Alþýðublaðið - 22.07.1962, Page 13

Alþýðublaðið - 22.07.1962, Page 13
 ■ i •■•/•’•; ■ ■ . .■■■ ■■'■■'/' •• tli . i ;li Ui'll •! sem si © mn Jackie Kennedy er alltaf jáfn vinsæl bæði meðal almennings og heimspressunnar, og áhrifum hpnnar hefur verið hampað, svo að við. liggur ofmati. Henni hefur verið þakkaður sigur manns henn ar í síðustu forsetakosningum í Randaríkjunum og sumir hafa géngið svo langt að segja, að sá tími muni koma að John Kenne dy muni verða minnst sem mar.ns ins hennar Jackie en ekki sem forseta Bandaríkjanna. Ekki ætlum við okkur svo stór a« hlut að fara að afneita þeirri sfaðreynd að mikilhæf kona er valdamiklum manni matur og drykkur og lífsloft, en okkur finnst það of langt gengið að halda því fram, að án slíkrar konu sé maðurinn aðeins núll og nix. John Kennedy hefur þegar sýnt það, að af honum má búast við miklu og vonandi mun kona hans auka hróður hans enn, senr liingað til. Jackie Kennedy hefur, þrátt fyrir vinsældir og áhrif ekki farið varhluta af þeirri gagnrýni, sem gerir öllu mikilhæfu og áberandi fólki lífið leitt. Henni hafa verið tileinkaðar eigindir meðal annars, að hún væri stolt og óalþýðuleg. Fötin hennar hafa verið bitbein fólks. Hún hefur verið sögð bezt klæd.da kona heims, — og hún he.fur ver ið átalin fyrir að bera föt sín þannig, að til skammar væri fyr ir svo háttsetta frú. Hún hefur verið ásökuð fyrir léttúð, er engan veginn gæti sam rýmst stöðu hennar og þannig má lehgi telja. Við birtum hér nokkrar myndir af Jackie Kennedy, bæði vegna þess, að hún er augnayndi og svo hins, að ekki er rétt að því sé gleymt hve mikilvægu. hlut- verki hún gegnir í heiminum i dag og hversu forkunnar vel henni hefur tekizt að gegna því hlutverki, frammi fyrir óvægn um og gagnrýnum heimi. Yes = Nyet HÓ P U R amerískra ritstjóra, sem verið hefur á ferð í Sov- étríkjunum, og átti um daginn viðtal við Krústjov, komst að því, að þegar orð'ið „yes“ (já) á ensku er þýtt yfir á rússuesku getur það orðið „nyet“ (nei). í viðtalinu spurði Krústjov þá á einum stað: „Voru nokkrar hömlur lagðar á ykkur í ferð ykkar um Sovét- ríkin?“ Einum rómi hrópuðu ritstjór- arnir, sem allir eru meðlimir ameríska ritstjórafélagsins, — „já!“ Daginn eftir barst þeim svo hin opinbera, sovézka skýrsla um það, sem gerzt hefði á fund- inum, sú frásögn af fundinum, sem koma á fyrir augu rúss- neskra lestnda. Þar sagði, að þeir hefðu svar- að „nei“ við fyrrnefndri spurn- ingu. Krústjovs. Þetta var að- eins ein af mörgum breyting- um, sem ritstjórarnir segja, að gerðar hafi verið á þvi, sem þeir sögðu. Þó þótti þeim verst, að óná- kvæmlega var farið með spurn- ingar þeirra. Spurningarnar voru allar skriflegar og voru síðan lesnar upp á fundinum í Kreml. Telja aliir ritsjórarnir, að spurningum þeirra hafi verið liagrætt með þaffi fyrir augum, að þær samrýmdust betur línu kommúnista. Einn ritstjóranna, Michael Ogden frá blaðinu Providence Journal and Bulletin, sagðist hafa sagt, að „meira væri af neyzluvörum", en í hinni opin- beru skýrslu varð þetta að „i verzlunum eru allar nauðsyn- legar vörur". Allir ritstjórarnir segjast hafa skrifað eftir Krústjov, að í Ber- lín væri „aðal þröskuldurinn" í vegi fyrir friði milli austurs og vesturs. í skýrslunni var þetta orðið að „EINN af aðal þrösk- uldunum" í vegi fyrir friði milli austurs og vesturs. Þá sagðist Estabrook frá Washington Post hafa notað orðin „að ganga úr skugga um“ í sambandi við samning um stöðvun kjarnorkutilrauna, en þeim var breytt í „eftirlit". MIMMUUUMUtMMtMM s ALÞYÐUBLAÐI& - 22. júlí 1962 33

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.