Alþýðublaðið - 12.05.1962, Blaðsíða 15

Alþýðublaðið - 12.05.1962, Blaðsíða 15
[) FRÁ SOVÉT 0 0 0 greinar, sem voru eins og hrein djöflaþýzka fyrir honum. Það voru tímar í „Almennri, pólitískri þekkirigu”, þar sem far ið var í sögu verkalýðshreyfing- anna, kommúnistaflokksins og ■iðnaðarvalda heims og í rit Marx, Lenins og Stalíns, og alít var i þetta fullt af erlendum riöfnum, . sem hann gat tæplega stafað. — Það voru kennslustundir í „Stéttar-óvininum, sem við berj- umst gegn“ með fyrirlestrum um kapítalisma og fasisma; mörg um vikum var eytt í „Herfræði, sögu og vitlaust skrifuðum kommúnistískum slagorðum inn á milli, með þeirri afleiðingu, að prófblöð hans væru ævinlega rif in í tætlur, einu sinni frammi frammi fyrir: bekknum. ,En hann þraukaði og þegar komið var að „Tæknilegum atr- iðum”, gekk honum betur. Hann var fljótur að skilja undirstöðu- atriðin í leyni- og dulmáli, af því að hann vildi skilja það. Hann var góður í faginu Samskipti og skildi þegar ístað allt um sam- bönd, sendiboða og póstkassa, og ræði, Hugrekki og Rólyndi, fékk hann hæstu einkunn allra í bekknum. í lok ársins lauk skýrslu þeirri, sem íend var til SMERSH, með orðunum „Pólitískt gildi EKK- ERT, Starfsgildi FRÁBÆRT” — sem var nákvæmlega það, sem Otdyel II vildi lieyra. Næsta árinu eyddi hann, á- samt aðeins tveim erlendum lær lingum meðal hundraða Rússa, í Ógna- og blekkingaskólanum í Kuchino fyrir utan Moskva. Hér lauk liann sigri hrósandi nám- • skeiði í júdó, hnefaleikum, frjáls um íþróttum, ljósmyndun og út- varpsfræðum undir eftirliti hins fræga ofursta Arkady Fotoyev, föður nýtízku njósna í Sovétríkj- unum, og lauk námskeiði sínu í skotfimi undir handleiðslu Ni- kolai Godlaovsky, ofursta, sovét- meistara í skotfimi með rifflum/ Tvisvar á þ essu ári kom bíU frá MGB, án viðvörunar og á kvöldum, þegar tungl var fullt, og flutti hann til eins af fangels- um Moskvuborgar. Með svarta grímu yfir höfðinu var honum leyft þar að framkvæma aftökur með ýmsum tækjum — reipi, exi, handvélbyssum. Hjartalínurit var tekið, blóðþrýstingur mældur og ýmsar aðrar rannsóknir gerðar á undan aðgerðum þessum, með- an á þeim stóð, og þegar þeim var lokið, en honum var ekki skýrt frá tilgangi rannsóknanna né niðurstöðum. Þetta var gott ár og honum fannst, með réttu, að menn væiu ánægðir með hann. Árin 1949 og 1950 var Grant leyft að taka þátt í minniháttar aðgerðum með útrásasveitum í leppríkjunum. í ferðum þessuin voru rússneskir njósnarar og leyniþjónustumenn, sem grunað- ir voru um svik eða önnur afbrot, barðir eða einfaldlega drepnir. Grant framkvæmdi þessi skyldu störf lireinlega, nákvæmlega og án þess að mikið bæri á, og þó að hans væri alltaf vandlega gætt braut hann aldrei hið minnsta út af því, sem ætlazt var til af honum, og aldrei sýndi hann af sér minnsta veik- leika í skapgevð eða tæknilegri hæfni Það hefði getað verið öðru visi, ef hann licfði þurft að drepa, þegar liann var einn á ferð, er \ tungl var fullt. en yfirmenn hans skildu. að á þeim tíma mundu þeir ekki hafa vald yfir honum, rié hann vfir sjálfum sér, svo að þeir völdu aðra daga til