Alþýðublaðið - 27.03.1962, Side 15
„Nei,” sagði Packer. „Aðeins
tveir. Þú færð ekki byssu. Eg
veit hvernig þér líður og ég
myndi jafn fúslega skjóta Gut-
hrie og villidýr. En þannig verð
ur það ekki. Við verðum fyrst
og fremst að hugsa um tvennt.
að bjarga konu þinni og að
'handsama Guthrie og draga
hann fyrir dómstólana.“
„Eg er lögfræðingur,“ sagði
Ben. „Lögunum er stundum á-
þótavant." Hann opnaði og
kreppti lófann til skiptis. „Þér
drepið hann samt, ef þér megið
til.“
„Það fer eftir því, hvort
hann slæst eða ekki.“
Ben kinkaði kolli. Aftur
virtist hann einbeita sér. Svo
sagði hann: „Eg er til.“
„Gott. Við tölum um þetta
við lögregluforingjann. Mac
Grath, þú kemur með, þetta er
þín hugmynd." Hann gekk inn í
svefnherbergið og kom aftur
með spóluna og stakk henni í
vasa sinn. „Vertu hérna, Drumm.
Qg hringdu heim til Kratch og
látlu þann, sem er á verði koma
með frú Guthrie niður á lög-
reglustöð. Segðu henni til hvers.
Láttu hana taka föt með sér.“
Ernie sá um að Ben færi i
frakka og setti á sig hatt áður
en hann settist inn í bílinn hjá
Packer. Hann ók bíl Bens — og
setti hann inn í bílskúr lögregl-
unnar, þar sem hægt var að at-
lluga hvernig bezt væri að koma
mönnunum fyrir og sjá svo um,
að hægt væri að opna farangurs
geymsluna innan frá. Hann fór
upp á loft, hugur lians var
þrunginn efasemdum, nú sá
liann milljón vankanta á þessari
gáfalegu hugmynd sinni.
En Packer var búinn að tala
um hana við lögreglustjórann og
lögreglustjórinn var þegar far-
inn að bæta við.
„Við látum setja senditæki í
haksætið svo maðurinn, sem er
þar, geti sagt okkur hvað skeð-
ur. Þá vitum við hvar þeir hitta
hann og getum sent fleiri menn.
Eg geri ráð fyrir að þetta verði
utan borgartakmarkananna, svo
við getum talað um það við
hreppstjórann."
Hann leit á landakort af sveit
inni umhverfis Woodley.
„Hérna er Sentryville. Guth-
rie segist ekki vera þar, en það
er harla ólíklegt, að hann sé
langt undan. Eg geri ráð fyrir
að hann sé einhvers staðar
hérna.
Lögregluforinginn teiknaði
stóran hring á kortið. Ernie
vissi, að þama var strjálbýlt, fá-
cinar benzínstöðvar og mjög
auðvelt fyrir Guthrie að leyn-
ast. Jafnvel þó hundruð manna
leituðu hans, gæti tekið marga
daga að finna hann.
Þeir ætluðu ekki að reyna það
strax. Ekki fyrr en eftir næstu
nótt, ef þess gerðist þá þörf.
„En sagði lögreglustjórinn,
við getum haft menn til reiðu
allt í kring og þá verða þeir
viðbúnir, þegar kallið kemur.
Við getum liaft Guthrie svo um-
kringdan, að engar líkur séu á
því að hann sleppi.“ Hann tók
upp símann og sagði: „Náið
fyrir mig í Magnusson hrepp-
stjóra."
Ben Forbes sagði hvasst:
„Þeir mega ekkert gera til þess
að hræða hann.“
„Þeir munu ekki gera það.
Þeir verða aðeins á næstu grös-
um til að sjá um að hann sleppi
ekki.“ Hann bað um að senda
frú Guthrie inn.
Hún kom að vörmu spori og
Ernie fannst hún líta mjög illa
út. Andlit hennar var þrútið og
augu hcnnar bólgin og rauð og
hún var beygð og kúguð að sjá.
Hún leit ekki í augun á Ben.
