Alþýðublaðið - 12.05.1962, Blaðsíða 7
- en öðruvísi var áður fyrr, segir
JÓN SIGURÐSSON sextugur í dag
NU VILJA allir pólitískir flokk
ar vera vinir verkalýðsfélaganna
og þykist sá mestur, sem ber
mest lof á þau. En öðru vísi var
þetta á mínum yngri árum, sagði
Jón Sigurðsson, íormaður Sj'ó-
mannafélags Reykjavíkur í afmæl
isviðtali við blaðið í gær. Jón
verður í dag sextugur, en hefur
í þrjá áratugi verið einn af þrek-
mestu forustumönnum verkalýðs-
hreyfingarinnar. í dag. er: hann
forustumaður sjómannastéttar-
innar, formaður fuiltrúaráðs
verkalýðsfélaganna í Reykjávík
og formaður verkalýðsmálanefnd-
ar Alþýðuflokksins. Jóni ær tam-
ara að tala um vandamál líð-
andi stundar og næstu framtíðar
en að líta um öxl en þó varð hann
við ósk blaðisins um að rifja upp
nokkrar endurminningar frá liðn
um dögum.
Það var mikið rætt um verka-
lýðsmál og stjórnmál í lúkarnum
á togaranum Apríl, þegar ég fékk
þar hásetapláss árið 1924, sagði
Jón. Þar voru flestir Alþýðu-
flokksmenn og fyrir á. skipinu
menn eins og Sigurður heitinn
Ólafsson, sem þá var trúnaðai'-
maður Sjómannafélagsins um
borð, Kárl Karlsson og fleiri. —
Vökulögin voru þá nýlega komin
til skialanna, en sjómönnum varð
fljótlega ljóst, að 6 tíma hvíld
var ófullnægjandi og báráttan
fyrir 8 tímunum hafin. Þessi ár
mátti heita, að alltaf væru 18
tímar á dekki og ein mesta vinn-
an á Halanum var við að moka
karfanum fyrir ,borð! Kom tíðum
fyrir, að í tíu poka hali væri að-
eins skaufi af þorski, en alit hitt
karfi, sem þá var ekki nýttur.
Voru þá oft rauðir flekkir í sjón-
um umhverfis skipin.
Jón er íæddur Hafnfirðingur,
sonur hjónanna Sigurðar Jóns-
sonar fiskimatsmanns og konu
hans Ágústu Guðnýjar Gísladótt-
ur. Missti Jón móður sína átta
ára gamall. Honum segist svo frá,
að á unglingsárum hafi hann í
heimilisþrengslum oft sofið hiá
lausamanni, sem keypti Alþýðu-
blaðið. Tók Jón þá að lesa blaðið
og hrifu baráttugrein^r þess hann
svo, að hann varð jafnaðarmaður
og hefur starfað fyrir þá stefnu
æ síðan. Jón Var á togaranum
Apríl til 1930, fór þá í land um
sinn, aftur á sjóinn, en kom í
land 1931 og gerðist starfsmaður
hjá fisksölu Jóns og Steingríms
Árið 1934 báðu Jón Baldvins-
son og aðrir forustumenn Alþýðu
flokksins :og Alþýðusambandsins
(sem þá var hið sama) Jón um að
taka að sér starf sem erindreki
samtakanna. Tók Jón við því
starfi og lagði iand undir fót íil
að stofna ný verkalýðsfélög og
vinna að félagsmélum hreyfing-
arinnar. Hafði Jón stuttan tíma
til undirbúnings starfans, en
Svava. Jónsdóttir var þá starfs-
stúlka Alþýðusambandsins og
öllum hnútum kunnug. Gaf .hún
Jóni gott vegarnesti í fyrstu ferð-
ina, sem var íiL Hóimavikur.
