Alþýðublaðið - 22.09.1962, Blaðsíða 3
SÝÐUR UPP ÚR I
S.- RHODHESIU?
Salisbury, Suður-Rhodesíu,
21. sept. (NTB—Reuter)
LÖGREGLA og hermenn gerðu
viðtækar húsleitir í svertingja-
hverfunum í Salisbury í dag, en í
gær bannaði stjórnin þjóðernis-
sinnaflokk svertingja.
Jafnframt skýrir lögreglan svo
Benbella
sigraði
Algeirsborg, 21. sept.
(NTB—Reuter).
MOHAMMED Ben Bella hefur
tryggt sér og stjórnarnefnd sinni
Sigur í þingkosningunum í Alsír.
Kosningaúrslitin höfðu ekki ver-
ið birt i kvöld, en formælendur.
kjörnefndarinnar liafa skýrt svo
frá, að frambjóðendur FLN hafi
tryggt sér tvo þriðju atkvæða.
Kjörsókn var verst í Algeirs-
borg, aðeins 64.10% og mest í
bæjum í Vestur-Alsír. Skýringin á
liinni lélegu kjörsókn er sú, að
mikill fjöldi manna af evrópskum
ættum hefur flúið úr landi, en áð-
ur var mikill hluti íbúa Algeirs-
borgar af evrópsku bergi brotinn.
Á föstudag eiga stjórnmálafor-
ingjarnir að hafa lokið umræðum
sínum um setningu þjóðþingsins
í næstu viku og skipun nýrrar
stjórnar í stað bráðabirgðastjórn
ar Abderrahmana Farces.
Enn er ástandið ótryggt í ná-
grenni Algeirsborgar. Belgísk
lijón fundust myrt i gær vestur af
Algeirsborg og er leitað að morð-
ingjunum.
frá, að hermenn hafi verið sendir
til Melsetter, nálægt landamær-
um Mozambique, en þar hafa átt
sér stað óeirðir að undanförnu.
Margir menn úr hinum bannaða
flokki hafa verið handteknir.
Foringi flokksins, Joshua Nko-
mo, sem um þessar mundir dvelst
í Lusaka í Norður-Rhodesíu, fór
þess á leit við brezku stjórnina í
dag, að hún sendi hermenn til
Suður-Rhodesíu, afnæmi stjórnar-
skrána og stjórnaði landinu unz ný
lýræðisleg stjórnarskrá hefði ver-
ið samin.
j Þetta er eina leiðin til þess að
| við getum bjargað 4andi okkar frá
jhörmungum, sagði hann. Ef Bret-
' ar fallast ekki á þetta og blóði
! verði úthellt nú verða þeir að
!sæta ábyrgð.
IWWWMMMWWMMWWM*
TRÍDI
Gaitskell í
kosningaham
GAITSKELL, foringi brezka
Verkamannafiokksins, sagði í
útvarpsræðu í gærkveldi, að
næðist ekki samkomulag við
EBE, sem tryggði hagsmuni
samveldisins, væri ekkert á-
unnið með inngöngu Breta í
efnahagsbandalagið.
Ef slíkt samkomulag næð-
ist ekki, yrði að ganga til
nýrra kosninga. Gaitskell
kvaðst ekki vera í- vafa um,
hver dómur kjósenda yrði.
Hann kvað takmarkið vera
það, að tengja samveldið og
Evrópu, en það væri ekki
kleift, ef samveldið liði und-
ir lok.
Fréttir frá Ottawa herma,
að Diefenbaker forsætisráð-
herra Kanada liafi hvatt til
þess að haldin verði önnur
samveldisráðstefna.
>MWtWWMWWW*WWWWW
Hörö landamæra-
árás Kínverja
Nýju Delhi, 21. sept.
I (NTB—Reuter)
ÞRÍR indverskir hermenn voru
felldir í átökum við kínverskar
hersveitir nálægt landamærastöð-
inni Thag La í Norðaustur-Ind-
| landi í gærkvöldi. Indverska
stjórnin hefur sent Pekingstjórn-
inni mótmælaorðsendingu vegna
þessa atburðar.
Samkvæmt upplýsingum ind-
verska utanríkisráðuneytisins
hófu Kínverjar skothríð þegar
indversku hermennirnir höfðu
skotið upp ljósmerkjum. Tveir
kínverskir hermenn köstuðu þá
handsprengjum á^ Indverjana. í
ljósskininu sáu indversku her-
mennirnir töluvert marga kín-
verska hermenn skammt frá landa-
mærastöðinni.
