Alþýðublaðið - 12.04.1962, Blaðsíða 13

Alþýðublaðið - 12.04.1962, Blaðsíða 13
Missti tvo fingur Bætur: 177,196 kr. HÆSTIRETTUR hefur nýlega kveðið upp dóm í skaðabótamáli, sem Þorsteinn Þorleifsson höfð- aði gegn Júpíter og Mars h. f. Kvað rétturinn hæfilegar skaða- bætur kr. 177.196,00 er Þorsteini skyldu greiddar sem skaðabætur fyrir slys, er hann hlaut við vinnu í vélarsal Júpíter og Mars. Málavextir voru í stuttu máli t>eir, að þegar Þorsteinn Þorleifs son var við vinnu á flökunarvél í vélarsal hjá Júpíter og Mars hf. MEÐAL sýningarhluta, setn vakiö hafa athvgli á vöru- sýningunni í Utrecht í Hollandi, er svonefndur „atómhlífffar- hattur". HöfuðfatiS kostar sem svarar 40 íslenzkum krónum og er eldfast, auk þess sem atómgeislar eiga ekki að kom ast í gegnum það. vildi það óhapp til, að hann fékk karfa í hnésbótina og hrasaði við það. Studdi hann sig í fallinu við flökunarvélina með þeim afleið- ingum, að eggjárn vélarinnar tætti af honum 2 fingur. Enginn sjónarvottur var að slysinu. Höfðaði Þorsteinn mál og krafð ist bóta að upphæð kr. 283.675,- 40. Undirréttur kvað hæfilegar bætur 207,196.00 kr. með 6% ársvöxtum til greiðsludags og 17.- 600 kr. í málskostnað, sem greidd ur skyldi innan 15 daga frá lög- birtingu dóms. Þessum úrskurði réttarins áfrýj uðu báðir aðilar til Hæstaréttar. Hæstiréttur kvað upp þann úr- úrskurð, að bætur Þorsteins skyldu, lækka niður í 177.196.00 kr. með 6% ársvöxtum. Málskostn aður var hæfilegur ákveðinn 30 þúsund kr. Sératkvæði í málinu greiddi Gissur Bergsteinsson og sýknaði hann Júpíter og Mars af allri bótaskyldu. Úrskurð sinn reisti hann á þeim rökum, að ósannað væri að slysið hefði orðið með þeim hætti, sem stefnandi sagði vera. skrifstofu ríkisins FERÐASKRIFSTOFA ríkisins mun nú, eins og oft áður, gefa fólki kost á að losa sig úr viðjum hversdagslífsins um páskana og taka sér ferð á hendur um ein fallegustu og söguríkustu héruð Suðvesturlands. Ferðaskrifstof- an mun, í félagi við B. S. í., efna til 3 daga ferðar til Snæfells- ness, 2 daga ferðar um Borgar- fjörð og 1 dags ferðar til Gull- foss og Geysis og um Reykjanes. Snæfellsnessförin verður haf- in á laugardag fyrir páska og ek- ið sem leið liggur til Stykkis- hólms og gist þar. Um kvöldið verður efnt til kvöldvöku, þar sem saga Snæfellsness og helztu merkisstaða þess verður rakin og skýrð. Á páskadagsmorgun verður gengið um ná- grennið og það skoðað og eftir hádegi verður gengið á hið forn fræga Helgafell, sem er elzti helgistaður á landinu. Þar má ætla að fólki gefist kostur á upp- T T I Vinningum fjölgar úr 660 í 1200 i n o 'álftl 'cX^SÍaaA 6 her!