Alþýðublaðið - 07.07.1962, Blaðsíða 8
Svaraði
BERNHARD Shaw tók eitt
sinn á móti heimboði sam-
kvæmiskonu á eftirfarandi
hátt. Skeytið frá henni hljóð-
aði svona:
Frú X mun verða heima á
föstudag milli kl. 4 og 8. —
Shaw sendi skeytið um hæl
og bætti við: Það mun B. einn
ig verða.
TIL er sögn um það, þegar
Shaw var spurður um hvort
hann vildi heldur vera í hel-
vfti eða himnaríki.
— Hvað loftslagið snertir,
vfldi ég heldur vera í himna-
ríki, en félagslega séð í hel-
víti.
EITT sinn var Shaw víttur
fyrir það í blaði einu, hve np-
inskátt hann talaði um ásta-
mál.
Eftir nokkra umhugsun
sendi hann svar.
„Enginn maður getur sagt
sína skoðun um hjónabandið,
meðan konan hans er á lífi. —
Þetta á við menn eins og
Strindberg, sem hataði konu
sina. — En ég elska mína
konu.
PRÓFESSOR Rochats, sem er
heimsfrægur læknir í Sviss
hefur nú fengið nýjan og'
frægan sjúkling til meðferð-
ar.
Þessi sjúklingur er Fabiola,
sem nú er orðin drottning af
Belgíu, en eins og mönnum
er kunnugt skildi hennar síð-
asti maður við hana á þeiin
forsendum að hún gæti ekki
eignast barn.
Drottningin hefur leitað til
hins fræga læknis til að fá
vitneskju um hvort það muni
verða hættulegt fyrir liana
að fæða son til ríkiserfða í
KONAN ER
SNJALLARI
í SAMKVÆMI þar sem þýzki
heimspekingurinn Schopen-
hauer var staddur, ræddu
menn ákaft um hvor væri vitr
ari, maðurinn eða konan. --
Heimspekingurinn var spurð-
ur um sitt álit og svaraði
hann strax: Tvímælataust kon
urnar — því þær giftast kari-
mönnum; en karlmennirnir
giftast aftur á móti kvenfóiki.
Belgíu, en almenningur vænt
ir þess mjög.
Ennþá hefur ekkert borizt
frá belgisku hirðinni þess
efnis að Fabiola eigi sín von.
En enginn er í meiri vafa en
hirðin, cftir að drottningin
hefur alveg hætt sínum venju-
legu skyldustörfum.
Á síðasta ári kom fyrir sorg
legur atburður, sem varð þess
valdandi, að Belgar fengu ekki
þann ríkiserfingja sem þeir
höfðu vonast svo mikið eftir.
Og á eftir var ekkert dul dreg
ið á, að heilbrigðisástand
drottningarinnar væri athug-
unar vert. Og ný þungun hcfði
verið mjög áhættusamt fyrir-
tæki.
Þessvegna óskaði Fabiola
eftir því að fara til prófess-
ors Rochats, og ásamt manni
sínum, Baldvini fór hún til
Sviss. Þegar fréttist um ferða-
Iag þeirra var því lýst yfir að
konungshjónin ætluðu aðeins
að eyða nokkrum vetrarfrí-
dögum í Sviss. — Og það var
engin leið að sjá á Fabiolu,
hver tilgangurinn með ferð-
inni var í raun og veru.
í Belgíu höfðu læknar þeg-
ar varað hana við því að verða
þunguð á ný. En von hennar
er sterkari en allar mótbárur:
hún ætlar að fæða manni sín-
um son og þar með gefa Iandi
sínu ríkiserfingja.
Fabiola hefur borið þann
bagga með hinni mestu prýði
að vera kannski aldrei á æv-
inni móðir. Og hún hefur aldr
ei látið á sér heyra að hún
hefði óskað betri byrjunar
sem drottning í Belgíu.
Einnig virðist hún þola vel
allar þær hörmungar, sem
hafa dunið yfir konungsfjöl-
skylduna: verkföll í landinu,
hræðileg flugslys, flóð, námu-
slys.
Og nú er þessi manneskja
ákveðin í að eignast barn, þó
að læknar hafi bannað henni
það, og það geti orsakað al-
varlegan heilsubrest ...
Svo miklu vill hún fórna
fyrir mann sinn og þjóð hans.
RANNSÓKNIR í Danmörku
hafa leitt í ljós, að dönsk
börn horfa að meðaltali á
milli 8 til 12 tíma á sjónvarp
á hverri viku. Þó nokkur sitja
aðeins lengur, og það má
að þau séu sem negld við tæk-
ið, og þeim sé nokkurn veg-
inn sama hvað sent er út.
Rannsóknir á sama efni í
öðrum löndum þar á meðal
Bandaríkjunum hafa leitt í
ljós, að 16 ára gömul börn þar
í landi eyða jafnlöngum tíma
í að horfa á sjónvarp og að
sitja í kennslustundum í skól
anum. Brezk börn horfa einn
ig meira á sjónvarp en þau
dönsku.
Einnig hafa rannsóknir sál-
fræðinga í Bandaríkjunum
leitt í ljós, að þau börn sem
horfa hvað mest á sjónvarp,
eru verr gefin andlega en hin
sem minna gera af því.
KRISTJÁN hét prófessor í
efnafræði við háskólann í Ba-
sel í Sviss. Hann bjó í stórum
og góðum húsakynnum, með-
al annars hafði hann baðher-
bergi svo stórt, að það var
jafnan notað sem tilrauna-
stofa fyrir stúdentana.
En það kom alloft fyrir að
þegar þeir komu til að mæta
í kennslustund, sem átti að
fara fram þar, að spjald stóð
á dyrunum þar sem stóð
Kennslu aflýst, kona prófess-
orsins er í baði.
Sú kraft-
mesta...
ALLIR sjúkir og taugaslappir voru fluttir frá Waubridge í Eng-
landi, þegar stærsta farþega þota í Evrópu var reynd í fyrsta sinn.
Allir skólar í nágrenninu voru aðvaraðir, og öll umferð á vegum
stöðvuð, þegar hin mikla þota hóf sig til flugs, knúin hinum risa-
stóru Rolls Rayce hreyflum sem eru svo aflmiklir að vélin kemst á
960 km. hraða á klukkustund.
Flugvélin sem er aflmesta þota í heiminum í dag - flaug sitt
fyrsta flug með hinni mestu prýði ekkert kom fyrir og eftir nítján
mínútna flug lenti hún farsællega á flugvellinum við Visley á Bret-
landi . Þessi risaþota heitir Vickers VC 10.
Tvist
tii
vinsti
8 7. júlí 1962 - ALÞYÐUBLAÐIÐ