Alþýðublaðið - 18.09.1962, Qupperneq 5
London, 17. september
(NTB-Reuter)
rORSÆTISRÁÐHERRAR sam-
veldisríkjanna létu í ljós þá skoð-
Un í dag, að þeir mundu fallazt á j
aðild Breta að Efnahagsbandalag-
ínu, enda þótt þeir yrðu óánægðir
»ieð hin endanlegu skilyrði.
Samkvæmt góðum heimildum
fóru þeir hins vegar þess á leit við
Breta, að þeir ynnu að því að kom j
ast að betri kjörum gagnvart sam- j
veldisríkjunum í viðræðunum við
EBE. Talið er, að Macmillan hafi
forðast allar skuldbindingar, er
gert hefðu sendinefnd Breta í j
EBE-viðræðunum erfitt fyrir. Eng- j
inn efi er á, að viðræðunum verð-1
Ur haldið áfram. j
Að loknum fundi, er stóð í
þrjár klukkustundir og tuttugu
mín. gerði Macmillan forsætisráð-.
herra yfirlit yfir umræður sam-1
ýeldisráðstefnunnar um EBE. — !
Ekki lét hann neitt uppi um nýj- j
án fund æðstu manna samveldis-
Íns.
Á fundinum í dag hvatti for-
eætisráðherra Kanada, John Die-
fenbaker, til þess, að samveldið
setti frumkvæðið að alþjóðlegum
viðskiptasamningum, tollalækkun-
um og ýmiskonar vöru-samning-
um. Keith Holyoake, forsætisráð-
herra Nýja-Sjálands, kvaðst telja,
að alþjóða tolla- og verzlnarnefnd-
in (GATT), gæti látið þetta mál til
sín taka.
Andrúmsloftið á fundinum í dag
var mjög vingjarnlegt og var fund-
urinn ólíkur fyrsta fundi ráðstefn-
Unnar þegar hver samveldisleiðtog
inn af öðrum lét í ljós eindregna
andúð á kjörum þeim, er Bretar
hafa fengið til handa samveldis-
löndununí gagnvart EBE.
Diefenbaker sagði, að Kanada-
menn væru fúsir til að taka þátt
í nýjum forsætisráðherrafundi,
þegar fyrir lægju endanlegar pið-
urstöður viðræðnanna í Briissel.
Hann kvað alla forsætisráðherr-
ana á ráðstefnunni á einu máli um
það, að inntökuskilyrðin, sem Bret
ar hefðu fengið tryggðu nægjan-
lega hag samveldisins, en hins
vegar réðu Brctar því, sjálfir
hvort þeir gengju í EBE.
„STAÐAN
ii
„STAÐAN“ í umræ'ðum for-
sætisráðherra Samveldisiiis
um hugsanlega aðild Breta
að Efnahagsbandalagi Evr-
ópu er talin betri nú en ætl-
að var í fyrstu. Um helgina
var „staðan“ þessi að sögn
Sunday Times:
1. ENN MJÖC Á BÁf>-
UM ÁTTUM: Kanada, Ástr-
alía, Indland, Pakistan og
Jamaica. (En Diefenbaker
hefur orðið að draga nokkuð
í land, Ayub Khan forseti
talar nú í vingjarnlegri tón
um EBE og Menzies sér eft-
ir árás sinni í fyrstu ræðunni,
er har.n hélt á ráðstefnunni).
2. AFRISKIR ANDSTÆÐ
INGAR: Ghana, Nígería og
Tanganyika. (Andstaða
Ghana er eingöngu hug-
myndafræðilegs eðlis; Ní-
geríumenn eru andvígir aðild
inni hugmyndafræðilega en
koma fram með sterk efna-
hagsleg rök.)
3. HLYNNTIR EN Á-
HYGGJUFULLIR: Ný-Sjá-
lendingar. (Holyoke viður-
kennir, að sjónarmið Breta
er réttlætahlegt, en vill mjög
gjarnan vita hvernig EBE-
ríkin muni standa við skuld-
bindingar sínar um sérstaka
aðstoð).
4. ÓHÁÐ, JAFNVEL
HLYNNT: Trinidad, Malaya,
Ceyylon, !\Iið-Afríku-ríkja-
sambandið, Sierre Leone,
Kýpur.
Kongóstjórn er
sökuð um árás
Elisabethyille, 17. sept.
(NTB —Reuter).
TSHOMBE Katangaforseti veitt-
ist harðlega í dag að miðstjórn
Kongó og yfirhershöfðingja henn-
ar, Mobutu, sem hann sakar um
árásarfyrirætlanir gegn Katanga-
her, í boðskap íil Robert Gardiner,
æðsta fulltrúa SÞ í Kongó.
