píanóleikar-
ans Árna Elfar. í LIDÓ er
mest um félagsböil og Bingó.
Þar er hinn vinsæla hljóm-
sveit Svavars Gests, ásamt
söngfólkinu, Ragnari Bjarna-
syni og Heienu Eyjólfsdóttur.
Hinn gamalkunni gítarleik-
ari og útsetjari ÓLAFUR
GAUKUR, hefur það nú á
samvizku sinni að margar
hljómsveitir leika útsetning-
ar hans, en allir eru örugg-
lega ánægðir að njóta að-
stoð'ar slíks verkmanns sem
Gaukur er, vinnubrögð hans
eru tii fyrirmyndar. KLÚBB
URINN við Lækjartorg hef-
ur framlengt samning við
þýzku söngkonuna Margit
Calva, en hún syngur með
hinu ágæta Neo-tríói, einn-
ig er Haukur Morthens og
hl.iómsveit hans í Klúbbnum.
GÖMLU DANSARNIR eru af-
ar vinsælir í Þórscafe, en
hljómsveit Guðmundar Finn-
björnssonar Ieikur þar. UNG-
LINGA HLJÓMSVEITIRN-
AR í bænum hafa haldið böll
í Sjálfstæðishúsinu undan-
farnar vikur, ein söngkona
hefur komið þar fram, er það
Kristiana Magnúsdóttir. —
BJÖRN R. EINARSSON og
hliómsveit hans hafa leikið á
Hótel Borg í mörg ár og er
þar enn, Björn hefur ávaiit
haft góðar hljómsveitir og
svo er enn. K. IC. HUGSAR
lítið um hljómsveit eins og
stendur, en því meir um verzl
un sína og Verðlistann. Nem
endur í DANSSKÓLA EDDU
SCHEVING dansa Twist með
Twistbeltum, sem ekki að-
eins aðstoða og auðvelda
Twist dönsurum að dansa
Twist, heldur eru einnig fal-
leg og ódýr. Þá ætla Sjálf-
stæðismenn að fara að breyta
húsi sínu VIÐ AUSTUR-
VÖLL. Eitt sinn var þetta
glæsilegasta húsið — eða fyr-
ir 15 árum, ættu að vera
möguleikar að gera húsið
smekklega úr garði.
•rt'SE!,
gert er um undirleik er að <
ræða, og þó sérstaklega undir
söng Elisu (Völu Kristjáns-
son), þannig að strengirnir
hurfu, enda sjálfsagt, því þeir
samlagast svo hárri en veikri
rödd illa, kom því rödd henn-
ar ágætlega vel fram. Sem
sagt glæsilegt kvöld í Þjóð-
leikhúsinu.
SEMUR VINSÆL LOG
Irvilig Berlin, sá sami og
samdi lagið „White Christ-
mas” verður 74 ára 11 maí.
Vinnur meir en nokkru sinni
fyrr. Er að ljúka við að semja
lög í söngleikinn „Mr. Presi-
dent“ hefur nú þegar lokið
við 15 lög, og tilbúinn með
viðbót, ef þörf krefur.
BLÆS EKKI AH SINNI
í hvíld. Louis Armstrong
sagði nýlega í blaðaviðtali, að
hann væri að hugsa um að
fá sér hvíld síðast á þessu ári.
Og lofa hinum að blása svo-
lítinn tíma. Ég hef áhuga á að
hlusta á þá, sjá og heyra hvað
þeir eru að gera.
VILL HALDA í AUSTURÁTT
Söngvarinn, sem söng lagið
Big Bad John, og var heims-
frægur fyrir þetta lag, var
þó búinn að syngja í um það
bil 15 ár, sá heitir Jimmy
Dean, hefur verið' heppinn á
ný, nú með lag sem heitir,
Dear „Ivan“, Jimmy hefur
verið í London undanfarið, og
sagði í blaðaviðtali að sig
langaði til Rússlands.
SNI! UNGSDANSAR
Jón Valgeir dansari í „My
Fair Lady“ á skilið mikið lof
fyrir sitt framlag í að gera
sýningu á þessum skemmti-
lega söngleik að þeim sér-
deilis glæsileik, sem hann er.
En leikarar allir skiluðu og
sýndu einkar vel, en dansarn-
ri eru glæsilegir, og er því
synd að það skuli ekki vera
möguleikar að sjá dansara
eins og Jón Valgeir oftar á
sviði hér. Hljómsveitin lék af
miklum næmleik, sem skal
ÞAÐ er eins meS Ellu Fitz-
gerald og víniff. Ella verffur
betri meff aldrinum, sögffu
ensku blöffin eftir hljómleika
Ellu í London í febrúar. Ella .
Fitzgerald söng sín lög í þeim
stíl sem henni er einni mögu-
legt um leiff og hún sýndi
mikla kimnigáfu er hún söng.
„Mack the Knife“ og stældi
gamla Armstrong lítiff eitt þá
hefur Ella sett Twistiff m. a.
á hljómleikaskrá sína, því ekki
þaff segir Ella, Twist er
skemmtilegt.
WWWWmWWWWWWWWWWWWWWWWMMW
ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 24. marz 1962 13
t
i: