Alþýðublaðið - 01.04.1962, Blaðsíða 15

Alþýðublaðið - 01.04.1962, Blaðsíða 15
stóS gamalt skólahús. Ben svitn aöi og liann tók máttleysislega um stýrið. ,,Vi3 erum koanin“, sagði hann. „Þarna er skólinn11. Dalby sagði: „Gættu þín“. Hann náði sér og rétti bílinn við á veginum. Ernis hvíslaði úr aftursætinu: „Þú hefur ekki lokið verk- inu enn“. „Ég veit það“, sagði Ben. Hann beygði mjög gætilega inn á slétt svæði'ð fyrir framan skólann. Ernie tautaði eitthvað í hljóðnetnann. Ben beygði sig áfram og reyndi að rýna út í myrkrið. > Hann sá aðeins gras og tré og runna. „Guð minn“, sagði Ben. „Ég hef gert allt sem liann sagði mér. Ætlar hann ekki — „Á veginum þarna“, sagði Dal by. ,,Sérðu!“ 26 A1 Guthrie stóð í myrkrinu og hoj-fði á bílinn aka framhjá. Hann ók í minna en tíu feta fjarlægð frá honum og hann sá þau vel. Forbes ók hægt eins og honum hafði verið sagt. Forbes gerði allt, sem honum hafði verið sagt að gera. Lor- ene var með Ijonum, Þegar bif reiðin beygði inn á veginn langt frá haföi hann séð rauða liárið hennar. Svo hún hafði. ekki logið. Hún ætlaði að koma aftur til hans.~ Tík, hugsaði hann. Hóra! Hann langaði til að stökkva til þeirra og tæta bíldyrnar opnar og henda henni niður á jörðina og berja haná þangað til hún veinaði á hjálp. Ég get drepið þau bæði núna, hugsaði hann og hann ók býsshna í hendi sér. Tvö skot. Eitt handa Lorene litlu sem hélt að hún gæti hætt að vera konan mín og eit’t lianda gáfnaljósinu hohum For bes sem sagði henni hvernig löglega væri farið að þyí. Og svo eitt skot til viðbótar handa konunni hans Forbes og skilja þau svo öll eftir í skóginum og láta þau fara til helvítis. Aðeins eitt hélt aftur að hon um. Hann þráði Lorene. Hann var óður í hana og þegar hann hefði lokið sér af, þegar liann hefði lokið sér almennilega af væri nægur tími til stefnu og það yrði ekki neitt fljótvirkt eins og kúla. Iiún skildi fá aö vita af því. Ilann hafoi ekki séð hana síð an hún öskraði á hann og hót- aði honum lögreglunni. Hann virti hana fýrir sér meðan liún ók fram hjá með allVþetta rauða hár og hvíta hörund. Hann hló og stakk byssunni í vasa sinn. Hann hlustaði með athygli en hann heyrði aöeins vélarhljóðið í bíl Fcrbas. Iíann hljóp niður á forugan veginn og hlustaði. Hann heyrði ekkert nema gnauðið í i’indinum. Það leit út fyrir að Foi bes hefði komið einn. Það leit úr fyrir að allt væri í lagi. En A1 vildi ekki hætta á neitt. Forbes átti eft ir að aka ; ila lciðina að skólan um og snúa við og koma aftur til baka. Ff einhver elt'i liann, læddist í h'unátt á eftir honum og hélt a h; nn gæti leikið á A1 Guthrie þá skjáflaðist honum. Hann myndi sjá þá í tima. Hann kveilcti sér í sígarettu og saug reykinn að sér og hon- um leið vel. Ég sé urn þau, hugsaði hann, Ég sigra. Hann h.ig aði _um Lorene. ■Hann stappaði n.iður fótunum og skalf af æsingi. I>að sást eiikert á veginum og ckkert vélarliljóð heyrðist. A1 henti sígarett.unni frá sér og hljóp inn í grasið þangað sem hann haíði staðið. Hann bjóst við að Forbes væri að snúa við. Hann fór mn milli trjánna og notaði vasaljósið sitt. Hann haföi skilið Carolyn eft ir bundna mn milli trjánna. Hún lá þar -eim. Augu hennar voru opin en hann vissi ekki hvort hún skiidi hvnð var að ske eða ekki. Stundum var hún eins og vofa. Hun hafði samt ekki vald ið honum neinum trafala síðan þau fóru úr skólanum og það var gott Ef allt gengi vel fengi Forbes hana aftur og yrði hon um að góðu. Hann leysíi haiia og dró hana á fætur og hún sagði ekkert. Fætur h m \ora óbundnar en hún tti rrfitt um gatvg og hann vn : nð íiátMraga hana. Hendur tienr-ar voru buu*dnar fyrir aft' n hak og hún var kefld svo hún ■••kki veinað. ,,Svona. svora“; sagði hann glaðhlakkandi og d^ó hana eft- ir jörði iii. „Viltu ekki fara heim eða hvaö?