aðcerða hansi Tunglsýkistíminn var not aður eingöngu til slátrunar' í fangelsunum. og við og við var þessu svo til liagað til að launa honum fyrir vel unnin morð með köldu blóði. Á árunum 1951 og 1952 hlaut nytsemi Grants meiri og opin- Aróður og undirróður". og .enn fieiri vikur um vandamál minni- liiuta-þjóðflokka, þjóðir nýlendn anna negra og gyðinga. í lok - hvers mánaðar fóru fram próf, • þar sem Grant sat og krotaði ó- læsilega vitleysu, með hálf- gleymdum brotum úr enskri hann fékk ágæta einkunn í „sjálf stæðri vinnu”, þar sem hver nem andi var látinn gera áætlun um ákveðna aðgerð og framkvæma hana í útborgum Leningrad og nágrenni. Og lolcs, þegar komið var að prófum í Árvekni, Þag- mælsku, „Öryggi fyrst”, Snar- / / J / / / / / / IJUNIHAB 7. JUNIHAB HAB 7. JÚNÍ HAB 7. JÚNi 7, JÚNÍ HAB 7. JÚNÍ HAB HAB 7. JÚNÍ HAB 7. 7. JÚNl HAB 7. JÚNÍ HAB7.JÚNÍ HAB7. 7.JÚNÍHAB7 HAB 7. JÚNÍ HAB 7 7. HAB 7. JUNIHAB 7 / / / / berari viðurkenningu. Vegna á- gætra starfa, fyrst og fremst á austursvæðinu í Berlín, var hon- um veittur rússneskur borgara- réttur og launahækkanir, svo að 1953 var hann kominn upp í hvorki meira né minna en 5000 rúblur á mánuði. 1953 var hon- um líka veitt majórstign og eftir launaréttindi allt aftur til þess tíma, er hann fyrst hitti „Boris ofursta”, og loks var honum út- hlptað húsinu á Krím. Honum voru fengnir tveir lífverðir, að nokkru leyti til að vernda hann og að nokkru leyti til að koma í veg fyrir þann ólíklega mögu- leika, að hann „stingi af”, eins og það heitir á máli MGB, og einu sinni í mánuði var hann fluttur til næsta fangelsis og honum leyfðar eins margar af- tökur og framboðið leyfði. Grant átti auðvitað enga vini. Allir, sem nokkurt samneyti höfðu við hann, hötuðu hann, skelfdust hann eða öfunduðu hann. Hann átti ekki einu sinni kunningja vegna starfsins, en slíkt gengur stundum undir nafn inu vinátta meðal hinna varkáru starfsmanna hins opinbera í Sov étríkjunum. En, ef hann yfir- leitt tók eftir þessu, þá Jét hann aldrei á neinu bera. Einu einstak- lingar, sem hann hafði áhuga á, voru fórnarlömb hans. Allt líf hans var að öðru leyti innan í honum. Og þar bjuggu hugsanir hans. Og svo átti hann að sjálfsögðu SMERSH. Enginn í Sovétríkjun- um, sem hefur SMERSH sín megin, þarf að hafa áhyggjur af vinum, eða yfirleitt nokkru öðru en því að halda hinum svörtu vængjum SMERSH yfir höfði-sér. Grant var enn að hugsa óljóst um það, hvernig hann stæði gagnvart húsbændum sínum, þeg ar flugvélin fór að lækka flugið, er hún fann radargeislann frá Tushino flugvelli rétt fyrir sunnan hina rauðu birtu Moskva. Hann var efstur, yfir-böðull SMERSH og þess vegna allra Sovétríkjanna. Að hverju gat hann stefnt nú? Frekari mann- virðingum? Meiri peningum? Fleiri smáhlutum úr gulli? Veigameiri fórnarlömbum? Betri tækni? Það virtist raunverulega ekki vera eftir neinu meira að slægj ast. Eða var ef til vill einhver annar maður, sem hann hafði aldrei heyrt um, í einhverju öðru landi, sem ryðja þyrfti úr vegi, áður en hann hefði náð al gjörlega upp á toppinn? 