Jón hitti karlá við aðgerð á
fiski í fjörunni í Hóimavík, er
hann kom vestur. TÓku þeir máli
hans vel og töidu þörf á stofnun
verkalýðsfélags. Var boðað til
fundar á lofti í sláturhúsi stað-
arins, og mættu þar allmargir
menn, xneðal annars kaupfélags-
stjóri og aðrir fyrirmenn. Jón
hafði þá aðeins einu sinni talað
á fundi, en hlaut nú eidskírnina
í hálftíma ræðu. Fyrirmenn and-
mæltu og töldu litla þörf á stofn-
un félags. Þegar fundur hafði stað
ið á annan tíma, var honum slit-
ið, en Jón setti stofnfund félags-
ins. Þá gengu flestir út — nema
4-—5 menn, og fóru meðal ann-
arra þeir, sem áhugasamastir
höfðu verið í fjörunni.- Þeir, sem
eftir voru báðu Jón að vera ró-
legan. Hinir mundu koma aftur,
þótt þeir vildu ekki styggja at-
vinnurekendur með því að vera
eftir. Fór svo, að 13 stofnuðu fé-
lagið, en vildu þó ekki ganga í
Alþýðusambandið.: Hlutu þeir
enga viðurkenningu til samninga
það árið, en gengu síðar i sam-
bandið og knúðu þá fram samn-
ingsrétt. Tók þá að fjölga í félag-
inu, unz þar voru á annað hundr-
að manns. Nokkrum árum síðar
var Jón gerður að heiðursféiaga
JON SIGURÖSSON
þessa fyrsta félags, sem hann
stofnaði.
Jón hefur frá mörgu að, segia
úr starfi næstu ára. Samgöngur
voru þá ekki greiðar og varð
hajon oft að fara gangandi milli
staða, jafnvel yfir fjallv.egi um
vetur. Átti hann meiri eða minni
þátt í stofnun 20—30 verkalýðs-
félaga og kom mikið við sögu,
þegár félög eins og bifreiðastjóra-
félagið Hreyfill (nú Frami) og
Iðja.í Reykjavík voru stofnuð.
Mikill styrr stóð um erindrekst
ur Jóns og ferðir.hans til verka-
lýðsfélaga víðs vegar um lamU4-
Kommúnistar höfðu þá fyrir
nokkrum árum klofið sig úr Al-
þýðuflokknum og ætluðu sérstaf
lega að byggja Verkalýðssamband
Norðurlands upp til höfuðs Al-
þýðusambandi íslands. Eltu þeir
Jón oft á fundum hans og héldu
uppi andófi, en honumsóttist róð
urinn og varð Verkamannafélag
Húsavíkur síðasta vígi kommún-
ista í þessari viðureign, þegar
það gekk yfir í Alþýðusambandið
Jón Sigurðsson
UM ARATUGA SKEIÐ hefur
Jón Sigurðsson verið í þeirri for-
ustusveit Alþýðuflokksins, sem
heíur látið verkalýðsmálin mest
til sín taka. Umboðsmaður Al-
þýðusambands íslands, í stjórn
Sjómannafélags Reykiavíkur og
nú formaður þess og formaður
Sjómannasambands íslands og
formaður verkalýðsmálanefndar
Alþýðuflokksins hefur hann ,ver*
ið, svo nokkuð sé talið. Öll þessi
störf hefur Jón rækt með mikilli
alúð, og sá árangur, sem hann
eftir söguleg fundahöld þar
nyrðra.
Þegar Jón hafði verið sjö ár
erindreki, voru Alþýðusamband-
ið og Alþýðuflokkurinn íormlega
aðskilin; og varð hann þá fram-
kvæmdastjóri rambandsins.
Gegndi hann því starfi tvívegis
og samtals tíu ára skeið, en nú
tóku við þær pólitísku sviftingar
um yfirráð sambandsins, sem al-
kunnar eru úr Verkalýðssögu síð-
ari ára. Kom Jón þar tíðum miög
við sögu.
Lífsviðhorfin í dag eru ólík því,
sem áður var, sagði Jóh um verka
lýðsmálin í dag. Ungu fólki er
hollt að kynna sér, hvaða kjör al-
þýðan átti við að búa fyrir aðeins
30—40 árum. Hinar miklu breyt-
ingar á hlutskipti vinnandi
manna, afkomu, réttindum og
húsnæði, eru ekki sízt að þakka
starfi Alþýðuflokksins og alþýðu-
samtakanna.
Uriga.. kynslóðin má.ekki sýna
afskiptaleysi um vérkalýðsmálin,
hélt Jón áfram. Þá getur horfið
aftur til fyrri tíma og margt það
glatazt, sem áunnizt hefur. Þess
vegna er það gleðiefni, að æsku-
lýðshreyfíng Alþýðuflokksins er
mjög að eflast, og hinir ungu
menn hafa sýnt mikinn áhuga á
málefnum verkalýðsfélaganna,
vilja fræðast um þau og gerast
þar virkir stafrsmenn. Jón kveðst
hafa trú á ungu kynslóðinni og
treysta því, að hún muni ekki \
láta niður falla merkið eða draga |
úr baráttunni fyrir betra lífi.