í dag birti indverska utanríkis-
ráðuneytið textann að orðsend-
ingu þar sem Indverjar fallast á
að ræða við Kínverja um landa-
mæraatburðina. Viðræður þessar
eiga að hefjast í Peking' 15. októ-
ber og seinna verður þeim haldið
áfram í Nýju Delhi.
í gær sagði formælándi ind-
verska utanríkisráðuneytisins, að
nokkrar hinna kínversku hersveita,
sem nýlega sóttu inn yfir landa-
mærin Thag La, hefðu hörfað úr
landinu á ný.
Indverskar hersveitir hafa sótt
EINN SVfANNA FÉLL í
ÁRÁSINNI í N.-KATANGA
Stokkhólmi, 21. sept.
(NTB—Reuter)
Óvissa og efi breyttist í fögnuð á
níu sænskum heimilum síðdegis í
dag, er ljóst var, að allir Sþ-flug-
mennirnir tíu, að einum undan-
skildum, sem voru í flugvélinni,
er skotin var niður í N.-Katanga,
hefðu komizt lífs af.
Flestir höfðu gefið upp alla von
um, að nokkur hefði komizt lífs
af, þar sem úr lofti hafði ateins
flugvélarflakið sézt og ekkert
kvikt þar að sjá.
Sá eini, sem ekki komst lífs af,
hinn 35 ára gamli vélamaður, Per
Olav Solvestad, dó úr skotsárum,
en fimm aðrir hiutu einnig slík
sár. Einn þcirra hafði hlotið alvar
legt sár á maga. Sanikvæmt upp-
lýsingum herráðsins í Stokkhólmi
fengu 2 hinna særðu læknishjálp
hjá kongóskum hermönnum í
þorpunum Kitenga og Nýunsu í
Norður-Katanga í dag.
Flestir flugmanna, sem komust
af, voru fluttir í dag til Kamina-
herstöðvarinnar, þar sem þeir
voru yfirheyrðir um atvik skot-
árásarinnar. Ekki liafði herráðinu
í Stokkhólmi borizt neinar fregn-
ir í dag um það, hverjir skotið
hefðu flugvélina niður.
Af opinberri hálfu voru við-
brögð manna í Stokkhólmi á þá
lund, að atburðurinn muni auka
spennuna í Kongó og torvelda til-
raunir til þess að finna lausn á
Kongó-deilunni.
Stjórnmálamenn í Stokkhólmi
telja, að atburðurinn verði til
þess, að umræðurnar um þátttöku
Svía í aðgerðum Sþ hefjist að
nýju. Ýmsir hafa gagnrýnt það,
að hlutlaust ríki eins og Svíþjóð
skuli • eiga svo mikinn þátt í að-
gerðunum í Kongó.
Blöðin í Svíþjóð hvetja til þess
að Sþ hefjist handa um að leysa
Kongó-málið af þrótti og festu.
Aftonbladet segir, að umræddur
atburður sé sá versti, er gerzt hafi
til þessa.
Sænska flugvélin var skotin nið-
(ur næstum því réttu ári eftir að
Dag Hammarskjöld aðalfram-
kvæmdastjóri og átta sænskir
starfsmenn Sþ fórust í flugslysi
við Ndola í N.-Rhodesíu.
Reuter segir, að nokkrar þyrl-
ur hafi fundið Svíana. í fylgd með
þyrlunum var orrustuþota
Sænska flugvélin var skotin nið-
ur við Kamunzu, um 300 km. norð-
austur af Kamina. Ekki er vitað
hverjir hafa skotið vélina niður.
Kat.angamenn segja kongóska her-
menn hafa gert það.
Áður en leitin hófst í dag varaði
Sþ þá Adoula forsætisráðherra og
Tshombe forseta við afleiðingum
bess, ef á þyrlurnar yrði ráðizt.
