Alþýðublaðið - 28.03.1962, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 28.03.1962, Blaðsíða 11
83,4 millj. Framhald af 5. síðu. af þeim lögum og með hliðsjón af fenginni reynslu síðan. Jafnframt er tekinn upp í frumvarpið sér- stakur kafli um fasteignaskatt. Varðandi fasteignaskattinn er það nýmæli, að hann skuli vera fastákveðinn, en ekki aðeins heim- ilaður. Um útsvörin er það að segja, að frumvarpið gerir ráð fyrir einum útsvarsstiga fyrir allt landið, í stað þess að samkv. 1. nr. 43/1960 eru stigarnir nú þrír. Er með þessu stefnt að því, að útsvör séu eins jöfn og framast er unnt, hvar sem er á landinu, miðað við sambæri- legar ástæður gjaldenda. Er það réttlætismál, sem til þessa hefur ekki verið nægilegur gaumur gef- inri. Veltuútsvör hafa verið mörgum þyrnir í auga á liðnum árum, en samt nauðsynlegur tekjustofn fyr ir sveitarfélögin. Frumvarpið ger- ir ráð fyrir afnámi veltuútsvara, en í staðinn verði sveitarfélögun- um heimilað að leggja á aðstöðu- gjald, er rniðist við útgjöld at- vinnurekstursins. í Iðnó næsíkomandi fösíudagskvöld. Hefs 8,30 e. h. Aðalvinningur: Mjög vandaður amerískur GRILL-steikarofn. Margir aðrir góðir munir meðal vinninga. Borðpaníanir í síma 12350. NEFNDIN. IÞROTTIR Framhald af 10. síð'u. eftir hlé er einum af Haukunum vikið úr leik og þá tryggðu Kefl- víkingar sér gott forskot, 4:1. — Haukum tókst_ekki að jafna, þrátt fyrir það að um tíma var aðeins einn Keflvíkingur inni á, þar sem tveir úr liðinu voru utan vallar. Þróttur—Fram og KR—Fram, þar brá stundum fyrir skemmtilegum tiiþrifum og spenna töluverð í báðum leikjunum. Réttara hefði verið að hafa mótið með útsláttar f y rirkomulaginu. GÖLUB Komið hefur fram sú gagnrýni till. í frumvarpinu um aðstöðu- gjaldið (9. gr.), að útgjöldin séu ranglát viðmiðun, og tekin hafa verið dæmi á þá leið, að ef menn yrðu fyrir óhöppum í rekstri og þar af, leiðandi útgjöldum, þá yrði slíkt skattlagt. Einnig hefur ver- ið á það bent, að eigin fjárfesting geti fallið undir aðstöðugjald, eins og frumvarpsgreinin hljóðar. Brtt. við 9. gr. miðar að því að kveða skýrar á um þessi atriði. Þar er tekið fram, að gjaldið miðist við samanlögð rekstrarútgjöld og að aldrei megi reikna aðstöðugjald af hærri upphæð en sem nemi brúttótekjum. Vert er að benda á, að aðstöðugjaldið hefur þá kosti umfram veltuútsvar, að það er frá dráttarbært, og með því er komið í veg fyrir tvísköttun. Leikur KR og Fram var spenn- andi og á köflum mjög vel leikinn af báðum liðum. KR skorar fyrst, en síðan liggur boltinn þrívegis í KR-markinu eftir góðan samleik og skot Frammara. Staðan í hléi var 3:2 fyrir Fram. KR-ingar jafna á fyrstu mínútum síðari hálfleiks, en Fram nær enn for- ystu með ágætu marki Ragnars. KR-ingar eru samt ekki af baki dottnir, Jón Sigurðsson jafnar og Garðar skorar sigurmarkið á síð- ustu mínútunni. Tvísýnn leikur og vel ieikinn. Valsmönnum gekk illa að brjót- ast í gegnurn Víkingsvörnina í næsta Ieik, staðan í hléi var 0:0 og látlaus sókn Vals. í síðari hálf leik gekk