Alþýðublaðið - 17.05.1962, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 17.05.1962, Blaðsíða 4
Hljómleikar lúðrasveit- ar drengja á Akureyri LÚÐRASVEIT drengja á Ak- ureyri lék í Tjarnarbæ í fyrra- kvöld við xnjög góðar og verð- skuldaðar undirtektir. Það var sannarlega skemmtilegt og upp- lífgandi, að heyra drengina spila marsa af slíku fjöri og valdi, að margar lúðrasveitir fullorðinna liefðu mátt vera stoltar af. Það er ákaflega ánægjulegt til þess að vita, hve allri tónlistar kennslu barna og unglinga hefur fleygt fram á íslandi á seinni ár- um, og eru lúðrasveitirnar ekki hvað sízt merki um það. Er sjálf „sagt að reyna að hlú að og auka þessa starfsemi eftir því sem frek ast er unnt. Jakob Tryggvason hefur sýni- lega lagt mikla rkt við æfingu þessarar sveitar og á mikið hrós skilið, en sennilega er honum ár angurinn mest hvatning. Lúðrasveitir drengja í Reykja- vík, tóku á móti norðanmönnum «g léku tvö lög undir stjórn stjórnenda sinna Karls Ó. Run- ólfssonar og Páls Pampichlers Pálssonar. — G.G. Bæta aðstö útgerð KOSNINGA- SJÓÐURINN Stuðningsmenn A-listans í Reykjavík eru minntir á kosninga s.'óöinn. Tekið á móti framlögum á skrifstofu Alþýðuflokksins, Hverfisgötu 8-10, símar 15020 og 16724. Svartir í tré og annað slíkt NYSTARLEGIR gripir eru komnir í verzlanir í Reykjavík Það eru listmunir sunnan úr Kína, frá Kenya og Indlandi Það er víst í Markaðinum, sem fyrst sást svartur tréhaus, sem var sagöur handskorinn í Afr íku, en slíkar fígúrur þykja hin mestu þing í menningar- löndum. Þessir svörtu hausar voru talsverf dýrir og ekki á kaupfæri almennings Skömmu síðar kom önnur verzlun meö svipaða muni, en verðið var enn hátt Nú hefur verðið lækk að o.g fjölbreytnin aukist, því að nú eru komnir fílabeins- karlar frá Kína, ker frá Ind- landi og forkar og sveðjur frá Afríku auk fjölmargra hálf nakinna svertingja skornum út í tré. Alþýðublaðið ræddi við Unni Jónsdóttur í verzlun Jóns Sigmundssonar fyrir nokkrum dögum og spurði, hvernig unnt væri að lialda verðinu svona lágu á þessum munum, sem eru fengnir svo langt að og eiga auk þess að vera handunnir, — en verðið HVERS VEGNA hefur Reykja- vík vaxið meira og örar en aðrir bæir á íslandi? Við því eiga forustumenn Sjálf stæðisflokksins aðeins eitt svar. Það er vegna afburðar stjórnar okkar á bænum á liðnum árum. Það má segja að ekki er sjálfs ánægjan lítil. En verra er þegar hægt er að blekkja fjölda bæjar búa með slíkum áróðri og það þó dæmin um slæma stjórn blasi við augum allra bæjarbúa, nema þá þeirra, sem aldrei sjá neitt í gegn mwwMwmtwwtwwtw á listmununum lækkaði all- verulega, þegar þeir komu fram í þeirri verzlun. Unnur sagði, að listmunirnir væru vissulega handunnir og pantaðir beint frá viðkomandi löndum. Þetta leiddi til þess að ’unnt væri að selja þá svo ódýrt hér heima, en verðið væri lágt í heimalandinu, þar sem vinnuaflið væri nóg og lágt metið. Hún sagði, að kínversku munirnir væru einkum frá Peking og þeir væru bæði úr fílabeini og ódýrari efnivið. Þar eru og reykelsisker frá Indlandi úr kopar og senn cr von á boröbúnaöi frá Thai landi. Unnur sagði, að lögð yrði úherzla á það í framtíðinni að hafa ávallt á boðstólum list muni úr ýmsum áttum og á sem lægstu verði. Kvikmyndir Austurbæjarbíó: Læknirinn og blinda stúlkan. Eallegir litir ágæt ur leikur. ÞESSI „Frontier" mynd er vel gerð miðað við flestar myndir sömu gerðar, sem hér hafa komið Ennfremur er hún í afar fallegum litum. Efnið er ef til vill ekki stórbrotið, en þó mun skárra en .í flestum fyrmefndum myndum og enn má nefna það, að hún er ' ágætlega leikin. Þrátt fyrir þessa hagstæðu upp . talningu er hér ekki um neitt stórvirki að ræða, en aftur á móti er myndin mjög hugnanleg dægrastytting. Cary Cooper, hinn nýlátni, leikur - ‘ aðalhlutverkið — lækni, sem er á flótta undan fortíðinni. u Maria Schell leikur stuiku, sem rekur á fjörur hans og gefur hon um aftur trúna á lífið. Maria Schell er mjög góð leikkona, en þetta hlutverk er ekki eitt henn ‘ar stærstu, en samt vel gert | Athyglisverður er Karl Maldcn U hlutverki ævintýramannsins og gullgrafarans Frenchie. 