Alþýðublaðið - 12.05.1962, Qupperneq 3

Alþýðublaðið - 12.05.1962, Qupperneq 3
ÞJÓÐARATKVÆÐII ALGIER í JUNI N.K. ALGEIRSBORG 11. maí (NTB- Reuter) Hvað sem svo kann að grer ast fer þjóðaratkvæðagreiðslan um framtíð Algier fram í júní eða byrj un júlí, sagði franski stiórnarfull trúinn, Foucbet, I dag. Hann sló j ' Cbrisfiott fweköt Hg m FOUCHET einnig föstu, að hann mundi gera mjög alvarlegar ráðstafanir gegn fólki, sem aðstoðar hermdarverka menn OAS beint eða óbeint. „Fólk verður nú að gera upp við sig, bvort það vill hjálpa morðingjun vm eða sameinast þeim, sem verja lög og rétt,“ sagði Fouchet. Stjórnarfulltrúinn byrjaði viðtal sitt við blaðamenn á því að segja að hann og frönsk yfirvöld hefðu tekið af sér silkihanzkana. „Það verður gerð hörð hríð að hermdar verkamönnum og við munum misk unnarlaust vísa úr landi hverjum, sem hiálpar hermdarverkamönnun um,“ sagði hann. Hann tilkynnti ennfremur, að 50 manns hefðu ver ið sendir til Frakklands það sem af væri deginum í dag, þar á meðal forstjóri algierska flugfélagsins, Henri Alías, Spengler, formaður félags uppgJafaliðsforingja, flug maðurinn Arnould, formaður fyrr verandi hermanna, tveir prófessor ar o. fl. Á næstu dögum verða 1200-1500 múhammeðskir lögreglumenn sett ir til starfa í Algeirsborg, þar sem þeir munu starfa með útrásarsveit um lögreglunnar. Múhammeðskir lögreglumenn verða einnig sendir til Oran. Jafnframt verða algiersk ir lögreglumenn af evrópuættum fluttir til. Þá upplýsti Fouchet, aff hann hefði í hyggju aff biffja ríkisstjórn ina um völd til aff kalla alla unga menn af evrópskum uppruna í her inn þegar, er þeir verffa fullra 19 ára, þ.e.a.s. einu ári fyrr en venju legt er. Gengið verður nú miklu harðar fram í að hafa aga á opinberum starfsmönnum, sem hliðhollir eru OAS. 10 embættismenn hafa verið reknir frá störfum í Oran, og 14 frammámenn þar í borg hafa verið settir í varðhald. Meðal þeirra, sem handteknir voru á fimmtudag, var Gabriel Bernard, yfirmaður OAS í Mið-Algier. Hann hefur játað 200 hermdarverkaaðgerðir. í kvöld höfðu 16 múhammeðstrú armenn verið drepnir í Algeirs- borg og 12 særðir, en auk þess höfðu fundizt fjögur lík frá því í nótt. í dag jókst spennan nokkuð milli þjóðflokkanna í Algier. Æstir Serkir réðust á Evrópumenn og öf ugt. Þetta gerðist m.a. í borgarhlut um, þar sem menn höfðu til þessa lifað saman í ró og spekt. í París er skýrt frá því, að 6 franskir liðsforingiar hafi verið handt. eftir að Antoine Argoud fyrrverandi ofursti og núverandi OAS-leiðtogi hafði með leynd heim sótt franska herflokka í Vestur- Þýzkalandi, án þess að það væri til kynnt yfirvöldunum. Annars segir landvarnaráðuneyt ið, að Argoud hafi aðeins haft sam band við fáa liðsforingja, og vitað sé hverjir þeir séu. Argoud hafi ekki hitt eins marga liðsforingja, og sum blöð hafa haldið fram. „Akademisk sorg" studentð í Lissabon LISSABON 11. maí (NTB-Reut er) Stúdentar viff háskólann í Lissabon ákváffu í dag aff hefja algiöra „akademíska sorgarathöfn" sem m.a. táknar, að þeir munu ekki Vantrú á samningum Brussel, 11. maí. NTB-RB. Vantrú var greinileg meffal manna, er samningaumleitanirn- ar um affild Breta aff Sameigin- lega markaffnum hófust í affal- stöðvum Efnahagsbandalagsins í Briissel í kvöld. Margir af samn- ingamönnunum létu í ljós þá skoðun, aff ekki geti veriff um neinar raunverulegar samuinga- viðræffur aff ræffa, fyrr en Mae- millan, forsætisráffherra, liefur lokiff viffræffum sínum við dc Gaulle Frakklándsforseta í byrj- un júní. Ekkert verk- fall i Madrid Madrid, 11. maí. NTB-Reuter. Þaff var venjulegur vinnudag ur í öllum stórum verksmiffjum í Madrid í dag, þó aff dreift liefffi veriff áskorunum um allsherjar- verkfall til aff sýna samú'ff meff verkfallsmönnum í námunnm í Astúríu. í Barcelona höfðu syn- dikalistar einnig dreift áskorunum en til verkfalls kom aðeins í 2 verksmiffjum, þar sem vinna um 400 manns. í Astúríu og öffrum þeim hér- uffum, þar sem verkföll geisa, var ástandið því sem næst óbreytt í dag, en verkföllin hófust, er námu verkamenn í Astúríu heimtuffu hærri laun. Verkamenn í Bilbao gerðu þá samúffarverkfall og síff- ar bættust verkamcnvi í öffrum héruffum í hópinn. Yfirvöld segja, aff um 15.009: verkamenn séu í verkfalli í As; I túríu. Verkalýffsleiðtogi í Bilbao telur, að þar séu um 20 þúsundir manna í verkfalli, en þvi verði af-, lýst í næstu viku. Fyrir brezku samninganefnd- inni er Heath, vara-utanríkisráð- heria, og meðal annarra í nefnd- inni er samveldismálaráðherrann Duncan Sandys. Ráðherranefnd EEC situr undir forsæti Colombo, iðnaðar- og viðskiptamálaráð- herra Ítalíu, en alls sitja fundinn um 20 ráðherrar og vararáðherr- ar aðildarríkjanna sex. yiðræðurnar hófust með 2ja tíma fundi, þar sem rædd var skýrslan um niðurstöður undir- búningsviðræðnanna. Hún sýnir, eins og frá hefur verið skýrt áð- ur, að raunverulegur árangur hef ur ekki náðst á neinu sviði. Reuter segir, að fyrir liggi brezk tillaga um, að tollaívilnanir samveldislandanna verði smám saman numdar úr gildi fyrir ár- ið 1970, sem sameiginlegur ytri tollur, þ.e.a.s. 30% tollurinn, komi til framkvæmda 1. janúar 1965. Ástandið verði siðan nánar rætt við samveldislöndin þrjú, en næsta skref ytri tollsins verði sett á 1. janúar 1967. Segir frétta stofan, að þessi tillaga sé talin verulegt skref fram á við. Hins vegar er talið, að EEC vilji, að fyrstu 30% komi til framkvæmda um leið og Bretar gerast aðilar. Strassbbrg. Þingmannasam- kunda Efnahagsbandalagsríkj- anna lauk í dag fimm daga vor- þingi sínu. Frestun synjað NTB-Reuter. Beiðni lögfræðinga Ra- ouls Salans, um að fá ó- gilta tilskipun um, aff OAS- leiðtoginn komi fyrir rétt nk. þriðjudag var í dag vís- aff á bug af ríkisráði Frakk- lands, sem er æffsti áfrýj- unaraðili þar í landi. Tilskipunin var undirrit- u'ff af de Gaulle, forseta 1. maí og er liffur í hinni sér- stöku málsmeffferff, er miff- ar aff því, aff Salan verði dæmdur eins fljótt