betur, Valur sigraði með 5:1. Þróttur sigraði ÍBK með 7:5, en í hálfleik var staðan 4:2. Þróttur hafði ávallt yfirhöndina og sigur þeirra var sanngjarn, þrátt fyrir allgóðan leik ÍBK. Jafntefli Breiðabliks og Hauka 2:2, voru sanngjörn úrslit, en leik- urinn lélegur. Síðasti leikur kvöldsins var milli Reynis og B-liðs Fram og honum lauk með sigri þeirra síð- arnefndu, 7 mörk gegn 2. — Dóm- arar kvöldsins voru Einar Hjart- arson, Magnús Pétursson, Baldur Þórðarson og Grétar Norðfjörð. Langbeztu leikir kvöldsins voru HELDUR HEÍM HAAG, 27. marz: Sovézki vísinda- maðurinn dr. Golub lagði af stað áleiðis til Moskvu á þriðjudag frá Schiliol-flugvelli í Ilaag, ■ en þang að kom hann akandi í bifreið rúss- neska sendiráðsins og í fylgd með sendifulltrúa Rússa og öðrum sendiráðsstarfsmanni. Dr. Golub, sem er 35 ára að aldri, baðst hælis sem pólitískur flóttamaður í Hollandi í október í haust. Hann var þá í orlofi á- samt konu sinni og nokkrum öðr- um Rússum. Kona hans, Irina, sem er 32 ára, 'kaus heldur að fara heim, og olli brottför hennar á- flogum sovézkra diplómata og hollenzkra lögreglumanna á flug- vellinum eins og kunnugt er. Þetta varð til þess, að sovézki sendiherrann, og tveir aðrir sendi ráðsstarfsmenn héldu heim. Sendi herrann, P. N. Ponomarenko, var sagður „óæskilegur”. Sovézka stjórnin kallaði hann þá tafarlaust heim. ★NEW YORK: U Thant, aðal framkvæmdastjóri SÞ, fer í heim nókn til margra Evrópulanda í júlí í sumar. Fyrsti viðkomustaður hans er London. FÉLAGSL'IF SVEINAMEISTARAMÓT íslands í frjálsíþróttum innanhúss .fer fram I íþróttahúsi Háskólans 8. april næstkomandi. Keppt verður í langstökki, hástökki og þrístökki án atrennu og hástökki með at- rennu. Þátttökurétt hafa þeir drengir, sem fæddir eru 1946 eða síðar. Þátttökutilkynningar þurfa að berast í pósthólf FRÍ 1099 í síð- asta lagi 2. apríl. MEISTARAMÓT íslands í frjáls- iþróttum innanhúss fer fram í íþróttahúsinu að Hálogalandi dag- ana 14. og 15. apríl næstkómandi. Fyrri dag mótsins verður keppt í kúluvarpi, langstökki án atrennu og stangarstökki. Síðari daginn verður keppt í þrístökki án at- rennu, hástökki án atrennu og há- stökki með atrennu. Þátttökutil- kynningar þurfa að berast í póst- hólf FRÍ í síðasta lagi 8. apríl. Frjálsíþróttasamband íslands. Páskaferð fil Kanarieyja og Lundúna Ferðaskrifstofan SUNNA hef- ur undanfarin ár efnt til páska- ferða til Suðurlanda. Hafa um 400 manns tekið þátt í ferðum skrifstofunnar til Mallórca. Að þessu sinni verður tekin upp sú nýbrevtni að fiogið verður alla leið til Kanaríeyja og dvalið þar í 11 daga, en stanzað einn sólar- hring í London á heimleiðinni. Allur ferðakostnaður verður með fiugferðum og uppihaldi 12.600 — 13.600 krónur eftir því hvað af þremur hótelum dvalið er 1 á Kanaríeyjum. UM HELMINGI ÓDÝRARA EN VENJULEGT FERÐALAG Ferðakostnaður í þessari páska ferð er ekki nema liðlega helm- ingur af venjulegu verði, þegar flogið er með áætlunarferðum, en þá kostar flugfarseðillinn einn liðlega 18.000 kr. — Er flog- ið með íslenzkri