Alþýðublaðið - 01.04.1962, Blaðsíða 8
araugu gerð
fyrir blinda?
í Bandaríkjunum hafa nú
undanfarið verið gerðar marg
ar tilraunir með göngustafi
fyrir blinda, sem búnir eru
elektrónísku tæki, er lætur
þá vita um hverja þá ójÖfnu,
★ MXNDIN er af stafnum,
sem framleiddur hefur verið
fyrir blinda menn og auðveld
ar þeim að ganga öruggir um
götur. Mekanismi stafsins er
í handfanginu, sem sést á
minni myndinni.
sem framundan er á vegi
þeirra. Þetta eru alllangir
stafir eins og myndin hér sýn
ir, og á blindi maðurinn að
halda honum í ákveðinni fjar
lægð frá jörðu.
Stafbroddurinn sendir frá
sér raímagnsbylgjur, sem síð
an endurvarpast aftur til
stafsins og sýna fjarlægðina
frá honum niður eða fram.
Þessu endurvarpi bylgjanna
er svo breytt í hljóð, sem sent
er eftir þræði til eyra manns-
ins, en þar hefur hann lítið
heyrnartæki. Þetta hljóð er
þó svo lágt, að það á ekki að
trufla annað það, sem maður-
inn heyrir. Einnig hefur ver-
ið reynt að breyta endurvarps
bylgjunum í einhverja hreyf-
ingu á handfangi stafsins, svo
maðurinn geti fundið í lófa
sér hver fjarlægð er frá staf-
broddinum til jarðar.
Á þennan hátt er nú verið
að reyna að hjálpa hinum
blindu til að „sjá” með hönd-
um eða eyrum. Það var Rich-
ard nokkur Hoover við John
Hopkinsstofnunina í Banda-
ríkjunum, sem hóf tilraunir
á þessu sviði, sem þegar hafa
gefizt vel.
Dr. Clifford Witcher, sem
nú er nýlátinn, en var pró-
fessor við tækniháskólann í
Massachusetts, var sannfærð
ur um það, að brátt myndi
takast að útbúa stafi, sem
gerði blindum mönnum auðið
að ganga óhindraðir um göt-
ur, vegna þess að stafirnir
gætu sagt þeim með öryggi
um allt, sem væri í allt að
180 til 250 cm. fjarlægð. —
Þetta tæki ætti heldur ekki
að gefa hljóð frá sér, því
blindur maður þarf enn
á hljóðskyni sínu að halda en
sjáandi, og því nauðsynlegt
að hann fái heldur notað
þreifiskyn sitt.
145 ÁRA
Rússneska fréttastofan Tass
segir frá því, að rússneskur
bóndi, Ashim Dursunov í kír-
gísabænum Krasnaya Rechka
sé nú 145 ára að aldri.
í tilkynningunni segir:
Hann vinnur enn í garði sín-
um og á ávaxtaekrunum og
læknarnir segja, að hann sé
enn við góða heilsu. Dursu-
nov segist hafa neytt alls
venjulegs matar um ævina,
en aldrei bragðað áfengi.
':;;v
Eichmann yrði honus
legur í undirbúningi
innar. Aðstoð Eichmai
hins vegar, þegar á
reynzt lítil, því Ei
hafi verið sannfærður
að lögreglan hefði b
um, að hún gæti fylf
hverju orði, sem han
og fylgzt með öllum
um hans, enda þótt £
að heita, að enginn hli
— Hefði ég vitað 1
tók að mér, þegar ég
að verja Eichmann, t
ég ekki gert það. Þe
hefur eyðilagt mikið f;
Servatius i&ras
Dr. Robert Servatius hef-
ur skýrt frá því, að hann iðr-
ist þess að hafa tekið að sér
vörn Eichmanns. Hefur hann
nýlega látið frá sér fara nokk
ur bitur orð um vörn sína fyr
ir Eichmann og allan rekstur
málsins.
Sérstaklega hefur Servati-
us kvartað undan því, hve
stuttan tíma hann fékk til að
undirbúa vörn sína, bæði hafi
hann fengið alltof stuttan
tíma til að lesa öll þau ósköp
af málskjölum, sem lögð voru
fram, og svo hafi hann átt í
erfiðleikum við að fá mörg
nauðsynleg vitni til að koma
til réttarhaldanna í ísrael, og
ofan á allt saman hafi réttur-
inn vísað frá framburði
margra vitna hans.
Servatius sagði einnig, að
hann hefði vænzt þess, að
í starfi mínu, en úr þ
hef sagt a þá er ekki
að að ræða en segja
Það er ekki hægt að
þann, sem maður hef
að sér að verja, mitt
málsins.
Servatius var fyrir :
spurður að því, hver
hann hafi óskað eftir
Hans Globke, hinn t
ráðuneytisstjóri Ad
kanslara, yrði kallaði
sem vitni. Servatius
því til, að Globke v£
núlifandi maðurinn, si
nokkuð að ráði sagt 1
Eichmanns. Globke h
íð £ æðsta hring í inn
ráðuneyti nazistanr
hann var einn aðalm
við samningu Niirnl
anna, sem fjölluðu u
ingaofsóknirnar.
HÚN lá á gólfinu og lék sér
að kappakstursbílum, þegar
ég kom inn. Bílarnir þutu
allt í kringum hana og há-
vaðinn var eins og þegar tíu
ára krakki er að leika sér.
