Alþýðublaðið - 16.06.1962, Page 3

Alþýðublaðið - 16.06.1962, Page 3
I NÝJAR ÁKÆRUR GEGN SALAN og Bidault sviptur þinghelgi?! NÝJAR ákærur á hendur OAS-for- íngjunum Raoul Salan, fyrrver- andi hershöfðingja, geta haft dauða refsingu í för með sér, og ekki er talið útilokað, að honum vsrði stefnt fyrir rétt á nýjan leik, að því er haft er eftir heimildum úr franska dómsmálaráðuneytinu. Ákærurnar varða verknaði, sem Salan var ábyrgur fyrir eftir að liann hafði verið dæmdur í lífstíö- ar fangelsi. Það var hinn sérlegi herdómstóll, sem dæmdi Salan til dauða. inni, sem svarið hafi að hefna af- töku tveggja hryðjuverkamanna OAS í París fyrir nokkrum dögum, þeirra Claude Piegts og Albert Dovecar. VÍÐTÆKT EFTIRLIT TJm það bil 6 þúsund menn úr uppþotslögreglunni leita OAS- mannanna, sem komizt hafa undan þrátt fyrir öflugt eftirlit lögregl- unnar á svæðinu þar sem ráða átti de Gaulle forseta af dögum. Hermenn eru hvarvetna á verði. OAS-ÁRÁS Á SJÚKRAHÚS f Algeirsborg sprengdi OAS í loft upp skurðlækningadeild stærsta sjúkrahúss Afríku, Mu- stapha-sjúkrahúsins í Algeirsborg. Fleiri skemmdir urðu, en enginn meiddist í skemmdarverkum þess- um. Tjónið er geysimikið, og meta ýmsir tjónið á 50 millj. nýfranka (um 450 millj. ísl. kr.) FLÓTTAMANNA- STRAUMUR BRÉF FRÁ SALAN Dómstóll þessi hefur nú verið leystur upp. De Gaulle forseti var mjög óánægður með dóminn, og liann er sagður hafa íhugað þann möguleika, að mál verði höfðað gegn Salan á nýjan leik. Heimildarmenn í dómsmálaráðu neytinu gefa í skyn, að hinar nýju ákærur á hendur Salan standi í sam bandi við það, að Salan hafði sam- band við hina nýju forystu OAS frá klefa sínum í Fresnesfangelsi. T. d. mun hafa fundizt bréf frá hon um í fórum yfirmanns OAS í Frakklandi, Andre Manal, sem liandtekinn var fyrir nokkru. BIDAULT FYRIR RÉTT? Hæstiréttur Frakklands hefur snúið sér til þjóðþingsins og kraf- izt þess, að Georges Bidault, fyrr- verandi forsætisráðlierra, verði sviptur þinghelgi þannig að hægt verði að stefna honum fyrir réít sem yfirinanni leynisamtaka liers- ins, OAS, eins og fyrri fregnir liermdu. IIÖTAR AÐ STEYPA De GAULLE Frá þessu var skýrt í París, en þaðan livarf Bidault fyrir nokkr- um mánuðum. Tilefnið var það, að áður liafði Bidault sagt í viðtali við belgískt dagblað, að OAS hafi það að markmiöi að steypa de Gaulle og stjóm hans og koma á nýjan leik á grundvallarmannrétt- indum í Frakklandi. Fyrr um daginn höfðu yfirvöld- in skýrt svo frá, að' hafin væri rétt- arfarsleg undirbúningsrannsókn í málum nolikurra manna, sem tal- ið er að vinni með OAS. Sagt er, að fundizt hafi nokkur skjöl, sem sýni, að Bidault er flæktur í málið. DE GAULLE Á FERÐALAGI Meðan þessu fór f~~,>n hélt de Gaulle forseti áfram f ,: alagi sínu uin Suðaustur-Frakkland eins og ’’ ekkert hefði' í skorizt, cg er for- setans mjög vel gætt. Eftir áreið- anlegum hcimildum er liaft, að meðal 21 OAS-manns, sem lögregl- an leitar, séu nokkrir fyrrverandi hermenn úr Útlcndingaliersveit- Georges Bidault Lögreglan hefur rannsakað livern cinasta bóndabæ á þessu svæði og rýmt þorp og þéttbýlar götur þar sem de GauIIe ekur um. Kemur í septemher EINS og '• Alþýðublaðið sagði