Alþýðublaðið - 16.06.1962, Page 10

Alþýðublaðið - 16.06.1962, Page 10
RitstjórL ÖRN EIÐSSON Knattspyrna á (safirði 17, ALLMIKLAR annir hafa verið hjá ísfirzkum knattspyrnumönnum yf- ir hvítasunnuna. A laugardag kom II. fl. KR og lék við jafnaldra sína úr Herði og. Vestra. Leikurinn á laugardag var nokk uð skemmtilegur á köflum, strák- arnir frískir og harðir af sér og léku oft á tíðum dálaglega, eink- um brá fyrir laglegu samspili KR- inga. KR-ingar unnu leikinn með 2 mörkum gegn engu. Sigur þeirra var verðskuldaður en eitt mark hefðu heimamenn mátt fá og hefði ekki talizt slembilukka. KR skoraði bæði mörkin í fyrri hálfleik, enda var seinni hlutinn mun jafnari. Á hvítasunnudag léku liðin aft- ur. Þessi leikur var ekki síður Ekemmtilegur og'fengu bæði liðin nokkur tækifæri, sem þó ekki nýtt ust. All mikil harka var í leiknum en kom þó ekki í veg fyrir skemmti legan leik. KR-ingar tóku forustu og skor- uðu úr vítaspyrnu nokkuð snemma í fyrri hálfleik. Var það „ódýrt” mark, því sá, er tók spyrn- una spyrnti frekar lausum bolta beint til markmannsins, sem þó ekki hélt boltanum, með þeim af- leiðingum, að KR-ingur komst inn fyrir og skoraði. Nokkru síðar tókst ísfirðingum að jafna. Markvörður KR mátti kasta sér til að verja nokkuð gott skot, en fékk ekki haldið knéttin- um, og miðherji ísfirðinga, sem fylgdi fast á eftir, sendi knöttinn í netið. Bæði mörkin voru skoruð í fyrri hálfleik. Seinni hálfleik lauk án þess fleiri mörk yrðu gerð og lauk leiknum því með jafntefli 1:1. í dag fór svo fram I. deildarleik- ur. ÍBÍ—Akranes. Skagamenn ger- sigruðu í leiknum, settu sex mörk gegn engu. ísfirzka liðið var ákaflega mis- tækt og mistökin hjá vörninni, sem færði Fram sex mörk voru að miklu leyti endurtekin í dag. Fyrsta markið settu Akurnesing- ar, er 24 mín voru af leik og á næstu 15 mín bættu þeir þrem til viðbótar, þannig að staðan í hálf leik var 4:0. Seinni hálfleik unnu þeir 2:0. ísfirzka vörnin var eins og fyrr segir í molum. Úti á velli náði lið- ið oft dágóðu spili, en þá að mark- inu kom rann allt út í sandinn, skotin voru líkari sendingum en markskotum og mörg tækifæri glöt uðust vegna þess að ekki var fylgt nóg á eftir. Lið Akurnesinga var mun frísk- ara og ákveðnara, og stjórnaði Rík- harður liðinu úti á vellinum af festu og öryggi. En það sem fyrst og fremst færði þeim sigurinn var virkur ieikur að markinu og föst og ákveðin markskot. Var eitthvað annað að sjá þau en máttlausa bolta heimaliðsins. Akurnesingar unnu verðskuldað ar. sigur, enda þótt markamunur sé hélzt til mikill og strákarnir FYRRI hluti frjálsíþróttamótsins 17. júní verður í dag á Melavellin- um og hefst kl. 16.00. Keppt verð- ur í þessum greinum: 200 m. hlaup — 3000 m. hlaup — 110 m. grinda- hlaup — hástökk — sleggjukast — spjótkast — langstökk. Síðari hluti mótsins verður á Laugardalsvellinum á morgun í sambandi við þjóðhátíðarhöldin þar og hefst mótið kl. 5.00. Meðal keppenda í dag eru Val- björn Þorláksson, sem keppir í há- stökki, 200 m. hlaupi, 110 m. grinda Klaupi og spjótkasti. Vilhjálmur Einarsson keppir í langstökki, Kristleifur Guðbjörnsson í 3000 m. hlaupi, Jón Þ. Ólafsson í há- stökki. heima hefðu átt skilið að fá 1 til 2 mörk. En það er víst ekki nóg að eiga skilið að fá mark, og á meðan að ísfirzka liðið ekki eignazt menn sem geta skotið á mark svó nokkru nemur verður það sjálf- sagt tilviljanakennt hvenær þeir skóra. Dómari í leiknum var Einar Kjartansson og mætti út af fyrir sig helga honum sérstakan kapí- tula, þótt ekki verði gert hér. Sig. Jóh. Hinir Austurrísku J.