Alþýðublaðið - 27.03.1962, Side 3
Alsír og' París 26. marz
(NTB— AFP)
AÐ MINNSTA kosti 50 manns
voru drepnir í Alsír í dag og kom
i<5 liefur verið með 180 særða
á sjúkrahús. Alvarlegustu átökin
urðu í Algeirsborg, en Jiar höfðu
OAS samtökin og fleiri aðilar skor
að á borgarbúa að safnast fyrir í
miðborginni kl. 15 til þess að' mót
mæla aðgerðum hers og lögregiu
í Bab-el-Oued borgarhlutanum.
Á tilsettum tíma lagðist niður
vinna í hverfum Evrópumanna og
þrátt fyrir mikinn viðbúnað ör-
yggissveita, safnaðist brátt mikill
manngrúi fyrir á strætum í mið-
hluta Algeirsborgar.
JOUIIAUD, næstæðsti mað'ur
OAS, sem tekinn var fastur í fyrra
dag og situr nú í fangelsi I París.
Hrópuðu þeir ókvæðisorðum til
öryggissveitanna og sums staðar
var skotið úr húsagluggum á þær.
Á einum stað tókst leyniskyttu að
fella þrjá serkneska hermenn úr
liði Frakka, en herflokkur um-
kringdi þá aðsetur leyniskyttunn-
ar og gerði út af við hana. Brátt
sauð reiði mannfjöldans upp úr
og gerðu þá yfirvöldin tilraun til
að dreifa honum með því að varpa
táragassprengjum" úr þyrlum, sem
sveimuðu yfir mannfjöldanum. —
Einnig skutu hermenn upp í loftið
til viðvörunar, þegar mannfjöld-
inn nálgaðist götuvígi yfirvald-
anna.
Þegar það bar ekki árangur, hófu
hermennirnir skothríð á mann-
fjöldann og féllu þar margir
menn.
Fréltamaður brezka útvarpsins
var staddur úti á stræti, þar sem
franskir hermenn skutu á 3000
manns. Lýsti hann atburðum
jafnóðum inn á segulbandstæki
sitt og slapp ómeiddur úr hildar-
leiknum, en fjöldi fólks varð fyr-
ir skotum allt í kringum hann.
í gær var tckinn höndum í Or-
anborg, Jouhoud, sem gekk Salan
næstur að völdum í OAS samtök-
unum. Jouhoud þessi var áður yf-
irmaður fiughersins í Alsír og
næstæðsti maður í Alsíraðgerðum
Frakka. Hann tók þátt í „hers-
höfðingjauppreisninni” í Alsír og
var í fyrra ásamt Saian, dæmdur
til dauða fjarverandi.
Hann var handtekinn í gær á-
samt 16 öðrum OAS-mönnum. —
Jouhaud var dulbúinn og hafði
skilríki um að hann væri náms-
stjóri á eftirlitsferðalagi. Báru lög
reglumenn ekki kennsl á hann í
fyrstu, en sannleikurinn rann upp
fyrir þeim seint í gærkveldi, þeg-
ar hermdarverkamenn gerðu árás
á lögreglustöðina, þar sem Jou-
haud var í haldi. í þeirri árás
féllu 19 menn. Ekki tókst samt
hermdarverkamönnunum að ná
Jouhaud og félögum hans úr klóm
lögreglunnar og í morgun voru
þeir fluttir með flugvél til París-
ar.
Þótt Jouhaud hafi þegar verið
dæmdur til dauða, á hann rétt á
því. að mál hans verði tekið upp
að nýju. Flest frönsku síðdegis-
blaðanna krefjast þess í dag, að
Jouhaud verði tekinn af lífi.
De Gaulle flutti útvarpsávarp
til þjóðar sinnar í dag. Sagði hann
að I kosningunum 8. apríl um Al-
sírsamningana og stefnu ríkis-
stjórnarinnar yrði kosið um fram-
tíðina. Hann ræddi um glæpa-
mennina, sem reyndu að koma í
veg fyrir samkomulag í Alsír og
reyndu að binda hendur frönsku
stjórnarinnar í þeim málum. Bað
hann menn m að veita sér og
stjórninni fulltingi til að sigrast
á þeim.