“ Þegar þuu '-•. ... ntS skógarjaðr inum tc’ hann fastar utaij um hana. H:">n tók byssuna upp úr vasa sínutn og h' isi'aðh en hann heyrði " ' '!nr. véi.nrhljóðið úr bíl Forbos. Hann ' miðjan veg- inn og 'íóð hnr og hélt- kon- unni fyrir sér eins óg skildi. LjósiS fóilu á '• ". Hann sá Ben For’- sttia hálfhoginn yf ir stýrini! t jc.-cv t'é’f á hár T.or one en 5 ' i liéit hendirmi fyrir augunun 1 >1 aíi skyggja á aug un og andlit hcnnr.r var í skugga. Bíllinn r t ar í tuttugu feta fjarlægð. Það ískraði í bremsun n Vélin þagnaði. A1 dró konuna að sér og beygöi sig. Hann veifaði byss- unni fram og aftur. Hann vildi ganga úr skugga um að þau sæu hann. „Allt í lagi!“ galaði hann. „Farið þið út. Hægt og gætilega. Og hafið hendurnar þar sem ég sé þær!“ Hann andaði með munnin- um og það glytti í tennurnar. Hann leit flöktandi á þau, á Forbes, á Lorene. Forbes fór út úr bílnum og stóð og hélt með annarri hend- inni um húninn og laut álútur áfram. Það leit út fyrir að hann langaði til að gráta. „Carolyn", sagði hann. „Car olyn“. Konan stundi. „Þegið“, sagði Al. „Ég segi til“. Hann virti Lorene fyrhA sér þegar hún fór út úr bílhum. „Komdu til mín kerling“, sagði hann. Ben Forbes gerði sig líklegan til að ganga til hans og A1 veif aði byssunni að honum. „Vertu þar sem þú ert“. Hann starði á Lorene. Hún hik aði við dyrnar eins og hún væri hrædd við hann. „Hvað er að?“ spurði Al. „Sagði Forbes þér ekki hvað ég hef gert fyrir þig?“ „Ég" sagði henni það á leið- inni hingað“, sagði Ben. ,,í guð anna bænum slepptu henni Gut hrie“. - , Eftir augnablik“, sagði A1 og skemmti sér vel. „Komdu nú Lorene. Þú ættir að vera stolt yfir að ég er svona vitlaus í þér“. Hún gekk fyrir honum á bíln um og laut höfði og hélt tösk- unni að kvið sér. „Guthrie", sagði Forbes", slepptu henni!“ Lorene gekk til hans, hún sveif yfir grasið. Allt í einu leið A1 undanlega eins og í draumi sem skiptir um mynd. Augu hans urðu starfandi. Munnur hans opnaðist. Hann öskraði: „Þetta er ekki Lorene”. Og þá brast það allt, þá spbakk það allt svo hratt að hann réði ekki við neitt. Lorene sem ekki var Lorene lét fallast á jörð ina og Forbes réðst á hann eins og óður maður og A1 skaut ó hann en djöfulsins helvítis mell an sem hann hélt utan um lifn- aoi við eins og hún hefði verið að bíða eftir þessari stund og henti sér á handlegg hans svo hann_ hitti ekki. Svo henti hún sér til jarðar og hann hélt ekki á neinu nema peysunni hennar í höndunum og líkami hennar hvíldi þungt á fótum hans. Hann sleppti henni alveg og skaut riglaður aftur. Kúlan fór í bílinn. Ben Borbes lá á jörð- inni og skreið til Carolyn og hún skreið til hans. A1 langaði til að skjóta þau en gerfi Lor ene hafði byssu. Hann sá hana lyfta henni og hann vissi að hún mvndi drepa. hann. Svo heyrði hann aðrar raddir. Far- angursgeymsla bíisins opnaðist og týlft manna virtist falin í bílnum og einhver kallaði í hann og sagði honum að sleppa byssunni og upp með liendur. Ljósin féllu í andlit hans og nú voru þau skær. Hann skaut í blindni á bílinn og flýði. Þau skutu á hann. Öll sömul. Guð, Kristur, Jesús, þau ætluðu að drepa hann. Það voru milljón skot. Kúlurnar þutu um hann, eltu hann uppi. Hann þaut inn milli trjá- nna. Þau eltu hann ekki. Hann nam staðar eftir smá : stund í skugganum af gömlu tré. Fætur hans skulfu undir honum og hann verkjaði í brjóst- ið. Hann hallaði sér upp að og reyndi að átta sig. Þau höfðu lagt gildru fyrir hann. Þau höfðu logið að hon um og svikið hann og reynt að myrða hann og konan var ekki Lorene. Og nú var Forbes búinn að fá konuna sína lieila á húfi og hann hafði ekkert að selja lengur. Þau höfðu sigrað hann. Þau voru sigurvegararnir. Lorene og Forbes og grindhoraða kvensan . og io.nn hafði ekki verið fær um að drepa þau. Djöfulsins hyskið. Djöfuisins helvítis andskotans pakkið. Hann tætti visna grein af trénu og lamdi og barði í trjá stofninn með henni þangað til hún brast í sundur og þá lagð ist hann niður og barði kreppt um hnefunum í rakan mosann. Það var hlj.