Alþýðublaðið - 28.03.1962, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 28.03.1962, Blaðsíða 2
®ltstjórar: Gísli J. Ástþórsson (áb.) og Benedikt Gröndal. — AÖstoöarritstjóri: Björgvin Guðmundsson. — Símar: 14 900 — 14 902 — 14 903. Auglýsingasími 14 906. — Aðsetur: Alþýðuhúsið. — Prentsmiðja Alþýðublaðsins, Hverfisgötu ■—10. — Áskriftargjald kr. 55,00 á mánuði. í lausasölu kr. 3,00 eint. Útgef- andi: Alþýðuflokkurinn. — 'Framkvæmdastjóri: Ásgeir Jóhannesson. Tryggingar sjómanna EFTIR SJÓSLYSIN í vetur kom í ljós, að trygg ingar og fjárhagsleg afkoma heimila hinna drukknuðu sjómanna voru hvergi nærri viðun- •andi. Sumir sjómenn hafa aðeins 90 000 krónu op- inberu trygginguna/aðrir 200 000 krónu samnings bundna tryggingu til viðbótar. Svo reyndist kjara samningur ekki duga til að tryggingar væru í lagi, «g landslög ekki duga til að rétt væri skráð á skip in sum hver. Tveir þingmenn kommúnista fluttu í vetur á al- þingi frumvarp um 200 000 krónu lögbundna trygg ingu fyrir alla sjómenn. Meirihluti þingsins hefur nú vísað þessu frumvarpi frá í trausti þess að slysa trygging fyrir alla landsmenn verði innan skamms etórhækkuð. Þjóðviljinn er hneykslaður og birtir eoöfn þeirra illmenna á þingi, sem felldu að hækka slysatryggingu sjómanna, eins og það er orðað. Málið er ekki svona einfalt, og hér kemur annað til en mannvonzka stjórnarþingmanna eða hjarta -gæzka kommúnista. Frumvarpið var í fyrsta lagi fljótfærnislega samið framkvæmd þess vanhugs- uð, svo að miklir gallar hefðu reynzt á því. í öðru lagi er alþingi nýbúið að setja þá reglu, að bætur fyrir fólk, sem ferst af slysförum, skuli vera jafn- ■ar hvar sem fólkið starfar. Ollum er Ijóst, að koma verður tryggingamálum sjómanna á fastan grundvöll. Því máli er lítill greiði gerður með því að gera það að áróðursmat og kasta fram um það gölluðum frumvörpum. Þess vegna verður ríkisstjórnin að taka málið föst «m tökum. Alþingi hefur á sína vísu sagt vilja sinn. Hann er: hærri, jafnari og réttlátari slysatrygg- ingar. Dauf andstaða f| HANNES ' Á HORNINU ~k Krían og rauðmaginn 'k Sumarið á næstu grös- um. 'k Bóndi skrifar um at- vinnuveg, sem hafður er útundan. SUMARIÐ hlýtur að vera á næstu grösum. Lóan er komin og rauðmagrinn er kominn. Þetta eru venjulega fyrstu vorboðarnir, að minnsta kosti hér í Reykjavík. Ég sé líka, að fólk er farið að taka hlera frá gluggum sumarbústaða í nágrenninu, og ef inaöur ekur upp fyrir bæinn um helgi, þá sjást bíi- ar með dívana, stóla, eldhúsáhöld og sand af krökkum á Ieið eitthvað út I buskann. Vitanlega í sumar- kofann. ÞAÐ ER ALLTAF skelfing gott að finna það, að sumarið sé á leið- inni. Maður finnur það á blænum og sér það í athöfnum fólksins og svip þess, sérstaklega þó hjá ungu stúlkunum, sem fara að klæða sig öðru vísi, og alltaf tekur mig í hjartað þegar ég sé unga stúlku, sem farið hefur út á sólskins- morgni, léttklædd og hnarreist, hraða sér heim blánefjaða og ís- kalda, vonsvikin uppmáluð á andlitinu. BÓNDI skrifar: „Tilefnið til að ég skrifa þér þessar línur er grein, sem birtist í Alþýðublaðinu þann 14. þ., m. Hún heitir „Bóndi er bústólpi'. Er hún úr atvinnulifinu, skrifuð af Ó. J. Grein þessi er nær því heil blaðsíða. Þar eru tölur og skýrslur um landbúnaðarfram- leiðslu þjóðarinnar, teknar upp úr Árbók landbúnaðarins fyrir 1960. Eins allstórs atvinnuvegar innan landbúnaðarins er þarna minnst með þremur línum í einum dálkin- um, og er það talið nóg handa hon- um, þótt framlag hans sé um eða yfir 1000 tonn á ári. Þessi atvinnu- vegur er eggjaframleiðslan. ÉG VIL geta þess, að hús fyrir ca. 1500—2000 hænsni kostar kr. 400—500.000 eða meira. Á alþingi er nýlega komið fram stjórnar- frumvarp um Stofnlánadeild land- búnaðarins, þótt leitað væri um allt það frumvarp, er þar ekki einn stafur um úrbætur