Alþýðublaðið - 22.07.1962, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 22.07.1962, Blaðsíða 8
VIÐ Norðurbraut 15 í Hafnar- firði býr maður að nafni Guð- jón Illugason. Hann hefur undanfarin 8 ár starfað á veg- um Sameinuðu þjóðanna í Ind landi og á Ceylon við að kenna fiskimönnum þar ný- tízku aðferðir við fiskiveiðar og leiðbeina þeim við veiðarn ar. Hann er nú nýkominn heim til íslands í frí, sem hann fær til heimferðar á tveggja ára fresti. Mun hann fara aftur til Asíu i byrjun september og þá til Austur- Pakistan. Við gripum tækifærið þeg- ar hann var heima eitt kvöld- ið og skruppum í Fjörðinn til að rabba við hann, því maður sem hefur verið í jafn fram- andi álfu og Asíu, hlýtur að hafa frá mörgu að segja. — Hvað heitir sú deild Sam einuðu þjóðanna, sem að þú starfar hjá, Guðjón? Guðjón Illugason. — Hún er kölluð F. A. O., sem útleggst á íslenzku fæðu- og iandbúnaðarstofnun Sam- einuðu þjóðanna og hefur á stefnuskrá sinni eins og nafn ið bendir til, að stuðla að auk- inni tækni við fæðuöflun, ráð stafa mat til sveltandi fólks o. fl. Ég er nú búinn að vera starfandi á vegum þessarrar stofnunar í ein átta ár, fór fyrst út til Indlands árið 1954, var þar í sex ár, en þau tvö síðustu hef ég dvalið á Cey- lon. Þegar ég kom til Indlands, má segja að það hafi enginn nothæfur fiskibátur verið til í landinu, svo aumt var á- standið. En nú eru komnir þar um það bil 1000 bátar, þar a£ 700 i Bombay, og 300 á aust- urströnd Indlands. Byrjunarstærð vélbáta, sem notaðir 'voru notaðir voru, var 22 , fet á lengd. Síðar hafa vdrið smíðaðir stærri bátar, 30 fet, og hafa þeir réynzt ágætléga og Indverjar hafa mesð smíði þeirra sýnt, að þeir éru ágætir smiðir. Við vfirúm léngst af tveir saman í Indlandi, sem störf- uðum að bættri fiskveiði- tækni, fyrst var með mér í fjögur ár Nórðmáður að nafni Paíil Ziener, síðan Dani, sem hét Knútur Rasmussen, sem starfaði aðeins eitt ár. Svo kom Svisslendingur að nafni Peter Gutner og hann var þarna þar til ég fór. Allt ágætismenn. — Hvernig hefur þér þótt, íslendingi vönum kulda og ís, að dveljast þarna í hitanum, þar sem fólkið gengur hálf- nakið vegna hans? — Ég hef þolað það nokk- uð vel, og það er mín skoðun, að íslendingar séu betur byggðir fyrir hitabeltislofts- lag en halda mætti, betur en margir aðrir, sem sunnar á hnettinum búa. Ég veit til dæmis um 9 íslendinga, bú- setta í Ceylon, og allir hafa þeir þolað loftslagið ágæt- lega. Meðal þeirra er Einar Kvaran vélfræðingur, en hann hefur unnið stórmerkt brautryðjendastarf á Ceylon. Hann hefur komið á fót sér- stökum skóla í samræmi við Fiskideild landsins, þar sem hann kennir eyjaskeggjum margt, er að vélum lýtur, og þeir eru nú orðnir ærið marg- ir, sem til hans hafa sótt fræðslu. — Hvernig var að kenna þessum Indverjum, sem þú hafðir umsjón með, voru þeir ekki tornæmir og ihalds samir, grónir ofan í aldagaml- ar venjur og siði? — Mín saga er sú, að það var ágætt að kenna Indverj- um, og þeir voru fljótir að tileinka sér aðferðirnar sem ég kenndi þeim, enda eru Ind- verjar ágætlega gáfuð þjóð yfirleitt. Annars átti ég í vandræðutn 2 fyrstu árin, þvi að stjómin hafði ekki leyft innfl. á næl- oni, svo að um reknet né botn net var ekki að ræða En svo sá stjórnin sig bráðlega um hönd og leyfði innflutning á næloni, og þá voru þeir erf- iðleikar úr sögunni. Indverjar eru gott fólk, og þó fannst mér fiskimenn vera beztir, í þeim var enginn stéttarígur, þeir voru líka mjög gestrisnir, og hiklaust hefðu þeir gefið mér siðasta