Alþýðublaðið - 12.04.1962, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 12.04.1962, Blaðsíða 1
43. árg. — Fimmtudagur 12. apríl 1962 — 86. tbl. psawisa starfsmenno i6. síða ^VERKFALLSBRJÓTURINN Karls efni seldi afla sinn í Cuxhaven í ‘ gærmorgun, 185 lestir fyrir 175 þúsund mörk. Togarinn seldi án leyfis íslenzkra yfirvalda og hefur því gerzt brotlegur við útflutnings löggjöfina. Sjávarútvegsmálaráð herra hefur lýst því yfir, að útgerð in verði sótt tii þyngstu refsingar að lögum. Alþýðublaðið hefur fengið upp lýst, að forstjóri útgerðar Karls efnis, Ragsiar Þorsteinsson, leitaði til sjávarútTegsmálaráðuneytisins daginn áður en togarinn seldi í Cuxhaven, og fór fram á leyfi fyrir Karlsefni til að selja á brezk um markaði. Ragnar skýrði jafn framt frá því að togarinn væri á 'veiðum Við' ísland. Ráðuneytið neitaði um söluleyfi fyrir togaranu Jón Sigurðsson, formaður Sjó mannafélags Reykjavikur, sagði blaðinu í gærdag, að hann hefði " rætt við Emil Jónsson sjávarútvegs málaráðherra, um málið. Ráðherr ann hefði lýst því yfir við sig, að útgerð Karlsefnis yrði sótt að lög um til þyngstu refsingar fyrir brot á útflutningslöggjöfinni. Jón kvaðst vera agndofa yfir 4/éttinni um sölu Karlsefnis íj Cuxhaven, því gerðar hefðu verið ráðstafanir til að togarinn gæti ekki fengið afgreiðslu þar. Hann sagði, að þann 26. febrúar hefði verið skrifað til Alþjóðasam bands flutningaverkamanna, ITF, og skýrt frá því að togaraverkfall hæfist að líkindum 10. marz. Farið var fram á, að íslenzkir togarar fengju ekki afgreiðslu á neinu öðru, frá og með 10. marz, en því sem þyrfti til heimferðar. Þegar frétzt hefði að Karlsefni hefði tek ið ís í Bremerhaven 21. marz hefði Sjómannafélagið þegar gert ráð stafanir í gegn um ITF til þess að löndun fengist ekki úr togaranum. Þetta væri staðfest með bréfum og skeytum frá ITF. Jón Sigurðsson sagði, að strax og sá kvittur liefði komið upp í fyrradag um að Karlsefni væri á leið til Þýzkalands hefði verið tal að við ritara fiskimannadeildar ITF Ilann hefði sagzt mundu setja sig í samband við Cuxhaven, Bremer- haven, Hamborg og Kiel til að koma í veg fyrir löndun. Þetta var mikið áfall fyrir okk ur, sagði Jón Sigurðsson, því greini lega 'hafa okkar menn brugðist í Páll Sigurðsson Björgvin Guðmundsson Alþýðuflokkurinn samþykkti framboðslista sinn við borgar- stjórnarkosningarnar í Reykja- vík einróma á fundi í fyrrakvöld. Varð Alþýffuflokkurinn fyrstur allra flokkanna til þess að ganga endanlega frá framboðslista sín um í höfuðstaðnum. í efsta sæti listans er Óskar Hallgrímsson, rafvirki, formaður Félags ísl. rafvirkja, í öðru sæti er Soffía Ingvarsdóttir, húsfreyja, form. Kvenfélags Alþýðuflokksins í Reykjavík, í þriðja sæti er Páll Sigurðsson, tryggingayfirlæknir, í fjórða sæti er Björgvin Guð- mundsson, viðskiptafræðingur, menn, sem unnið htfa fyrir formaður Sambands ungra jafn- flokkinn við hlið fulltrúa verka aðarmanna og í fimmta sæti er lýðslireyfingarinnar að fram- Pétur Pétursson, forstjóri, for- gangi mála Alþýðuflokksins. — maður Alþýðuflokksfélags Hefur sama sjónarmið verið Reykjavíkur. ríkjandi við val fulltrúa á fram- boðslistann nú í Reykjavík. í Magnús Ástmarsson borgar- efsta sæti listans er ungur verka fulltrúi Alþýðuflokksins baðst lýðsleiðtogi, Óskar Hallgríms- undan því að vera í kjöri á ný. son, sem notið hefur óskoraðs Alþýðuflokkurinn hefur allá trausts í stéttarfélagi sínu um tíð haft í kjöri við kosningar til langt skeið. Hefur Óskai verið alþingis og bæjarstjórnar full-formaður í félagi sínu nú um 14 trúa frá verkalýðshreyfingunni.ára skeið og sýnir það vel, hvers en jafnframt hafa verið í kjöritrausts hann hefur þar notið. Óskar fyrir flokkinn ungir mennta-hefur um langt skcið verið fulltrúi á þingum Alþýðusambands íslands Hann var um skeið formaður Fulltrúaráðs verkalýðsfélaganna Reykjavík og einnig yar hann um skeið framkvæmdastjóri Al- Framboðsmyndir > 7. síða! þýðusambands íslands. Óskar er '.formaður IðnfræS|sIuráðs og hefur verið það mörg undanfar- in ár. Soffía Ingvarsdóttir hefur haft á hendi forustu í kvennasamtök- um Alþýðuflokksins um Iangt árabil. Hún hefur verið formað- ur í Kvenfélagi Alþýðufloltks- ins nú um 18 ára skeið. Soffía hefur oft áður verið í kjöri fyr- ir Alþýðuflokkinn í Reykjavík bæði við alþingiskosningar og bæjarstjórnarkosningar. Hefur 'hún verið varamaður flokksins á alþingi og var um skeið í bæjarstjórn sem aðalfulltrúi. Soffía hefur einnig haft á hendi margvíslegí trúnaðarstörf fyrir kvennasamtökin og munu konur Framhald á 3. síðu Soffía Ingvarsdóttir Pétur Pétursson

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.