-ergja efri hæð Savamýri 59, 149 ferm. ásamt 1/3 þvottahúss og ketilhúss í kjallara og geymslu, hlutdeild í leigulóð og bílskúrséttindi. Vinningnum fylgir: gólf- teppi á stofur, (eftir litavali), og eftirtaidar lieimiiisvélar: Husquarna samstæða, eidavél og bakarofn, Frigidaire kæliskápur. — Westinghouse þvottavél, — Kitchen Aid uppþvottavél, Kitch"’’ Aid hrærivól. VINNINGAR í MANUÐl hrú r líSE- Verðmæti kr. 900.000.00 Útdregin í 12. flokki. Sýningartími: Fimmtudag, 12. apríl kl. 5— 8. Föstudag 13. apríl kl. 5 — 8. Laugardag 14. apríl kl. 2 — 8. Sunnudag 15. apríl kl. 2 — 8. Skírdag, 19 apríl kl. 2 — 8. Laugar- dag 21. apríi kl. 2 — 8. 2. Páskad. 23. apríl kl. 2-8. Sala á lausum miðum fer fram 12., 13., 14., 16. og 17. apríl. — Endurnýjun ársmiða og flokksiniða hefst 18. apríl. fyllingu óska sinna, hlíti menn réttum siðum við uppgönguna. Þá verður ekið til Grundarfjarð- ar og síðan hinn nýja veg fyrir Búlandshöfða og til Ólafsvíkur. Búlandshöfði er frægur úr sögu íslenzkrar jarðfræði og hafa þeir Helgi Pjeturss og Jóhannes Ás- kelsson gert þar merkar rami- sóknir á jarðlögum. Á leíðinni má sjá fjölda sögustaða að fornu og nýju og koma þeir víða við sögu í fornum sögum, m. a. Eyr- byggju, sem segir frá landnámi Þórólfs Mostrarskeggs og sögu niðja hans. Skammt frá Ólafs- vík er Fróðá, sem nú er í eyði, en þar gerðust Fróðárundrin. — Þeir sem vilja geta nú gengið fyrir Enni og út í Rif. Rif er gamall verzlunar- og út- róðrarstaður. Þar voru Björn ríki og félagar hans vegnir af ensk- um. Fjalla- og göngugörpum verður gefinn kostur á göngu á Snæfellsjökul — yfir Jökulháls — og mæta þeir bílnum á ný sunnan megin á nesinu. Ekið verður um Hellissand að Lón- dröngum og Sönghelli og hann skoðaður — þá að Arnarstapa. Þar er vikurverksmiðja og er vikrinum fleytt í rennum niður í þorpið ofan úr hlíðum Stapa- fells. Þá verður ekið að búðum og síðan suður eftir á ný til Borg arness, um Hvalfjörð og til Reykjavíkur. Förin hefst kl. IV2 frá Ferðaskrifstofu ríkisins við LækjargÖtu. 2ja daga förin um Borgarfjörð hefst kl. 9 á skírdagsmorgun. — Ekið verður fyrir Hvalfjörð um Dragháls, Bæjarsveit og Reyk- holtsdal að Húsafelli og Kal- manstungu. Er hér um héruð að fara, sem löngum hafa verið rómuð fyrir fegurð og fræg eru úr fornum sögum. Frá Kalmans- tungu verður gengið í Surtshelli og hellirinn skoðaður og þá ekið niður Hvítársíðu og í Forna- hvamm, þar sem gist verður um nóttina. Á föstudag verður ekið norðLU’ Holtavörðuheiði og gönguför farin á Tröllakirkju. Er þar vítt land og fagurt ofan að sjá. Þvínæst verður ekið suð- ur á ný til Borgarness. Skammt frá Borgarnesi er Borg, hið gamla liöfuðból Skallagríms og sonar hans Egils, og í Borgar- nesi er Skallagrímshaugur og Skallagrímsgarður. Þaðan verð- ur svo ekið suður á bóginn fyrir Hafnarfjall, Hvalfjörð og til Reykjavíkur. Einsdags ferðir Ferðaskrif- stofunnar verða farnar á skír- dag og laugardag fyrir páska. Sú fyrri verður farin til Gull- foss og Geysis, og síðan út með Hlíðum um nýja veginn um Brú- ará, sem liggur um mjög fagurt umhverfi til