Alþýðublaðið - 12.05.1962, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 12.05.1962, Blaðsíða 2
I * Ritstjórar: Gísli J. Ástþórsson (áb.) og Benedikt Gröndal. — Aðstoðarritstjóri: Sjörgvin Guðmundsson. — Símar: 14 900 — 14 902 — 14 903. Auglýsingasími 14 906. — Aðsetur; Alþýðuhúsið. — Prentsmiðja Alþýðublaðsins, Hverfisgötu S—10. — Áskriftargjald kr. 55.00 á mánuði. í lausasölu kr. 3.'00 eint. Útgef- ; Svona stendur það tA MORGUN verða tvær vikur til kosninga. Fiokkarnir hamast við baráttuna, en Reykvíking- ai? hafa ekki látið hana raska ró sinn í vorblíð- unni ennþá. Samt taka menn eftir því, sem er að (gerast, og finnst sumum bardaginn harla ó'venj u- légur. Einn Reykvíkingur lýsti í vikunni gangi mála á þénnan nýstárlega hátt: 1) Sjálfstæðisflokkurinn berst á tveim vígstöðv- um. Aðrar eru inni í miðjum kommúnistaflokkn- um og hafa lýst upp þau skrítnu innyfli. Hinar eru inni í Sjálfstæðisflokknum sjálfum, þar sem reynt er með kaffiboðum og öðrum þjóðráðum að róa og lækna þá, sem eru sárir eftir uppstillingu listans. 2) Framsóknarflokkurinn hefur skotið sér á bak við Jónas frá Hriflu og vill helzt tala um sundhöll og rafmagnshorfur 1930. Jónasi er skemmt — en Eysteini ekki. 3) Kommúnistar halda nú fundi í æskulýðsfylk- ingunni — ekki um kosningarnar heldur um leyni skjölin. Þeir segjast ætla að fella Óasafturhalds- íhaldsbulluauðvaldið í Reykjavík og ríkisstjórnina 'aþ auki, en þriðjungur fyrri kjósenda þeirra ætlar að kjósa aðra lista. 4) Þjóðvarnarmenn eru uppteknir við að telja menn, sem eru hlaupnir frá þeim út og suður eða á aðra lista. 5) Bindindismenn virðast vera í ströngu póli- -tísku bindindi, því ekki hefur heyrzt frá þeim stuna eða hósti síðustu vikurnar. 6) Alþýðuflokkurinn — síðast en ekki sízt — hefur möguleika á auknirigu á bæjarfulltrúum, ef vel er unnið. Það verður farsælast fyrir borgina okkar að minnka nokkuð 'hinn örugga meirihluta Sjálfstæðisflokksins með því að efla lýðræðislega a|idstöðu 1 borgarstjórn og veita meirihlutanum þannig sterkt aðhald án þess að efla áhrif kommún i|ta og annars sundrungarliðs. ; Ósigur fyrirfram KOMMÚNISTAR hafa þá sérstöðu í þessum Ikpsningum, að í Reykjavík og á mörgum öðrum stöðum á landinu hafa þeir beðið veigamikinn ósigur fyrirfram. Það var fastur ásetningur þeirra ■að koma á laggirnar einhvers konar bandalagi 1 staðinn fyrir Alþýðubándalagið til að komast hjá að berjast einir. Þessum tilraunum þeirra hefur vérið hafnað. Þeir hafa þannig hrakizt úr fyrsta sígi sínu — og eru mun veikari eftir. r~ ■ 2 "12. maí 1962 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ ( HANNES Á HORNINU ★ Atvinnulausir ungling- ar koma úr skólum. ★ Brýn nauðsyn á skjót- um aðgerðum. ★ Heimilin, borgarstjórn ríki. PÁLL skrifar: „Nfl er sumarið komið og bráðum slcppa börn og ungiinga úr skólunum. En hvað tekur þá við? Tíu ára börn og eldri verða að liafast eitthvað að ann- að en lcika sér í rólum og sand kössurn. Við það una þau ekki til lengdar. Athafnaþrá þeirra heimt- ar stærri verkefni. Verði athafna- þránni ekki fullnægt með skynsam legri vinnu er hætt við að margir unglingar leiðist út í alls konar strákapör og