Alþýðublaðið - 18.09.1962, Síða 4

Alþýðublaðið - 18.09.1962, Síða 4
SATTA NNOG STORF PEIRRA Fyrsti kafli laga um meðferð einkamála í héraði fjallar um sáttir. Sáttatilraunir geta ýmist átt sér stað fyrir sáttamönnum eða dómstólum. Hér verður að- eins vikið að fyrra tilvikinu. Hver hreppur og hver kaup- staður skal vera sérstakt sátta- umdæmi. í kaupstöðum skipar bæjarstjóni 2 sáttamenn off 2 varasáttamenn, en utan kaup- staða hreppsnefnd, til 4ra ára í senn. Varamaður tekur sæti í sáttanefnd, ef aðalmaður má ekki skipa það, svo oe ef áerein ingur verður milli sáttamanna. Áður en sáttamaður tekur í fyrsta skipti sæti í sáttanefnd ritar hann undir heit í sáttabnk þess efnis, að hann skuli rækja starfann með samvizkusemi og óhlutdrægni. Ekki er krafizt neinna liæfi- leikaskilyrða af sáttamönnum. Þó leiðir af cðli málsins, að þeir verða að vera læsir og skrifandi Þá verða þeir að liafa náð 25 ára aldri, hafa óflekkað mann- orð, vera fjár síns ráðandi og eiga búsetu í sáttaumdæminu. Sextugir menn eða eldri eru undanþegnir sáttastörfum. Hið sama gildir um vanheila menn svo og embættis- og sýslunar- menn og aðra, er reka eða stunda atvinnu eða gegna stöðu er ekki fær samrýmizt sáttastarf anum án verulegs óhagræðis eða tjóns. Samkvæmt einkamálalögun- um er aðalreglan sú, að öll dómsmál skulu lögð fyrir sátta menn. Undantekningar eru frá þessari reglu og eru þær tvenns konar. Örfá mál eru algerlega undanþegin sáttatilraunum, en þau eru: Mál til heimtingar skaðabóta fyrir gæzluvarðhaid eða afplánun refsingar að ó- sekju, gagnsalrir, þegar ekki er krafizt sjálfstæðs dóms, mál, sem höfða má með opinbcrri stefnu og mál á hendur erlendis búsettum manni. Allmargir málaflokka eru undanþegnir sáttaumleiían sáttamanna, en héraðsdómara er þar skylt að leita sátta. í þessum flokki má nefna barns- faðernismál, hjónabandsmál, víxil-, tékka- og skuldabréfa- mál, sakauka-, og meðalgöngu • mál, skiptamál, landamerkja- og fasteignamál og yfirleitt óll mál til hvers kyns heimtu á kaupgreiðslu. Að lokum er að- ilum dómsmáls eða málflytjend um þeirra lieimilað að lýsa því yfir fyrir dómara við þingfest ingu málsins, að útilokað sé, að sátt komist á fyrir sáttamönnum Það fyrsta, sem gera þarf í þeim tilgangi að fá mál tekiö fyrir hjá sáttamönnum, er rit un sáttakæru. Það hlutverk annast eðlilega sækjandinn (stefnandi) í sáttakæru skulu nöfn aðila, atvinna þeirra og heimilisföng greind svo ljóst, að enginn vafi leiki á, hvaða menn séu aðilar sáttamálsins. Þá þarf að greina málavexti svo glögglega, að verjandinn (stefndi) megi gjörla sjá, af hvaða rótum t.d. fjárkrafa er runnin eða hvaða ummæli, inunnleg eða skrifleg, stefnandi vill fá dæmd ómerk. Að lokum verður stefnandi í sáttakærunni að setja fram kröfur sínar. Þetta er honum einkum nauðsynlegt, ef máli verður vísað til aðgerða dóm- stólanna, því að þar má hann ekki breyta kröfum til hækkun ar, nema fram fari framhalds- sáttaumleitan. Þegar sækjandi hefur samið sáttakæruna og undirritað, fer hann með hana til