WWWUMMWMMWWWWWWI
Gríma með Bider-
mann í Tjarnarbæ
Eldur í fisk-
vinnsluhúsi
ELDUR kom upp í fiskvinnslu-
húsi í Þorlákshöfn, á sunnudags-
kvöldið var. Tjón varð mikið, bæði
á húsum og svo á fiski sem geymd
ur var á staðnum. Þak hússins er
alveg brunnið, en eldinn tókst að
slökjkva bráðlega eftlr að lians
varð vart.
Fiskurinn sem skemmdist var
mest umsaltaður línufiskur, og ger
ir það tjónið mjög tilfinnanlegt,
því að slíkur fiskur er nærri full
verkaður og því dýrari en ella.
Fiskurinn var lágt vátryggður, að-
eins um 500 þús. kr. tryggt hjá
Samvinnutryggingum.
Húsið var aftur tryggt hjá Bruna
bótafélaginu, og mun trygging þess
hafa verið allgóð.
Fiskvinnslustöðin er eign bræðr
anna Guðmundar og Friðriks Frið
rikssonar. Þeir eiga einnig bátinti
sem lagði á land í fiskvinnsluhús
inu, en hann leggur nú upp lijá
Meitlinum h.f.
Talið er að eldurinn hafi komið
j upp í kaffihúsi stöðvarinnar frá
rafmagnstöflu þar.
tWMmWWWWMWWWWMWMWWMWWWWWWMt
Þinglok
fyrir
pas
RÍKISSTJÓRNIN hefur á-
kveðið að.stefna að þinglok
um fyrir páska, og er þegar
tekið til við kvöldfundi til að
hraða framgangi mála. Þó
eru ýmsir vantrúaðir á, að
unnt verði að ljúka störfum
þingsins svo snemma, þar eð
mörg stórmál eru tiltölulega
nýkomin fram og önnur ó-
komin.
Formenn andstöðuflokkana
á Alþingi, Eysteinn Jónsson
og Lúðvík Jósefsson, gengu
í síðustu viku á fund forsæt
isráðherra til að ræða við
hann þingstörfin.
Þetta þing er þegar orðið
eitt hið starfssamasta á síð
ari árum, og hafa verið lögð
fyrir það yfir 200 mál.
rtVWMMWWWWMWWMHMMWWWWWMWWMWVVW
GRÍMA frumsýnir nk. fimmtu-
dagskvöld kl. 8.30 leikrit, sem
nefnist Bidermann og brennuvarg-
arnir eftir svissneska höfundinn
Frisch. Leikstjóri er Gísli Hall-
dórssonð þýðandi Þorgeir Þor-
geirsson.
Leikendur eru alls 13, en aðal-
hlutverkin leika Haraldur Björns-
son, Gísli Halldórsson og Flosi
Ólafsson. Aðrir leikendur eru: Jó-
hanna Norðfjörð, Brýnja Bene-
diktsdóttir, Óttar Guðmundsson,
Karl Guðmundsson, Hilde Helga-
son, Valdimar Lárusson, Sverrir
Hólmarsson, Magnús Jóhannsson,
Kristján Benjamínsson og Jón
Kjartansson. Leiktjöld hefr Stein-
þór Sigurðsson málað.
Gríma hefur aðsetur í Tjarnar-
bæ, — en það er það hús, sem
áður var kallað Tjarnarbíó, — og
flestir munu þekkja. Þetta er ann
að verkefni Grímu á þessu leik-
ári, — en fyrr í vetur sýndi Gríma
Læstar dyr eftir J. P. Sartre. Síð-
asta verkefni Grímu á þessu leik-
ári verður sviðslestur á leikriti
eftir Halldór Þorsteinsson. Ber
það leikrit heitið Á MORGUN ER
MÁNUDAGSMORGUN
Að Grímu stendur þetta fólk-
RÆÐA UM BERLÍN
★GENF. Dean Rusk og Andrei
Gromyko ræddust við í dag um
Bcrlínarmálin. StóÖ fundur þeirra
í þrjár klukkustundir. Þetta er
fyrsti fundur þeirra, eftir að U1
bricht, foringi austur-þýzkra komm
únista flutti ræðu um Bcrlínav
málin þar sem hann setti fram
hugmyndir sínar um grundvöll fyr
ir samkomulagi um Berlín. Munu
þær að mestu vera samhljóða til
lögum Sovétstjórnarinnar
Fréttamenn benda á tvö atriði
úr ræðu Ulbricht, sem Vesturveld
in muni aldrei fallast á. Það fyrra
er, að Vesturveldin viðurkenni al-
gjöran rétt austur-þýzkra yfirvalda
yfir flugleiðunum til Berlínar, en
alþjóðlegt eftirlit tryggi hagsmuni
Berlínarbúa. Hitt er krafa Ul-
bricts um, að allt herlið hverfi
brot frá V.-Berlín.
