Alþýðublaðið - 27.03.1962, Síða 5
Sæð/ úr Galloway-
naufum flutt inn
1 UNDIRBUNINGI er nú a« koma
á fót sóttvarnarstöð við Bessa-
staðabúið á Álftanesi. Er gert ráð
fyrir því í stjórnarfrumvarpi um
innflutning á sæði úr nautum af
Galloway kyni að eingöngu megi
flytja sæðið í fyrirhugaða sótt-
varnastöð ríkisins að Bessastöð-
um.
Ingólfur Jónsson landbúnaðar-
ráðherra fylgdi frumvarpinu úr
hlaði í efri
deild alþingis í
gær.
Ráðherrann
sagði, að bænd-
ur hefðu nú
um skeið haft
mikinn áhuga á
því að koma á
fót holdanaut-
griparækt, þar
eð ræktun
holdanauta
gæti verið
arðvænleg. Hefði Búnaðarþing
gert ályktanir um framkvæmdir í
þessu efni. Ráðherrann sagði, að
ráðgert hefði verið í fyrstu að
bera fram frmvarp um að heimila
innflutning á holdanautum af
Galloway kyni en yfirdýralæknir
hefði talið það óráðlegt og talið
heppilegra að flytja inn sæði. Er
talin meiri hætta á því að hættu-
legir sjúkdómar bærust til. lands-
ins ef nautin sjáif væru flutt inn.
Er nú gert ráð fyrir því, að djúp-
fryst sæði verði flutt inn í fyrir-
liugaða sóttvarnarstöð ríkisins að
Bessastöðum og kýr sæddar þar
með hinu innflutta sæði.
Landbúnaðarráðherra sagði, að
íslenzkir bændur gerðu sér vonir
um að koma mætti á fót arðvæn-
legri nýrri búgrein með ræktun
holdanautanna.. Nýta mætti betur
graslendi ef þau væru fyrir hendi,
þar eð holdanautin bíta það gras,
sem kindur og þeir nautgripir, er
við höfum nú, skilja eftir. Það
þarf heldur ekki eins vönduð hús
fyrir holdanautin eins og fyrir
okkar nautgripi.
Ráðherrann nefndi sem dæmi
ÞESSIR togarar lönduðu í
Reyltjavík í síðastliöinni viku:
Hallveig Fróðadóttir 166 tonn,
Ingólfur Arnarson 200 tonn, Egill
Skallagrímsson 165 tonn og Pétur
Halldórsson í dag og í gær um 250
tonn
Enginn þeirra fer út aftur á veið
ar. Veldur því togaraverkfallið.
Allmargir togarar eru e.nn á veið
um.
um það hversu hagkvæmt væri að
rækta holdanaut, að á Laugardæl-
um hefði naut blandað Galloway
kyni reynzt 40 kg. þyngra eftir
árið en íslenzkt naut. Kjöt af
holdanautum væri selt hærra
verði en venjulegt íslenzkt nauta-
kjöt eða á kr. 30 pr. kg. í stað 20
kr. pr. kg. og því mundu fást kr.
1200 kr fyrir 40 kg. Umrætt naut
ihefði því verið 1200 kr. yerðmeira
eftir veturinn en hið íslenzka og
gæfi þetta dæmi nokkra vísbend-
íngu um það hversu mikið mætti
hagnast á framleiðslu holdanaut-
anna. Hér var þó aðeins um blend
ing að ræða en auðvitað yrði mis-
munurinn enn meiri ef um hrein-
ræktað galloway naut væri að
ræða.
Landbúnaðarráðlierra sagði, að
auðvitað yrði að gæta ítrustu var-;
úðar í sambandi við innflutning á 1
sæði úr Gallowaynautum til þess
að nautgripasjúkdómar bærust
ekki til landsins, en hann kvaðst
telja, að hér mætti koma upp
nýrri arðvænlegri búgrein fyrir
bændur ef vel væri að unnið.
