Alþýðublaðið - 22.07.1962, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 22.07.1962, Blaðsíða 2
 JBtstjórar: C-ísli J. Ástþórsson (áb.) og Benedlkt Gröndal. — Aðstoðarritstjóri: ■Jörgvin Guðmundsson. — Símar: 14 900 — 14 902 — 14 903. Auglýsingasíml 14 906. — Aðselur: Alþýðuhúsið. — Prentoniðja Alþýðublaðsins, Hverfisgötu 8—10. — Áskriftargjald kr. 55,00 á mánuði. í lausasöiu kr. 3,00 eint. Útgeí- andi: Alþýðuflokkurinn. — Framkvæmdastjóri: Ásgeir Jóhannesson. Framreiðslumenn v vfelTINGAÞ J ÓNAK eru ung stétt hér á landi, serna þó hefur farið ört vaxandi með bættum lífs- kjöijum þjóðarinnar síðustu ár. Þeir hafa skipað sér á sali gisti- og veitingahúsa um land allt, frá Hófel Sögu til hinna smærri staða, þar sem vinn- andi fólk mætist fjarri heimilum sínum. AcS mörgu leyti hefur þessi stétt átt erfitt upp- dráttar í íslenzku umhverfi. Þjónsnafnið eitt, sem er árfur frá liðnum tíma, veldur misskilningi, af því að þjónseðli í verstu merkingu þess orðs á ekk! við Islendinga. Orðið framreiðslumaður hef- ur ekki náð fótfestu í málinu, enda óþjalt, en það gefi|r réttari mynd af starfinu, sem er þýðingar- mikil iðngrein í nútíma þjóðfélagi. Slarf framreiðslumannsins er meira en að bera buff og brennivín fyrir svangan eða þyrstan gest. Hann þarf að kunna að taka á móti fólki, leiðbeina (því af smekkvísi, og skapa máltíð eða samkvæmi þann blæ, sem við á hverju sinni. Til að gegna þessu hlutverki þarf framreiðslumaðurinn að hafa víðtæka þekkingu og næma tilfinningu fyrir starfi sínu, svo að oft er nær því að vera list en iðn. Þótt góður framreiðslumaður verði að uppfylla margvíslegar kröfur, sem til hans eru gerðar, verð- ur hann einnig að vinna slítandi erfiðisvinnu. Hann verður að vinna mest, þegar aðrir matast. Hann verður að vinna kvöld og nætur, þegar aðrir leita hvíldar og skemmtunar. A vissan hátt er öll vinna hans eftirvinna. Og hér á landi verður hann að glíma við gesti, sem hafa langflestir ekki tileink- að sér þá veitingahúsamenningu, sem aðrar þjóðir eru stoltar af. Veitingamenn —eigendur gisti- og veitingahúsa, eru einnig ung stétt hér á landi, sem oft hefur átt erfitt uppdráttar vegna takmarkaðs skilnings al- mennings og yfirvalda- En til að skapa veitinga- starfseminni þann heildarsvip í þjóðlífinu, sem hún þarf að fá, verða bæði framreiðslumenn og veitingamenn að starfa saman, og þannig munu þeir tryggja afkomu sína bezt. Af þessum augljósu ástæðum er vonandi, að deila framreiðslumanna og veitingamanna, sem nú stendur yfir, verði leyst sem fyrst. Afkoma veit- ingastaðanna byggist að miklu leyti á því, að þeir hafi góðu og vinsælu þjónaliði á að skipa. Þess vegjia er þeim hagsmunamál, að stéttin búi við þau; kjör, sem hún getur unað og draga að góða starfskrafta. Á sama hátt er afkoma framreiðslu- manna háð því, að veitingahúsin batni og verði fullkomnari og afkoma þeirra sé einnig góð. r '1 • % Aúglýsið i Alþýðublaðinu Nýtt hótelj_ Garðyrkjumaður Grafarnesi Grafarnesl getur fengið atvinnu við garðyrkjustöðina Neðri Ás Hveragerði 1. sept. næstk. Húsnæði fylgir. Upplýs- ingar gefur Guðjón Björnsson garðyrkjustjóri, Hverager;ði, sími 104- Fréttamönnura blaða og út- varps hér var í fyrradag boðið að skoða nýtt hótel, sem hér tók til starfa fyrir nokkru. Hótelið nefnist Hótel Fell og EIK er það rekið af hjónum úr Stykkjs hólmi, Unni Jónsdóttur og Eiríki Helgasyni, en þau hfifa rekið hó- tel hér undanfarin ár. í þessu gistihúsi, sem er rekið í leiguhúsnæði, þar sem verbúðir eru á vetrum eru níu gistiher- bergi ög er aðbúnaður þar allur mjög snyrtilegur og til fýrir- myndar. Einnig er starfrækt veit ingasala í sambandi við hótelið og er hægt að' fá þar mat og kaffi allan daginn. Margt. ferðafólk hefur komið hingað til Grafarness í sumar enda er leiðin bæði fögur og sérkenniieg. — S.H. Ókantskorin eik, á mjög hagstæðu verði, fyrirliggjandi. PLASTPLÖTUR, stærð 127 x 279 cm á aðeins kr. 663,75 platan. Ásbjörn Ólafsson h.f. £ 22. júlí 1962 — ALÞÝÐUBLADIÖ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.