Vigdís Finnbogadóttir, Kristbjörg
Kjeld, Erlingur Gíslason, Guð-
mundur Steinsson, Magnús Páls-
son og Þorvarður Helgason.
Frá Lenin til
Stalín til Sovét
LGNðON - StaíinverSlaunin,
sem reyndar hétu einu sinni
LeninverSiaunin, hafa nú ver-
iff skírð upp í annaff sinn og
skulj framtíðinni bara heita
Sovétverfflaunin.
PHILADELPHIA - James
Edward Givins, 31 ára gamall
Philadelphiubúi, kom yfirvöld-
unum á óvart í síffastliffinni
viku, þegar (iau kröfðu hann
skýringar á því, hvers vegna
hann hefði á einum og samaa
deginum stungið sér á höfuð-
ið gegnum átta gluggarúður.
Hann var með slæman höfuð-
verk, sagði Givins, og virtist
sem fyrrgreindar aðgerðir
drægju helzt úr þrautunum.
WMMWHMMMWMMMMIV
stjórn
Argentínu
Frondizi
situr enn
FRONDIZI forseti setti í dag form
lega nýja stjórn inn í embætti. Er
hún að mestu skipuð mönnum úr
flokki hans, Radikalaflokknum.
Það vekur athygli, að sæti flota
málaráðherra er ennþá óskipað,
en föst venja er, að hann sé skip-
aður að tilnefningu hernaðaryfir-
valdanna.
Frondizi hefur skellt skollaeyr-
um við þeim tilmælum nokkurra
hershöfðingja undir stjórn Raul
Poggi sem háttsettur er í herráði
landsins, að forsetinn segi af sér.
Herinn er klofinn í afstöðunni
til Frondizi, og skipa margir inn-
an hans sér í sveit með Rosendo
Fraga hershöfðingja, sem telur að
herinn eigi ekki að skipta sér af
stjórnarkreppunni og bíða árang-
urs af sáttaumleitunum Aramb-
uru, fyrrverandi forseta. Er ekki
talinn mikil hætta á því að til
vopnaðra átaka komi í landinu út
af stjórnmálaástandinu.
Frondizi forseti á mjög' í vök að
verjast, jafnvel meðal eigin flokks
bræðra, vegna fjármálastefnu
þeirrar, sem hann liefur fram-
fylgt af miklum dugnaði undan-
farin ár. Miðast hún við að koma
efnahagslífi landsins á traustan.
grundvöll og draga úr fjársóun
við rekstur ríkisins. Ofan á þetta
bætist svo sigur Perónista í fylk-
iskosningunum nú nýverið og
kröfur hersins um að flokkur Per
ónista verði bannaður.
Ýmsir telja, að stjórnarkrepp-
an muni leysast með þeirri mála-
miðlunarlausn, að Frondizi fallist
á kröfurnar um að banna Perón-
Framliald á 14. síðu.
Akureyrartog-
arar stöðvast
Akureyri 26. marz
Allir Akureyrartogarar eru inni ;
og hafa stöðvazt vegna verkfallslns
Svalbakur kom inn í gærmorgun, 1
og er nú verið að Ianda út honum (
í Hraðfrystihús útgerðarfélagsins
Hann var með nokkuð góðan afla 1
eða upp undir 200 tonn, aS talið er
G.St. *
ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 27. marz 1962 3