Alþýðublaðið - 07.07.1962, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 07.07.1962, Blaðsíða 7
tMMMMMMMUtMUMHMHW 100 fíugiö 1FJANDANS UM HELGINA lagði Boeing- Jiota frá Pan Ameriean af stað í hundrað, þúsundustu flugferðina yfir Atlantshafið, síðan áætlunarflug hófst yfir hafið á vegum félagsins. í fyrstu feröinni voru 22 farþegar og 5000 áhorfendur mættu til að vera viðstaddir þennan sögulega atburð. — Hraði flugbátsins var 150 míl ur á klukkustund. Þotan, sem fór þessa merkisferð í gær, rúmaði hins vegar 161 far- þega og hraði hennar er 600 mílur á klukkustund. Hún fer umhverfis jörðina og verður komin þriðjung leiðarinnar á þeim tíma, sem það tók flug- bátinn að komast til Mars- eille. Efri myndin er tekin ár- ið 1939 þegar flugbátur frá Pan American flugfélaginu var að leggja af stað í fyrstu áæflunarflugferðina yfir At- lantshaf. Neðri myndin sýn- ir eina af Boeing þotum fé- lagsins vera að taka sig á loft frá flugvelli við New York. Það tekur þotuna aðeinsfjórð ung þess tíma, sem flugbát- urinn þurfti, að fljúga yfir Atlantshafið. • Alls hefur Pan American flutt 3.590.000 farþega yfir Atlantshaf síðan flugbáturinn á efri myndinni fór sína fyrstu ferð. HIPPOKRAT STJORN jafnaðarmanna í Saskatchwan í Kanadá hefur fengið samþýkkt á þingi ríkisins lög um sjúkratryggingar, sem koma áttu til framkvæmda 1. júlí. Sá íáheyrði atburður hefur gerzt, að læknar í ríkinu hafa gert verkfall og neita að vinna undir lögum þessum. Telja þau ekki samrýmast stjórnarskrá landsins og segja raunverulega' „Til fjandans með Hippokrates". Þetta mun ekki aðeins vera eins- dæmi í sögu Kanada, heldur sennilega alls hins menntaða heims. Nú, þegar þetta er ritað, er vitað" um, að þrjár persónur hafa látizt í ríkinu vegna vcrk- falls lækna. 9 mánaða drengur dó úr barnaveiki, á meðan for- eldrar hans leituðu æðislega eftir lækni til að líta hans. Full- orðin kona, frá Marris Ferarra, dó af slagi rétt eftir að hún hafði verið lögð i nn á bráða- birgðaspítala. Indjánadrengur var fluttur langa leið í flugvél og lagður inn á bráðabirgða- spítala, en dó skömmu síðar. Svokölluð Nefnd frjálsra borg- ara mun hafa í hyggju málaferli út af lögunum, og tveir læknar hafa þegar farið í skaðabótamál við stjórn ríkisins á þeirri for- sendu, að lögin séu brot á stjórnarskránni. Þeir heimta líka, að stjórninni sé bannað að framfylgja lögunum. Aðeins 34 af 121 sjúkrahús- um í rjkinu eru enn starfandi og það aðeins á bráðabirgða- grundvelli með sjálfboðaliðum. Munu um 200 læknar starfþ sem sjálfboðaliðar á sjúkrahúsum þessum. Fimm brezkir læknar eru þegar farnir vestur til að starfa og von er á fleirum. Afstaða lækna þessara minnir á andstöðu íhaldsfyrirtækisins Ameriean Medical Associatiön (bandaríska læknafélagsins), sem berst hvað hatrammlegst gegn frumvarpi Kennerys for- seta um læknishjálp handa öldruðu fólki. Rök þess sam- bands í málinu hafa að veru- legu leyti byggzt á orðum brezkra lækna vestra um, hversu slæm tryggingalögin í Bretlandi eru. Falsrök þessi hafa keyrt svo úr hófi, að hið merka blað, The Times, sem varla verður sakað um óhóflegan sósíalisma, gat ekki orða bundizt fyrir skemmstu og tók A.M.A. aftur úr skaftinu í leiðara. Þá vitnaði það blað líka til ummæla íhaldsblaðsíns Wall Street Journal um, að banda- ríska læknastéttin yrði nú fyrir „stórskotahríð gífurlegrar gagn- rýni“ og bendir á að Wall Street Journal hafi talið upp nokkur skelfileg dæmi um ónauðsynleg- ar skurðaðgerðir. T. d. er bent á dæmið um lækni í- New York, sem sendi skrifstofustúlku ein- 1400 dollara /nál. 65 þús. kr.) reikning fyrir botnlangaskurð! ENGINN