á lánaþörf ali- fuglaeigenda, en mér skilst að það eigi að heiðra þá með því að láta þá greiða 1% af seldum afurðum í þennan sjóð. Ég vil beina þeirri spurningu til þessara lagasmiða, hvers eigum við, sem við þessa at- vinnugrein vinnum, að gjalda, að okkur sé ekki jafn hátt undir höfði gert með hagkvæmum lánum eins og öðrum bændum? Svijna búskap- ur krefst mikils fjármagns scm annar. Er hann kannski óþafrur? Um það væri bezt fyrir þessa laga- smiði að spyrja sínar ágætu eigin- konur, munu svör þeirra ekki vera nema á éinn veg, þ.e. egg eru ómissandi í flestan mat. ÉG BYGGÐI 370 ferm. hænsna- liús teikn. frá tciknistofu landbún aðarins, fyrir 3 árum og ég hefi hvergi getað fengið lán út á það og stundað þessa atvinnu í 10 ár Ég cr þessum málum því vel kunn ugur. Sömu sögu munu fleiri hafa að segja. Hefði ég átt jarðarpart til að byggja húsið á var allt ann að. Þá var allt í lagi. Engin fyrir staða hjá Bæktunarsjóði með lán. Þetta tel ég lögleysu en ekki lög. Nú er ekki svo, að ég sjái eftir þessu fé til annara bænda, slður en svo. Þeir þurfa að fá mikið meira. En þetta nýja frumvarp um Stofnlánadeild landbúnaðarins er stórt skref til framfara í íslenzkum landbúnaði, þótt við alifuglaeigend ur njótum þess ekki“ Til sölu er bókasafn Þorsteins heitinns Þorsteinssonar sýslumanns, skrá yfir safnið liggur fyrir hjá undirrituðum umboðs- mönnum. Vagn E. Jónsson, máltlutningsskrifstofa, Austurstræti 9., sími 11400 og 16766. Ragnar Ólafsson, lögfræði- og endurskoðunarskrifstofa Laugaveg 18. 4. hæð, sími 22293. Skemmti- og tómstundakvöld æskufólks verður haldið í BURST, Stórholti 1, í kvöld, miðvikudag og hefst kl. 9 e. h. Margt til skemmtunar, þar á meðal Bingó með mörgum góðum vinningum, og ýmsir leikir. RÍKISSTÓRNIN hefur flutt hvert stórmálið á fætur öðru undanfarið, og gæti haldið því áfram ::ram á vor, ef ekki væri reynt að Ijúka þingstörf- um fyrir páska. Stjómarandstaðan kvartar sáran yfír þessu málefnaflóði, enda hefur hún að mestu gefizt upp við andófið. Þegar formenn stjómarand stöðuflokkanna standa upp, reyna að herða sig upp og þjarma örlítið að stjórninni, nenna þeirra eigin menn ekki einu sinni að hlusta á þá, enda er boð- skapurinn hinn sami, sem þe:r hafa flutt síðan í fyrrasumar. Þeir horfa yfirleitt aftur á bak — en ekki fram um veg. Auglýsingasími Alþýðublaðsins er 14906 ÞAÐ HEFUR löngum verið svo með þennan atvinnuveg, þótt minnst sé á aðrar atvinnugreinar þjóðfélagsins, þá hefur þessi fram- leiðsla alltaf verið höfð að horn- reku, og störf þeirra, sem að lienni hafa starfað, verið lítils metin. - Sennilega vegna þess að það mun vera eina framleiðslugreinin, sem ekki hefur notið styrkjar frá rik- issjóði á undanförnum árum. Aðrar atvinnugreinar svo sem útgerð og landbúnaður hafa sína stofnsjóði, lausaskuldum breyt í löng lán og ekkert dugar til, en við, sem erum svo heimskir að vera með alifugla- rækt, fáum hvergi lán til okkar starfsemi. Samkvæmt lögum Rækt- unarsjóðs eru aðeins veitt lán til byggingar á hænsnahúsum, að þau séu byggð á lögbýlisjörð, en sann- leikurinn er sá, að eggjaframleið- slan er aðallega í kring um bæi og þorp en ekki í sveitum landsins. Við skyldum ætla að veð í fasteign um í þéttbýli væri ekki lakara en í jarðarparti fram til dala. í stuttu máli sagt: Þeir, sem ætla sér að reka hænsnabú, stór eða smá, - verða að eiga það fé sem til þarf sjálfir. Að lokum verður dansað. ÓKEYPIS AÐGANGUR. Allt æskufólk er velkomiö rneðan húsrúm leyfir. Félag ungra jafnaðarmanna í Reykjavík. B/v Bjarni Olafsson Ak.-67 er til sölu. Kauptilboð í skipið óskast send fyrir lok þessa mánaðar. Nánari upplýsingar veitir fulltrúi vor Björn Ólafs hdl. Reykjavik 26. marz 1962. | Stofnlánadeild sjávarútvegsins. 2 }28. marz 1962 - ALþÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.