ý'/.ý hjólbarðar væntanlegir næstu tlaga. Hagstætt verð. G. Helgason & Melsted h.í. Rauðarárstíg 1. — Sími 11644.. Útboð um hitaveilulagnir í Hlíðarhverfi 4. áfangi. Hér með er óskað eftir tilboðum um hitaveitulagnir, utan- húss í eftirtaldar götur í Hlíðarhverfi: Meðalholt, Stórholt, Stangarholt og hluta af Skipholti, Nóa túni, Lönguhlið, Háteigsvegi og Einliolti. Útboðsgögnin verða afhent í skrifstofu vorri Tjarnargötu 12, 3 hæð gegn 3.000.— króna skilatryggingu. Innkaupastofmm Reykjavíkurborgar. Athugasemd írá knattspyrnudómara Undanfarna daga hafa verið sett nokkur heimsmet og Evrópumet í frjálsíþróttum en alls 13 það sem af er árinu. Myndin cr af Banda ríkjamanninum Beatty, sem setti nýlega heimsmet í 2ja mílna hlaupi — 8.29,8 mín. Ovansejan Sovét. hefur sett heimsmet í langstökki 8,31 m. Nikula Evrópumet í stangarstökki 4,85 m. og rússnesku stúlk urnar T. Press í kúluvarpi 18,55 og Tschelkanova í langstökki 6,53m. I-Ierra ritstjóri ! j Það er elcki á hverjum degi, knattspyrnudómari óskar eftir að fá að birta athugasemd við skrif og framkomu íþróttafréttaritara, svo ég vona, að þér sjáið yður fært að taka þessar fáu línur tií birtingar. Eg undirritaður er dæmdi leik- inn Tékkar — Akureyri, verð að láta í ljós undrun á framkomu Frímanns Helgasonar íþrótta- fréttaritara Þjóðviljans, sem hef- ur þar að auki unnið sig upp í að verða knattspyrnudómari. I fyrri hálfleik dæmdi ég tvær víta spyrnur, aðra á Tékka og hina á Akureyri og með því var ég að- eins að framkvæma mín skyldu- störf. Vítaspyrnan á austantjalds menn hefur komið mjög við fínu taugarnar á fréttaritara Þjóðvilj- ans. Þegar leikhlé var kom Frí- mann með tárin í augunum og þrútinn í framan af reiði inn í dómaraherbergið. Hiá mér voru mættir nokkrir blaðajnenn og gaf ég þeim skýringar við því, sem þeir óskuðu eftir. Þeir voru við- mótsþýðir að undanskyldum Fri- manni, sem vart var viðmælandi fyrir bræði. Hver var ástæðan fyrir bræði Frímanns? Hún var sú. að ég hafði dug til að fara að lögum og dæma á stórveldið vítaspyrnu. Frimann hélt því fram, að víta- spyrnan væri röng og bví til sönn- unar sagði hann, að Tékkar hefðu mótmælt henni (bað var þá mæli- kvarði). Ég lét Frímann vita, að bæði ég og annar línuvörðurinn hefðum séð Tékkann slá knöttinn viljandi með héndi. Þarna hélt Frímann því fram, að okkur hefði skjátlast, því að spurningin væri, hvort að hann hefði grætt á því, að slá knöttinn, en þar sem svo liafði ekki verið, hafi átt að láta brotið falla niður. í knattspyrnulögunum stendur, að það sé lögbrot, að slá eða snerta knöttinn viljandi með hendi og því beri að refsa. Það væri ekki gott, ef að leik- maður mætti koma að mótherja og sparka í hanr. viljandi og svo væri ekki hægt að koma yfir hann Framhald a 11. síöu. Tilraunalandslið landsliðsnefnd- ar Knattspyrnusambands íslands, sem leika á við tékkneska ung- lingalandsliðið n. k. mánudags- kvöld, er þannig skipaö: Heimir Guðjónsson Arni Njálsson Bjarni Felixsson Hörður Felixsson Garðar Árnason Ormar Skeggjason Kári Árnason Skúli Ágústsson Grétar Sigurðsson Gunnar Felixsson Þórður Jónsson Varamenn: Einar Helgason, Akureyri Þorsteinn Friðbjófsson Sveinn Jónsson Ellert Schram Sigþór Jakobsson 10 16. jú.ní 1962 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.