Packer sýndi henni kortið sem
lögreglustjórinn hafði merkt
hringinn á.
„Minnist þér einhvers staðar
á þessu svæði, sem þér og mað-
ur yðar hafið dvalið á? Fór liann
á veiðar? Fóruð þið í skógar-
ferðir? Mihntist hann einhvern
tímann á einhvern sem hann
þckkti hér? Fóruð þið í öku-
ferðir hingað?"
Hún virtist hugsa sig ákaft
um, en svör hennar voru ávallt
neitandi.
„Gott og vel,“ sagði Packer.
„Við skulum fara niður og at-
huga hvort við finnum tvífara
yðar. Herra Forbes — “
Ben fór með honum og Ernie
kom líka.
„Þær eru allar of stórar", —
sagði Lorene. „Og ekkert líkar
mér.“
„Við getum lagfært það,”
sagði Packer.
Kratich sat úti í horni. Hann
var alvarlegur á svipinn og’Er-
nie sá að Lorene leit biðjandi
á hann af og til og reyndi að
brosa til hans. Hann bjóst við
að hann vissi hvað hefði skeð.
Það hafði ekki enn verið minnst
á það við Lorene að hún' ætti
að tala við A1 Guthrie annað
kvöld. Hann velti því fyrir sér
hvað hún myndi gera, þegar
þeir segðu henni það. Hann
horfði stanzlaust á hana og hugs
aði að nú væri allt undir henni
komið.
Þeir höfðu þrjár lögreglukon-
ur til að velja um, allt sjálf-
boðaliða, allar fljótar að hugsa
og góðar skyttur og allar of stór
ar eins og Lorene hafði sagt.
„Við getum látið þær vcra á
sléttbotna skóm.“ sagði Packcr.
„En ég er aldrei á sléttbotna
skóm. A1 myndi sjá það.“
Éin lögreglukvennanna, lag-
leg, dökkhærð stúlka, sem hét
Virginia Dalby, stakk upp á
bomsum. „Þær fela hælana. Og
það er ekki einkennilegt að vera
í bomsum uppi í sveit.
Lorene bjóst við að það gæti
gengið. Hún hafði tekið föt með
sér. Lögreglukonurnar fóru
hver í sínu lagi út og komu
aftur ein og ein eftir að hafa
skipt um föt og stóðu og gengu
fyrir framan Forbes og Packer.
Loks völdu þeir Virginiu Dalby.
Ernie vissi að það var ekki í
fyrsta skipti, sem hún hafði
verið notuð sem agn. Hún hafði
verið notuð til að handtaka tvo
ræningja og ræningja hóp, sem
hafði það fyrir sérgrein að ræna
konur. Ernie vonaði að þeim
tækist líka að nota hana til að
handsama A1 Guthrie.
„Þú þarft að fá púða hér og
þar,“ sagði Packer. „Og við
verðum að gera eitthvað við and
litið á þér, svo þú verðir ör-
lítið kringluleitari hérna og
varaþykkri."
Dalby bjóst við að það gæti
gengið.
„Þú átt að vera tilbúin annað
kvöld,“ sagði Packer. „Eg vil að
þú farir heim með frú Guthrie.
Fylgstu vel með öllu háttemi
hennar. Mundu að þessi maður
getur verið morðingi og við get-
um ekki verndað þig nema að
litlu leyti. Þú verður að leika
það vel á hann að hann skjóti
ykkur Forbes ekki umsvifa-
laust.“
„Eg skil það.’
„Farðu þá og skiptu um föt.
Og komið þér með mér frú Gut-
hrie. Eg þarf að tala við yður.
Nei, herra Kratich, komið þér
líka.“
Ó, ó, hugsaði Ernie. Þar kem-
ur að því.
