Alþýðublaðið - 28.03.1962, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 28.03.1962, Blaðsíða 4
ftWwnwiwvtym%ww%vtviiwwwrtwwstwiw iwwwnwwMiWtwwvwtwiwwÆiÆvwwwwvm ERLEND TIÐINDI Guðni Guðmundsson: ENDANLEGUR friður í Algier er algjörlega undir því kom- inn hver afstaða franska hers- ins raunverulega er til þess friðar, sem de Gaullf forseti hefur samið við algeirska upp- reisnarmenn. Til skamms tíma hefur verið mjög efazt um, að herinn mundi óskiptur styðja forsetann í þessu efni. Átökin í borgum Algier um helgina síðustu virðast þó benda til þess ,að ekki þurfi að efast iengur um það, að herinn muni •fús til að reyna að koma á friði, jafavel þó að það kosti að ganga milli bols og höfuðs á fyrrver- andi „kollegum“, sem nú mynda yfirstjórn O.A.S. Herinn virðist ékki hafa dregið af sér í þeim átökum, enda virðist OAS held- ur ekki vera neitt þess legt að hlífa hermönnum stjórnarinnar. I»að er talið, að einkum ein : „taktisk“ vitleysa OAS liafi styrkt franska herinn til and- stöðu. Fyrir helgina gerði OAS frönskum herflutningabíl fyrir- sát og darp sex menn, unglinga, sem eru að gegna herskyldu sinni, og særði 12. Það kom í Ijós strax daginn eftir, að þessi atburður hafði haft mjög veru- leg áhrif: franski herinn var miklu ákveðnari í aðgerðum sínum gegn OAS en hann hafði verið áður. Uöngum hefur verið álitið, að verulegur hluti liðsforingja í hernum hefði nokkra samúð með OAS ©g mundi ólíklegur til að beita sér verulega i á- tökum gegn hreyfingunni. Hér eftir igetur tæplega verið til sá liðsforingi, að hann fordæmi ekki aðgerðir OAS. Það hlýtur að reynast erfitt að sýna linkind mönnum, sem drepa óharðnaða og lítt þjálfaða unglinga úr launsátri, jafnvel þó að þeir séu hermenn. Atvinnuhermenn geta ekki litið á slíkar aðgerðir hýru auga. Almennt hafa menn verið þeirrar skoðunar, að tilgangur OAS með hermdarverkum sín- um síðustu vikur hafi verið að æ s a upp múhammeðstrúar- menn, svo að þeir leiddust út i einhverjar þær aðgerðir, er espa mundu Frakka og sérstaklega franska herinn upp á m ó t i þeim. Það er því svo að sjá sem OAS hafi fallið í sína eigin gildru og látið sér verða á að- gerðir, er einmitt æsa herinn upp gegn hreyfingunni. Fyrirmæli de Gaulle forseta fyrir helgina urn nauðsyn þess, að herða aðgerðir gegn OAS og „hegna fyrir glæpaverk hermd- arverkafiokka í Algier" benda einnig til þess, að lokið sé því millibilsástandi, er ýmsir töldu ástæðu til að efast um liollustu franska hersins í átökunum við OAS. OAS hefur haldið því óspart fram undanfarið, að hreyfingin væri hreyfing föðurlandsvina, sem vildu, að Algier væri áfram franskt, og fasismi væri ekki til t hreyfingunni. Sem sagt: glæpaverkin væru afsakanleg vegna þess að þau væru unnin af föðurlandsást. Það verður erfitt fyrir OAS að sannfæra menn um, að.morð úr launsátri á lítt þjálfuðum löndum geti verið föðuríandsást í fram- kvæmd. Af öllu þessu má ætla, að hagur OAS muni mjög óvænk- ast nú á næstunni og siðustu fréttir af handtöku Jouhauds, yfirmanns O AS í Algeirsborg og nágrenni, eru frekari sönnun þess, að halli undan fæti. Á undanförnum vikum virðist fjöldi blaðamanna og annarra liafa getað gengið að æðstu mönnum OAS, átt við þá við- töl og jafnvel tekið af þeim mylxdir (samanber mynd af Sal- an, sem TiME birti ekki alls fyrir löngu). Hins vegar hefur hernum og lögreglunni reynzt ókleift að liafa upp á þessum mönnum. Það er að sjálfsögðu hugsan- legt, að