Orrustuþotan mundi þá hefja skot-
hríð. Sænska flugvélin var á
veniulegu könnunarflugi til þess
að fylgjast með því, hvort her-
sveitir Kongómanna og Katanga-
manna hefðu hætt vopnaviðskipt-
um á hinu umdeilda landssvæði,
Norður-Katanga.
inn í Chcdonghérað, sem Indverj-
ar segja, að myndi landamærin
við Kína. Einn kínverskur Iiðsfor-
ingi var felldur og einn hermaður
særðist. Fréttastofan Nýja Kína
segir, að ástandið á Iandamærun-
um sé orðið svo alvarlegt, að stríð
geti skollið á þá og þegar á landa-
mærasvæðinu.
Indverska stjórnin heldur því
fram í áðurnefndri orðsendingu,
að Kínverjar séu staðráðnir í að
halda árásarstarfsemi sinni á-
fram, beita valdi til þess að færa
landamæralínuna og notfæra sér
samningaviðræður til þess að
leyna raunverulegum tilgangi
stjórnarinnar.
Indverjar segja, að þótt þeir
muni taka þátt í viðræðum i Pek-
ing og seinna í Nýju Delhi, verði
ríkin tvö fyrst og fremst að miða
að því að skýra aðgerðir, er grípa
verður til til þess að koma á aft-
ur „status quo“. Ekki sé hægt að
halda viðræður þar sem unnið
yrði að endanlegri lausn fyrr en
ríkin öðluðust að nýju traust
hvort á öðru, segir í orðsending-
unni, sem Indverjar hafa sent Pek-
ingstjórninni.
Peking-stjórnin hefur sent Ind-
verjum orðsendingu og krafizt
þess, að indverskar hersveitir
hætti árásum og hörfi frá Che-
donghéraði. Peking-stjórnin á-
skilur sér rétt til þess að krefjast
skaðabóta og grípa til nauðsyn-
legra varnarráðstafana. Indverjar
verði að bera ábyrgðina af afleið-
ingunum.
Framh. af 1. síðu
Flestum skrifstofum var lokað og
starfsfólkið sent heim.
í fréttatilkynningu, sem Onga-
nia sendi frá höfuðstöðvum sinum
í nótt segir, að hernaðaraðgerðuu-
um verði haldið áfram unz and-
stæðingarnir hafi verið sigraðir.
e- - - - SK23E
Blaðafulltrúi forsetans skýrði
frá því í morgun, að flotinn og
JOSE MARIA GUIDO,
flugherinn virtu vopnahléssamning
þann, er gekk í gildi aðfaranótt
fimmtudags.
Flugherinn mun hafa gert áraás
á sendistöð Belgranosútvarpsins.
sem uppreisnarmenn notuðu. Upp-
ireisnarmenn halda því hins vegár
fram, að flugherinn styðji þá, en
að flotinn styðji forsetann.
í alia nótt var setið á samninga-
fundi að aðsetri forsetans. Til-
kynnt var að lokum, að stjórnin og
helztu herforingjarnir hefðu sagt
af sér. Vonazt hafði verið til, að
deilan mundi leysast á föstudags-
morgun, þegar forsetinn hafði
skipað hermönnunum að hverfa
i til búða sinna. Seinna bárust frétt-
irnar um, að tveir æðstu herfor-
ingjarnir, Lorio og Barnadino La-
bayru, hershöfðingi hefðu neitað
að fara frá, og 36 stríðsvagnar
uppreisnarmanna hefðu brotizt i
gegnum vígstöðvar stórskotaliðs,
sem er hliðhollt stjórninni. Upp-
reisnarmenn misstu þrjá stríðs-
vagna. Seinna í dag kom stríðs-
vagnadeildin til höfuðstöðva upp-
reisnarherliðsins við Campo de
Mayo.
SÍÐUSTU FRÉTTIR:
Haldnir voru í dag nokkrir fund-
ir, þar sem kaupsýslumenn, full-
trúar kirkjunnar atvinnulífsins og
heraflans í Buenos Aires ræddu
hið alvariega ástand. í Campo de
Mayo-héraði suður af höfuðborg-
inni voru fallhlífarhermenn að
grafa skotgrafir í kvöld og koma
upp fallbyssuhreiðrum. í Buenos
Aires lilaða hermenn hollir stjórn-
inni götuvígi á götunum, sem
liggja suður á bóginn. Flestum
búðum og fyrirtækjum var lokað
í dag og starfsfólkið sent heim.
Guido virðist ekki hafa stjórn á
ástandinu, að því er síðustu fregu-
ir herma. u
ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 22. sept. 1962 3