Alþýðublaðið - 07.07.1962, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 07.07.1962, Blaðsíða 4
Myndir: ★ HÁU eindálka- MYNDIKNAR: SERGE JAROFF, hinn ó- •breytandi og óbugandi verndar- andi Doh-kósakkanna og stjórn- andi þeirra í fjörutíu ár. Hann stjórnar á sérstæðan hátt, að því er sagt er. Með knöppum afmörk- uðum táknum og jafnvel svip- brigðum. Ef til vill muna ein- hverjir íslendingar eftir lionum og félögum hans, en hingað kom kórinn endur fyrir löngu. ★ TVEGGJA DÁLKA MYNDIN: HLUTI af söngskemmtunum Don-kósakkanna enn þann dag í dag eru rússneskir dansar, og þá gjarna dansar, sem voru dans- aðir fyrir tíma rússnesku bylt- ingarinnar. ★ ÞRIGGJA DÁLKA MYNDIN: DON-kósakkarnir. Beztu söng- menn í heimi. Stífir og beinir, eins og hermenn, jafnvel á söng- palli. En raddirnar mjúkar og þrungnar sérstæðri fyllingu. á því að hvetja kórinn til að syngja við guðs|<jónustur. Serge Joroff, sem tók að sér stjórnina sá strax hve stórkost- Iegur efniviður þessir söng- .jmenn voru og hann ákvað að þelga sig allan því starfi að gera kórinn stórveldi. KójsakkaiViir voru flutfeir til Sofia skömmu seinna og sungu þar í kirkju rússneska sendiráðs- ins. Söngvararnir unnu fyrir sér með erfiðisvinnu. Serge Jaroff var sá eini, sem var svo heppinn að fá vinnu við sitt hæfi, sem tónlistarkennari. Um tíma leit svo út sem kór- inn yrði að gefast upp á ferli sínum til frægðar, en þá gerðist það, að kórnum var í heild boð- in vinna í verksmið.iu í frönsk- um bæ, Montargie. í verksmiöjunni var fyrir lúðrasveit, en eigandi verk- smiðjunnar vildi endilega koma sér upp kór líka — rússneskum kór, þar eð kona hans var rússn- esk. Jaroff tók þessu boði. En áður en kórinn kæmist alla leið til Montargic, þurfti hann að fara um Vínarborg og þar mætti þeim fulltrúi frá Þjóða- bandalaginu, er breytti allri framtíð kórsins. Hann kynnti söngvarana fyrir leikhúsmanni, sem réð þá til að syngja í hinni ferðast land úr landi og allur heimurinn hefur hyllt þá að verð- leikum. EINN. FRÆGASTI allra karla- kóra heims er Ðon-kósakkakór- inn. Tilvera hans og starf hefur verið óslitin sigurganga. Það eru nú liðin 40 ár frá því að hann var stofnaður og hann er enn á „toppinum“. voru fluttir burtu frá Rúss- landi að lokinni byltingu. Þeir voru í sótkví , undir strangri gæzlu og heimþrá og leiði sótti mjög að þcim. Til þess að dreifa huga fanganna tók foringi herdeildarinnar upp frægu tónleikahöll „Hofburg" í Vín. Þar með var Montargie gleymd með öllu. Söngskcmmtun kórsins í Vín varð upphafið að mikilli sigurför, sem enn er ekki lokið. Síðan hafa hinir heimilislausu kósakkar í dag eru aðeins fáir af fyrstu kórmeðlimunum með kórnum, fjörtíu ár setja sinn svip á allt mannlíf, en einn maður starfar enn með þeim eins og á fyrsta degi í tyrknesku herbúöunum. — Serge Jaroff, hinn óþreytandi stjórnandi og leiðbeinandi. Sumir líkja honum við krafta- verk, sem er óháð tímanum. Hann hefur lifað af styrjaldir, byltingar og tækniframfarir, en tímarnir hafa liðið hjá án þess að hafa sett sitt mark á kórinn svo séð verði. Don-kósakkarnir hafa haldið söngskemmtanir í flesíum lönd- um licims á þeim fjörtiu árum, sem þeir hafa starfað. Enn þann dag í dag halda þeir yfir 200 söngskemmtanir á ári og oftast fyrir fullu húsi. Enginn kór hefir lilotið slíka frægð, enginn kór á aðra eins sögu. Saga kórsins hcfst í eymd fangabúða, þar sem kólera til- heyrði daglegum þjáningum fang- anna. Það var árið 1921, skömmu eftir lok rússnesku byltingar- innar. í tyrknesku herbúðunum Tschilingir nálægt Istanbul kom kórinn fyrst fram opinberlega og þá undir stjórn Serge Jaroffs. Kósakkarnir, sem skipuðu raðir kórsins við það, tækifæri voru í hópi fjölmargra kósakka sem 4 7. júlí 1962 - ALÞÝÐUBLAÐiB UUftS.’A 4

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.