ólæti. Foreldrum mun ætlað að hafa hemil á börn- um sínum, en í fæstum tilfellum geta þeir það ,og þarf ekki að rök- ræða slíkt. FLESTIR foreldrar reyna aS koma börnum sínum í sveit, en slíkt gerist erfiðarra með liverju ári sem líður. Sveitaheimilin eru fámenn og aðeins sum þeirra geta tekið börn til sumardvalar og er það ágætt svo langt sem það nær. Og flest börn 10—14 ára, sem fara í sveit, eru látin vinna, og er þeim það bæði heilsubót og sálu- bót. HÉR í BÆNUM hefur sú góða venja komist á að ráða unglings- stúlkur til vinnu í skrúðgörðum bæjarins á sumr-in. Þetta er ágætt byrjun og eiga forgöngumenn þessa máls þakkir skilið fyrir þetta framtak. En hér er aðeins um byrjun að ræða, sem er þó ljós vott ur þess, að forráðamenn bæjarmál- anna sjá nauðsyn þess, að ungling- umgefist kostur á útivinnu á sumr- bera á uppeldi barna og unglingr. verða að finna lciðir ±il þess, .- unglingar og börn, fái viðfangs- efni við sitt hæfi, einkum þann tíma árs sem skólarnir starfa ekki. Borgin verður að leggja fram fé til þess að slíkt megi bera góðan árangur. Ætti það ekki að brjóta í bága yið Stefnu neins flokks, þó hafin verði á vegum borgarinnar mikil vinna við unglinga hæfi, því allir flokkar virðast sammála um að borgin reki bæði siálf útveg o landbúnað. Ætti því ekki að saka þó fleiri starfsgreinum væri bætt við. MEÐ ÞVÍ, sem hér er sagt, skal á engan hátt dregið úr viðleitni bæjarbúa við að koma börnum og unglingum í sveit. Engin vinna mun þeim hollari en sveitavinna, sé hennar kostur á góðum heimil- um. — En hvort sem unglingum er séð fyrir vinnu í borg eða sveit, þá ber að leggja áherzlu á að þau læri að vinna, en ekki aðeins að slæpast, eða leika sér. Hannes á horninu. (QUALCAST) HANDSLÁTTUVÉLAR nijögr vönduð tegund Einnig Mótorvélar GJÖRIÐ SVO VEL OG SKOÐIÐ - í GLUGGANA GEYSIR H.F Vesturgötu 1. ERU HEIMSÞEKKTIR FYRIR GÆÐI OG GÓÐA ENDINGU — ÞAÐ ER ÞESSVEGNA, SEM ALLIR SÆKJAST EFTIR in. ÞAÐ ER EKKI HÆGT að ala upp dugandi fólk misfellalítið, ei flestum unglingum 10—14 ára er sleppt út á götur borgarinnar, þeg- ar skólum lýkur á vorin og svo látn ir ganga þar, eins og búpeningur á afréttum, í fióra mánuði, Borgar- yfirvöld og foreldrar verða að finna viðunandi lausn á þessu máli. TÓMSTUNDAIIEIMILI geta ver ið góð það sem þau ná, en aðallega fullnægja þau aðeins tómstundum unglinga að vetur lagi við hliðina á skólanámi. En hér verður að finna sumarverkefni. Drengir á aldrinum 10—14 ára geta unnið margskonar vinnu undir stjórn góðra verkstjóra. Gætu barnakenn arar sjálfsagt unnið mikilvægt starf með því að stjórna vinnu- flokkum unglinga. Aií raim HJÓLBÖRÐUM REYNIÐ ÞÁ HJÓLBARÐA, SEM BEZT HÆFA BÍLNUM. 1 1 f l I 1 HÉR verður ekki rætt neitt að ráði hvað unglingarnir ættu að vinna. En benda má t.d. á garð rækt. Væri engin fjarstæða þó borgin léti rækta kartöfiur og grænmeti í stórum stíl. Þá er lík- legt að drengir gætu unnið við gatnagerð og húsbyggingar og sennilega mörg önnur störf, sem hér verða ekki nefnd. FORELDRAR, kennarar, sálfræð ingar og aðrir, sem mesta ábyrg P. STEFÁNSSON HF. Hverfisgötu 103 — Sími 13450.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.