ótt í rjóðrinu. Vind urinn gnauði í þurrum laufun um. Það var kalt og stjörnurnar voru bjartar á himninum. Hann var enn lifandi. Þau voru lirædd við hann. Þau höfðu ekki elt hann. Hann var frjáls og lifandi og hann hafði byssu. Hann gat enn sigrað. Hann fálmaði í vasa sinn eft ir sígaretttu. Hendur hans tit- uðu eins og hendur gamallar konu meðan hann kveikti í síg- aretttunni, en þaS var af því að hann hafði hlaupið svo hratt. Það liði hjá. Hann gat enn sigrað. Hann leit upp og í áttina sem hann hafði komið úr og hann sagði stundarhátt: Heyrið þið það lygnu hundingjarnir ykk- ar? Ég er ekki búinn að ljúka mér af enn“. . Hann lauk við sígarettuna og lienti stubbnum í mosann og lagði af stað. Nú hljóp hann ekki. Þau héldu að þau gætu látið hann hlaupa á heimsenda en þar skjátlaðist þeim. Hann var ekki svo heimskur að bíða þarna og leyfa þeim að drepa sig. Nei, hann hljóp ekki. Og nu vissi hann svo sannarlega hvar hann stóð. Hann vissi hvað hann varð að gera. Hann gekk dálítið lengra og svo nam hann staðar. Hann heyrði eitthvað. Menn tala, menp að ganga um. Há rödd talaði, baulaði nafn hans. „Guthrie. A1 Gutlirie. Þetta er Magnússon hreppstjóri sem tai' ‘J ar. Þú ert umkringdur. Þú get» ur ékki komist undan“. if Gríðarlega voldug rödd, lítc'1 rödd Guðs undir stjörnunum.' Hátalari. : t A1 stóð og leit tryllingslega umhverfis sig. « „Reyndu ekki að sýna mót-" stöðu Guthrie. Hentu byssunni * frá þér”. ' Djöfullinn, það var dimmt. Hvernig gátu þeir séð hvorí hann henti henni frá sér eða, 1 ekki? Hann hélt fast um byssuna og- hljóp burt frá þrumuröddinni. Um leið voru raddirnar og fótatakið nær og háværari. „Vertu ekki asni Guthrie, þú ' ert umkringdur. Hentu byss- unni!“ ,,Farið til andskotans". öskraðl A1 á móti. „Þið drepið mig hvort eð er“. Hann skaut á raddirnar og hljóp, hrasaði um runna, féll, stökk yfir gil og hvarf inn milli trjánna. Alls staðar voru m.enn, að baki hans, til hliða, framundan. Hann hljóp í hring og hring urinn minnkaði stöðugt. Hann bölvaði þeim. Hann grét og hann bölvaði þeim og hring- urimi minnkaði. Þarna var tré sem hann gafc klifrað í. IJann stakk byssunni J í vasann og hóf að klifra. Fæt ur hans runnu til á stofninura og hrjúfur börkurinn tætti hend ur hans. Hann kleif eins hátt og hann komst og nam svo stað ar og greinarnar svifnuðu undir honum og hann tók aftur frara hyssuna. „Komið þið bara“, hvísláði : hann og leit á myrka jörðina./ „KoniMr þið bara húndingjar!“ Tárin runnu niður kinnar hans. Hann öskraði: ,,Komið þið! Kom ið þið“. Líkami hans skalf af áköfum ekkasogum. Hann sá einhverja hreyfingu í myrkrinu og hann skaut og skaut og hann heyrði ekki skothljóðið sera flutti kúluna sem felldi hann. ENDIR. ÓDÝR NÆRFÖT fyrir börn og fullorðna. Miklatorígi við hliðina á ísborg. .•IIMMHUnillMMIlUIMMfllMIMMMIMMIIUnilllimmM. IIMIIMMIMIIiMIMIIMIMmiMMIMIMMMI' HMIIMMi. Humliiuii. IIMIHIIIIIIM. HIIHMIIIIMMi MlHMIHHMMt MMMMIIMMMM MlMIIHtMIUil IIIHIIIIIIilllil MIMMIIIIlMI' IIIIMHIUMI* ilHHHIM*' Hteinsum vel Hreinsum fljótt Hreinsum allan fatnað Sækjum — Sendum Efnalaugin LINDIN HF. Hafnarstræti 18 Sími 18820. Skúlagötu 51 Sími 18825. ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 1. apríl 1962 15

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.