Hann hallaði sér upp að veggn
um og reykti og virti Lorene
fyrir sér. Andlit hennar liafði
verið fölt fyrir en nú varð það
grátt. Munnur hennar opnaðist
og lokaðist svo aftur og hún
gaut augunum hræðslulega til
Kratich og svo á Ben og tókst
loks að kreista fram eitthvað
sem líktist jái. Packer hélt á-
fram að tala við hana og brýna
fyrir henni nauðsyn þess að
vera sannfærandi þegar hún tal
aði við A1 Guthrie en Ernie ef
aðist um að hún hefði heyrt
nokkuð nema fyrstu orðin.
Síminn hringdi og Ernie svar
aði. „Já“, sagði hann. „Ég skal
segja honum það.“ Hann lagði
símann á og leit á Packer. „Þetta
var gamli maðurinn, sem leigði
Guthrie liúsið. Hann er niðri
öskureiður".
„NÚ?“ sagði Packer. ,,Hvers-
vegna?“
„Hann segir að Guthrie hafi
stolið teppum sem séu fimmtán
dala virði. Hann vill að við hand
tökum hann umsvifalaust".
21
Það var aftur dagur.
Carolyn hélt fyrst að hún væri
enn i litla svefnherberginu í hús
inu sem hún hafði verið svo ó-
endanlega lengi í. En rúmið var
of hart og hún var bundin öðru
vísi. Hún varð að muna eitt-
bvað.
Ifún starði framundan sér og
djúp hrukka myndaðist milli
augna hennar.
Glugginn var allt öðruvísi.
Teppið var farið. Hann hafði
sett lilera fyrir gluggann en
hlerinn var gisinn og ljósrákir
lagði inn.
Henni var kalt. Hana verkj-
aði í líkamann. Hún snéri sér
við í hörðu rúminu.
Hún var ekki í rúmi. Hún lá
á gólfinu. Fjalirnar voru breiðar
og opnar. Þær mynduðu brúnh'
sem voru svo harðar og bilið
milli þeirra var svo breitt að
það sást í jörðina milli þeirra.
Þau voru þakin ryki. Hún fann
lyktina af rykinu og bragðið að
því.
Þarna var.annar gluggi. í hinu
herberginu hafði aðeins verið
einn gluggi. Hún hrukkaði enn-
ið vesældarlega og reyndi að
muna hvað hafði skeð, skelkuð
vegna þess að hún gat það
ekki.
Enn einn gluggi. Sex gluggar
alls, þrír á hverri hlið, hlerar
fyrir þeim öllum. Dyr, læstar
dyr. Stór rauður ryðgaður ofn
og tóm kolastía. Koddaver og
kassar hér og þar.
Hún sjálf á gólfinu.
Og A1 Guthrie var líka á gólf
inu, hann sat við vegginn. Hann
var vafinn í teppi. Hann drakk
úr bjórdós og talaði.
„Alla ævi“, sagði hann. „Gera
mér erfitt fyrir. Allir að gera
mér erfitt fyrir“.
Andlit hans var þrútið. Neðri
vör hans stóð úr rök af bjór.
Hann talaði.
„Ég hef aldrei gert neitt af
mér. Ég vildi bara ekki láta
traðka á mér, það var allt og
sumt. Hver maður hefur sinn
rétt. En þ.eir voru alltaf að gera
mér erfitt fjTÍr, alltof erfitt".
Hann var ekki að tala við Car
olyn. Hún lá kyrr og virti hann
fyrir sér með hálflukt augun.
Hann drakk meiri bjór og
kveikti sér í sígarettu og taut-
aði: nú verður það erfitt fyr
ir þá. Ég er að verða búinn. í
nótt sé ég til hvað mig langar
t.il að gera. Bölvaðir hundingj-
ar — “
Þetta er skrítið, hugsaði Car-
oly. Ég er ekki lengur hrædd
við liann. Ég er of þreytt. Ég
er ekki einu sinni svöng. Ég er
bara þreytt.
Hægt og hægt mundi hún
hvað hafði skeð.
Enskt dúnhelt
verð kr. 82.00 meter.
Sængurveradamask frá kl. 50.
50 meter. — Lakalérett —
Myndaflónel o. m. fl.
Verzlunin Snót
Vesturgötu 17.
AÐEINS
298.00
ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 27. marz 1962 J5