En á gólfinu lá ekki óþrosk-
aður búkur stclpukrakka,
þarna innan um leikföngin
var fullþroska líkami fagurr-
ar konu, ímynd nútíma feg-
urðar, Birgitte Bardot.
Engin núlifandi kona, —
jafnvel að meðtalinni Marilyn
Monroe — hefur hlotið jafn
marga ginnilega titla og þessi
ástþyrsta vera frá París, vera
sem afklæðist í augsýn fjöld-
aris:
Kynbomba, kyndrottning,
kynkiðlingur.
Öll fela þessi orð í sér
beztu lýsinguna á Birgitte, —
KYN.
Og þó liggur hún hérna ein
á gólfinu og leikur sér,
manneskjan, sem hefur brot-
ið blað í sögu kvikmyndanna,
heillað milljónir manna með
yndisþokka sínum. En að vera
frægur er ekki að vera ham-
ingjusamur, Birgitte Bardot
hefur tvisvar gert misheppn-
aðar tilraunir til að lifa í
hjónabandi, hún hefur oft
verið við karlmann kennd og
ennþá oftar hefur hún verið
óhamingjusöm.
Ætti ég að reyna að sjá af
hverju Bandaríkjamenn kusu
hana bezt klæddu konu heims,
er hún virkilega svona falleg?
I
Hún er tágrönn og þó að fæt-
urnir séu langir, eru þeir
furðulega grannir. Hárið er
allt i óreiðu, það er eins og
klaufalegt hreiður sem
krummi byggir á vorin í klett
um hér uppi á íslandi. Og
andlitið? Það er langt frá því
að vera fullkomið.
En hvað er þá við Birgitte
Bardot, sem kemur Picasso
til að þrífa pensilinn, Jean
Cocteau til að munda penn-
ann og Frank Sinatra til að
syngja ástarljóð? Undir
augnabrúnum eru leiftrandi
augu, áköf augu; í þeim er
brennandi ást og logandi hat-
ur, þau hafa hvílt á mörgum,
en aðeins fáeinir hafa hlotið
ástina. Nefið er eins og á
barni. En svo er það munn-
urinn, sem er aðalvopnið. —
Varirnar eru breiðar og mjúk-
ar, þær eru þrungnar af ást,
þær bjóða og þær kvelja. Að
lokum er það þokkinn í fasi
hennar og látbragði. Hann
fær mann til að grípa* andann
á lofti. .
Þessi einstaka manneskja
gerði fyrir ári síðan tilraun
til sjálfsmorðs, en nú liefur
hún tekið gleði sína aftur og
segir: Mér líður mun betur
nú, ég er orðin róleg, atburð-
urinn við Rivieruna mun aldr-
ei henda aftur, ég er ekki
lengúr barn. —
— Af hverju leikurðu þér
þá eins og barn? spurði ég.
Hún hló. — Það róar mig svo
vel, mér þykir lika gaman að
dægradvölum og stundum leik
ég á gítar. Nú fyrst sé ég
hvað það er gaman að lifa!
Hún kveikti sér í sígarettu
sem skalf á milli grannra
f ingranna.
Það er merkilegt, en þrátt
fyrir allt vil ég engar breyt-
ingar á lífi mínu. Ég varð að
kaupa reynsluna og verðið
var hátt. En nú veit ég vel,
hvernig kona ég er.
— Og hvernig kona ertu þá
eftir allt þetta? Hún yppti öxl
um.
— Ég er ekki eins og aðrar
konur. Ég neita að leggja
hömlur á þær kenndir, sem
að náttúran hefur gefið mér.
Þannig er ég og get ekki að
því gert.
Kannske er það þess vegna,
að ég get ekki lifað í góðu
hjónabandi. Þó að ég sé gift,
verð ég að lifa sams konar
lífi eftir sem áður.
— Og hvernig líf er það?
— Að heilla meiin og verða
heilluð af þeim er þáttur í
lífi mínu, en það þarf ekki að
tákna að ég sé lauslát. En ég
get ekki helgað allt mitt líf
einum manni. Ég verð einnig
að lifa fyrir mig sjálfa. Hjóna
band á að vera paradís en
ekki fangelsi. Með Jacques
var það hræðilegt. Afbrýði-
semi hans gerði mér lífið ó-
bærilegt. Ég þráði að deyja.
Og hún kveikti sér í nýrri
sígarettu.
— Veiztu hvað það er, sem
að kemur mér í vanda? sagði
hún skyndilega. — Allt sem
að ég geri, geri ég út í yztu
æsar. Þegar ég elska, þá elska
ég af öllu mínu hjarta. Ég
elska með öllum líkama mín
um og af öllum tilfinningum
mínum. Ég ætla að njóta —
njóta þar til yfir lýkur. Þegar
ástin deyr, þá er allt kalt og
búið. — Nýtur þú þess að
standa hálfnakin fyrir fram
an allt þetta fólk, sem að svo
oft horfir á þig?
— Ég skammast n
fyrir að sýna, hven
skapaði mig, ef hlutv
krefst þess. Ef það
fólk að horfa á mig, g
einnig. En ef að fólk I
eins á mig með fíkni,
ég það.
En hvaða gagn he
því að vera stjama?
þessi tvö hús í Paríí
íbúðin á Rivierunn
steinar og pelsar? É
ist leannske minnkash
en — ég vil miklu hel
an samfesting!
Þannig hugsar Birg
dot, á meðan þúsundi:
þrá að vera frægir,
undir manna eins og
Charrier standa við
dyr og þrá að komast
ir — til hennar.
I
g 1. apríl 1962 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