Alþýðublaðið - 01.04.1962, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 01.04.1962, Blaðsíða 3
S.ÓMADUR JÁTAR SÖLU Framhald af 1. síðu. Grimsby, kemur niður að höfninni þar leignbilstjóri er Harry nefnist. Hefur hann alltaf til sölu ótak- markað af ritalíntöflum og einnig amfetamin. Sjómaðurinn, sem lief- ur verið í siglingum í mörg ár, keypti áður ritalintöflur í lyfja- verzlunum án lyfseðla. Fyrir 2 árum var sú sala stöðvúð í Eng- landi og kynntist sjómaðurinn þá Harry, sem seldi lionum þessar töflur. Ekki kvaðst sjómaðurinn hafa selt aðrar töflur en þær, sem hann lét sölumanninn frá Akranesi fá. Hins vegar hefur hann sjálfur neytt ritalíntaflanna, og kveðst hafa keypt alls 5 stauka á árunum, en hver þeirra inniheldur 100 töfl- ur. Hefur hann keypt staukinn á eitt pund. í jólaferð, sem hann fór til Grimsby á s. 1. ári bað hann Harry að útvega sér amfetamin. Gerði Harry það, og lét hann hafa glas með 1000 töflum í, sem hann seldi á 4 pund. Skömmu seinna komst sjómaðurinn að því, að í hverri töflu voru ekki nema 5 mililgrömm af hreinu amfetamíni, en það þótti honum ekki m^ilega sterkt, og seldi þá fyrrnefndum sölumanni töflurnar er hann kom í land. Annað segist hann ekki hafa selt. Ekki kvaðst hann vita nema um einn annan sjómann, er keypt hafði ritalíntöflur af Harry. Ekki ber þeim saman sjómanninum og sólu manninum, hvað viðvíkur þeirri upphæð er sjómaðurinn fékk fyr- ir töflurnar hér. Eins og fyrr seglr voru svo f jór- ir menn teknir í fyrrakvöld á veit- ' ingastofunni Vesturhöfn. Reyndust þeir vera með ritalín og meproba- mati-töflur, sem þeir liöfðu feng- ið út á lyfseðla, en neyttu þarna með áfengi. Höfðu þeir fengið Iyfseðla hjá læknum, — annar preludíntöfl- urnar út á konu sína, en eins og kunnugt er, þá eru það megrnnar- töflur. Hinn hafði komið til lækn- is og borið sig illa, kvaðst vera slæmur á taugum, og fékk hann 30 meprobamati-töflur. ~Er Alþýðublaðið ræddi við Svein Sæmundsson í gær, sagði hann að íþreludíntöflur virtust vera sér- staklega vinsælar hér, og menn svikið þær út á margan hátt — oft út á konur sínar. Sagði hann að ásókn ungs fólks í þessi nautna- lyf virtist vera takmarkalaus. KAY GREGSON FEGRUNARSÉRFRÆÐINGUR Á FERÐINNI HÉRLENDIS FRÚ Kay Gregson frá snyrti- vörufyrirtækinu Innoxa kemur liingaö til lands á morgun til þess aö kynna snyrtivörur frá fyrir- tæki sínu og leiðbeina konum um fegrun og snyrtingu. Frú Gegson mun dveljast hérlendis fram und ir lok næstu viku og verður liún til viðtals í útsöluverzlunum Inn oxa, sem eru Regnboginn, í Banka stræti, Stella, Bankastræti, Sápu húsið, Austurstræti og Oculus Austurstræti. Þar mun bún veita þeirn viðskiptavinum, sem þess óska, ókeypis leiðb'ir ingar um val og notkun á snyrtivörum. Þá mun frú Gregson einnig hafa n.k. miðvikudag sýnikennslu og leiðbeiningar að Hótel Borg. Boðs kort verða afhent á áðurnefndum ] verzlunum. Frúin mun heimsækja Hús- mæðraskóla Reykjavíkur, og að síðustu holdur hún námskeið fyr ir afgreiðslustúlkur Innoxa út- söluverzlunanna. Fréttaþjónusta G J Á ■ \ \>Ai> KVAÍ> VSRA Á SE.XTAND0 S/OU Álfarnir á Akureyri komust í New York Times og eitt af óskabörnum þjóffarinnar kom heim eftir erfiffa útivist í New York. Sjómenn vilja ekki leigja FÆREYINGAR hafa nú óskað eft ir því að fá á leigu einn íslenzkan togara. Hafa þeir þó látið þess getið, að ekkert yrði úr þeirri leigu, ef hún væri í óþökk íslenzku sjómannasamtakanna. Umboðsmaður Færeyinganna hér á landi leitaði í gær til Jóns Sig- urðssonar, formanns Sjómanna- félags Reykjavíkur, og óskaði eft- ir áliti sjómannasamtakanna á málinu. Samninganefnd togarasjómanna kom saman til fundar í gærmorg- n og ræddi málið. Hafði Jón Sig- urðsson þá áður athugað hvort ekki þyrfti leyfi íslenzkra stjórn- arvalda til slíkrar leigu. Kom í ljós að þess þurfti, en það er sjávarútvegsmálaráðuneytið, sem með þau mál hefur að gera. Það var einróma álit nefndar- innar, að sjómannasamtökin hlytu að snúast gegn því, að togarar yrðu leigðir úr landi, sérstaklega meðan á verkfallinu stæði. Verður sjávarútvegsmálaráðu- neytinu tilkynnt afstaða nefndar- innar með bréfi, sem sent verður á mánudag. Laukur hækkar í verði MATLAUKUR kostaði fyrir nokkrum dögum kr. 13 kg. — en í dag borga húsmæður 24,10 fyr- ir sama magn. Húsmóðir hringdi til Alþýðublaðsins í gær og spurði, hvort þetta gæti verið rétt verð. Alþýðublaðið hafði sam- band við verðlagsstjóra og sagði hann, að laukurinn hefði hækkað gífurfcga með síðustu sendingu. — og þetta væri eitt hið hæsta verð, sem lagt hefði verið á lauk. Þessi nýja, dýra sending kemur frá Hollandi, en laukur hefur ver ið fluttur hingað áður frá Hol- landi Póllandi og fleiri löndum. Verðlagsstjóri sagði, að þessar miklu sveiflur í verðlagi orsökuð ust af því, að laukur og ýmsir ávext ir væru háðir árstíðum, þannig, að þeir væru dýrastir í verði, þeg ar lengst veeri frá uppsker/tím- anum-, — en lækka, þegar mark aðurinn fyllist. Afli lítill og flenzufár Hnífsdal, 31. marz. AFLI bátanna er tregur. Tveir eru á þorskanetum og þrír á línp. Línu'Játar hafa fengið um 8—15 tonn í róðri. Hér er norðangarður og hann gengur á f.ieð snjókomu öðru hvoru. Flenzan gengur hér, en fer fremur hægt yfir. Þó mun hafa vantað um 18 manns af um fimm- tíu manns, sem starfar í frystihús nu. mmm Alþýffublaffsmyndin, sem var tekin í Bankastræti í gær, þarfnast ekki skýringa. ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 1. apríl 1962 3

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.