Alþýðublaðið - 07.07.1962, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 07.07.1962, Blaðsíða 2
Bitstjórar: Gísli J. Ástþórsson (áb.) og Benedikt Gröndal. — Aðstoðarritstjóri: Björgvin Guðmundsson. — Símar: 14 900 — 14 902 — 14 903. Auglýsingasími 14 906. — Aðsetur: Alþýðuhúsið. — Prentcmiðja Alþýðublaðsins, Hverfisgötu 8—10. — Áskriftargjald kr. 55,00 á mánuði. í lausasölu kr. 3,00 eint. Útgef- andi: Alþýðuflokkurinn. — Framkvæmdastjóri: Ásgeir Jóhannesson. ■ * ; Þeirra hagur er þjóðarhagur , TOGARADEILAN er leyst — að öllum líkind- um. Þetta hefur verið með lengri verkföllum; það hafði staðið í 123 daga þegar fulltrúar deiluaðila uihdirrituðu samkomulagið í fyrrakvöld. Það var gert með þeim fyrirvara, að sjómannafélögin og sámtök togareigenda staðfestu það við atkvæða- greiðslur. Þe:m atkvæðagreiðslum ber að ljúka fyrir næstkomandi miðvikudagskvöld, og ef svo fér fram sem horfir, eiga fyrstu togararnir að geta háldið úr höfn upp úr miðri næstu viku. Samkomulagið hlýtur að vera þjóðinni fagnaðar- efni. Kjarabætur togaramanna ber ekki að telja eftir. Framlag sjómanna til þjóðarbúsins er það stórt, hlutverk þeirra það mikilvægt, að kjör þeirra mega undir engum kringumstæðum vera lakari en ©nnarra atvinnustétta. Þeirra hagur er þjóðarhag- ur. Gera verður ráð fyrir, að sjómenn samþykki sam komulagið, sem nú er lagt fyrir þá. Hins vegar gerð ist það á lokafundinum í fyrrakvöld, að þrír af sjö fulltrúum Félags íslenzkra botmvörpuskipaeig- enda neituðu að skrifa undir og gengu af fundi. Morgunblaðið leggur líka á það áherzlu í frétt sinni um fundinn í gær, að útvegsmenn séu klofnir í niálinu. Þó verður því ekki trúað að óreyndu, að félag þeirra hafni samkomulaginu. Ætla má að útvegs- mönnum sé það jafnvel ljósara en öðrum mönnum, hve mikið er í húfi að sæmilega sé búið að sjó- mannastéttinni. Vélvæðing er alveg fyrirtak og ný tækni er eflaust nauðsynleg á sjónum sem ann ars staðar, en eitt er þó nauðsynlegra en allar vélar og allar nýjungar, og það eru góðir sjómenn. Þjóðin hefur ekki efni á öðru en að nýta starfs- 'krafta þeirra. Og þeir hafa ekki efni á því að gefa þjóðinni starfskrafta sína eða selja þá við lakara verði en boðið er í landi. Það er fásinna að krefjast stærri fórna af þeim á^þessu sviði en öðrum landsmönnum. 2 menn óskast til starfa nú þegar. MJÓLKURSTÖÐIN í Reykjavík 2 7. júlí 1962 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ Það er erfitt að velja réttan Sit, en valið á málningartegundinni er auðvelt POLYTEX— plastmálningin er sterk og falleg í miklu Sitaúrvali.. POLYTEX— plastmálning hefur jafna og matta áferð, er gefur litunum miidan og djúpan blæ. fsiöfrv) FRETTIR FRA FÆREYJUM: VELBILANiR I NORSKUM SKIPUM Færeyjum, 2. júlí. NORÐMENN hafa smíðað nokkur stálskip fyrir Fáereyinga, og hafa þau reynzt vel, þar til nú fyrir skömmu, að tveir af nýjustu bátunum frá Noregi hafa orðið fyrir tíðum vélbilunum. Þeir eru með Tuxham dieselvélar. mjög óhagstæð, og tafði það smíð- ina nokkuð. Skipið kostar fulibúiö 1,4 milljón kr. danskar. Nú hefur verið lagður kjölur að þriðja skip- inu, sem á að vera tilbúið á næsta ári. — H. Jóh. RE1ÍKT0 EKKI í RÚMINO! Húseigendafélag Reykjavíkur í reynsluferðum bar ekki á neinu óvenjulegu, en nú hefur komið í ljós, að vélarnar þola ekki þann hraða, sem þær eru gefn ar upp fyrir. Skipin tvö. sem hér um ræðir eru „Nólseyjar Páll,” og „Norð- ingur.” Voru þau í fyrstu veiði- ferð sinni til Grænlands er vél- bilanirnar urðu, og hafa þau nú legið í, Færeyingahöfn í rúrnan mánuð. Útgerðarmenn og eigend- ur skipanna ræða nú um, hvort þeir eigi að höfða mál á hendur verksmiðjunni, sem framleiðir vél- arnar, eða skipta um vél. Laugardaginn 23. júní var hleypt hér af stokkunum í Skipa- smiðju Þórshafnar, stálskipi, sem j er annað í röðinni, sem þeir hafa smíðað. Hitt var fullgert 1961. — Þetta nýja skip hlaut nafnið V)k- ingur. Það er 118 fet á lengd, 23 fet á breidd og ristir 12 fet. í því er 480 hestafla dieselvél cg tvær ljósavélar. Það er útbúið öil j um hugsanlegum öryggistækjum, og m. a. tæki til að framleiða ferskt vatn úr sjó. Smiði skipsins hefur tekið 10 mánuði, og er það lengri tími en áætlað var. Veðráttan hefur verið, Akfær vegur til *• _ Ondveroarness Hellissandi, 4. júlí. UNNIÐ er að lagningu akfærs vegar frá Hellissandi til Öndverð- arness. Sennilega mun ferðafólk aka mikið um þennan veg, enda er þetta úr alfaraleið. Vegagerð þessi er kostuð af vitamálastjórninni, enda á vegur- inn að liggja til Öndverðarnes- vita og Svörtuloftavita. Vegalengd- in er sennilega um 8-9 km. Sennilega verður ekki eins mik- ið unnið við þennan veg og flestir vildu. Ekki verður sprengt, en þess þyrfti, þar sem grágrýtishellur og hraun eru á leiðinni: Samt verður unnið við veginn eftir beztu getu, og verður m. a. notuð 15-16 tonna ýta. Jón Gunn- arsson frá Þverá í Eyjahreppi stjórnar verkinu og með honum vinna fjórir menn. Engin byggð er nú á Öndverðar- nesi, en'í gamla daga var mikil byggð þar. Vitavörður er Sum- arliði Andrésson frá Hellissandi, Hann sér um báða vitana og fer þangað vikulega. G. K. FIMMTÁN ÁRA piltur hefur tússmyndasýningu á kaffihúsinu Mokka um þessar mundir. Hér er á ferðinni Bjarni Haraldsson meS sína fyrstu sýningu. Bjarni hefur undanfarin tvö ár unniff í skóverzlun Lárusar G. Lúðvígssonar, en hyggur á skóla- nám í haust, ef til vill landspróf. Bjarni segist hafa teiknað frá því hann Var lítill drengur og að- spurður um framtíðaráætlanir segist hann ekkert vita, allt sé ó- ráðið enn, — en við togum það upp úr honum, að innst inni langi hann talsvert til að verða tízku- teiknari eða auglýsingateiknari, — kannski verður hann fyrsti íslenzki tízkuteiknarinn? Hver veit?

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.