Alþýðublaðið - 12.04.1962, Blaðsíða 16

Alþýðublaðið - 12.04.1962, Blaðsíða 16
IMMHHMiMMMMMtHUVbliWMMWIMMtMlil WiMmwnvWMtMWWWMWWtiMMWW HÚS Á FERÐALAGI Hús þetta var á ferð um ýLaugaveg-inn í fyrrinótt. Reykvíkingar kannast við hús ið'. Verzlunin Vagninn var í því um margra ára skeið. Hús ið var fiutt neðar á Laugaveg inn og mun Bjarni Árnason setja upp verzlun í því með tilbúinn fatnað einkum barna fatnað. FRUMVARP- IÐ KOMIÐ: Í'GÆR var útbýtt á alþingi frum varpi til laga um kjarasamninga opinberra starfsmanna. Gerir frum varpið ráð fyrir fullum samnings ■ rétti til lianda opinberum starfs mönnum. Stjórn BSRB hefur ein »róma mælt með því, að frumvarpið verði lögfest. Frumvarpið gerir ráð fyrir því, að komið verði á fót kjaradómi, sem skera skuli úr þegar ekki næst 6amkomulag um laun opinberra starfsmanna. Frumvarpið gerir ráð fyrir því að viðræður um kjara- samninga skuli hefjast ekki síðar en 1. ágúst 1962. Hafi samningar ekki tekizt fyrir 1. jan. 1963 skal sáttasemjari ríkisins hefja sáttaum leitanir. Kjaradómur skal taka kjaramálin til meðferðar eigi síðar en 1. marz 1963 hafi þau þá eigi verið til lykta leidd og skal hann hafa lokið störfum 1. júlí 1963. Fyrsti kjarasamningur eða kjara dómur skal taka gildi 1. júlí 1963 og gilda til ársloka 1965. Frumvarpið byggir á því megin sjónarmiði, að samtök opinberra starfsmanna skuli eiga rétt á að ganga til samninga um kjör sín, og að launakjör verði ákveðin með kjarasamningi, en ef samningar nást ekki að undangenginni sátta umleitun sáttasemjara ríkisins, skuli Kjaradómur skera endanlega úr um ágreiningsefni kjaradeilu. r • P" ' r r f OG FLUTN- , INGAR r' ■ j:: íflALDÍÐ hefur sýnt litla íháldssemi, þegar þáð hefur r sétt menn á lista til prófkosn inga sinna. Morgunblaðið hef ur uppiýst, að þessir menn séu ekki einu sinni um það r spurðir, hvort þeir vilji vera T í slíku kjöri og er þetta auð <S vitaí-’gert til að reyna að véfða stuðning. Meðal þeirra, sem þannig voru teknir á prófkjörlista Sjálfsæðisflokksins til bæjar stjórnar, var einn af fram bjóðendum Framsóknar- flokksins í síðustu bæjar stjórnarkosningum. Er það Halldór Sigurþórsson, stýri maður. Samkvæmt röksemda færslu Tímans ætti þessi til flutningur á Halldóri að sanna mjög náinn skyldleika milli Framsóknar og íhalds ins. Annars virðist ætla að verða mikill tilflutningur á fólki milli flokka við þess ar kosningar, bæði á fram bjóðendum og óbreyttum kjósendum. Meðal þeirra, sem verða á lista Alþýðu flokksins í Reykjavík eru til dæmis menn, sem mjög ný- lega hafa yfirgefið kommún ista*. Aðalefni frumvarpsins er miðaö við ríkisstarfsmenn, en í 28. gr. þess er ákveðið að sveitarfélögum sé skylt að veita starfsmönnum sínum samningsrétt í samræmi við lögin, ef hlutaðeigandi starfs- mannafélag óskar þess. Samkvæmt frumvarpinu fer fjár málaráðherra með fyrirsvar ríkis sjóðs að því er varðar kjarasamn inga við starfsmenn ríkisins, en ’B'andalag starfsmanna ríkis og bæjar fer með fyrirsvar ríkisstarfs manna. Kjarasamningum er ætlað að fjalla um föst laun, vinnutíma og laun fyrir yfirvinnu, en um þau starfskjör, sem kjarasamningur tekur ekki til og ekki .eru lögbund in, skal semja við hlutaðeigandi félög. Kjarasamningar skulu gerð ir til eigi skemmri tíma en tveggja ára í senn. Ef samningar takast ekki skal sáttasemjari ríkisins í vinnudeilum fjalla um kjaradeilu og getur lagt fram miðlunartillögu. Ákveði hann að allsherjaratkvæða greiðsla skuli fara fram um hana, greiða ríkisstarfsmenn einir at- } væði en eigi aðrirl fgtagar í Bandalagi starfsmanna ríkis og bæja. Er kjaradeila fer til meðferðar Kjaradóms gildir úrlausn hans, sem er fullnaðarúrlausn