Tshombe biður Gardiner að í
huga ábyrgð SÞ ef til árásar kem-
ur og taka tjl athugunar Kongó-
tillögu þá, er heimssamtökin hafa
nýlega sent Katanga.
Samkvæmt katangískum heim-
ildum hafa kongóskar hersveitir
ráðizt á hersveitir Katangamanna
WWWWWMWtMWWWWWWttWtWmwwWMMWMMWWtW
F orsætisráðherra Tanganyika,
Rashid Kawawa, kvað land hans.
Kenya og Uganda ekki vilja auka-
aðild að EBE. Á blaðamannafundi
í dag fullyrti hann, að málið hefði
verið rækilega rætt og hér væri
um endanlega ákvörðun að ræða.
í ræðu sinni kvað Macmillan
stjórn sína hafa tekið eftir óskum
samveldislandanna og tekið yrði
tillit til þeirra, en þó kvað hann
því takmörk sett, sem Bretar gætu
fengið í viðræðunum í Brússel.
Um endanlega aukaaðild landbún-
aðarþjóða samveldisins-lagði Mac-
millan, að slík aukaaðild mundi
einungis bjóða upp á efnahagsleg
hlunnindi.
Home lávarður, utanríkisráð-
herra, hóf umræðurnar um utan-
ríkismál á fundinum síðdegis í
dag og kom víða við í ræðu sinni.
Forsætisráðherrar Kanada, Ind-
lands og Nígeríu ræddu einkum á-
standið í Kongó,.
Umræður ráðstefnunnar um ut- |
anríkismál halda áfram á morgun. j
Jón Þorláksson
með 200 tonn af
heimamiðum
Togarinn Jón Þorláksson koin til
Reykjavíkur í gærmorgun með
180—200 tonn af blönduffum fiski,
sem hann fékk á heimamiffum. Var
þetta yfirlcitt góffur fiskur. Þá
seldu tveir togarar í Þýzkalandi
í gær, Egill Skallagrímsson 154
tonn fyrir 116 mörk og Haukurl75
tonn fyrir 162 þús. mörk.
í Kitule í Kongola- héraði, um
90 km norður af Kamina.
Formælahdi SÞ í, Lcopoldviilo
vísaði þessum staðhæfingum 4
bug, en af kongóskri hálfu vilja
menn hvrnrki staðfesta né bcra
brigður á þessa fregn.
Sjálfkjörib
í Sókn
SAMKOMULAG liefur náffst í
Sókn milli Alþýðuflokksins, Sjálf-
stæðísflokksins og kommúnisla
um fulltrúa á þing ASÍ. Kom því
fram affeins einn listi og varff
1 hann sjálfkjörinn. Þessar konur
veiffa fulltrúar frá Sókn á þingi
ASÍ:
Helga Þorgeirsdóttir (A)
Ása Emma Magnúsdóttir (S)
Björg Jóhannsdóttir (A)
Margrét Auðunsdóttir (K)
Bjarnfríður Pálsd. (K)
Sigríður Friðriksdóttir (K)
Viktoría Guðmundsd. (K)
Rio de Janeiro:
PRÓFESSOR Parmes Lina var í
gær skipaffur forsætisráðherra í
Brazilíu. Hann er 61 árs aff aldri
og fræffigrein hans er lögfræffi. —
Lima tekur viff af Brochado da Ro-
ca, sem sagffi af sér í fyrri viku.
Lima er þekktur sem sósíalískur
rithöfundur.
Umferðarslys
á Miklubraut
UMFERÐARSLYS varff um
klukkan sjö í gærkvöldi á mótum
Lönguhlíðar og Miklubrautar. Þar
varð fimm ára drengur á reiðhjóli
fyrir bifreið, og mun hafa meiðzt
eitthvaff á höfði. V7iff áreksturinn
kastaffist hann áfram og Ienti á
jaðri umferðareyjunnar, sem er
, á Miklubraut. Hann var fluttur á
! Slysavarffstofuna.
I
HÆKKAÐIR
AMBASSA-
DORA
I SAMBANDI við heimsókn for-
sætisráfflierra ísraels, herra David
Ben-Gurions til íslands, hafa rík-
isstjórnir ísraels og íslands ákveð-
Iff, aff sendiherrar landanna skuli
hækkaðir í ambassadora.
(Utanríkisráffuneytiff, Reykja-
vík, 17. september, 1962.)