4 17. maí 1962 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ Enn má nefna Ben Piazza, sem leikur Rune, dreng, sem verður háður lækninum, en bjargar hon um að lokum ásamt stúlkunni úr klóm böðla hans, persónusköpun hans er ágæt. Semsagt — gott. AUSTURBÆJARBÍÓ mun senn taka til sýningar tvær mynd ir, sem líklegar eru til að vekja athygli. Sú fyrri er PRINSINN og SÝNINGARSTÚLKAN með Mari lyn Monroe og Laurenee Oliver í aðalhlutverkum. Sú mynd hefur farið nokkra sigurför, og verður hér sýnd með íslenzkum texta. Hin myndin er ORFEU NEGRO víðfræg mynd, talin ein albezta mynd, sem fram hefur komið lengi. Æðstu verðlaun fylgja henni bæði frá Hollywood og Cannes. — II.E. Sumaráæilun F.l. í gildi: Flogið til 13 staða hérlendis SUMARAÆTLUN innanlauds- flugs Flugfélags íslands er geng in í gildi. Samkvæmt henni verð- iir flogið reglubundið milli 13 staöa innanlands og munu Fax- arnir hefja sig á loft til innan- landsflugs 120 sinnum á viku. Frá Reykjavík til Akureyrar verður flogið þrisvar á dag; á mánudögum, þriðjudögum, fimmtudögum og föstudögum, en tvær ferðir alla aðra daga. Til Vestmannaeyja verða tvær ferð- ir á dag alla virka daga og ein ferð á sunnudögum. Frá Vest- mannaeyjum verður flogið til Hellu á miðvikudögum og til Skógasands á laugardögum. TiL Egilsstaða verður flogið alla daga, þar af þriðjudaga, föstu- daga og sunnudaga um Akur- eyri. Á miðvikudögum verður flogið með viðkomu í Horna- firði, en aðra daga beint til Reykjavíkur. Til ísafjarðar verða ferðir aiia daga. Til Hornafjarðar verður flogið fjórum sinnum í viku, á mánudögum, miðvikudögum, föstudögum og laugardógum. Til Húsavíkur verða þrjár ferðir á þriðjudögum og föstudögum beint frá Reykjavík, en á sunnu dögum um Akureyri. Flogið verð ur til Sauðárkróks á þriðjudög- um og laugardögum. Til Kópa- skers og Þórshafnar verða íerð- ir á mánudögum og fimmtudög- um, en til Fagurhólsmýrar verð- ur flogið á mánudögum og föstu- dögum. Skymasterflugvél, sem Flug- félagið hefur tekið á leigu verð- ur notuð til að anna innanlands- flugi, aðallega á lelðunum iil Framhald af 12. síðu. um íhaldsgleraugun. Það mun þó mála sannast að Reykjavík er það sem hún er þrátt fyrir þá stjórn sem verið hefur á henni í höndum Sjálfstæðismanna. Lega Reykjavíkur og einstök hafnarskilyrði munu án efa eiga mestan þátt í vexti borgarinnar og að sjálfsögðu dugnaður og framsýni borgaranna sjálfra. Við njótum enn góðs af áræði þeirra gömlu Reykvíkinga, sem lögðu grundvöllinn að vexti borgarinn ar með byggingu hafnargarðanna fyrir meira en 40 árum. Við þær framkvæmdir skapaðist aðstaða, sem hefur dugað til þess að út- gerð, siglingar. verzlun og iðnað ur hefur getað þróast til skamms tíma í Reykjavík, betur en annars staðar á landinu. Þó að stórt og mikið hafi verið hugsað og gert á svlði hafnarmála fyrir 40 árum í Reykjavík, þá hefði forráða- mönnum borgarinnar átt að verða ljóst fyrir löngu að sú framsýni og dugnaður sem þá einkenndi stjórn bæjarmála gat ekki dugað endalaust. Nú á hátindi borgarstjórnar- valds Sjálfstæðisflokksins, er svo komið má.ium, að ýmis aðstaða til útgerðar, siglinga, verzlunar og iðnaðar sem snertir allt meira og minna hafnarmálin, er að sumu leyti lakara en í nærliggjandi bæjum svo sem Akranesi, Hafnar firði, Keflavík og bráðlega Þor- lákshöfn, þrátt fyrir smæð þeirra og margvíslega örðugleika sem Reykjavík þekkir ekki. Það má segja að vandalítið er að stjórna, þegar allt gengur að óskum og fjármagn streymir alls staðar að til Reykjavíkur vegna þeirrar aðstöðu er hér hefur skap ast, en ef borgarbúar vilja halda áfram að skapa sér og sínum - framhaldandi lifsmöguleika í Reykjavík þá verða þeir að velja þá menn til stjórnar þessari borg, sem horfa fram á veginn, en staðna ekki í framkvæmdum þeirra mála, er mestu máli skipta um framtíðarvöxt borgarinnar. Stýrimaður ttttttttttMttttWttttttttWM* ÚTVARPS- UMRÆÐUR UTVARPSUMRÆÐUR fyr ir borgarstjórnarkosningarn ar í Reykjavík fara fram þriðjudags- og miðvikudags kvöld í næstu viku. Auk þess er búizt við, að framboðsfund um verði útvarpað um Iitlar miðbylgjustöðvar á allmörg um stöðum, og er liklegast að það verði aðallega á fimmtu dag og föstudag í næstu viku WWMWWWWWWWVH

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.