Alþýðublaðið - 20.05.1962, Side 15

Alþýðublaðið - 20.05.1962, Side 15
C> FRÁ SOVÉT yrði áreiðanlega kærður. Frek- leg óhlýðni. Vanræksla í skyldu störfum. Hverjar yrðu afleiðing arnar? í bezta falli hörkuskamm ir hjá G. hershöfðingja, og slæm umsögn á skrá hans. í versta falli? Kronsteen gat ekki ímýnd að sér það. Hann vildi ekki hugsa um það. Hvað svo sem mundi gerast, yrði sætleiki sigursins súr í munni hans. En nú var endalokunum náð. Þegar fimm sekúndur voru eftir á klukku Markhovs, leit hann upp, ekki hærra en að vörum andstæðings síns og beygði höf uðið í merki um uppgjöf. Þegar bjalla dómarans gall tvisvar, stóðu áhorfendur á fætur og fagnaðargnýr kvað við. Kronsteen stóð upp og hneigði sig fyrir andstæðingi sínum. fyr ir dómurunum og loks, djúpt, fyrir áhorfendum. Síðan beygði hann sig undir kaðalinn, með borgaraklædda manninn í kjöl farinu, og tróðst kuldalega, ruddalega gegnum háværan að dáendaskarann til útgöngudyr- anna. Utan við Skákhöllina, á miðj um Pushkin Ulitza, stóð hinn venjulegi, svarti ZIK bíll með vélina í gangi. Kronsteen steig inn í aftursætið og lokaði dyr- unum. Um leið og hinn maður inn stökk upp á brettið og stróð sér inn í framsætið skellti bíl- stjórinn í gír og þaut af stað nið ur eftir veginum. Kronsteen vissi að það tók því ekki að vera að afsaka sig við hinn óeinkenniskældda varð mann. Það samræmdist ekki ag anum. Þegar öllu var á botninn hvolt, var hann yfirmaður áætl anadeildar SMERSH, með heið- urstitlinum ofursti. Og heili lians var stofnuninni gulis ígildi. Ef til vill gat hann talað sig út úr þessu. Hann starði út um rúðuna á dimm strætin, sem þegar voru orðin vot af störfum þvottamannanna, og einbeindi sér að varnarræðu sinni. Svo kom beina gatan með turna Kreml fyrir endanum, og svo voru þeir komnir. Þegar varðmaðurinn afhenti aðstoðarmanninum Kronsteen, fékk hann honum líka pappírs- miða. Aðstoðarmaðurinn horfði á miðann og liorfði kuldalega á Kronsteen. Krosteen horfði ró legur á móti, án þess að segja nokltuð. Aðstoðarmaðurinn yppti exlum og tók upp innan hússímann og tilkynnti komu hans. Þegar þeir fóru inn í stóra herbergið, og Krosteen hafði verið bent að taka sér sæti og hafði kinkað kolli við brosi Klebb ofursta, gekk aðstoðarmað urinn til G. hershöfðingja og fékk- honum pappírsmiðann. Hers höfðinginn las hann og leit hvasst til Kronstee. Á meðan að stoðarmaðurinn gekk til dyra og út, hélt G. áfram að horfa á Kronsteen. Þegar dyrnar höfðu lokazt, opnaði G. hershöfðingi munninn og sagði lágt, „Nú, fé lagi?“ Kronsteen var rólegur. Hann vissi hvaða saga mundi falla í kramið. Hann talaði rólega og örugglega. „Gagnvart almenn- ingi, félagi liershöfðingi, er ég atvinnu skákmaður. í kvöld varð ég Moskvumeistari þriðja árið í röð. Ef ég hefði fengið um það skilaboð. þegar aðeins þrjár mín útur voru eftir, að verið væri að myrða konuna mína fyrir utan dyrnar á Skákliöllinni, hefði ég FYRIR BÖRNIN í SVEITINA Við seljum næstu daga ÓDÝRAR ULLARPEYSUR GAMMOSÍUR SOKKABUXUR — NÆRBOLI Einnig náttföt. — Verð frá kr. 69,— Notið tækifærið Verzlunin Ása Skólavörðustíg 17 — Sími 15188 ekki lyft fingri til að bjarga henni. Áhorfendur mínir vita þetta. Þeir eru eins vígðir skák- inni og ég. Ef ég hefði í kvöld gefið skákina og komið þegar í stað, er ég fékk skilaboðin, hefðu fimm þúsundir manna vit að, að slík gæti aðeins gerzt sam kvæmt skipunum einhverrar stjórnardeildar sem þessarar. Kjaftasögur hefðu komizt á kreik. Höfð hefði verið gát á ferðum mínum í framtíðinni til að komast að hinu sanna. Það hefði þýtt endalok allrar leynd ar. Vegna Iiagsmuna ríkisörygg isins beið ég þrjár