annars sátta mannsins í umdæmi stefnda, en hann ritar kæruna á stað og stund, þar sem sáttatilraun á að fara fram. Að loknum þessum við skiptum við sáttamanninn feggur sækjandi leið sína til stefnuvotta umdæmisins. Er þeim skylt að birta sáttakær- una með sama hætti og dóm- stefnu. í kaupstöðum er stefnu frestur venjulega tveir sólar- hringar, en utan þeirra 2-4 sól arhringar. Birting sáttakæru getur haft ýmis réttaráhrif, t.d. slítur hirtingin fyrningu skulda og hefðarhaldi. Sáttamenn ráða því hvar sáttafundur skuli haldinn, en jafnan mun þeim heimilt að 'halda fundinn í þinghúsi um- dæmisins. í Reykjavík er það föst venja að halda sáttafundi í bæjarþingsstofunni hvern virk an mánudag kl. 4 e.h. ef eitt- hvert mál liggur fyrir til af- greiðslu. Aðilum er yfirleitt skylt að sækja sáttafund sjálfir, þó er þessi regla undanþæg. Þannig geta sjúkdómar, veður og vötn talizt lögmæt fjarvistarástæða. Hið sama gildir, ef fundarsókn veldur aðila atvinnumissi eða tjóni á atvinnu, svo og embætt is- eða sýslunarstörf, eða ef að- ili þarf að sækja annan sátta- fund eða dómþing. Þegar aðili þarf eigi fund að sækja, skal hann, ef þess er kostur, að senda þangað um- boðsmann, sem er þeim hæfi- - lcikum búinn, að vlð hann sé scmjandi. Umboðið skal vera-ó- takmarkað, þannig að umboðs manni er lieimilað að koma fram í einu og öllu fyrir hönd aðila, og ráðstafanir umboö's- mannsins eru því algerlega skuldbindandi fyrir aðila. Aðilar geta bakað sér óhag- ræði, ef þeir hvorki sækja né' Játa sækja sáttafund. Mæti sækj andi ekki, á hann á hættu að verða dæmdur eftir kröfu verj anda til greiðslu á kostnaði við árangurslausa fundarsókn þess síðarnefnda. Mæti verjandi ekki skal hann dæmdur í héraði til málskostnaðargreiðslu, jafnvel þótt hann vinni málið þar. Þá skal og dæma hann í sektar- greiðslu til ríkissjóðs fyrir brot á sáttalöggjöfinni. Á sáttafundi er um að ræða fjóra afgreiðsluhætti: 1) Mál- inu er vísað frá sáttamönnum, þá venjulega vegna formgalla, eða það fellur niður. 2) Sátt kemst á. 3) Sáttamenn úrskurða málið, 4) Málinu vísað til að- gerða dómstólanna. Ef sátt kemst löglega á, er hún löglegur aðfarargrundvöll- ur fyrir rétthafann. Við henni verður ekki hróflað af dómstól- unum og hefur því að þessu leyti sama gildi og Hæstaréttar dómur eða óáfrýjanlegur héraðs dómur. Sáttamenn hafa í vissum til- fellum heimild til að úrskurða mál, sem fyrir þá eru lögð. Heimild þessi er takmörkuð, og verða þær regiur ekki raktar hér, lieldur aðeins bent á, að peningakrafa má ekki fara yfir 500 krónur til þess að hún sé úrskurðarhæf. Úrskurði sáttamanna um efni máls má skjóta til viðkomándi héraðsdómara bæði til staðfest ingar og breytingar, áður en liðnir eru 2 mánuðir frá upp- kvaðningu hans eöa birtingu. Sáttaumleitan á sér alllanga sögu að baki. Hún var fyrst al- mennt lögboðin hér á landi með konunglcgum tilskipunum frá 10. júlí 1795 og 20. janúar 1797. Með þessum tilskipunum var sáttaumleitan í einkamálum al- mennt gerð að skilýrði þess, að dómur yrði lagður á