skyldi halda a5 þrum- ur og eldingar kljúfi íslenzkan him in, þó að mönnum veröi það á að veitast að einhverju því í ís- lenzku þjóðlífi, sem er ti! van- sæmdar. Aðeins ein móðir hefur skrif- að okkur og lagt orð á oddinn til frekari stuðnings við þá von, að öllum sé ekki svo hjartanlega sama um hvernig allt veltur í ís- lenzku þjóðlífi, að þeir nenni að hafa fyrir því að reisa höfuð frá kodda andartak og ganga fram fyrir skjöldu. Hjá þessari þjóð, sem víst vildi helzt láta kenna sig við háhýsi og gljáfægðar sportbifreiðir, er af- staðan til menningarinnar eins og hjá barni, sem lítur jólatré í fyrsta sinn. Við tökum aldirnar í stökkum og þykjumst hafa skilið torfkof- ana eftir brunna til grunna í eldi hins stórkostlega, nýja tíma — en slíkt er víðs fjarri sanni. Torfkof- arnir íslenzku, sem áður hýstu ís lenzka líkami, vannærða og lífs- leiða hýsa nú íslenzkar sálir, jafn vannærðar og lífsleiðar. Og þá er-spurningin sú: Hvort hlutskiptið er verra. Ég segi það enn, það kann að virðast lítilvægt atriði, hvort börn in fá að fylgja fuliorðnum til að horfa á þær myndir, sem þeim eru ekki ætlaðar, samkvæmt úrskurði hins opinbera - en það er það ekki. Það kann að virðast lítilvægt, hvort börn. sem enn eru á barna skólaaldri geta óátalið horft á myntíir, sem bannaðar eru ungl- ingum mörgum árum eldri - en það er það ekki. Það kann ennfremur að virðast lítiisvirði, hvort kvikmyndaeftirlits mönnum ríkisins tekst svo að yelja myndir þær, sem börn fá að sjá, trá hinum, að ekki verði að fundið með sanngirpi - en það er það ekki að heldur. Ég veit fullvel að Guðjón Guð- jónsson og frú Aðalbjörg SigurS- ardóttir, þau tvö sem nú gegna starfi kvikmyndaeftirlitsmanna af hálfu Barnaverndarráðs eru hin- ar mætustu manneskjur bæði tvö og vilja ekki vamm sitt vita — en mig grunar, að eftiriit þeirra sé ekki nógu strangt og fram hjá þeim fari óskoðaðar ýmsar mynd ir, sem bera þann stimþil frá út-- löndum, að þær séu ætlaðar börn- um. Sé svo, skal hér lögð rík á: herzla á það ,að slíkt má ekki gerast. Okkar dómar um hvað til gagns má verða fyrir íslenzkt þjóðlíf og menningu mega ekki undir neinum kringumstæðum vera ógagnrýnt bergmál af dómum annarra þjóða, hvorki í smáu né stóru. I Sé grunur minn án stoðar, vona ég, að það ágæta fólk, sem hér um ræðir skrifi mér línu, sem ætluð sé lesendum öllum og skýri frá vinnubrögðum sínum sem kvik myndaeftirlitsmenn. ÞORSTHNN GÍSLASON ALÞYÐUBLAÐÍNU barst í gær tlag fréttatilkynning frá Sölumið- stöð hraðfrystihúsanna þess efn- is, að Þorsteinn Gíslason, verk- fræðingur hcfði verið ráðinn fram kvæmtíastjóri dótturfyrirtækis S H í Amcríku, Coldwater Seafood Corporation. Mun hann tala við störfum í byrjun ágúst nk. Þorsteinn er vélaverkfræðirgur að menntun, fæddur 29. marz 1924. Hann er sonur Gísla Jóns- sonar, alþingismanns, og konu hans, Hlínar Þorsteinsdóltur. — I Hann varð stúdent frá Ménnta- [ skólanum í Reykjavík 1944, lauk prófi í vélaverkfræði frá MIT, í Cambridge, Mass., 1947 og MS prófi frá Harvard University, Cambridge, Mass., 1948. Hann var verkfræðingur hjá Sölumiðstöð hraðfrystinúsanna 1949—1955, og vann þá einkum við endurbætur á vélum og vinnu skilyrðum hraðfrystihúsanna. — Ilann var í stjórn Iðnaðarmála- stofnunar íslands 1951-1955. Hann fluttist til Bandaríkjanna 1955, og liefur’ starfað þar hjá þekktu fyrirtæki, sem framleiðir og selur loftkælikerfi. Kona Þorsteins er Ingibjörg, dóttir Ólafs Thors forsætisráð- herra og konu hans Ingibjargoí Indriðadóttur. ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 7. júlí 1962 7 ^

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.