Alþýðublaðið - 27.06.1962, Blaðsíða 13
Gjöf Nor&manna
Bátur sem á ekki
að geta sokkið
HEILDVERZLUNIN O. Johnscn
& Kaaber hf. liefur liafid innflutn
ing á plastlrefjabátum frá Noregi.
Blaðantönnum var boðið að skoða
sýnishorn af bátunum síðastliðinn
laugardag suður í Nauthólsvík.
Fjórar gerðir af bátum voru til
sýnis úti í Nauthólsvík og fengu
blaðamenn að reyna þá.
Mesta athygli vakti tvímæla-
' laust stærsti báturinn. Hann kall-
1 ast „Selspeed”, og í honum eru
Isæti fyrir 4—5. Báturinn er með
1 tvöföldum botni og á ekki að geta
sokkið. Hann var knúinn 40 hest-
afla Evinrude utanborðsmótor. —
Það vakti mikla athygli hversu
! stöðugur og hraðskreiður báturinn
j var. Hingað kominn kostar þessi
! bátur 53.700,00 kr. Einnig voru
sýndar þarna minni bátar, Selfisk,
sem er 13 feta langur og kostar
17.800,00 kr. Þessi stærð af plast-
trefjabátum hefur reynst mjög vel
við síldveiðarnar fyrir norður-
landi. Einnig voru sýndir þarna
tveir minni bátar, Selungen og
Selteen. Kosta þeir 15.900 kr. og
9.500,00 kr. Bátar þessir eru fram
I leiddir í Noregi og virðast hinir
i vönduðustu að allri gerð. Allir era
þeir með flotholtum eða tvöföld-
um botni.
Bátarnir voru knunir Evinrude
utanborðsmótorum frá Orku lif.
Mótorarnir eru framleiddir í BeJ-
gju af bandarísku fyrirtæki og
I eru tiltölulega ódýrir. Hafa þeir
I reynzt mjög vel.
SAMKVÆMT upplýsingum
um kornræktina á íslandi 1961,
sem finna má í Árbók landbún-
aðarins 1. hefti þ. á., hefur ver-
ið sáð 1961 í 437 hektara lands
og uppskera orðið 685 lestir.
Á Austurlandi 200 lestir
Á S.-A. landi (Ilornaf.) 20 lestir
Á_Suðurlandi 454 lestir
Annarsstaðar 11 Jestir
Meðaluppskera var 15,7 tunn-
ur af hektara, sem talið er sæmi
legt, þrátt fyrir það, að sumar-
hiti væri yfirleitt undir meðal-
lagi.
Talið er að brúttóverðmæti
| 685 lesta korns væri 2,4 milljón-
ir króna.
Áætlað er að í ár verði sáð
I í um 700 hektara.
f Hið innlenda korn er notað
| sem fóðurvara fyrir skepnur,
I enda mikil þörf fyrir fóðurbæti
\ í landinu. T. d. var flutt inn
í 1960 fóðurvörur fyrir 70 millj-
\ ónir króna.
Þegar á þá tölu er litið annars
É vegar og verðmæti ræktaðs
; korns 1961, mætti reikna með
§ að kornræktin þyrfti að þrí-
\ tugfaldast til að útrýma að
= miklu leyti hinum erlenda fóð-
I urbætisinnflutningi. Hins vegar
| ber á það að líta að ef aukin
l kornrækt verður til þess að
\ minnka framleiðslu annarra
I landbúnaðarafurða, þá verður
I kornræktin að takast nánar til
i atliugunar af liinum lærðu bún-
I aðarfrömuðum, og finna verður
: þá út livort liún er eins arösöm
j og aörar farmleiðslugreinar
landbúnaðarins, eins og aukin
kvikf járrækt, holdanautarækt o.
s. frv.
Hitt er líka augljóst að þjóð-
inni er bráðnauðsynlegt að auka
jafnt og þétt mjólkurframleiðsl
una, þar sem fólkinu fjölgar ört
í landinu. Mjólkin er hin holl-
asta fæða, sem völ er á og um
leið ein hin ódýrasta fæðuteg-
und, sem heimilin nota.
í úvarpserindi s. 1. vetur, sem
sandgræðslustjóri, Páll Sveins-
son fluttis telur hann að korn-
ræktinni fylgi einn vágestur og
er það grágæsin, sem mun vera
friðaður fugl á íslandi. Telur
hann að hún geri mikinn usla á
ýmsum ökrum, bæði í kartöflu-
ökrum, en þó mest í kornökrum,
og leggur hann til að lagt verði
til orustu við vágest þennan. Sé
þetta rétt, sem ég efast ekki
um, má merkilegt heita, að fugl
þessi skuli vera friðaður. Ættu
bændur að hafa fullt leyfi til
að verja sáðlönd sín fyrir vargi
þessum og afnema þyrfti friðun
grágæsarinnar. Sandgræðslu-
stjóri bendir líka á, að samfara
aukinni kornrækt, þurfi að efla
skjólbelta ræktunina og telur:
„að skógrækt ríkisins gæti á
engan hátt gert meira gagn fyr-
ir þjóðarbúið en með eflingu
skjólbelta".
