Alþýðublaðið - 11.05.1962, Page 2

Alþýðublaðið - 11.05.1962, Page 2
Ritstjórar: Gísli J. Ástþórsson (áb.) og Benedikt Gröndal. — AðstoÖarritstjóri: Björgvin Guðmundsson. — Símar: 14 900 — 14 902 — 14 903. Auglýsingasími 14 906. — Aðsetur: Alþýðuhúsið. — Prentsmiðja Alþýðublaðsins, Hverfisgötu 8—10. — Áskriftargjald kr. 55,00 á mánuði. í lausasölu kr. 3,00 eint. Útgef- andi: Alþýðuflokkurinn. — Framkvæmdastjóri: Ásgeir Jóhannesson. Nú er jboð svart! s MÖRGUM brá í gærmorgun, er þeir renndu aug \im yfir Tímann og sáu, að Framsóknarmenn drógu þar fram Jónas Jónsson frá Hriflu og Sigurð Jónas son til að sanna, að þeir væru vinir en ekki óvinir Reykjavíkur. Ekki treystir blaðið sér til að birta ’.myndir af Hermanni Jónassyni eða Eysteini Jóns syni eða nefna þá til sönnunar á vináttu við Reykja vík. Er vissulega þrengt að Tímanum, þegar hann setur Jónas Jónsson aftur á oddinn og tekur að heyja kosningabaráttu undir merki hans. Skyldi ekki gamla manninum hafa verið skemmt, er hann sá þetta? Aðþrengdir menn í deilum freistast' stundum til ,að hagræða sannleikanum til að fegra málstað sinn. Höfundur Tímagreinarinnar hefur fallið í þessa freistni, eins og eftirfarandi klausa sýnir vel: Þá vita Reyk- víkingar það. Tryggingamálm, togaravökulögin og verkamanna- bústaðirnir eru knúin fram „að- allegá af Framsóknarmönnum.“ Tíminn treystir því að almenningur hafi gleymt þeirra höfuðstaðreynd, að Framsóknarmenn stóðu utan við og vildu hvergi koma nærri, þegar stór- felldasta uppbygging tryggingakerfisins fór fram á Alþingi í stríðslok. Einn af elztu þingmönnum þeirra neitaði að vísu að fylgja Eysteini og Her- manni og greiddi atkvæði með frumvarpinu. Með því gerði 'hann fjandskap flokksbræðra sinna enn meira áberandi. Framsóknarflokkurinn hefur alla tíð verið aftur haldssamastur allra íslenzkra flokka í trygginga- og réttindamálum alþýðunnar, og þá aðeins stutt þau, er aðrir flokkar hafa pínt hann til þess í stjórn ;arsamstarfi. Má benda á, að lögin um verkamanna bústaði urðu nær gagnslaus á stjórnartímabili Framsóknarmanna 1950—58, en voru endurskoð- ■ uð fyrir frumkvæði Alþýðuflokksins á síðasta •þingi. Einnig má minna á, að Framsóknarmenn fengust ekki til að taka undir neinar tillögur Al- Bþýðuflokksins um aukningu almannatrygginga í ^vinstri stjórninni, og sú aukning kom ekki fyrr en ,með Viðreisninni. Auglýsingasíminn er 14906 ^ 11. maí 1962 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ A SUBSlDiARY OF 4,7 cub. ft. 6,0 cub. ft. 7,0 cub. ft. 7,0 cub. ft. með sjálfv. affrystingu Kr. 12.905 8,5 cub. ft. Kr. 13.861 12,2 cub. ft. Kr. 17.319 Kr. 8.224 Kr. 10.612 Kr. 12.209 Hagkvæmir greidsluskilmálar HANNES Á HORNINU ★ Ekki veita ánum góð- gerðir! ★ Beiðni um minni gest- risni í Reykjavík. ★ Orðsending frá fjár- bónda. ★ Göturnar skóbættar. SÆMUNDUR Ólafsson í Esju mun vera fjárríkasti bóntlinn í Reykjavík. Ilann vinnur aö fjárbúi sínu af frábærum dugnaöi og legg- ur oft nótt við dag sérstaklega þó á vorin, eins og gefur að skilja. Hann hefur sagt mér það sjálfur, að samlífið með sauðkindinni sé lians annað líf — og þurfti hann varla á öðru að halda. UM SAUÐBURÐINN hefur hann ær sínar á túninu í Sogamýri, með- fram Suðurlandsbraut — og þang- að flykkjast Reykvíkingar á kvöld- in, í góðu veðri og skoða litlu iömb in — stundum verða þeir svo heppnir að sjá lamb fæðast. Þetta gleður malbiksfólk, jafnvel betri skemmtun en margt annað, sem borgin hefur upp á að bjóða fyrir mikið fé. OG REYKVÍKINGAR eru gest- risnir og gjafmildir — og það cr einmitt þessi gjafmildi og gestrisni, sem veldur sívinnandi bónda þung um áhyggjum. Þeir rétta ánum ým- islegt góðgæti — og þykir gaman að láta þær éta úr lófa sér. En þetta dregur slæman dilk á eftir sér, því að ærnar veikjast. — Sæ- mundur sagði við mig: „Þetta á- gæta, fólk er að drepa ærnar fyrir mér. Mér þætti ákaflega vænt um ef þú vildir biðja Reykvíkinga að gefa ekki ánum mínum. Þær hafa sinn mat, sitt ágæta tún og sinn drykk. Það er stórhættulegt að gefa ánum. Þeir mega ekki veita þeim góðgerðir. Góðgerðirnar eru nefni- lega eitur fýrir þær“. OG ÉG GERI það liér með. Við j skulum ekki valda veikindum með- al sauðkinda Sæmundar fjárbónda. Það er heldur ekki ætlun okkar. En svona er þetta líf. Það eru ekki allar góðgerðir, góðgerðir, heldur þvert á móti. ÞAÐ ER verið að skóbæta göt- urnar eftir veturinn. Það var sann- arlega ekki vanþörf á því. En veg- farendur hafa spurt mig að þv' hvernig á því geti staðið, að skil- in er alltaf eftir rönd á miðri ak- braut. Ég veit það ekki, en mig grunar að það sé sparnaðaraðferð Miðbik götunnar slitnar ekki und- an bifreiðahjólunum og þess vegná þarf ekki að gera við það. EN KUNNUR maður fullyrti við miá í gær, að þetta væri alls ekki til sparnaðar, þvx að vinnan yrði dýrari með þcirri aðferð sem við er höfð heldur en ef sett væri lag yfir alla brautina. Það getur vel verið rétt, en við erum orðn- ir því svo vanir að sjá handapatið í gatnagerðinni, þó að mjög hafí færzt i betra horf hin síðustu ár að maður kippir sér ekkert upp við það. Ilannes á horninu. FÉLAGSLÍF Farfugladeild Reykjavíkur. Farfuglar Ferðafólk. Farfuglar á Akrafjall. Gönguferð á Akrafjall á sunna dag. Allar upplýsingar á skrif- stofunni, sími 15937 í kvöld. Nefndin. [- r 4 Ferðafé- lagi fslands Ferðafélag íslands fer tvær skemmtiferðir á sunnudaginn, önnur ferðin er í Krísuvík — Óbrennishólar (gamla Krisuvík) gengiö umhverfi hins forna stór býlis og suður á Krísuvíkurberg. Hin ferðin er gönguferð á Esju Lagt af stað í báðar ferðirnar kl. 9 um morguninn frá Austur velli. Farmiðar seldir við bílana. Upplýsingar í símum 19533 og 11798.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.