Alþýðublaðið - 07.07.1962, Blaðsíða 15

Alþýðublaðið - 07.07.1962, Blaðsíða 15
[> FRÁ SOVÉT C> 0 c> náungi, þó að hann kynni sig ekki. Bond greiddi reikninginn. — Hann tók upp þungu töskuna og gekk eins hratt og hann gat eft- ir mannmargri lestinni. Hann barði laust að dyrum á Nr. 7. Nash opnaði dyrnar. Hann kom fram með fingur á vörum. Hann lokaði dyrunum á eftir sér. „Leið yfir hana”, sagði hann. „Það er allt í lagi með hana núna. Það var búið að búa um. Hún er sofnuð í efri kojunni. Býst við, að þetta hafi verið fullmikið fyr- ir hana, laxi”. Bond kinkaði stuttaralega kolli. I-Iann fór inn i klefann. — Hönd hékk máttleysislega fram undan loðkápunni. Bond steig upp á neðri kojuna og setti hönd ina blíðlega inn undir kápuna. Höndin var mjög köld. Stúlkan gaf ekki frá sér neitt hljóð. Bond steig hljóðlaust niður aftur. Bezt að láta hana sofa. Hann fór fram á ganginn. Nash horfði á hann tómum augum. „Jæja, ég býst við, að bezt sé fyrir okkur að koma okk- ur fyrir fyrir nóttina. Ég er með bókina mína”. Hann sýndi hana. „Stríð og friður. Ég hef verið að reyna að pæla í gegnum hana árum saman. Þú skalt sofa fyrst, laxi. Þú virðist bærilega þreytt- ur sjálfur. Ég skal vekja þig, þegar ég get ekki haldið mér vakandi lengur”. Hann hnykkti til höfðinu í áttina að Nr. 9. — „Hefur ekki sýnt sig enn. Býst ekki við, að hann geri það, ef liann hefur einhver brögð í huga”. Hann þagnaði. „Heyrðu annars, hefurðu byssu, laxi?” „Já. Af hverju spyrðu að því, liefur þú ekki byssu?” Nash varð afsakandi á svip. „Hræddur um elcki. Á Luger- byssu heima, en hún er of stór fyrir svona verk”. „Jæja”, sagði Bond tregur. „Þá er bezt, að þú hafir mína. Komdu inn”. Þeir fóru inn og Bond lokaði dyrunum. Hann tók Berettuna og fékk Nash hana. „Átta skot“, sagði hann lágt. „Hálf-sjálfvirk Lásinn er á”. Nash tók við henni og vó hana í hendinni, eins og sá, sem yaldið hefur. Hann smellti lásn- um af og á. Bond var djöfullega við að láta nokkurn annan snerta byss- 'una sína. Honum fannst haim vera nakinn án hennar. Hann sagði illskulega: „Hún er í létt- ara lagi, en hún dreþur, ef skot- ið er á rétta staði”. Nash kinkaði kolli. Hann sctt- ist við gluggann á enda neðri kojunnar. „Ég ætla að vera hérna megin”, hvíslaði hann. „Gott skotmál”. Hann lagði bókina í kjöltu sér og kom sér fyrir. Bond fór úr jakkanum og tók af sér bindið og lagði hvort tveggja í kojuna við hliðina A sér. Hann hallaði sér aftur á koddana og lagði fæturna, á Spektor-töskuna, sem stóð á gólf inu við hliðina á skjalatösku hans. Hann tók upp Amblerbók- ina, fann hvar hann var g reyndi að lesa. Eftir nokkrar síð ur fann hann, að hann gat ekki lengur einbeitt sér. Hann var of þreyttur. Hann la&ði bókina í kjöltu sína og lokaði augunum. Mátti hann sofna? Voru nokkrar varúðarráðstafanir, sem þeir gátu gert? Þvingurnar.’ Bond leitaði að þeim í vasa sínum. Hann fór fram úr kojunni, kraup og ýtti þeim fast undir báðar hurðarn- ar. Svo kom hann sér fyrir aft ur og slökkti á lesljósinu yfir höfði sér. Blátt næturljósið logaði áfram. „Þakka þér fyrir, laxi“, sagði nöfðuðsmaður lágt. Það hvein í lestinni, er hún þaut inn í jarðgöng. 