4. kafli HEILDSALAR DAUÐANS SMERSH er hin opinbera morðstofnun sovétstjórnarinnar. Hún starfar bæði heima og er- lendis og árið 1955 voru alls 40. 000 karlar og konur í þjónustu hennar. SMERSH er saman dreg ið úr orðunum „Smiert Spion- am“, seni þýðir „dauði yfir njósn urum.“ Nafnið er aðcins notað af starfsmönnum stofnunarinn- ar og starfsmönnum ríkisstjórn- arinnar. Enginn almennur borg ari. som er heill á sönsum, mundi láta sér það orð um munn fara. Aðalstöðvar SMERSH \eru mjög stór og ljót bygging ' við Sretenka Ulitsa. Húsið er núm- er 13 við þessa breiðu, tilbreyt ingarlausu götH, og fótgangénd ur horfa á tærnar á sér, þegar þeir fara fram hjá varðmönn- mönnunum tveim með handvél- byssurnar, sem standa sitt hvoru megin á breiðum þrepunum, sem liggja upp að stórum, tvöföláum járndyrunum. Ef þeir átta . sig nógu snemma, eða geta kpmið því við, án þess að mikið beri á, fara þeir yfir götuna og ganga á hinni stéttiilni. SMERSH er stjórnað frá dnn- arri hæð. Vfeigamesta herbergið á þeirri hæð er mjög stórfc- og bjart. herbergi málað með fölum ólívugrænum lit, sem virðisb vera sameiginlegur með stjórn- arskrifstofum um allan hfeim. Gegnt hljóðheldum dyrunum eru tveir breiðir gluggar, sem snúa út að húsagarðinum bak við húsið. Á öllu gólfinu er lit- rik gólfábreiða frá Kákasus úfc í öll horn. Tröllaukið eikarskrif borð stendur á ská í horninit lengst til vinstri frá dyrunum. Rautt flauel er undir þykku gleri á borðinu. Vinstra megin á skrifborðinu eru bakkar fyrir innkomin bréf og þau, sem sendast skulu út, en hægra megin á því fjögur síma tæki. Beint út frá miðju skrifborð- inu og liornrétt á það liggur fundaborð fram í herbergið. Átta stólar með beinum bökum og rauðu leðri standa við það. Þetta borð er einnig þakið rauðu flaueli, en á því er ekki gler- plata. Öskubakkar eru á borðinU og tvær þungar karýflur með vatni og glös. Á veggjunum eru fjórar stór- ar myndir í gullumgerðum. Ár ið 1955 voru myndirnar andlits- mynd af Stalín yfir dyrunum, mynd af Lenin milli glugganna og á hinum veggjunum mynd af Bulganin, og á þeim stað.rþar sem mynd af Beria hafði háng- ið allt fram til 13. janúar 1954, var nú mynd af Ivan Aleksand- rovitch Serov, hershöfðingja og yfirmanni Öryggisnefndar rikis ins. Við vegginn til vinstri, undir myndinni af Balganin, steridur stór televisor eða sjónvarpstæki í failegum eikarskáp. í því er falið segulbandstæki, sem hægt er að stjórna frá skrifborðinu. Hjóðnemi tækisins nær eftir endilöngu fundarborðinu og eru leiðslurnar faldar í borðfótun- um. Við hlið sjónvarpstækisina ■eru. litlar dyr, sem liggja að einkasalerni og baði og að litl- um sýningarklefa til að sýna 1 leynilegar kvikmyndir. Undir mynd Serovs er bóka- skápur. í efstu hillu hans eru verk Marx, Engels, Lenins og Stalíns og, þar sem auðveldara er að ná þeim, bækur á öllum tungumálum um njósnir, gagn- njósnir, lögregluaðferðir og glæpafræði. Við hliðina á bóka skápnum stendur langt og mjótfc borð við veginn, þar sem eru tylft af albúmum, bundnum í leð ur, og er dagsetning stimpluð eftir lan Fleming ALÞÝÐUBLA0I9 - 12. maí 1962 |_5

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.