mínútur, áð ur en ég hlýddi skipuninni. Þrátt fyrir það mun það valda umtali, með hve miklum,flýti ég yfirgaf salinn. Ég verð að segja, að eitt af börnum mínum sé alvarlega veikt. Ég verð að setja eitt barn á sjúkrahús í vikutíma til að styðja þá sögu. Égi bið mikillega afsökunar á þeirri töf, sem varð á að hlýða skipuninni. Ég gerði það, sem ég taldi bezt fyrir hags mundi deildarinnar“. G. hershöfðingi horfði hugs- andi i dökk, skásett augun. Mað urinn var sekur, en vörnin var góð. Hann las blaðið aftur, eins og hann væri að meta, hve mik ið afbrotið væri, síðan tók hann fram keikjaranrr sinn og brenndi það. Hann lét síðasta hornið detta á glerið á skrifborðinu og hlés öskunni út af borðinu nið ur á gólf. Hann sagði tkkert um hugsanir sínar, en það eins, sem skipti máli fyrir Kronsteen, var að búið var að brenna sönnunar gagnið. Nú mundi ekkert verða skráð í skjöl hans. Honum létti mikið og hann var þakklátur. Hann mundi beina allri snilli sihni að málinu, sem lá fyrir. Hershöfðinginn hafði sýnt mikla miskunn. Krosteen mundi þakka honum með allri xsnilli huga síns. „Réttið honum myndirnar, fé lagi ofursti", sagði G. hershöfð ingi eins og hinn stutta réttar- rannsókn hefði aldrei gerzt“. Málið er svona vaxið“ . . . Svo a'ð það var annar dauði, hugsaði ICronsteen á meðan hers höfðinginn talaði og hann horfi nákvæmlega á hið dökka vægð- arlaus andlit, sem horfði fast á hann af stækkaðri passamynd- inni. Á meðan Krosteen hlustaði með hálfum huga á það, sem hershöfðinginn liafði að segja* gerði hann sér grein fyrir helztu atriðunum — eiiskur njósnari. Óskað eftir miklu hneyksli. Sovétríkin ekki flækt - í málið. Morðsérfræðingur. Veikur fyr- ir kvenfólki þess vegna ekki kynvillingur, hugsaði Kron- steen). Drekkur (en ekkert sagt um eiturlyf). Ekki hægt að múta honum (hver veit? Allir menn hafa sitt söluverð). Engin útgjöld spöruð. Hægt að fá allan nauð- synlegan búnað og mannskap frá hvaða deild leyniþjónustunnar, ! sem var. Árangur skyldi nást ] innan þriggja mánaða. Þörf á j frumhugmyndum nú. Smáat- | riði ákveðin síðar. G. liershöfðingi horfði hvöss-| um augum sínum á Klebb of- | usta. „Hvað dettur yður fyrst i J hug, félagi ofursti?" Ferköntuð glerin í umgerðar lausum gleraugunum blikuðu í Ijósi Ijósakrónunnar, þegar kon an rétti úr sér og leit yfir borð ið á hershöfðingjann. Fölar, rak ar varirnar undir tóbakslituðum dúninum á efri vörinni opnuð- ust og tóku að hreyfast ótt og títt, er konan lét í ljós skoðan ir sínar. Kronsteen, sem horfði á andlitið yfir borðið, fannst þessi stöðuga opnun og lokun munnsins helzt minna sig á brúðu. Röddin var hás og litlaus, án geðshræringar", . . . líkist í sum um atriðum Stolrzenberg-mál- inu. Ef þér munið, félagi hers- höfðingi, þá var líka um það að ræða að eyða mannorði jafn- framt lífi. í það skipti var mál ið einfalt, því að maðurinn var kynvillingur. Ef þér munið . . “ Kronsteen hætti að hugsa. Hann þekkti öll þessi mál. Hann hafði séð um áætlanir að þeim öllum og þau voru á sínum stað í heila hans, eins og skákbyrj anir. í stað þess skoðaði hann luktum eyrum andlit þessarar hræðilegu konu og velti því laus lega fyrir sér, hve miklu leng- ur hún mundi endast í starfi sínu — hve miklu lengur hann mundi verða að vinna með henni. Hræðileg? Krosteen hafði ekki áhuga á mannlegum verum — ekki einu sinni sínum eigin börn um. Orðin „góður“ og „vond- ur“ voru heldur ekki til í orða- bók hans. Fyrir honum var allt fólk sem taflmenn.Hann hafði að eins áhuga á viðbrögðum þeirra við hreyfingum annarra tafl- manna. Til þess að gera sér grein fyrir viðbrögðum þeirra, sem var megnið af starfi