Laugarvatns — þá um Grímsnes og Þingvöll til Reykjavíkur. Seinni förinni er heitið um Reykjanes. Reykjanes hefur upp á margt að bjóða ferðalöngum til fróðleiks og skemmtunar. — Sérkennilegt landslag getur að líta með hraunbreiðum, þraut- seigum jai-ðargróðri og hömrum Framhald á 11. síöu. MORGUNBLAÐINU líkar það illa að Alþýðublaðið skuli skrifa um borgarmálin. í Stak- steinum sl. þriðjudag er rit- stjórnargrein Alþýðublaðsina sl. sunnudag um lóðamál iðn- aðarins gerð að umtalsefni. Mbl. segir m. a.: „í ritstjórnar- grein Alþýðublaðsins segir ennfremur: „Það er ALLTAF gefið sama svarið, þegar fyrir- tæki sækja um lóð. Það er ekkl búið að ákveða skipulagið á þessu svæði og þess vegna ekki unnt að úthluta þar lóðum. En það einkennilega er, að ALLT- AF fá einhverjir gæðingar í- haldsins samt lóðir”. Þannig rekur eitt sig á annars horn, þegar Alþýðublaðið tekur að ræða um lóðamál iðnaðarins”. — Morgunblaðið undrast þessa „rökfræði Alþýðublaðsins.” — Blaðið læzt ekki vita að þannig sé málum háttað eins og Al- þýðublaðið bendir á. En enda þótt Mbl. látist ekki skilja rök- fræði Alþýðublaðsins, þá er það einmitt þannig, að fyrir- tækin fá neitun, ef þau sækja formlega um lóðir til bæjarins, en ef gæðingarnir reyna „bak- dyraleiðina“ fá þeir ALLTAF úrlausn! Það er þetta skipulag, sem Alþýðublaðið gagnrýndi sl. sunnudag. Borgarstjórnin á að búa það vel að fyrirtækjum hof uðstaðarins, að þau þurfi ekkl að hrekjast í aðra kaupstaði með starfsemi sína, og lóðir eiga að vera fyrir fleiri en gæð- ingana. Þetta kann að sýnast skrítin rökfræði í augum Mbl. en fyrirtækin, sem þegar hafa orðið að hrekjast úr bænum skilja hana mæta vel. FYRÍR nokkrum mánuðum vorU lagðar fram í borgarstjórn Reykjavíkur áætlanir um nýja höfn í Reykjavík og nefndir nokkrir staðir, sem til greina kæmu fyrir höfn. En síðan ekki söguna meir. Meirihluti borgar stjórnar hefur enga ákvörðun tekið um það hvar heppilegast sé að hafa framtíðarhöfnina. — Það er því allt í fullkominni ó- vissu um það enn hvar höfnin verður. Þetta er mjög slæmt. Hin stóru skipafélög eins og Eimskip vita ekkert hvar heppi legast er að koma upp nýjum vöruskemmum. Eimskip hefur t. d. hvað eftir annað reynt að fá upplýsingar um það hjá borg arstjórn hvar framtíðarhöfn Reykjavíkur eigi að vera, en engin svör hafa fengizt. Á með- an hefur fyrirtækið beðið með aðgerðir í sambandi við nýja vörugeymslur og er nú orðinn mikill skortur á vörugeymslu- rými hjá félaginu. Frumkvöðlar tollvörugeymsi unnar hafa spurt beint að þessu sama en engin svör feng- ið. Þarf ekki að orðlengja það, live slæm áhrif skipulagsleysl og fálm meirihluta borgarstjórn arinnar hefur í þessu efni. Það dregur bókstaflega úr framtaki fyrirtælrjanna og skapar þeim margvíslega erfiðleika. ALÞÝ9UBLAÐIÐ - 12. apríl 1962 33

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.