og hægt er. Salan er sakaður um aff liafa veriff leiðtogi OAS og tekiff þátt í uppreisn hers- ins í Algier í april 1961. )WMWMWWWWWWW%WWWM Enginn einka- boðskapur WASHINGTON 11. maí (NTB- Reuter. Boriff var á móti því i Hvíta húsinu í dag, aff Kennedy forseti hefði til athugunar aff senda persónulega orffsendingu til Adenauers kanzlara.. Andrew Hatc her, varablaffafulltrúi forsetans, sagði viff spurningum blaffamanna, aff Walter Dowling sendiherra USA í Bonn, mundi ganga lyrir kanzlar ann á mánudag. Hann mundi nota tækifæriff til aff gera grein fyrir skoffunum Kennedys forseta á ýms um alþjóðamálum. ÁHYGGJUR ÚT AF LAOS LONDON, 11. maí (NTB-Reuter) Opinberir aðilar í Bretlandi hafa áhyggjur af fréttum um, aff hern affarástandiff í Norður-Laos hafi versnaff. Pathet Lao-herinn tók bæ inn Nam Tha. Nam Tha var tekinn sl. sunnudag og í dag voru árásarmennirnir í þorpinu Houe Hsai um 30 km frá landamærum Thailands, en það þýðir, að allt svæðið meðfram landamærum Laos og Kína er í höndum Pathet Lao. sækja fyrirlestra effa próf, til aff mótmæla því, aff margir af félögum þeirra hafa veriff hnepptir I varff hald eftir aff hafa fariff í hungur verkfall í matsal háskólans. Verk fallsmönnum sem eru 86 var i dag varpaff út úr matsalnum, en ákváðu að' halda hungurverkfallinu áfram í varffhaldinu. Um 100 manns voru handteknir í háskólanum í Lissabon í dag, þar af 500 stúdentar, sagði opinber talsmaður stjórnarinnar í kvöld. Meðal hinna handteknu voru marg ir ættingjar stúdentanna. Talsmaff urinn bætti við, að sennilega yrði flestum sleppt, er þeir hefðu gert grein fyrir sér. Hann kvaff komm únista sennilega standa að baki verkfalli stúdenta. Gerhardsen til Canaveral Washington, 11. maí. NTB. Gerhardsen, forsætisráðherra Norffmanna, fór í dag frá Wash- ington eftir þriggja daga heim- sókn hjá Kennedy forseta, sem hann sjálfur lýsti sem mjög gagn legri og fróðlegri. Hersýning fór fram á flugvellinum, áffur sn ráff hcrrann og frú hans og föruneyti stigu um borð í flugvélina, sem flutti þau til stöffvar bandaríska flughersins í Florida, þar sem þau munu hcimsækja eldflauga- stöðina á Cape Canaveral. Stuttu fyrir brottförina áttu Kennedy og Gerhardsen fund í Hvíta húsinu. í yfirlýsingu þeirra segir, að þeir séu sammála um að mjög sé nauðsynlegt, að bæði löndin styðji SÞ betur en nokkru sinni og jafnframt kváffu þeir á um heilshugar stuðning við Nato. BELGRAD. Talsmaður Júgó- slavíustjórnar sakaffi í dag erlend blöð' um að lialda uppi áróðursher ferð gegn Júgóslavíu vegna Dji- las-málsins. Mexíkóborg. Menn þustu út úr húsum hér í dag, er borgin skalf af sterkum jarðskjálfta. Um 17 manns særðust. Skjálftinn stóð í hálfa mínútu. j WASHINGTON. Bandaríkja- menn sprengdu áttundu atóm- sprengju sína í dag. Sprengjunnl var varpaff úr flugvél, og var hún af miðlungs stærff. Siffar í dag var sprengja sprengd neffansjávar. ALÞÝ0UBLAÐIO - 12. maí 1962 3

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.