flugvél alla leið, sem bíður á Kanaríeyjum, rneð- an þar er dvalið. Gerir sú ráð- stöfun ferðina ódýrari. Dvalið verður á nýjum og glæsilegum hótelum, hlið við hlið á eftirsóttustu baðstrandar borginni á Tenerife, sem er stærst Kanaríeyja. Hótelin liafa' eigin sundlaugar, en auk þess er skammt á sólheitar baðstrendur, en bað og sólsvalir með hverju herbergi. Eyjan Tenerife er stór eyja um 100 km. út af Vesturströnd Afriku nokkuð langt fyrir sunn- an Casablanca. Þar er litríkt landslag, gróðursælir dalir með bananarækt og aldintrjám hátt upp í hlíðar fjallanna, en þeirra hæst er gamalt eldfjall um 3.600 metra hátt. í borgunum er suð- rænt þjóðlíf, en eyjarnar hafa tilheyrt Spáni frá því á 15. öld. Stærð Tenrife má nokkuð marka af því að ein fjölfarnasta skemmtiferð þar er um 200 km. leið. Kanaríeyjar eru milli 20 og 30 gráður norður af miðbaug, en til samanburðar má geta þess að Mallorca er 40 gráður norð- ur og Róm aðeins norðar. - Vegna hinnar suðlægu legu eyjanna er hiti svo til jafn all- an ársins hring, sem þó aldrei verður mikið yfir 30 stig vegna temprunar frá hafinu. Hefur þessi veðurparadís gert Kanarí- eyjar að eftirsóttum dvalar- og skemmtistað fyrir ferðafólk. A siðari árum hafa risið þar upp mörg glæsileg hótel. Meðan dvalið er syðra verður efnt til skemmtiferða um Tene- rife og ennfremur til meginlands Afríku: Annars má gera ráð fyr- ir að flestir vilji dvelja sem mest við sólbakaðar strendur á daginn og njóta hins fjölbreytta skemmtanalífs í spönskum borg- um að kvöldinu. Á heimleiðinni verður svo dvalið einn dag í Lóndon, en þar þykir fólki mjög hagkvæmt að verzla, eins og kunnugt er. Fjöldi fólks hefur þegar skráð sig til þátttöku í þessa áður en hún er auglýst og má því gera ráð fyrir að færri kom- izt með en vilja, þar sem tala far- þega takmarkast af stærð flug- vélarinnar og fjölda gistiher- bergja sem pöntuð voru síðást liðið haust á hinum eftirsóttu Kanaríeyjum. VERDLAUNAFEÐ FEGURÐARDROTTNINGAR NORÐURLANDA Eins og mörgum er ef til vill kunnugt voru fyrstu verðlaun I fegurðarsamkeppni Noi'ðurlanda í Reykjavík sl, september þátt taka í hinni vinsælu Páskaferð SUNNU til Spánareyja. Ungfrú Noregur, sem kjöria var fegursta stúlka Norðurlanda verður því gestur ferðarinnar og hefur hótelið, sem dvalið verð- ur á á Kanaríeyjum tilkynnt a3 það muni efna til sérstakrar skemmtisamkomu í tilefni af þvl að fegurðardrottning Norður- landa gistir Kanarieyjar, semr annars eru mjög fjölsóttur og vinsæll ferðamannastaður fyrir Norðurlandabúa. Hæsti vinningur i hverjum Hoíriii 1/2 milljón krónur. Dregið 5 hvers mánaðar. SKIPAÚTJiERB KIKISINS í Hekla vestur um land í hringferí hinn 3. apríl n.k. Vörumóttaka í dag og árdeg- is á morgun til Patreksfjarðar, Bíldudals, Þingeyrar, Flateyrar, Súgandafjarðar, ísafjarðar, Siglufjarðar, Akureyrar, Húsa- víkur og Raufarhafnar. Farseðl- ar seldir á mánudag. ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 28. marz 1962- f ^ n ■■ i i

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.