Alþýðublaðið - 27.06.1962, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 27.06.1962, Blaðsíða 8
ÁNDLIT I STEINI: Um haustið 1816 flutti faðir Lincolns með fjölskylduna yfir fylkið Indiana, og þar dvaldist Abraham í æsku sinni. Skömmu síðar dó móð- ir hans úr skæðri farsótt er geisaði. Ári síðar giftist fað- ir hans aftur konu að nafni Sara, og reyndist hún Abra- ham og systkinum hans frá- bærlega vel. Skólaseta Abrahams Lin- colns varð ekki löng. í skóla lærði hann að lesa og skrifa, undirstöðuatriðin í reikningi, „Lincoln hugsi“ heitir þessi höggmynd eftir bandaríska listamanninn George Grey Barnard. Þessi mikilfenglega stytta var síðasta verk Bern- ard. Upphaflega var því ætlað- ur staður hjá Lincoln þjóð- veginum í Gettysburg. en ein- hverra hluta vegna var það aldrei reist. Listamaðurirn ímyndar sér hrukkurnar í andliti forsetans sem endur- speglun fjalla og vaila lands- ins, og að þær beri með sér rúnir harmleiks Þrælastríðs- ins og áhrif þess á gervallt mannkynið. Abraham Lincoln, maður- inn, sem veitti ánauðugum börnum lands síns, frelsi, og tryggði lýðræðið í landinu. Þannig lýsir Thorolf Smith þessum merka Bandaríkjafor- seta í bók sinni um Abraham ham Lincoln. Margir ritfær- ir menn hafa skrifað bækur um þetta mikilmenni banda- rísku þjóðarinnar, þær hafa verið þýddar á flest tungu- mál, og enn aukið á frægð forsetans. En það eru fleiri en rit- höfundarnir, sem hafa minnst Lincolns í verkum sín- um. Margar snilldarlegar höggmyndir hafa verið gerð- ar af honum, þar sem leitast hefur verið við að sýna sem flestar hliðar hans, skap- gerðareinkenni og viljafestu. Nokkrar af þessum myndum sjáið þið í þessari opnu. Abraham Lincoln er fædd- ur 12. febrúar árið 1809 í Kentucky, þar sem nú er # Laruehreppur. Hann fæddist í óhrjálegum bjálkakofa, með moldargólfi og einum glugga leðurhurð fyrir dyrum og reykliáf gerðan úr grjóti og leir. Faðir hans hét Tom Lin- coln. Hann var á flækingi 2 fyrstu áratugi ævinnar, en lærði þó trésmíðar, þar á með al húsgagnasmíði. Móðir hans hét Nancy Hans: Þó að hún væri ekki af þekktum ættum, reyndist hún hafa til að bera þau manngæði, sem síðar gerði son hennar Abra- ham að því, sem hann varð. og síðan ekki meir. Öll hans menntun var fengin með því að hann las sjálfur allt milli himins og jarðar, og er stund ir liðu, kom svo að hann varð ágætlega fróður og vel menntaður. Það er sagt að hann hafi eitt sinn gengið 50 kilómetra leið til þess eins að hlusta á lögfræðing einn halda ræðu. Þegar hann var farinn úr föðurgarði 22 ára gamall — hneigðist hugur hans æ meir að lögfræði, og las hann allt sem hann náði í um þau fræði. v Hann var kjörinn þingmað- ur Illionsfylkis árið 1834, og síðan má segja að braut hans hafi verið greið alla leið til æðstu valda. Abraham Lin- coln var mikill hugsuður auk þess, sem hann var góður ræðumaður og rithöfundur. Honum hætti til þunglyndis, menn héldu stundum að hann væri „rola”. Hann þvoði smán þrælahalds af ríki sínu og gerði það að stórveldi. Þó var hann myrtur af landa sínum. Að vísu var það blindaður ofstækismaður, sem það gerði, en eigi að síður sýnir það kaldhæðni örlaganna, að þessi maður, sem svo miklu hafði fórnað í þágu lands síns, skyldi að lokum deyja fyrir það starf, sem hann hafði innt af hendi og þá stöðu, sem hann var kom- inn í. Abraham Lincoln fórn- aði öllu, sem hann átti íii í þágu lands síns. Og árangurinn: Mesta stór- veldi heimsins í dag. Abraham Lincoln var djúp vitur maður, aldrei yfirborðs kenndur, hann hugsaði hvert mál ofan í kjölinn. Þunglynd- ið og treginn í sál hans kem- ur skýrt fram á ljósmynd- um af honum. Það er einnig eitt helzta viðfangsefni þeirra listamanna, sem gert hafa af honum myndir. . — — Hann var þunglynd- ur, tregi í sál hans, fórn hans fyrir föðurlandið er mikil, og yfir honum hvílir dularfull- t 3 27. júní 1962 - ALÞÝÐUBLA0IÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.