Nýr maður sagður hafa
skipulagt banatilræðið
París, 17. september
(NTB—Reuter)
Franska lögreglan greindi frá því
í dag, aff þaff hefffi veriff ofurst-
inn Jean Bastian-Thiry, sem
stjórnaði tilrauninni til þess aff
ráffa de Gaulle forseta af dögum
hinn 22. ágúst. Maffur þessi var
handtekinn fyrir nokkru.
Hann hefur játað að hafa stjórn
að fundum, þar sem tilræðið var
skipulagt. Einnig hefur hann ját-
að, að hafa verið ásamt Henri Ni-
aux í Petit Clamart þegar tilræð-
ið átti sér stað. Niaux var áður tal
inn hafa skipulagt tilræðið. Hann
var handtekinn á föstudag, en á
laugardagsmorgun hengdi hann
sig í fangelsi einu í París.
Kona Niaux skýrði blaðamönn-
um svo frá í dag, að hún hygðist'
halda til Paríar til þess að
hreinsa nafn manns síns. Hún
heldur því fram, að hann hafi ekki
farið frá sér síðan 18. ágúst, en
hins vegar segir innanríkisráðu-
neytið, að hann hafi verið í París
daginn, er tilræðið var gert.
Hin leynilegu samtök hersins
halda því fram í boðskap, er þau
sendu frönskum blöðum í morg-
un, að Niaux hafi dáið af völdum
pyndinga. Læknir nokkur hefur
mótmælt þessu og segir, að þess
hafi ekki sézt merki á líkinu að
Niaux hafi verið misþyrmt.
Lögreglan hefur nú handtekið
eða borið kennsl á alla tilræðis-
mennina tólf. Bastian-Thiry mun
hafa játað að vera í OAS og hafa
skipulagt tilræðið í Petit Clem-
art í samráði við forystu leynisam-
taka hersins.
Á föstudag var OAS-maðurinn
Gerard Buisines yfirheyrður í
París og játaði hann að hafa skot-
ið af vélbyssu á de Gaulle 22. á-
gúst. AOS-foringinn Argoud var
ekki meðal nokkurra OAS-manna
sem belgíska lögreglan handtók
sama dag eins og ýmsir þó töldu.
Argoud mun nú vera æðsti yfir-
maður. OAS. Síðan hann flúði úr
fangelsi í febr. sl. hefur honum
skotið upp í V-Þýzkalandi, Sviss
og Belgíu. Hann vár dæmdur að
honum fjarstöddum fyrir þátt-
töku í byltingunni í Alsír í apríl
í fyrra.
DAGSBRUN
Framhald af 1. síffu.
að er við tölu þeirra, er voru á
kjörskrá við stjórnarkjörið í vetur
(2600—2700), er það meira en nóg
auk þess, sem þeir verkamenn
er Dagsbrúnarstjórnin strikaði út
af undirskriftalistanum hafa allir
greitt tilskilin gjöld í Dagsbrún
og ættu þeir því að njóta þar
fullra réttinda.
Ekki hafði Eðvarð Sigurðsson
manndóm í sér til þess.að lýsa
því yfir, að stjórn Dagsbrúnar
hefði orðið við kröfum verkamanna
um allsherjaratkvæðagreiðsluna,
heldur bar hann fram tillögu Wfi,
að viðhöfð yrði allsherjaratkvæða-
greiðsla og var hún samþykkt.
Fyrir Alþýðusambandskosning- ]
ar 1960 neituðu kommúnistar í
Dagsbrún að fallast á kröfu verka-
manna um allsherjaratkvæða-
greiðslu, enda þótt tilskilinn hluti
verkamanna undirritaði þá slíka
kröfu. Ástæðan fyrir því, að komm
únistar beygja sig fyrir kröfurtni
nú mun vera sú, að þeir höfðu
heyrt að lýðræðissinnar hefðu ;i
hyggiu að leggja málið fyrir
lagsdóm, ef kröfunni yrði neitaff.
Munu kommúnistar hafa séð fram
á það, að þeir myndu tapa málinu
fyrir félagsdómi , og því ekkí
treyst sér til þeSs að standa geg|i
hinni réttlátu kröfu verkamannq
________________
INNBRÖT
Keflavík í gær.
INNBROT var framið í nótt
járn og skipavörudeild kaupfélags
ins. Mun hafa verið stolið einni-
haglabyssu og tveimur rifflunl.
Svo virðist, sem þjófurinn hafk
ætlað að fara að öllu með gát, þvF-
að hann reyndi að ná rúðu újr
glugga, en varð fyrir því óhapp^
að brjóta hana.
Málið er enn óupplýst, en rann-
sókn þess heldur áfram.
ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 18. sept. 1962
I
(