hans, varð maður að skilja einstaklingsein- kenni þeirra. Grundvallarhvatir þeirra voru óumbreytanlegar. Sjálfsvörn, kynlíf og hóphvöt — í þessari röð. Skapgerð þeirra gat verið róleg, dauf, reiðigjörn eða dapurleg. Skapgerð einstakl ings mundi að verulegu leyti á- kvarða tiltölulegan styrkleika geðhrifa hans og tilfinninga. Eðli manns mundi að miklu leyti kom ið undir uppeldi og að nokkru leyti undir eðli foreldranna, hvað svo sem Pravlov og hegð unar-heimspekingarnir sögðu. Og auðvitað mundi líf og hegðun fólks vera að hluta ákvarðað af líkamlegum styrkleika þess og veikleika. Það var með þessar grundvall ar skilgrciningar í huga, sem haldranalegur heili Kronsteen athugaði konuna hinum megin við borðið. Það var í hundraðasta skipt- ið, sem hann hafði gert sér grein fyrir henni, en nú áttu þau fyrir höndum margra vikna sameigin legt starf, og það var eins gott að hressa upp á minnið. Vissulega hafði Rosa Klebb mikla lpngun til að lifa, annari hefði hún ekki orðið ein af aldij mestu konum rikisins, og sann arlega sú, sem menn óttuðusft mest. Kronsteen minntist þesS, að stjarna hennar hafði tekið að rísa í spönsku borgarstyrjöld.-- inni. Þá var hún beggja handa járn innan POUM — þ. e. a. s. starfaði fyrir^OGPU í Moskvú og einnig fyrir kommúnistísku- leyniþjónustuna á Spáni — og hafði verið hægri hönd, og ein hvers konar viðhald yfirmanns síns, hins fræga Andreas Mití, að því er sagt var. Hún hafði unnið með honum frá 1935 til 1937. Þá var hann myrtur sam kvæmt skipunum frá Moskvu, að því er sagt var, myrtur af henní. Hvort sem það var satt eða ekki, þá hafði hún upp frá því liðið hægt en örugglega upp valda stigann lifði af hrekki lifði af stríð, lifði af, vegna þess að hún batt ekki trúss við neinn, gekk ekki í neinar klíkur, allar hrein sanirnar þar til hún, við dauða Beria 1953, greip með blóðug- um höndunum rimina, svo skammt frá sjálfum tindinum, sem var staða yfirmanns fram- kvæmdadeildar SMERSH. Og Kronsteen varð hugsað til þess, að mikið af velgegni henn ar stafaði af hinu einkennilega eðli næst veigamestu eðlishvat ar hennar, kyn hvatarinnar, Því að Rosa Klebb var vafalaust af sjaldgæfustu gerð kynja.' Hún var hvorugkyns. Konsteen var viss um það. Sögur manna og, já, kvenna voru of nákvæmar til að hægt væri að efast um þær. Hún gat haft líkamlega ánægju af athöíninni, en tækið skipti engu máli. Fyrir henni var kyn líf ekki meira en kláði. Og þetta sálfræðilega og líkamlega hvoý ugijvn liennar svipti hana þegap í stað mörgum mannlegum geðs hræringum og tilfinningum og löngunum. Kynferðislegt hvorug kyn var kjarni kulda hjá einstakj^ ingi. Það var mikill og dásamleg ur eiginleiki að fæðast með. , í henni mundi hóphvötin einn ig verða dauð. Áfergja hennar í völd heimtaði, að hún skyldi vera úlfur en ekki lamb. Hún starfaði ein, en''hún var aldrei einmana, því að henni var hlýja samfélags við aðra óþörf. Og auðvitað hlaut hún hvað skap á hrærði að vera daufgerð — ó- hagganleg, sein og þola sársauka vel. Leti mundi vera Hennar helzti löstur. hugsaði Kronsteen. Það mundi vera erfitt að koma henni fram úr hlýjú bólinu á morgnana. Lifnaðarhættir henn- ar mundu vera subbulegir, ef til vill skítugir. Það mundi ekki vera skemmtilegt, hugsaði Kron steen að horfa á einkalíf hennar, þegar hún hvíldi sig án einkenn isbúnings síns. Krosteen hraus hugur og hætti að hugsa um skapgerð hennar, sem vissulega var kæn og sterk, og sneri sér að útlitinu. Rosa Klebb mundi sennilega vera nálægt fimmtugu, bjóst ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 1962 20. maí 15

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.