bitann á heimilinu, ef þess hefði þurft. Fiskimenn á Ind- landi eru bláfátækir menn, en samt eiga þeir til mikið göfuglyndi og gestrisni. En í Indlandi þekktist ekki að efnamenn færu í útgerð, það þótti ekki gróðavegur, auk þess sem það var talið ó- æðra en önnur vinna, það var f.vrir neðan virðingu annarra stétta að snúa sér að útgerð. Og lika var ástæðan fyrir þessu sú, að með hinni gömlu veiðitækni, sem Indverjar notuðu, var ómögulegt að þéna á útgerð. En nú á síðari árum hafa öll þessi viðhorf gjörbreytzt. Ný veiðarfæri hafa skapað mikla möguleika til arðvænlegrar útgerðar í Indlandi. Árið 1956 fann ég geysileg rækjumið fyrir vesturströnd Indlands, 137 mílur að lengd, en 7 mílur á breidd. Þar veidd um við með litil troll og litlar vélar, 10 hestöfl, og meðal- aflinn var 200 pund á kluklcu stund, sem er geysimikið. ekki sízt á indverzkan mælikvarða. Markaður fyrir rækju hef- ur verið ágætur, m. a. í Bandarikjunum. En þegar veiðin var farin að aukast svona mikið, skapaðist annað vandamál, hraðfrystihúsin voru alltof fá. Þegar ég kom til Indlands, voru þar til að- eins fjögur hraðfrystihús, en þeim' fjölgaði von bráðar og nú eru þar nítján. — Hvernig var búið að ykk ur starfsmönnum Sameinuðu þjóðanna þarna í Indlandi? — Ágætlega má segja, húsa kynni voru ágæt eftir þvi sem gerist í þessum litlu siávar og fiskiþorpum í Indlandi, þar sem vatnsveita er engin og því síður að rafmagn þekkist. En fólkið var almennt og gest- risið og það var manni fyrir mestu. Samvinna mín við Ind- verja var með ágætum. Þaðan fór ég síðan fyrir rúmum tveimur árum og yfir til Ceylon, hinnar miklu para- dísar á jörðu. Eyjan er sann- kölluð paradís, hvað loftslag- ið snertir, hitinn fer aldrei upp fyrir 29 stig, þar er menningin mikil, langtum meiri en í Indlandi, þar hefur stjórnin gert meira fyrir íbú- ana heldur en indverska stjórnin, enda má segja að hægara sé um vik á eyju heldur en á jafn gífurlegu flæmi eins og Indland er og jafn mikinn fjölda íbúa og það hefur. Fiskveiðar voru lengra á veg komnar í Ceylon, enda fiskimenn þar aðeins 60 þús- und (80 þúsund með þeim, sem veiða í ám og vötnum) en í Indlandi 360 þúsund. Ceylon búar skiptast í tvo flokka, — fólk, sem býr á norðurhluta eyjarinnár og talar Tamil, það hefur upphaflega flutzt frá Indlandi, og svo fólk, sem byggir suðurhlutann og talar Singhalis. Þeir sem búa í suð- urhlutanum stjórna landinu, og mér fannst erfiðara að eiga við þá heldur en norðurbyggj ana. Þarna höfðu brír sér- fræðingar á sama sviði verið á undan mér, enskur sérfræð ingur Jón Sæmundsson. skip- stjóri frá íslandi og sænskur. Ég var meira við suður- strönd eyjarinnar, en svo að vísu einnig við Norðurströnd- ina. Erfiðara var að tiónka við eyjarskeggja að sunnan og þeir eru fastheldnari á forna siði. Þeir voru rótgrón- ir í eina veiðiaðferð og henni ætluðu þeir aldrei að láta af. Hún var sú a karlar saman ú þar í landi en og fiska þeir um, þessir me heyra minnst í á móti mér þeg netin. Rökin s fram skildust vera þau að n mikið, þau m fiskimiðin og i en enginn fisk sjónum handa slóðum. En s; botnnet þarna daga og veidd 22 pund á n; þeim þótti n samt gefur þ rétta hugmynd hefði verið að vísuðu mér ekl miðin og svo ’ óhentugur, ekki byrjaður. - Vegna þess lítið veiddur á mjög dýr, og ] ið af fiski 56 ar, eða sem hálfa rúblu. 1 boðinn upp á y. Bátar, sem innfæddir nota, kaliaðir C 3 22. júlí 1962 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ /

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.