þau aö efni til. Ákvæðum þessum var ætlað að draga úr eða afstýra málaferlum. Ætla má að þess- um tilgangi Hafi verið náð lengi vel. Reynslan hefur þó sýnt að mjög hefur dregið úr mikilvægi sáttatilrauna sáttamanna á sið- ustu áratugum. Setning einka- málalaganna frá 1936 á vafa- laust mikinn þátt í þessari þró un, því að í þeim lögum vorn all margir málaflokkar undanþegn- ir þessum sáttaumleitunum, eins og áður hefur verið bent á. Eftirfarandi tafla úr dóms- málaskýrslum Hagstofunnar ,sýnir ljóslega, að sáttmálum hefur farið fækkandi, óg eins hitt, að sættir gerast æ fátíðari: Tímab. Málafjöldi pr. ári Sættir 1881-1890 292 57% 1891-1900 277 59% 1901-1910 460 53% 1911-1920 430 47% 1921-1925 586 34% 1946-1952 um 200 um 10% Á síðustu tveimur áratugum má ætla, þótt ekki séu fyrir hendi nákvæmar skýrslur, að um 80% af öllum sáttamálum hafi verið vísað til aðgerða dóm stólanna. Ljóst er af því, að þessi þróun mála hefur bent til þess, að mcðíerð mála fyrir sáttamönnum valdi aðeins töf- um í málarekstri og kostnaðar- auka. Á Alþingi 1955 var lagt fram stjórnarfrumvarp til laga um meðferð einkamála í héraði. Var frumvarpið samið af sér- fræðinganefnd. Þar var gert ráð fyrir algeru afnámi sátta- nefndanna. Frumvarp þetta er ekki enn orðið að lögum, en var í fyrra á ný lagt fyrir Al- þingi, óbreytt að þessu leyti. Líklegt má telja, að frum- varp þetta nái fram að ganga innan tíðar. Það er mjög ósenni legt, að sáttanefndum berist nægilegur þingstyrkur til við- lialds tilveruréttinum. Sátta- nefndir og störf þeirra tilheyra því að öllinn líkjndum fortíð- inni að skömmum tíma liðnum. Einhver kann því að spyrja, hví verið sé að ræða þetta rétt aratriði, sem verið er að af- nema. Þessu er því til að svara að störf sáttamanna hafa með vissum hætti sett svip sinn á réttarfarið í landinu hátt á aðra öld. Eigi þau því vissulega skil ið, að á þau sé minnzt, þótt þau verði nú að þoka fyrir straumi tímans. Einnig má í vissum skilningi skoða skrif þessi sem snemmborin eftir- mæli. ÐAVID BEN-GURION hélt fund með fréttamönnum síðast- liðinn laugardag. Fréttamaður Alþýðublaðsins bað hann þar að s'vara eftirfarandi spurningu: — Hvað finnst yður um vel- d'ejrðarrikin á Norðurlöndum Samanborið við ísrael? 4 Forsætisráðherrann svaraði fíéssari spurningu á eftirfarandi tfátt: — Það er margt líkt á Norð- • -j- ■ urlöndum og hjá okkur, þó er margt ólíkt. Á sumum sviðum hafið þið Norðurlandabúar geng- ið lengra en við, til djemis varð- andi styrltjagreiðslur til aldraðs fólks. Á öðrum sviðum höfum við aftur gengið lengra. Við höfum skapað félagslega lífsháttu, sem ég held að séu þeir fullkomnustu, sem til eru. Þar á ég við samyrkjubúin (Kibutz- im). Þar er séð fyrir þörfum allra, og þar er hrint í fram- kvæmd þeim kennisetningum, sem eru markmið sósíalismans. Þétta hefur hvergi annars staðar verið gert. Þar fær hver Framh. á 14. síðu Forsætisráðherra með dóttur sinni Flóttamennirnir tala 84 tungumál 4 18. sept. 1962 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.