Alþýðublaðið - 12.04.1962, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 12.04.1962, Blaðsíða 2
[ Mtstjórar: Gigil J. Ástþórsson (áb.) og Benedikt Gröndal. — Aöstoöarrltstjóri: Björgvin Guðmundsson. — Símar: 14 900 — 14 902 — 14 903. Auglýsingasíml XI 906. — Aðsetur: Alþýðuhúsið. — Prentsmiðja Alþýðublaðsins, Hveríisgötu 8—10. — Áskriftargjaid kr. 55,00 á mánuði. í lausasölu kr. 3.00 eint. Útgef- andi: Aipýðuflokkurinn. — Pramkvæmdastjóri: Ásgeir Jóhannesson. Verkamannabústaðir ALÞINGI afgreiddi í fyrradag ný lög um verka>- mannabústaði'. Samkvæmt óskum Alþýðuflokksins liafði ríkisstjórnin látið endurskoða gömlu lögin, sem voru orðin gersamlega úrelt, og síðan lagt fyr- ir þingið frumvarp að nýrri löggjöf. Hefur hún nú verið afgreidd, og má þar með segja, að verka- mannabústaðir hafi öðlazt nýjan tilverurétt. Á sínum tíma voru lögin um verkamannabústaði og framkvæmdir á því sviði einn mesti sigur Al- þýðuflokksins og alþýðustéttanna í landinu. Síðan hefur efnaliagur almennings batnað stórlega og (þúsundir manna getað eignazt íbúðir, sem aldrei ihefðu hugsað til slíks fyrir stríð. Jafnframt hefur verðbólgan gert lögin um verkamannabústaði úr- elt. Þrátt fyrir hinar miklu þjóðfélagsbreytingar er enn rík ástæða tii að veita hinum efnaminnstu að- stoð til íbúðabygginga samkvæmt kerfi verka- mannabústaðanna. Þess vegna er endurskoðun lag anna mikill sigur, sem vonandi verður til að hleypa mýju lífi í framkvæmdir og tryggja. að þeir njóti, sem mesta þörf hafa fyrir. Verkamannakjör KÍKISSTJÓRNIN hefur með bréfi til Alþýðu- isambands íslands gert grein fyrir sjónarmiðum sínum varðandi kaup og kjör næstu mánuði. Er iþetta bréf hið athyglisverðasta, og má benda á eft irtalin atriði: 1) Ríkisstjórnin hefur sterkan áhuga á að tryggja kjarabætur, eins og framast er hægt á raunhæf an hátt. Stjórnin vill forðast kauphækkanir, sem ekki eru raunhæfar og valda nýrri dýrtíð- aröldu. 1) Stjórnin vill atnuga sérstaklega möguleika á hækkun launa hjá verkamönnum, sem hafa lægst laun fyrir. Stjórn Alþýðusambandsins taldi það ekki vera í sínum verkahring. ö/ Stjórnin hefur gert mikið til að leita að leiðum 'Jl kjarabóta með hagkvæmari vinnutilhögun, akvæðisvinnuskipan og öðru slíku. 4) Tillögur um að lækka vöruverð að marki með lækkun skatta og tolla hafa ekki reynzt raun- hæfar. Þeim hafa ekki fylgt tillögur um sam- 1 bærilegan samdrátt á fjárlögum, sem verður að ? fylgja> ef ekki á að reka ríkisbúið með stórfelld- £ um halla. i Þessi stefna stjórnarinnar er vafalaust rétt. Ný bylgja kauphækkana, sem gengi til allra stétta, ;imundi leiða t:l nýrrar verðbólgu, þannig að allir ' istæðu í sömu sporum — en þjóðauheildin biði tjón ? afr ' ú-.-í.ú-'w : ^ . 2 12. apríl 1962 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ Tækið kostar kr. 359,50. Brúsi af shampó kr. 57,70 PÓSTSENDUM. Glæsilegt nýtt heimilistæki sem gerir yður kleift, að halda gólfteppunum tandurhréinum — fyrirhafnarlaust. REX-BISSELL teppahreisarinn ásamt BEX-BISSELL gólfteppashampoo, eru langárangursríkustu tæki, sinnar teg- undar, á markaðnum. -k Reynið BEX-Bissell þegar í dag ★ Notið aðeins það hezta ★ Notið pi^f-Bissell TEPPI H.F. Austurstræti 22 Sími 14190. HANNES Á ★ Framboð ákveðin. ★ Sex listar verða í kjöri. ★ Gallarnir á stjórn borg- innar. ★ Einræði eins floltks eða samstarf. BÆJARSTJÓRNARKOSNINGAR eiga að fara fram í maí. Flokkarn- ir undirbúa nú framboð sín hver í kapp við' annan. Alþýðuflokkur- inn liefur orðið fyrstur með fram- boð eins og oftast áður. Þetta fer eftir föstum reglum þar. Fulltrúa- ráð flokksins, cn það er skipað fólki úr pólitfskum félögum flokks- ins svo og verkalýðsfélögunum, ■ sem Alþýðuflokksmenn liafa stjórn á, kýs fjölmenna uppstillinga- HORNINU nefnd, sem síðan ræðir framboð og tekur ákvörðun um. Þó er það ekki gilt fyrr en sameiginlegur, almennur fundur í flokksfélögun- um þremur, Alþýðuflokksfélaginu, Kvenfélagi Alþýðuílokksins og Fé- lagi ungra jafnaðarmanna, hefur samþykkt framboðið. En síðan verð ur fundur í fulltrúaráðinu að leggja endanlega samþykkt á það. ÞESSUM fundahöldum er nú lokið og framboðslistinn við bæjar- stjórnarkosningarnar ákveðinn. — Vitanlega verða alltaf deildar mein ingar um framboð, eða oftast nær, ! en þegar ákvörðun hefur verið tekin standa allir flokksmenn sam- an og vinna að því, að sem flestir 'fulltrúar flokksins nái kosningu. — Mjög erfiðlega hefur gengið hjá öðrum flokkum að koma sínum framboðum saman. -Þar kemur til greina djúptækur stjórnmálalegur skoðanamunur. Sjálfstæðisflokkur- inn hefur cfnt til almcnnrar skoð- anakönnunar, en úrslit hennar eru aldrei gerð opinber. Forystumenn- irnir eiga að hafa þau til hliðsjón- ar. Stundum cru þau í samræral við skoðánir forystumannanna, og þá er allt í lagi, en stundum eru þau það ekki, og þá er ekki tekiO tillit til þeirra. ( ÞAÐ ER einkennilegur siðut Sjálfstæðismanna að hafa í kjöri við skoðanakannanir sínar, menn, sem kunnir eru að vinsældum eru í naiklu áliti meðat bæjarbúa, án þess að vita fyrirfram hvort við- komandi menn fallist á að vera í kjöri. Það mun líka vera venjan hjá flokknum að láta flokksmenn- ina nokkurnveginn sjálfráða um hvaða borgara þeir gefa atkvæðl sitt við prófkjörið. Nú munu Heim dallarfélagar hafa tekið þátt í prófkjörinu, en í því félagi eru unglingar niður í fjórtán ára aldur. I AULT BENDIR til þess að nú verði fleiri listar í kjöri en nokkvu Framhalö á 12. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.