hrein tilviljun hafi ráð- ið því, að Jouhaud náðist. Því liefur meira að segja verið lialdið fram í fréttum að svo hafi verið, en það er allavega heldur ósennilegt, að herinn eða lögreglan skýri frá því op- inberlega, að þeim hafi borizt njósn úr fylkingum OAS um, að Jouhaud mundi verða á á- kveðnum stað á ákveðnum tíma. Að öllu samanlögðu má gera ráð fyrir því, að ekki Uði á mjpg löngu, áður en starfsemi OAS lamist að verulegu leytj og vissidega má þakka það mjög hinni „taktísku“ vitleysu að gera títt nefnda fyrirsát. WMMWMWWWWMMWWWWIMWWWWIIWIW^WMMMWWIUWMMWIMMIWWWIWWWMM YVES SAINT-LAURENT var eitt sinn hylltur sem undra- barn tizkuheimsins, er hann varð 18 ára gamall einn af teikn- úrum tízkuhússins Dior í Par- ís og síðar aðalteiknari þess. Nú hefur liann alllengi staðiff í mála- ferlum við sína fyrrverandi hús- 'bændur. í s. 1. viku vann hann yfirstandandi lotu í þeirri bar- áttu, er sáttadómstóii kvað upp þann úrskurð, að Dior bæri að greiða Saint-Laurent fyrir þann hluta af þriggja ára samnings- tíma, sem hafði verið óútrunninn, er hann lét af störfum hjá tízku- húsinu. Var Dior gert að greiða honum til bráðabirgða um 120.000 krónur, þar tU álit sérfræðinga lægi fyrir. Dior áfrýjaði. Saint-Laurent var ráðinn hjá Dior 10. marz 1955 og voru laun hans þá sem svarar 1250 krónum á viku. Þá var hann 18 ára gam- all sem fyrr segir. Þegar Christi- an Dior dó 1957, var yngsti teikn- arinn valinn eftirmaður hans og hækkuðu laun hans þá upp í sem svarar um 12.500 krónur á viku. Allt frá byrjun vöktu kjólar hans óg kápur geysilega athygli, og það svo mjög, að ekki leið á löngu, áður en 5% af gróða Dior var bætt við laun hins 21 árs gamla teiknara. f Erfiðieikarnir liófust 2. sept- ember 1960, þegar Saint-Laurent var kallaður í herþjónustu. Tveim mánuðum síðar viðurkenndi her- inn villu sína og sendi Saint- Laurent heim, þar eð hann væri vegna skapsmuna óhæfur til þjónustu. En á meöan hafði Dior valið Marc Bohan sem aðal-teikn- ara í stað Saint-Laurents. Hann hafði þó engar áhyggjur af þessu, því að tveggja mánaða vera hans í hernum hafði haft slík áhrif á 4 28. marz 1962 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ MITT Á iVilLLI MANNS OG APA ^Tmn—m—rmnnTni—irm-'m —— nra— í AFRÍKU hafa fundizt leyfar veru, sem lifði fyrir 14.000.000 árum og virðist þróunarlega séð vera mitt á milli apa og manns. Frá þessu skýrði brezki mann- fræðingurinn Dr. Louis S. B. Leakey í Washington í fyrri viku. Elzta vera, sem til þessa hefur fundizt í þeim þróunarmeið, er endaði í manninum, er Zjnjan- thropus eða Austur-Afríkumað- urinn. Zinjanthropus lifði fyrir 1.750.000 árum og funduts leyfar af honum fyrst í Olduvai-gilí í Tanganyika árið 1959. Var það frú Leakey, sem fann þær. Síðan hafa fundizt um 400 steinrunnin hauskúpubrot. Þessi síðasti fundur gerðist hjá Ternanvirki í Kenya, um 40 mílur frá austurenda Victoriu- vstns. Jarðlag, sem ríkt var að beinaleyfum, fannst þar á s. I. ári og mun vera frá eldri Pliosent tíma, en sá tími er snemma á ferli tvífættra dýra. Árið 1948 fundu Dr. og frú Leakey í Kenya hauskúpu af frum ★ Krossinn merkir staðinn, þar sem veran fannst. taugar hans, að liann varð að dveija sér til hressingar á Bale- areyjum og Kanarícyjum í sex mánuði. Á meðan Saint-Laurent var í hernum og aö heilsubótum, greiddi Dior áfrám laun hans. En þegar Saint-Laurent var búinn aff ná sér og vildi taka aftur til starfa sem