kjaradeilu í tvö ár frá næstu áramótum. Þrír af fimm dómendum Kjara dóms skulu skipaðir af Hæstarétti Með sama hætti skulu skipaðir nefndarmenn í Kjaranefnd, sem sker úr ágreiningi samningsaðila um skipun einstakra starfsmanna í launaflokka, enn fremur um það hver aukastörf sé rétt að telja til aðalstarfs og um vinnutíma, yfir vinnu og yfirvinnukaup einstakra starfsmanna. Framh. á 11. síðu 43. árg. — Fimmtudagur 12. apríl 1962 — 86. tbl. ÞAÐ hafa orðið 650 árekstrar í Reykjavík frá áramótum til 11. þ. m. Er þetta hæsta árekstrartala, sem vitað er um á jafn skömmum tíma. I fyrra voru árekstrar á sama tíma 543 og þó var áriö 1961 það versta sem komið liefur. Árekstrarnir i ár eru því orðnir rúmlega hundrað fleiri en á sama tíma í fyrra. Mörg slys hafa orðið þar af þrjú dauðaslys. Þó ekki séu það alltaf tveir bílar, sem lenda í þessum árekstrum hverju sinni, þá mun árekstratalan jafna sig þannig upp að um 1300 bílar hafa lent í árekstrum frá áramótum. Á mánudag sl. urðu t.d. 15 á- rekstrar og má segja, að að meðal tali verði um 10 árekstrar á degi hverjum. Fjöldinn jókst mjög eftir að byrjaði að snjóa, en um tíma hafði ástandið verið nokkuð bæri legt. Eins og fyrr segir, hafa orðið 3 dauðaslys frá áramótum, en allt árið í fyrra urðu 7 dauðaslys. Síð asta dauðaslysið, sem reiknað er með árinu 1961, varð 28. desember skammt frá Árbæ, en þar var ekið aftan á gamlan mann. Maður þessi lézt þó ekki fyrr en 28. marz og hafði þá legið meðvitundarlaus í þrjá mánuði. Þessar tölur um slys og árekstra á þessu ári, eru mjög ískyggilegar og hljóta að vera öllum ábyrgum FIOKKURINN Hverfisstjórar Alþýðuflokksins í Reykjavík eru minntir á fundinn í Alþýðuhúsinu (niðri) næstkom andi mánudagskvöld kl. 8.30 e.h. Áríðandi er að hverfisbækurnar séu hafðar með. Akureyri, 11. apríl. 11 ára drengur á reið- hjóli varð fyrir jeppabifreið í Hafnarstræti í dag. Drengurinn, sem heitir Geir Elvar Halldórsson, til heimilis að Hafnarstræti 23 B, mun hafa feng ið heilahristing. Hann var fluttur í sjúkrahús til rannsóknar. Slys á Suður- götunni í gær SMÁSLYS varð á Suðurgötunni i gær um kl. 4. Ungur drengur á reiðlijóli, rakst þar á fólksbif- reið, sem átti leið uin götuna. — Féll hann af hjólinu og hlaut af I<ví srnáméiðsl á höfði. mönnum áhyggjuefni. I flestum til féllum má færa ástæðurnar á reikn ing bifreiðastjóranna, sem ekki virðast taka nægilegt tillit til að- stæðna hverju sinni. Tjónið í öll um þessum árekstrum skiptir millj ó/num, bæði fyrir þjóðarbúið í heild og fyrir einstaklinga. Spilað í Firðinum Alþýðuflokksfélögin í Hafnar- firði hafa spilakvöld í Alþýðu- húsinu kl. 8,30 í kvöld. Góð kvöldverðlaun verða veitt. Félagar, fjölmennið og takið með ykkur gesti. Mikið Græn- landsflug hjá F.Í. ÞAÐ hefur verið töluvert -101 Grænlandsflug hjá Flugfélagi ís- iands að undanförnu og verðup mikið nú á næstunni. í gær fóp vél til Meistaravíkur hláðin varn ingi fyrir Norræna námufélagið og einnig voru nokkrir farþegar með í vélinni. Þá Icemur leiguvélin frá Straum firði i dag, og verður skipt uiu áhöfn á henni. Von er á Sólfaxa til landsins á föstudag, en hann kemur frá Narssarssuaq. Vélin fer samdægurs aftur með 60 farþega, sem koma með vél F.í. frá Kaup- mannahöfn sama daginn. næsta bæjar MUNCHEN — þjófurinn sem í síðastliðinni viku braust inn í fataverzlun hér í Múnchen, hefur verið meira en.íítið taugaóstyrkur. Hann þóttist ganga í fangið á manni skaut fjórum skotum úr skammbyssu, sem hann bar á sér, og tók til fótanna. Eng inn meiddist þó — en speg illinn, sem þjófurinn sá sjálf fan sig í, gereyðilagðist í kúlnahríðinni.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.