26. kafli. DRÁPSFLASKAN. Það var ýtt lítillega við ökl Bonds, svo að hann vaknaði. Hann hreyfði sig ekki. Skilning arvit hans vöknuðu, eins og skiln ingarvit dýrs. Ekkert hafði breytzt. Hávaðinn í lestinni var hinn sami. Hjól- in glumdu við teinana, það brak aði í timbri og við spregilinn glamraði tannburstaglas. Hvað hafði vakið nann? Næt urljósið kastaði daufu ljósi sínu um herbergið. Það heyrðist ekk er liljóð úr efri kojunni. Við gluggann sat Nash höfuðsmaður á sínum stað, bókin lá opin í kjöltu hans og tunglsljós, scm brauzt inn með fram gluggatjald inu skein á hvíta opnuna. Hann horfði stöðugt á Bond. Bond tók eftir því, hve fjólublá augun voru ákveðin. Varirnar opnuðust. Það skein í tennur. „Leiðinlegt að trufla þig, laxi. Mig langar til að tala“. Hvað var þetta nýja í rödd- inni? Bond setti fæturnar mjúk lega á gólfið. Hann rétti betur úr sér. Hætta var eins og þriðji maðurinn í herberginu. „Ágætt,“ sagði Bond rólega. Hvað hafði falizt í þessum fáu orðum, sem kom kulda í bakið á honum? Var það' Valdsmannstónn inn í röddu Nash? Bond datt í hug, að Nash kynni að hafa misst vitið. Ef til vill var það brjálæði en ekki hætta, sem hann fann þefinn af í herberginu. Eðlisávís un hans í sambandi við þennan mann hafði verið rétt. Hann yrði einhvern veginn að losa sig við hann á næstu stöð. Hvað voru þau komin langt? Hvenær voru þau komin að landamærunum? Bond lyfti handleggnum til að líta á úrið. Hann gat ekki séð á það í fjólubláu ljósinu. Bond hallaði skífunni í áttina að tunglsgeislanum frá glugganum. Það heyrðist snöggur smellur frá Nash. Bond fann til ofsalegs höggs á úlnlið sinn. Glerbrot þeyttust í andlit honum. Hand- leggur hans small í dyrnar. Hann velti því fyrir sér, hvort hand- leggur sinn hefði brotnað. Hann lét handlegginn lianga og hreyfði fingurna. Þeir nreyfð- ust allir. Bókin var enn opin í kjöltu Nash, en nú kom þunnur re.vkur úr gatinu efst í kjölnum og það var óljós púðurlykt í herberg- inu. Bond þornaði upp í munnin- um. Svo að það hafði þá verið gildra allan tímann. Og gíldran hafði lokazt. Nash höfuðsmaður liafði verið sendur af Moskvu. Ekki af M. Og MGB-maðurmn í klefa 9, maðurinn með amer- íska vegabréfið hafði verið til- búningurj Og Bond hafði fengið Nash byssu sína. Hann hafði jafn vol sett þvingurnar undir hurð- irnar til þess að Nash gæti verið öruggari um sig. Það fór hrollur um Bond. Ekki af ótta, heldur viðbjóði. Nash fór að tala. Hann hvísl- aði ekki lengur. Nú var röddin há og örugg. „Þetta sparar okkur miklar deilur, laxi„ Bara dálítil svning. Þeim finnst ég vera. sæmilega góður með þetta galdraverk. f>að eru tíu kúlur í því — 25 milli- metra og hleypt af með rafmagns li’öðu. Þú hlýtur að viðurkenna, að Rússar eru magnaðir við að láta sér detta slíkt. í hug. Verst að bessi bók þín skuli aðeins vera til að lesa, laxi”. „Góði maður, hættu að kalla mig „laxa”. Þegar svo margt þurfti að gera og mörgu að kom- ast að, þá var bet+a fyrsta við- bragð Bonds við hinum gífur- eftir lan Fleming legu óförum. Það voru sömu við- brögð og manns, sem staddur er í brennandi húsi og tekur ómerki legasta hlutinn, sem hann finnur, til að bjarga úr logunum. „Þykir það leiðinlegt, laxi. — Þetta er orðinn vani hjá mér. Hluti af því að reyna að vera helvítis heiðursmaður, Eins og fötin. Allt frá búningsdeildinni. Þeir sögðu, að mér mundi takast að blekkja svona. Og mér tókst það, var það ekki, laxi? En við skulum snúa okkur að viðskipt- um. Ég býst við, að þú vildir gjarnan vita, hvað er á seyði. Ég hef bara gaman af að segja þér það. Við eigum eftir um það bil hálftíma, áður en þú átt að fara. Það verður mér sérleg ánægja að segja Herra Bond úr leyni- þjónustunni, hvers konar helvít- is asni hann er. Ég skal nefni- lega segja þér, laxi, þú ert ekki eins klár og þú heldur. Þú