aðalteiknari Diors og listrænn forstjóri, kvaðst tízku- húslð heldur vilja hafa Bohan á- fram í þeirri stöðu. Mðlaferli hóf- ust. Nokkru seinna hafði Saint- Laurent afiff nægilegs fjár til þess að geta stofnað nýtt tízku- hús undir eigin nafni, og sýndi hann verk sín í fyrsta sinn nú í vor. Dior lýsti yfir, eftir úrskurð dómstólsins, að greiðslur til Saint Laurent hefffu verlð svo háar á 'umræddu timabili, að jafnvel þótt farið væri eftir niðurstöðu dómsins skuldaði það teiknaran- um ekkert. Saint-Laurent lýsti hins vegar yfir ánægju sinni yf- ir því, að dómstóllinn hefði við- urkennt rétt hans. stæðum apa, sem lifði fyrir 25 til 40.000.000 árum, á tímabili því,- sem nefnist eldri Miocene- tími. Dr. Leakey nefndi þann apa „Proconsul” og telur hann vera þá rót, sem ærði verur, þ. á. m. maðurinn, séu komnar af. Þar eð þessi nýi fundur ligg- lr um það bil miðja vega milli ,,Proconsúlsins“ og elztu þekktu mannvera, þá er litið á þennan fund sem sérlega veigamikinn. Hefur New York Times það eftir Dr. George G. Simpson, prófess- or við Harvard, að fundur þessi fylli „geysilegt skarð“ í sögunni. Simpson var viðstaddur s. 1. sum- ar, er fyrstu brot hinnar æva- fornu hauskúpu fundust, en það var hluti af afturgómi. Síðar fannst hinn hluti gómsins, ásamt tönn úr neðri kjálka. Bendir Simpson á, að gröftur sé tæplega hafinn enn á þessum stað og frek ari fundur þar geti orðið til þess að gera megi sér nánari grein fyrir þessum enn ónefnda manni. Dr. Leakey telur, að á þessum stað megi finna fyrstu merki þess hvers konar hryggdýr lifðu í Afríku, sunnan Sahara, á Plío- cenetíma. Meðal þess, sem hann hefur fundið, er gíraffi á stærð við asna, fíll, sem er engu stærri en kýr, fimm tegundir af antil- ópum og útdauðar tegundir af vatnahesti, svíni og nashyrningi. Leakey er brezkur, fæddur í Afríku, og skýrði hann frá því á blaðamannafundi hjá National Geographic Society í Washington j s. 1. viku, að hann liefði grunað, að plicene-jarðlög væri að finna á þessu svæði. Bað hann bændur á staðnum að hafa auga með beinum og árið 1959 fekk liann poka af beinum frá appelsínu- ræktanda að nafni Fred Wieker. Á tveim mánuðum grófu þau þau hjón upp úr búgarði Wickers á s. 1. ári 1200 stykki af leyfum. Uppgröftur þeirra hjóna hefur veriö styrktur af National Geo- graphic Society, sem nú hefur veit.t þeim Hubbard heiðursmerk- ið í virðingarskyni fyrir störf þcirra- Tímasetning þeirra leyfa, sem Leakey-hjónin hafa fundið, hef- ur verið gerð af doktorunum Ev- ernden og Curtis við Kaliforniu- háskóla í Berkley. Gerðu þeir það með því að ákvarða aldur steina i sambandi við leyfarnar. Það var gert með því að ákvarða að hve miklu leyti geislavirkt kal- ,íum í steinum befur breytzt í ar- gon. Eftir fjórar „analýaur" iiöfðu þeir komizt að þeirri niðurstöðu, að aldurinn væri 14.000.000 ár svo að ekki skeiltaði nema nokk- ur hundruð þúsund árum. Dr. Leakey benti á, að augn- tenníir verunnar stæðu aðeins lítið niður fyrir aðrar tennur, þar sem þær sköguðu hins vegar miklu lengra niður í öpum. — Sömuleiðis væri dæld í kinn- beininu, sem er að finna í mönn um en aldrei í öpum. ,— Hann lagði samt áherzlu á, að hér værl ekki um tegund af manni sem slíkum að ræða. Hann mundi t. d. ekki búast við að komast að raun um, að veran hefði notað verk- færi, eins og virtist að Zinjan- thropus hefði gert. ÍIS'! OíGAidUUYdJA

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.