Alþýðublaðið - 07.07.1962, Blaðsíða 16

Alþýðublaðið - 07.07.1962, Blaðsíða 16
ÞESSI MYND er af Sigurði Helgasyni, bónda á Þyrli í Hvalfirði, en það er hann, sem reynt hefur eftir mætti að hlúa að æðarvarpinu. Hef- ur hann m. a. haft hunda til að drepa minkinn í Þyrils- nesi. Nú verður hann að sætta sig við að öll hans vinna er unnin fyrir gíg. ÞINGMENN, fulltrúar sýslu- nefnda og fulltrúar bæjarstjórna á Norður- og Austurlandi mæta til fundar á Akureyri næstkomandi sunnudag til þess að ræða um virkj un Jökulsár á FjöIIum. Raforku- málastjóra, Jakobi Gíslasyni, Ei- ríki Briem, forstjóra Rafmagns- veitna ríkisins og dr. Jóhanuesi Nordal, baukastjóra, hefur verið boðið að sitja fundinn og nmnu þeir halda þar erindi og skýra frá þeim virkjunarrannsóknum, sem gerðar hafa verið við Jökulsá, — möguleika á stóriðju hérlendis og hinni fjárhagslegu hlið málsins. Bændur á Austur- og Norður- landi hafa haldið fundi og gert samþykktir þess efnis, að vinna að því, að Jökulsá á Fjöllum verði valin til næstu stórvirkjunar, — og alþingismenn þessara lands- hluta héldu í aprílmánuði fund í alþingishúsinu, þar sem þeir ræddu þetta virkjunarmál. 22. maí var samþykkt á alþingi til- laga frá þingmönnum úr Noi'ður- landskjördæmi, þar sem skorað var á ríkisstjórnina að „láta hraða gerð fullnaðaráætlunar um virkj- un Jökulsár á Fjöllum og athugun á hagnýtingu orkunnar til fram- J leiðsiu á útflutningsvörum og úr- ræðum tíl fjáröflunar í því sam- bandi.” Skipuð var nefnd til að standa fyrir þeim fundi, sem nú stend- ur til að halda á Akureyri um þessi mál. Karl Kristjánsson, ai- þingismaður, er formaður þessar- ar nefndar og sagði hann í við- tali við Alþýðublaðið í gær, að markmiðið væri, að fá fullrann- sökuð skilyrðin fyrir stóriðju á ís- landi í sambandi við virkjun Jök- ulsár. Karl sagði, að Norðletiding- ar kölluðu þetta jafnvægismál, — því að með því að virkja Jökulsá á Fjöllum og stofna til st.óriðju Norðanlands mætti ætla, að meira jafnvægi skapaðist í byggð lands- ins, og flótti byggðamarma til Suðurlands og Reykjavíkur fa?ri þverrandi. Af þessum ástæðum telja Norðlendingar og Austfirðing ar, að æskilegt væri, að fyrsta stóriðja á íslandi yrði tengd Jök- ulsá á Fjöllum í stað Búrfellsvirkj unar í Þjórsá, senj um hefur verið rætt í þessu sambandi, ef ekki er um neina tæknilega annmarka að ræða. , Hér er það vitanlega aluminium verksmiðjan, sem átt er við, þótt þess sé okki getið opinberlega. — Karl sagði: „Við erum hræudir við það, hvað fólkið flykkist til Suðurlands og viljum því korna á fót einhverri atvinnustöð Norð- anlands til mótvægis. Við tcVjum þjóðhagslega óheppilegt að auka á strauminn suður, sem gert yrði, ef stóriðja yrði hafin í sambandi við Búrfellsvirkjunina í Þjórsá.” Blaðið átti ennfremur tal við raforkumálastjóri Jakob Gístason, en hann fer norður um heigina og heldur erindi á fundi norð- og austlenzku fulltrúanna. Rafoj'ku málastjóri sagði, að ekkert væri enn um það ákveðið, hvort Jök- ulsá á Fjöllum yrði virkjuð. Hann sagðist mundu á fundinum gera Framhald á 14. síðu. tumwwvwwMwvvwwwwwMww.v '.ywmvmvw Skemmtiferð Kvenfélags Alþýðuflokksins KVENFELAG Alþýðuflokks- ins í Reykjavík efnir til skemmtiferðar n. k. þriðju- dag 10. júlí. Lagt verður af stað frá Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu klukkan 9 fyrir hádegi. Þátttaka tilkynnist í síma 14313 og 12496. MEÐ GULLLEITARMENNIRNIR á Skaftafellsf jöru eru komnir til byggða. Þeir urðu einskis vísari í þessum leiðangri, en hyggja til frekari leitar síðar. Blaðið hafði tai af leiðangurs- mönnum í gær, — en þeir voru þá koinnir til Reykjavíkur. Sögðu þeir að öll merki, sem þeir liefðu WWVWHWVWWWUWWWVVWW1 OLÍAN í 1 FJÖRUNNI I ÞESSI MYND er tekin í flæð- !« armálinu fyrir neðan bæinn «| Þyril. Greinilega má sjá |! hvernig olíulöðrið hefur |! myndað breitt'belti eftir fjör- !; unni, og víða liggur olian í j; pollum. Þannig er öll strönd- J! in í innanverðum Hvalfirði. !! wvwwvwwwvwwwvvvvvwvwv •mvMinpitanu. ,-'-"<æanW9aBWHtgmMHll sett í sandinn í vor, hefðu nú ver ið horfin í vatn og sand. í vor fundu þeir stað, sem þeim leizt álitlegur og sem þeir ætluðu að kanna nú, en nú voru hælarnir og merkin horfin og staðurinn al- veg týndur. Erfitt var að eiga við mæling- ar nú sökum þess, hvað allt var blautt og óslétt. en þeir félagar mældu þó á einum stað, — en ekkert var þar að finna. Það dreg ur sízt úr líkindum á því, að eitt- hvað liafi verið undir á þeiin, stað, sem þeir fundu í vor, — en eins og einn leiðangursmanna sagði við blaðið í gær, er ekkert skyndiverk að leita horfinná skipa, sem eru grafin niður í sandinn þar austur frá, því að svæðið, sem um er að ræða, er afarstórt, og ekki er gott að leita nema lítinn liluta úr árinu. Leiðangursmenn segjast þó alls ekki hafa hug á að gefast upp við svo búið og hyggja á nýjan leitar- leiðangur síðar í sumar eða haust. (20£ÍMS> 43. árg. — Laugardagur 7. júlí 1962 — 153. tb!.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.