Ráðherrann tók það fram í ræðu
sinni, að forseti íslands hefði tjáð
sig samþykkan því að komið yrði
á fót umræddri sóttvarnarstöð á
Bessastöðum og lótið svo um-
mælt að á þann hátt mundi það
hafa meiri tilgang að reka búið
þar en nú væri.
BISKUP landsins vígði á sunnu
daginn hluta hins nýja safnaðar
heimilis í Langholtsprestakalli.
Hófst athöfnin með skrúðgöngu
presta og vígsluvotta til hins glæsi
lega nýja húss.
Meðal gesta voru séra Ásmundur
Jónsson fyrrv. biskup.s éra Bjarni
Jónsson vígslubiskup og Geir Hali
grímsson borgarstjói’i.
Að vígslu lokinni prédikaði séra
Árelíus Níelsson safnaðarprestur.
Benti hann á hið íslenzka bygging
arlag kirkjunnar, og hið þríhyrnda
form, sem svo mjög eínkennir íorm
ið á byggingunni. Á eftir náði
fréttamaður tali af Helga Þorláks
syni, skólastjóra, sem er íormaður
safnaðarnefndar.
Hann var hinn ánægðasti yfir
náðum áfanga og kvað erfiðleika
ekki hafa verið mikla við bygging
una eftir því sem búast hefði mátt
við. Söfnuðurinn hefði verið hinn
hjálpfúsasti og meðal annars /a-'.
fram helming alls fjármagns við
bygginguna.
Þetta væri nýlunda hér á landi,
að by.ggja safnaðarheimili í þessari
mynd, en erlendis, einkum í Finn
landi væri þetta fyrirkomulag al-
gengt og gæfist mjog vei. KæmLst
kirkjan í nánara samband við fólk
ið, því að ýmisskonar starfssemi
hefði aðsetur þar.
Þessi bj'gging sem nú var verið
að vígja, er aðeins hluti af bygg-
ingunni, aðalsalurinn er eftir,
þessi er frekar ætlaður fyrir fél-
agsstarfssemi, svo og sem hægt
er að hlýða messu þar eigi að
síður en úr stóra salnum.
Kvaðst Helgi vonast til að þessi
bygging gæti orðið til að örva heil
brigða félagsstarfsemi meðal ungs
fólks og cinnig til að veita fólki
það sem til var ætlast, fagurt guðg
hús. Enn er eftir að ganga írá
húsinu að utanverðu, en að innaii
er það hið fegursta og
stílhreint.
ingo
í Iðnó
BINGÓ verður spilað í
tðnó n.k. föstudagskvöld og
hefst klukkan 9. Fjöldi góðra
vinninga er í boði, ag verður
nánar tilkynt um þá síðar —
Skemmtinefnd Alþýðuflokks
ins. • v'M
Nýr Stykkis-
hólmsbátur
í smibum
Stykkishólmi 26. marz
SKIPASMÍÐASTÖÐ Stykkia
hólms er með nýjan 30 tonna bát
í smíðum, og var kjölurinn lagð /r
fyrir tæpum mánuði. Simði hótsing
er nú langt komin.
Þetta er annar báturinn sem
skipasmíðastöðin hefur í smíðum
í haust smíðaði hún 20 töhna b.it.
Á.Á
M.s. Helgi Flóventsson ÞH
77 kom til Húsavíkur mið
vikudaginn 22. marz
Helgi er 220 lesta stálskip
smíðaður í Noregi og búinn
'fullkomnustu siglinga- og
fiskileitartækjum, ganghraði
á heimleið var 12 mílur.
Skipið er allt hið vandað
asta og glæsilegt fiskiskip.
Eigandi er Útgerðarfélagið
Svanur h.f. Húsavík. Skip
stjóri er Hreiðar Bjarnason.
Helgi Flóventsson fer strax
á þorskanetaveiðar til Kefla
víkur.
avvwwvwwvmwvMwvwwwvwwwwM vwvwuwwwww ■>
ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 27. marz 1962 5.
1Á myndinni gefur að. Iíta
skrúðgöngu presta og vígslu
votta að hinu nýja safnaðar up íslands, lierra Sigurbjörn
heimili. Aftast gengur bisk- Einarsson.