Enginn dómur skal á það
lagður hér hvort skógrækt rík-
isins beri skylda til slíkra fram-
kvæmda, en hitt er augljóst, að
í raun og veru eru skjólbelti
öllum ræktuðum grróðri á ís-
landi afarnauðsynleg og ekki
sízt kornræktinni. Nágranna-
þjóðir okkar þekkja þetta, og
þeir, sem ferðast hafa um land-
búnaðarliéruð þeirra, munu
Alis 685 lestir
EINS og sagt var frá í blað-
inu í gær í fréttaskeyti frá NTB,
hafa Norðmenn gefið íslending-
um 1 milljón norskra króna. Hér
á eftir fer fréttatilkynning frá
utanríkisráðuneytinu um mál
þetta:
Eins og áður hefur verið til-
kynnt samþykkti norska stórþing-
ið hinn 27. maí 1961 að veita ís-
landi þjóðargjöf að fjárhæð ein
milljón norskra króna til skóg-
ræktar á íslandi og til þess að
styrkja menningartengsl milli
Noregs og íslands í því sambandi.
Konungur Noregs skýrði frá gjöf
þessari er hann var hér í opin-
berri heimsókn síðastliðið sumar.
Samkvæmt ósk norsku ríkis-
stjórnarinnar hefur verið samin
reglugerð um það hversu gjöf
þessari skuli ráðstafað, og hefur
hún verið samþykkt af ríkisstjórn
um beggja landa og hún hefur
síðan hlotið konunglega staðfest-
ingu í Noregi. í 1. gr. reglugerð-
arinnar segir, að fé gjafasjóðsins
skuli geymt í Noregi í umsjá fjár
málaráðuneytisins þar, en
þriggja manna stjórnarnefnd
skuli ráðstafa sjóðnum. Skal hún
þannig kjörin, að ríkisstjórnir
beggja landa tilnefna einn full-
trúa, hvor um sig, en skógræktar-
stjóri íslands er þriðji nefndar-
maðurinn. Formaður er sá full-
trúinn, sem tilnefndur er af rík-
isstjérn íslands.
Fé sjóðsins skal fyrst og fremst
notað til sérstakra meiri háttar
framkvæmda í skógræktarmálum
á íslandi og skulu þær jafnframt
bera þess merki, að hér sé um
þjóðargjöf frá Norðmönnum til ís
lendinga að ræða.
Að öðru leyti er ætlazt tii þess,
að sjóðurhm verði notaður til
þess að styrkja ferðalög ungs
fólks úr báðum löndurn til þess
að kynna sér skógræktar- og
menningarmál og þann.g auka
gagnkvæmt þekkingu sina á fóik-
inu í hvoru landi fyrir sig og lönd
unum sjálfum um leið. Þa er einn
-ig ætlazt til, að sjóðinn megi hota
til feröalaga fyrir norska skóg-
fræðinga á íslandi og gagnkvæmt
svo og til útgáfu á upplýsandi og
fræðandi ritsmíðum og bækling-
um um skógræktarmál í báðum
löndum.
Af hálfu rílcisstjórnar Noregs
hefur ambasasdor Noregs á ís-
landi Bjarne Börde verið til—
nefndur í stjórnarnefnd sjóðsins
en Hákon Guðmundsson hæsta-
réttarritari, formaður Skógrækt-
arafélags íslands, af há’fu ríkis-
stjórnar íslands, og ér hann for-
•maður nefndarinnar. Auk þess á
sæti í nefndinni skógræktarstjórl
íslands Hákon Bjarnason. eins og
fyrr getur.
Sjóðurinn tekur nú þegar til
starfa undir stjórn þessara
þriggja manna.
Námskeið í
fjölskyldufræði
KENNARAFÉLAGIÐ Hússtjórn
hefur fengið danskan húsmæðra-
kennara hingaö til lands og mun
hún halda hér námskeið í fjöl-
skyldufræöi.
Danskur lögfræðingur, Ingrid
Poulsen að nafní sem er kennari
í fjölskyldufræði við háskólann í
Árósum hefur verið fengin hing-
að til lands til að halda námskeið
í fræðigrein sinni með íslenzkum
húsmæðrrskólakennurum.
Námskeiðið verður haldið á ísa
firði og eru kennarar og nemend-
ur að fara þangað Þegar hún
kemur að vestan mun hún halda
fyrirlestur hér í Reykjavík um
þetta efni. Fyrirlesturinn verður
^haldinn í Tjamarbæ, fimmtudág
inn 5. júlí kl. 9 e.h. á vegum
Bandalags kvenna.
hafa veitt því athygli, hve mik- \
ið þar er lagt upp úr skjólhelt- i
unum, sem hlífa öllum gróðri. i
Gera uppskeruna árvissari, |
meiri en Þar sem ekkert er til i
að' hefta stormana, sem eyðilagt i
geta milljóna króna verðmæti |
á skammri stundu.
En það er ekki einasta korn- f
akrarnir, sem skjólbeltin hlifa, I
þau hlífa líka túngresinu og má i
alveg merkilegt vera hve þessu \
hefur verið lítill gaumur gefinn. \
Ég hefi þó lesið og það oftar \
en einu sinni, áminningu frá =
einum mesta búnaðarfrömuði [
þessa lands, Klemensi Kristj- |
ánssyni á Sámstöðum, til =
bænda, um að rækta skjólbelti \
um ræktað land. En hann virð- :
ist hafa talað fyrir daufum eyr- i
um. i
Ættu þeir bændur, sem koma i
sér upp skjólbeltum um tún sín I
Framh. á 14. síðu
Bygguppskera aö Miklaholtshelli í Flóa sumarið 1956.
ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 27. júní 1962 13