frá í gær, er von á forsætisráð- l'Crra ísraels í heimsókn hingað til lands. í gærdag barst blaðinu eftirfar andi fréttatilkynning frá forsætis ráðunevtinu: . Forsætisráðherra íslands hefur boðið Ben Gurion. forsætisráð- herra ísraels, í heimsókn til ís- ;nds Hefur forsætisráðherra þeg ;g boðið og mun koma til Reykja víkur í spetembermánuði og dvelj ast hér þrjá daga. Enn streyma Alsírbúar af frönsk um ættum úr landinu. Jafnframt er það greinilegt, að OAS-menn eru staðráðnir í að eyðileggja allt, sem byggt hefur verið í Alsír úr frönsku efni. Fyrir framan sferif- stofur flugfélaga hafa myndazt langar biðraðir. OAS-menn frömdu ýmis skemmdarverk í Óran, Sidi Bel Abbes, Bab-el-Oued hverfinu í Algeirsborg og víðar í Alsír í dag. TILRÆÐIÐ OAS hefur neitað því, að samtök in beri ábyrgðina á tilræðinu við yfirhershöfðingja Frakka á Oran- svæðinu í gær. Franskur læknir beið bana og hershöfðinginn og aðmíráll nokkur særðust alvarlega. ÍKVEIKJUR Níu skólar í Sidi Bel Abbes voru brenndir til grunna. í Algeirsborg Ioguðu tveir eldar og verka- mannaskrifstofan í Bab-el Oues evðilagðist í plastsnrengjuárás. Ó- bekktir hryðjuverkamenn drápu tvo Serki og einn mann af evrópsk uin ættum í Óran í dag. „VIRKI” OAS Vöruhílar, hlaðnir mönnum af evrnnskum ættum streyma til Oran svæðisins skv. áskorun OAS í gær hess efnis, að menn af evrópskum ættum safnist saman í sévstökum hæjum, sem varðir verða með vopn um. * ' 92 ÞÚS. FLÝJA Af 92.000 mönnum, sem að sögn APF hafa flúið til Frakklands frá Alsír i bessum mánuði hafa 5S.000 knöiið flugleiðis. T Algeirsborg var í kvöld til- kvnnt. að einn áhrifamesti ráð- herra alsírsku bráðabirgðastjórn- arinnar, Boudiaf varaforsætisráð- herra. sé kominn til Rochet Noir «1 viðræðna. V**MMtMMMMHMUUtHMU ISÁTTAFUNDUR í deilunni j! um síldveiðikjörin stóð enn 1> yfir, þegar blaðið fór í prent !> un í gærkvöldi og var ekkert j! nýtt að frétta af fundinum. j! VMMVmnMHVUUHHWUM AB sendir írá sér tvær góðar bækur ÚT ERU komnar hjá Almenna b< kafélaginu bækur mánaðarins fyrir maí og júní. Er maíbókin myndskreytt bók um Ítalíu, þýdd af Einari Pálssyni, en júníbókin Fuglabók AB í þýðingu og umsjá dr, Finns Guðmundssonar. Ítalía er þriðja bókina í bóka- flokk AB Lönd og þjóðir. Höfund ur hennar er rithöfundurinn Her bert Kubly, maður, sem dvalizt hefur langdvölum á Ítalíu. Er þessi bók lík að útliti og þær tvær bækur, sem áður hafa komið út í þessum flokki, lesmál um landið og þjóðina, sögu hennar og dag- legt líf, og hátt á annað hundrað myndir, margar þeirra litmyndir. Myndasíður bókarinnar eru prentaðar í París, en að öðru leyti er bókin unnin í prentsmiðjunn. Cdda og Sveinabókbandinu. Fuglar íslands og Evrópu er eftir 3 heimsfræga fuglafræðinga, Ameríkumanninn Rober Peterson o[. Englendingan Guy Mountfort og P. A.D. Hollon, en inngang fyr ir bókinni ritar Julian Huxley. Þf.tta er viðurkennd einhver allra merkilegasta fuglabók, sem út hef- ur komið. Bókin fjallar um 573 fuglateg- undir, en í henni eru yfir 1200 myndir, svo að fleiri en ein mynd er af hverri tegund — bæði sum ar- og vetrarbúningi þeirra, ef þær skipta litum, karlfugli og kvenfugli, ef kynin eru ólik o. s. frv. Þá eru