ert bara uppstoppuð brúða, og ég lief fengið það verkefni að hleypa út úr þér saginu”. Röddin var jöfn og flöt og setningarnar enduðu án nokkurra breytinga. Það var eins og Nash leiddist að tala. „Já”, sagði. Bond. „Ég hefði gaman af að vita, hvað er á seyði. Ég get séð af hálftíma handa þér”. í örvæntingu velti hann fyrir sér: var nokkur leið að koma þessum manni úr jafn- vægi? „Vertu ekki að gera bér nein- ar tyllivonir, laxi”, sagði röddin, áhugalaus um Bond eða þá ógn- un, sem stafaði af Bond. „Þú deyrð eftir hálftíma. Enginn efi á því. Mér hefur aldrei orðið á skyssa, annars hefði ég ekki þetta starf”. „Hvert er þitt starf?” „Yfirböðull SMERSH“. Það brá aðeins fyrir lífi í röddinni, vott- ur af stolti. Bond var ekki til, nema sem skotmark. Röddin varð flöt aftur. „Ég býst við, að þú þekkir nafnið, laxi”. SMERSH. Svo að það var svarið — versta svarið af öllum. Og þetta var aðalmorðingi þeirra. Bond mundi eftir- rauðu glóðinni í sviplausum augunum. IvTorð- ingi. Brjólaður — sennilega af þunglyndi. Maður, sem virkilega liafði gaman af því. SMERSH hafði sannarlega verið heppið að finna liann! Bond mundi skyndi- lega, hvað Vavra hafði sagt. „Hefur tunglið nokkur áhrif á þig, Nash?” Varirnar hreyfðust lítillega. „Sniðugur, herra leyniþjónusta. Heldur, að ég sé vitlaus. Hafðu engar áhyggjur. Ég væri ekki það, sem ég er, ef ég væri vit- laus”. > Reiðin í. röddu mannsins sagði Bond, að hann hefði hitt á við- kvæman blett. En gat liann látið manninn missa stjórn á sér? Bezt að fara vel að honum og fá dálít- 3 inn tíma. Ef til vill Tatiana ... „Hvernig kemur stúlkan inn á j' þetta mál?” t „Hluti af beitunni”, röddin var orðin leið aftur. „Hafðu eng' ar áhyggjur. Hún truflar okkur ekki. Gaf henni svefnlyf, þegar ; ég helti víninu í glasið hennar. Hún sefur í alla nótt. Og svo all- • ar aðrar nætur. Hún á að fara r með þér”. „Er það virkilega”. Bond lyfti hægt sárri hendinni upp í kjöit- una og hreyfði fingurna til að -1' koma blóðinu á hreyfingu. „Jæja, '■ látum oss heyra söguna”. „Varaðu þig, laxi. Engin brögð. * Þú losnar ekki í þetta skipti með neinum Bulldog Drummond brögðum. Ef mér geðjast ekki að einhverri smáhreyfingu, þá færðu bara eina kúlu gegnum hjartað. Ekkert annað. Það er einmitt það. sem þú færð að lok- um. Eina kúlu í gegnum mitt hjartað. Ef þú hreyfir þig, verð- ur það aðeins fj'rr. Og .gleymdu ekki hver ég er. Manstu eftir úrinu? Mér skeikar ekki. Aldr- ei”. „Fínt”, sagði Bond kæruleys- isleg. „En vertu ekki hræddur. Þú ert með byssuna mína. Manstu? Haltu áfram með sög- una”. „Allt í lagi, laxi, klóraðu þér bara ekki í eyranu á meðan ég er að tala. Annars hleypi ég af. Skilurðu? Jæja, SMERSH ákvað að drepa þig — annars skilst mér, að það hafi verið ákveðið enn hærra uppi, alveg efst uppi. Það virðist sem þeir vildu gjarna koma einu góðu höggi á leyniþjónustuna — sýna henni hvað hún er. Fylgistu með?” „Af hverju völdu þeir mig?” „Spurðu mig ekki um það, laxi. En þ^ý- segja, að það fari talsvort orð af þér í þjónustunni. Það, hvernig þú deyrð, á eftir að eyðí- ' IÞESSI mynd barst okkur j J frá Siglufirði. Hún sýnir J J fólksbíl, sem lenti í skurði J! eftir að hafa flogið rúma I j fimm metra út af veginum j j handan við Sigluf jörð. Þetta j J átti sér stað í vikunni sem J J leið, og er bíllinn mikið J í skemnadur. (Ljósin.: Ól. R.) < ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 7. júlí 1962 J5

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.