Starf verkalýðsfélaganna er nú j
að ýmsu leyti ólíkt því, sem áð- j
ur var. Vissulega þarf ávallt að
standa vörð um frumþarfir vinn-
andi .manna, launakjör, vinnu-
tíma .tryggingar og aðstöðu á
vinnustöðum. En ný verkefni hafa
bætzt við, fjölbreytt og marg-
þætt eins og allt nútimalíf er
með þeirri íækni, sem kbmin er
til sögunnár. Blessunarlega hafa
verkalýðsfélögin • eflzt mjög, og
eiga .mörg heimili með góðri
stárfsaðstöðu og hafa traustan
fjárhagi'
Jón Sigurðsson var fyrst kjör-
inn í stiórn Sjómannafélags
Reykjávíkur fyrir réttum þrjátíu
úrum. Hann hefur jafnan lagt
sérstaka rækt við sjómannasam-
tökin og hefur átt höfuðþátt í
stofnun Sjómannasambandsins,
sem er á góðri leið að verða öfl-
ugt stéttarsamband farmarina og
fiskimanna. Þá héfur Jón gegnt
f íölda trúnaðarstrfa á öðrum vett
vangi, bæði faglega og flokkslega,
starfað mikið að samgöngumál-
um á landi og á fleiri sviðum.
Hefur hann lagt mikinn skerf til
mótunar verkalýðshreyfingarinn- j
ar og uppbyggingar hennar til í
þess félagslega; styrks, sem hún j
hefur í dag.
Viðhorf mitt eftir langa réynslu í
er það, sagði Jón að lokum, að
ég get ekki hugsað mér vei’kalýðs
hreyfinguna án öflugs Alþýðu-
flokks og ekki Alþýðuflokkin'n án
náinnar samstöðu við verkalýðs-
samtökin. Þetta tvennt er- sasn-
gróið í sögunni, og ég vona, að
svo verði um langa framtíð.
1
B<5r4
Félagslíf
Frá K.D.R.
Almennur félagsfundur vexð
ur haldhin í Breiðfirðinggbúð
þriðjud. 15. maí kl. 8,30.
Fundarefni:
1. Hannes Sigui'ðsson segir
frá Ítalíuför.
2. Rætt um sumarstarfið.
3. Magnús Pétursson, segir
frá Holiandsför.
4. Almennar umræður.
5. Sýnd knattspyrnukvilc-
mynd.
6. Almennar umræður.
Dómarar beðnir um að fjöl
menna.
Stjórnin.
K.F.U*M.
Almenn samkoma arinað
kvöld kl. 8,30.
Benedikt Arnkelsson guð-
fræðingur talar.
Allir velkomnir.
Kristilegar
samkomur
Sunnudag kl. 5 í Betaníu, ,og
þr.iðjudag í Vogunum. „Krist-
ur einn er von heimsins". —
Nona Johnson, Mary Nesbitt,
Iielmut L. og Rasmus Biering
P. tala á ísienzku. Allir eru. vel
komnir.
hefur náð í störfum sínum sem
umboðsmaður verkalýðsins, og
þá einkum sjómannastéttarinnar,
er meiri en flestir gera.sér grein
íyrir.
Á þingum Alþýðuflokksins hef-
ur Jón átt.sæti svo lengi sem ég
man eftir, eða að minnsta kosti
i 30 ár, og í miðstjórn flokksins
einnig um. langt árabil.
Allan þann líma hefur Jón beitt
sér ósleitilega fyrir vexti og við-
gangi flokksins, lagt gott til mála
og gefið góð ráð, því að hann er
greindur vel, kann góð skil á mál-
um, ,og er fastur fyrir og ákveð-
inn.
Fyrir allt þetta vil ég í nafni
flokksins, íslenzkrar alþýðu og
alveg sérstaklega í nafni íslenzkr-
ar sjómannastéttar flytja honum
hugheilar þakkir og láta í ljós
þá ósk að honum megi enn um
. Iangan aldur, endast heilsa og
kraftur til að sinna þessuin á-
hugamálum sínum og flokksins.
Emil Jónsson.
Húseigendafélag
Reykjavíkur
AusturstrætiT4, III. hæð.
Sími 15659.
Almenn afgreiðsla ki. 9 — 12
og 1—5.
Lögfræðilegar upplýsingar
kl. 5-7.
X
» j
Alla virka daga nema laugar
daga.
Félagsmenn
athugið
Eyðublöð fyrir liúsaldlgu-
samninga fást í skrifstofu |okk
ar.
t
Húseigendafélag Reyltjavíkur.
Austurstræti 14, 3. hæð. '
Sími 15659.
f— 12. tnaí 1962c