í bókinni 380 útbreiðslu kort, er gefa til kynna sumar- og vetrarheimkynni langflestra fugla tegundanna. Dr. Finnur Guðmundsson hefur þýtt og staðfært fuglabókina og hefur raunar átt þátt í henni frá upphafi að því er ísland varðar, eins og fram kemur í formála höf fundanna. Fréttir frá for- sætisráöuneytinu ALÞÝÐUBLAÐINU bárust í gær eftirfarandi fréttir frá forsæt isráðuneytinu: Forseti íslands, herra Ásgeir Ásgeirsson, kom í gær úr för sinni til útlanda og hefur á ný tekið við stjórnarstörfum. Ríkisstjórnin tekur á móti gest um í Ráðherrabústaönum, Tjarnar götu 32, þjóðhátíðardaginn 17. júní, kl. 4—6. Menntaskólanum slitið MENNTASKÓLANUM í Reykja vík var slitið í gær í 116 skipti. í ár útskrifast 125 stúdentar frá skólanum, af þehn eru fjórir ut- anskólanemendur. Aðeins einu sinni hafa útskrifast fleiri stúd entar frá Menntaskólanum í einu, það var árið 1953, þá brautskráð- ust 132 stúdentar. í fyrsta sinn í sögu skólans voru nú fleiri stúd- entar úr stærðfræðideild heldur en máladeild. Stærðfræðideildar stúdentarnir voru 64 að tölu, en máladeildarstúdentarnir 61. Rektor ávarpaði nýstúdenta og afhenti þeim skírteini. Því næst fór fram verðlaunaafhending og fengu fjölmargir verðlaun bæði úr verðlaunasjóðum skólans, og eins frá aðilum utan skólans. Þrír lilutu ágætis einkunn á stúdentsprófi og voru þeir allir úr stærðfræðideild. Þorkell Helgason 6. Y ág. 9,31. Baldur Símonarson 6. X, ág. 9,10. Gunnar Sigurðsson 6. X, ág. 9,09. í máladeild lilutu þessi hæstar einkunnir: Einar Már Jónsson 6. B I 8,85. Ólafur Davíðsson 6. B I 8,84. Auður Þorðardóttir 6. A I 8,62. Allir þessir nemendur fengu verðlaun og sumir fleiri en ein. Af hálfu þeirra stúdenta sem brautskráðust frá skólanum fyrir aldamót, liélt séra Sigurbjörn Á. Gíslason ræðu. Af þeim munu nú vera átta á lífi. Séra Sigurbjörn varð stúd- ent árið 1897 og átti því 65 ára stúdentsafmæli núna. Þorsteinn Þorsteinsson, fyrrv. Hagstofustjóri hélt ræðu fyrir liönd þeírra sem útskrifuðust árið 1902. Forseti íslands, Hr. Ásgeirs Ás- geirsson, hélt ræðu fyrir hönd fimmtíu ára stúdenta, og greindi frá því að þeir mundu gefa fjár- hæð í Bræðrasjóð. Gunnlaugur Briem, ráðuneytis- stjóri, talaði af hálfu 40 ára stud enta, sem einnig færðu Bræðra- sjóði peningagjöf. Af hálfu þeirra sem útskrifuð- ust fyrir 25 árum talaði Vilhjálm ur Guðmundsson. Skýrði hann frá því, að 25 ára stúdentar færðu skólanum vandaða smásjá að gjöf, sem notast skyldi við náttúru- fræðikennslu. Að þessum ræðuhöldum loknum sagði Kristinn Ármannsson rektor skólanum slitið. Ungu stúdentarnir héldu síðan niður í Alþingishúsgarð, þar sem ljósmyndararnir biðu þeirra. [) Sjá 5. síðu Síldarnýjung Framhald af 1. síðu. hæfa að mesta losun á einum sól- arhring hafi verið þrjátíu þúsund liektólítrar. Ákveðið er að stöðin verði á Seyðisfirði, og- að vertíð lokinni er fyrirliugað að flytja hana til hafna við Faxaflóa. Verksmiðjurnar við Eyjafjörff Siglufirði eru nú í óða önna aff tryggja sér skip til síldarflutninga og Síldarverksmiðjur ríkisins á að austan. * ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 16. júní 1962 $3

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.